Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977
15
sviptur hafi verið sínum róman-
tíska ljóma:
„Enginn vrkir þér framar
ástar- og tregaljóð.
dulúð og draumblæ sviptur
dragnast þú himinslóð.**
Og þó:
„En hertu, vinur. upp hugann:
hvernig sem jörðin snýst,
Ifta menn eins og áður
upp til þfn, það er víst.“
Ef til vill er skáldið úrkula
vonar um það, að hann fái í ljóði
dregið úr skattsvikum, verðbólgu,
eiturlyfjanotkun og glæpum á
landi hér — hvað þá haft áhrif á
mestu valdamenn veraidar, sem
sitja ráðstefnur og ræða um það,
hvort þeir eigi i hungruðum
heimi að verja fleiri eða færri
hundruðum milljarða til ennþá
ægilegri drápstækja en hingað til
hafa glatt hjörtu þeirra.. .
Hvað sem öllu þessu líður
verður það ljóst af þessari ljóða-
bók Braga, að þá er hann gengur
á fund ljóðdisar sinnar, dregur
hann tjald fyrir hvers konar
djöfuldóm mannkindarinnar,
nýtur dásemda islenzkrar náttúru
og veltir fyrir sér hinu torræða en
frá örófi alda síáleitna viðfangs-
efni hvort þrátt fyrir allt sé hér
öllu stjórnað af alvitru og allt-
sjáandi máttarvaldi — og hvort líf
taki við, þegar þessu lýkur. Um
það fjallar eitt mesta ljóðið í
þessari bók. Þar segir meðal
annars:
„Vér vonum, biðjum, oss er mesl í mun
að mega trevsla á nýjan fund og dvöl,
(en undir niðri glímum þó viðgrun)
um gengin spor til fulls — og enga völ.“
I öðrum hluta þessa kvæðis
mælir svo skáldið:
„Og þó á öðru leyti er efinn liinn:
svo undursamleg smfð er heimurinn,
að hending ein það getur tæpast gert,
sem gerir lífið allt svo furðuvert.
að st jórnarandi stýra liljót i þvf,
hverstefni, marki tilgang. skapi ný
mörk og leiðir, veiti vörn og skjól
og veki að nýju öll þau grös, sem kól.“
t þriðja hluta ljóðsins birtist
svo nýtt viðhorf. Það dagar og
sólin gerir veröld hins leitandi,
þreytta og sárkvalda vökumanns
að undursamlegum heimi:
„hin hljóða samræmd, helga tign og kyrrð
þér hvflsar lausnarorð úr nánd og firð.“
Og þá:
„Hvað varðar þig um það. hvert fljótið ber,
um það hvað landið handan d.vlur þér,
hjá hinu að kunna að meta og þakka það.
sem þér er fært og veitt á þessum stað?“
Og þó að í þessari bók séu fögur
ástaljóð, dulúðg kvæði, sem verða
eftirminnileg og djúpeinlægur
kveðskapur, sem vitnar um þá
vetrar og fallvaltleika lífsins,
fjalla flest listrænustu ljóðin um
þá dýrlegu gjöf sem sól og vor og
sumarblómi veita skáldinu.
Eitt þeirra ber þar af. Það er
aðeins fjögur erindi með átta
frekar stuttum ljóðlínum. Það
heitir Upp er runnin ársól. Þar
sameinar skáldið til hljómrænnar
og myndrænnar heildar rfm og
mál af fágætri list. Svo faguryrt
og ómrænt sem þetta ljóð er,
virðist mér skáldið hvergi fara út
fyrir þau takmörk, sem listrænni
túlkun eru sett. Og það er vissa
mín, að aldrei verði fram hjá
þessu stutta ljóði gengið, þegar út
er gefið úrval íslenzkrar ljóð-
listar.
Þess skal að lokum getið, að í
bókinni eru sjö þýdd ljóð. Öll eru
þau þess verð að verða lesin.
Aðeins eitt þeirra hef ég átt kost á
að bera saman við frumkvæðið,
Ur vesturbrúnum byrjar aftan
för, eftir hið ágæta norska skáld
Olav Nygard. Það er með ágætum
þýtt. Kata í götunni, eftir Henry
Corey, er listilega skemmtilegt,
og Ræninginn, langt kvæði eftir
Alfred Noyes er ort og þýtt af
iþrótt.
Síðar i sama ljóði dregur
skáldið upp þessa sjálfsmynd:
Ég gel gosið
skyndilega
eins og gígur
sem allir héldu
aó værí slokknaður.
Eg get verið þögull
eins og sn jóbreiða,
þunglyndur
eins og hraundrangur,
glaður eins og varða
á leið ferðamanns.
Ský hafa bvrgt
augu mfn.
Blóðíð segir til sfn
og samt er ég aðeins
dropi fljóts.
Naumast þarf að útskýra að
allar líkingar i þessari sjálfs-
mynd eru teknar upp úr lands-
laginu á þeim slóðum þar sem
ljóðið var ort.
Dagarnir líða, enn flettir
Jóhann upp í Le Clézio og nem-
ur staðar við þessi orð: »Ekkert
er nokkurn tíma fullgert.«
Senn dregur til þess að dvöl
hans á Kópaskeri taki enda.
Loks flýgur hann til baka, sömu
leið og hann kom. Ur glugga
flugvélarinnar sér hann
Herðubreið, »öræfadrottning-
una hans ísleifs Konráðs-
sonar.«
Frá Umsvölum er bók sem
leynir á sér. Með hliðsjön af
formi er þetta frámhald tveggja
síðustu bóka Jóhanns
Hjálmarssonar, Myndarinnar
af langafa og Dagbók borgara-
legs skálds og mun ég því ekki
fjölyrða um það (formið) að
sinni, hef lítillega drepið á það
áður. Að ýmsu leyti er þessi
bók samfelldari og heildstæðari
en hinar tvær. Skáldið ástundar
opinskáa tjáning og hreinskilni
sem tekur bæði til sjálfs hans
og annarra. Allur skáldskapur
felur í sér nokkra umsköpun
veruleikans. En þá er galdur-
inn að láta ekkert brenglast né
falsast í ummynduninni, heldur
nefna hlutina sínum réttu nöfn-
um. Hér er ekkert sagt undir
rós en allt berum orðum, og sá
er að mínum dómi einn af hin-
um viðfelldnu eiginleikum
þessarar bókar. Ég er ekki viss
um að mörg hjón fengjust til að
»sitja fyrir« á þann hátt sem
þessi ágætu Kópaskershjón
hafa leyft Jóhanni Hjálmars-
syni að skyggna sig gegnum
skáldlinsuna.
Annar er sá meginkostur
þessara ljóða hve þau eru létt
og hispurslaus. Ennfremur
reikna ég þeim til tekna hversu
söguleg, episk, þau eru i raun
og veru, hversu trúverðuglega
þau fela i sér andblæ liðandi
stundar sem nú er orðin fortið.
Samtímaefni gerir kröfu um til-
tekið raunsæi. Með hliðsjón af
hversu smáatriði eru tíunduð i
þessum ljóðum er þetta raun-
sæisskáldskapur. En skáldið
horfir líka á efnið úr fjarlægð
og er sér þess meðvitandi að
líðandi stund er jafnóðum liðin
og ekkert stendur eftir nema sú
niynd sem fest hefur á tjald
hugans. Umræðuefnin í Um-
svöium eru líka oft liðin tíð;
hverfleikinn er með í dæminu.
Þess vegna hvilir einnig yfir
þessum ljóðum rómantískur
bjarmi. I samræmi við það eru
teknar upp i bókina nokkrar
gamlar ljósmyndir sem hæfa
prýðilega efni ljóðanna, þar
með talin forsíðumynd af hjón-
unum auk fleiri mynda af þeim
inni í bókinni.
Ekki veit ég hvort nokkur á
eftir að feta í spor Jóhanns
Hjálmarssonar og fara að þessu
dæmi hans. Þetta er ákaflega
notalegur skáldskapur; og að
ýmsu leyti einstæður. Eg spái
að þessi ljóð þyki ekki síðúr
girnileg til lestrar þegar árið
'76, er þau voru ort, verður
komið i þá bláu fjarlægð sem
allt hylur nema stóru kennileit-
in — samkvæmt þeirri reglu að
hið einfaldasta lifir lengst.
Erlendur Jónsson
Jóhannes Snorrason
flugstjóri sextugur
Tímans hjól verður ekki stöðv-
að og kerling Elli nær okkur öll-
um að lokum. En samt virðist það
svo Um suma menn, að það er eins
og þeim takist að hlaupa þá hvim-
leiðu kerlingu af sér jafnvel um
langt árabil.
Einn þessara spretthörðu
manna og tilefni þessarar stuttu
afmælisgreinar er Jóhannes
Snorrason, yfirflugstjóri Flug-
félags Islands, sem er sextugur í
dag 12. nóvember.
A árunum fyrir seinni heims-
styrjöldina voru það aðallega
tveir ungir menn og fóstbræður á
Akureyri, sem gengu fram af góð-
borgurum þessa friðsama bæjar.
Annar þeirra — afmælisbarnið —
þótti aka einum of hratt á mótor-
hjóli um götur bæjarins, að ekki
sé meira sagt, hinn gekk svo fram
af gætnu fólki, að þvi lá við öng-
viti, er það sá hann standa á hönd:
unum uppi á turni Akureyrar-
kirkju. Hét sá Magnús Guðmunds-
son. Báðir áttu þessir ágætu ungl-
ingar það sameiginlegt, að þeir
voru auk þess stofnfélagar hins
nýstofnaða Svifflugfélags Akur-
eyrar og juku enn á öryggisleysi
bæjarbú með glannalegum flug-
æfingum i nágrénni bæjarins og
lendingum á ótrúlegustu stöðum,
jafnvel í kirkjugarðinum.
Engum, sem sér þessa sextugu
félaga og fóstbræður, gæti dottið í
hug, að þeir hefðu báðir náð þeim
virðulega aldri, en það tókst
Magnúsi Guðmundssyni sem er
einn reyndasti flugstjóri Loft-
leiða, í kyrrþey i fyrra og vil ég
því nota þetta tækifæri til þess að
koma til hans síðbúnum afmælis-
kveðjum.
Jóhannesi Snorrasyni vil ég
þakka margra ára samstarf í flug-
ráði, en hann var varaformaður
þess frá 1947—1955 og aðalmaður
frá 1972—1975.
íslenzkir atvinnuflugmenn áttu
þar ágætan málsvara, sem fylgd-
ist náið með því, að öryggismálin
væru ekki fyrir borð borin, er sú
húngurlús, sem kölluð var og er
fjárveiting til flugmálafram-
kvæmda, kom til skiptanna í flug-
ráði. Hann benti sömuleiðis órag-
ur opinberlega á atriði, sem hann
taldi til heilla horfa eða betur
mætti að standa í islenzku flug-
öryggi. Kom þá í ljós, að hann er
enginn veifiskati í þeim efnum og
ritfær i bezta lagi. Það hefur ver-
ið lán íslenzkrar þjóðar, að hún
hefur á liðnum öldum átt stór-
huga menn og dugmikla í öllum
stéttum til sjós og lands. Það er
því engin furða, þótt arftakar
slíkra manna væru hlutgengir,
þegar að því kom að hasla sér völl
á vettvangi loftsins. Þar hefur
Jóhannes Snorrason staðið i
fremstu röð um áratuga skeið
ásamt fóstbróður sinum og fjöl-
mörgum góðum og dugmiklum
flugmönnum, sem borið hafa
hróður landsins og islenzkra flug-
mála víða um heim. Sem yfirflug-
stjóri Flugfélags Islands hefur
hann notið trausts umfram aðra
mæta menn sakir reynslu sinnar
og gætni. En það var hann, sem
11. júní 1945 var flugstjóri fyrsta
islenzka farþegaflugsins til út-
landa, svo að tínd sé til ein skraut-
fjöður úr hans mikla fjaðurskúfi.
Hitt skiptir mestu máli, að for-
sjónin hefur á liðnum áratugum
leitt hann og farþega hans gegn-
um ísi hiaðin óveðurský, nótt sem
dag og til lendingar við aðstæður,
sem bezt er að tala sem minnst
um og vonandi heyra fortíðinni
til, þvi að alltaf mjakast þó í rétta
átt í islenzkum flugöryggismál-
um. Þótt seint gangi og skilnings-
leysi fjárveitingavaldsins hrópi
oft á tiðum i himin.
Að koma ósár úr þeim hildar-
leik og með heilan skjöld er þvi
miður ekki öllum gefið. Við
Jóhannes vitum báðir, hverjum
ber að þakka slika gjöf.
Það er von mín, að íslenzk flug-
mál eigi eftir að njóta verðmætrar
reynslu og hæfileika Jóhannesar
Snorrasonar enn um langan ald-
' ur.
Agnar Kofoed-Hansen
Vinur minn Jóhannes R.
Snorrason yfirflugstjóri hjá Flug-
félagi Islands er sextugur í dag.
Hann er sonur hinna merku
hjóna Guðrúnar Jóhannesdóttur
og Snorra Sigfússonar, fyrrum
námsstjóra, sem landskunnur er
af störfum sínum að uppeldis- og
fræðslumálum þessarar þjóðar.
Snemma fór að bera á flug-
áhuga hjá Jóhannesi. Nokkru fyr-
ir síðari heimsstyrjöldina varð
hann félagi i Svifflugfélagi Akur-
eyrar ásamt mörgum vöskum
strákum, sem síðar mörkuðu djúp
spor í flugsögu tslands. Það er þó
ekki fyrr en árið 1941, að hann fer
til náms í Kanada og tekur flug-
próf hjá kanadisku flugmála-
stjórninni í marz ári síðar. Að
námi loknu gerðist hann æfinga-
flugmaður nýliða kanadiska flug-
hersins, og öðlaðist mikla flug-
reynslu næsta hálfa annað árið.
Hann snýr siðan heim til Islands í
október 1943, og hefur störf hjá
Flugfélagi Islands.
Eins og að likum lætur, þá er
ógerningur í stuttri blaðagrein, að
rekja störf Jóhannesar að islenzk-
um flugmálum i einstökum atrið-
um, og verður þvi minnst á fátt
eitt. Hann hefur verið nefndur
fyrsti flugstjóri íslendinga, sem
hægt er að nefna því nafni. Braut-
ryðjandi í millilandaflugi, og þá
sérstaklega Grænlandsflugi, sem
varð honum sérstaklega hugleikið
og mikið áhugamál. Asamt störf-
um yfirflugstjóra hefur Jóhannes
annast kennslu og þjálfun flug-
manna Flugfélags Islands lengst
af. Hann var fyrsti formaður
Félags ísl. atvinnuflugmanna, og
hefur starfað mikið að hagsmuna-
málum stéttariiinar, sem og að
öryggismálum flugsins hér á
landi.
Jóhannes var í fararbroddi þeg- •
ar þotuöld hóf innreið sina á Ls-
landi í júní 1967, er hann flaug
Gullfaxa, þá nýsmíðuðum, frá
Boeing-verksmiðjunum i Seattle
til Reykjavikur. Siðan hefur hann
þotið um loftin blá vítt og breitt,
og mun nú hafa um 7 þúsund
klukkustundir að baki sem þotu-
flugstjóri, auk alls annars flug-
tima.
Tómstundaáhugi Jóhannesar
eru fjölþættur. Hann fer gjarnan
til fiskjar á trillu sinni, eða til
fjalla á rjúpnaveiðar, eða þá
gæsaveiðar. Hann er mikill sund-
maður og skiðamaður. Lestur
góðra bóka er honurn mikil
ánægja, og er lestur kvæðabóka
þar efst á blaði; sérstaklega gnæf-
ir Einar Benediktsson þar hátt, og
má segja að Jóhannes kunni hann
næstum utanbókar. Hljómlistin
skipar einnig verðugan sess hjá
Jóhannesi, og nýtur hann þess að
spila. eða bara hiusta á göfuga
tónlist.
Jöhannes og kona hans Arna
Hjörleifsdóttir eiga yndislegt
heimili að Lindarflöt 28, Garða-
bæ. Þegar komið er þangað ber
fagur blóma- og trjágróður snyrti-
mennsku fagurt vitni, og ekki er
siður alúðlegt inn að koma, þar
sem smekkvísi þeirra beggja fær
notið sin.
Gæfumaður hefur Jöhannes
verið á öllum sinunt flugferli, og
ér það ef til vill ekki að undra,
þar sem saman fara hæfni hugar
og handar. Hann er góður dreng-
Framhald á bls. 23
Fyrirlestrar í Háskólanum um
tæknimat og þjóðfélagsstefnu
Morgunblaðinu hefur
borist eftirfarandi frétta-
tilkynning frá Verkfræði-
og raunvísindadeild Há-
skóla íslands vegna fyrir-
lestraraðar, sem á sínum
tíma varð að fresta vegna
verkfalla:
Mánudaginn 14. nóvember
hefst á ný fyrirlestraröð Dr.
Joseph L. Stevens, professor
emeritus við Uni.versity of
Virginia, á vegum verkfræðiskor-
ar Háskóla Islands. Fyrirlestrar
þessir, sem fluttir eru undir heit-
inu „Technology Assessment and
Seience Policy", hófust i október
en var frestað vegna verkfalls
BSRB.
Að þessu sinni verða flutt,
tveit' fyrirlestrar dagana 14. i
15. nóvember og fjalla þeir un.
aðferðir þær sem beitt er við
frantkvæmd tæknimats. I siðari
fyrirlestrinum verða tekin fyrir
dæmi um beitingu slikra aðferða,
en notkunarsvið þeirra er mjög
vitt. og má t.d. nýta þær við
stjórnun og skipulag fiskveiða
eða fiskiðnaðar.
Fyrirlestrarnir. sem eru fluttir
á ensku, hefjast kl. 17 hvorn dag-
inn i stofu 157 í húsi verkfræði-
skorar að Hjarðarhaga 6. Öllum
er heitnill aðgangur