Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra á fundi FÍI: Aður en vikið er að einstökum áhugamálum ykkar, iðnrekendur góðir, og hagsmunamálum ís- lenzks iðnaðar, er rétt að rekja í fáum orðum aðdraganda þeirrar stöðu, sem iðnaðurinn er í nú. Á síðustu áratugum hefur at- vinnulíf Islendinga óðum sótt í átt til iðnvæðingar. Meginfor- senda þessarar þróunar er sú staðreynd, að íslendingar hafa allt frá byrjun þessarar aldar leit- ast við að tileinka sér nútíma- tækni og taka hana í þjónustu atvinnuveganna. I lok þriðja áratugs þessarar aldar hafði orðið sú breyting, að meirihluti þjóðarinnar átti heima EFTA. Við gerum siðan samning við Efnahagsbandalagið árið 1973, og stefnum þannig fullum fetum i átt til frjálsræðis í alþjóð- legum viðskiptum. Ég hef áður gert því nokkur skil, hver hafi verið þróun í iðn- aði almennt á fyrstu 7 árum þátt- töku okkar í markaðssamstarfi með öðrum þjóðum. A því tíma- bili jókst iðnaðarframleiðsla að jafnaði um 8t4% á ári (6% ef álframleiðsla er frátalin) á sama tima og þjóðarframleiðslan jókst um 4'Á%. Þær tímamótaákvarðanir, sem teknar voru með ráðstöfunum í efnahagsmálum á árinu 1960 og síðan með inngöngu í EFTA 1970 ar annars vegar og annarra höfuð- atvinnuvega hérlendis hins vegar, og koma með tillögur um löggjaf- ar- og framkvæmdaatriði, sem í ljós kemur, að nauðsynlegar verða til að jafna starfsaðstöðu íslenzks iðnaðar. Af þeim málum, sem einkum hafa komið til athugunar i nefnd þessari, má nefna: lánakjör, fjár- mögnun og framlög rikissjóðs til fjárfestingarlánasjóða, launa- skattur, aðstöðugjald, uppsafnað- ur söluskattur, verðiag innlendra hráefna til iðnaðarframleiðslu, framkvæmd heimildarákvæða 3. gr. 12. töluliðs tollskrárlaga varð- andi niðurfellingu og endur- gr-eiðslu aðflutningsgjalda á vél- Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra. Haga ber innkaupum ríkis og ríkisstofnana þannig, að þau miði að því að efla íslenzkan iðnað i kaupstöðum og kauptúnum. Það leiddi af sér aukna verkaskipt- ingu í þjóðfélaginu, betri nýtingu vinnuafls og tækniframfarir, enda hafði hlutdeild iðnaðar í at- vinnu vaxið í 19% 1930. Þannig sjóðu mál, þegar áhrifa heimskreppunnar miklu fór að gæta upp úr 1930. Verðlag á ís- lenzkum útflutningsafurðum féll, skortur var á erlendum gjaldeyri og atvinnuleysi þjakaði þjóðina. Þá var tollvernd mjög aukin og innflutningshöft sett. Þetta var gert vegna almenns ástands efna- hagsmála og fjárþarfar ríkissjóðs. En jafnframt var tilgangurinn að skapa starfsskilyrði fyrir vernd- aðan iðnað. Islendingar voru ekki einir um þessa stefnu. Þetta var ríkjandi efnahagsstefna í veröld- inni á þessum áratug. Ekki verður sagt, að sú einangrunarstefna, sem þá ríkti í alþjóðaviðskiptum, hafi leitt til aukinnar hagsældar, enda urðu íslendingar þess greinilega varir á þessum áratug. Að styrjöldinni lokinni verður breyting á á Vesturlöndum. Einangrunar- og verndarstefn- unni er varpað fyrir borð, og unn- ið er markvisst að því að koma á frelsi 1 alþjóðaviðskiptum og brjóta niður tollmúra. Það er ekki fyrr en 1960, að gert er átak til þess að skapa skilyrði fyrir slíkri stefnubreytingu. Inn- flutningur er þá að langmestu leyti gefinn frjáls og fjárfesting- arhöft afnumin. Nú hefði mátt ætla, að mikill vöxtur hefði átt sér stað í hinum tollverndaða iðnaði fram til þess- ara tfmamóta, einkum á áratugn- um 1950—60, þegar höft voru við lýði. Athuganir leiddu hins vegar í ljós, að verndaði iðnaðurinn óx minna en sá iðnaður, sem lítillar eða engrar tollverndar naut. Skýringin er sú, að tollverndaði iðnaðurinn bjó að mörgu leyti við erfiða aðstöðu. Á þessu tímabili þurfti hann að glíma við innflutn- ings- og fjárfestingarhöft að því er snerti bættan húsakost, útveg- un hráefnis og véla. Hann sætti erfiðum kjörum í útvegun fjár- magns og bjó við strangt verðlags- eftirlit. Allt rýrði þetta þau hag- stæðu skilyrði, sem tollverndin í sjálfu sér skapaði og það aðhald og örvun skorti, sem samkeppni veitir. Um það Ieyti sem EFTA var stofnað voru stjórnvöld hér að móta þá stefnu, er tekið var að framfylgja á árinu 1960, en hún var forsenda þess, að við gætum tekið frekari þátt í alþjóðlegu við- skiptasamstarfi. Var fylgzt náió með því, sem gerðist í þessum málum meðal þjóða Vestur- Evrópu. * Á árinu 1970 er sú ákvörðun tekin að við íslendingar göngum f og samningi við EBE 1973 hafa ótvírætt sannað gildi sitt og verið okkur til hagsbóta. Staða iðnaðarins í dag En hver er staða iðnaðarins í íslenzkum þjóðarbúskap í dag? Iðnaðurinn hefur sýnt á mörgum sviðum, hvers hann er megnugur. Nokkrar staðreyndir má draga fram: 1) Nálægt þriðjungur lands- manna hefur atvinnu af iónaði. 2) Þáttur iðnaðar f þjóðarfram- leiðslu er meiri en nokkurrar annarrar atvinnugreinar. 3) Á síðustu árum hefur iðnaðar- framleiðsla aukist að meðaltali meir en þjóðarframleiðslan í heild og framleiðni vaxið. 4) (Jtflutningur iðnaðarvöru hef- ur á fáum árum náð því að verða um fjórðungur heildarútflutn- ings. 5) Iðnaðurinn sparar gífurlegar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Þetta ber allt vott um mikils- verðan árangur. Það er og ljóst, að iðnaðurinn stuðiar að stöðug- leika f umróti efnahagslífsins. Það er gömul venja að greina fiskiðnað frá öðrum iðnaði. Skipu- lagslega séð er einnig um aðgrein- ingu að ræða. Slík skipting hefur stundum alið á misklíð og hags- munabaráttu. Þegar almennum iðnaði vex nú fiskur um hrygg og tollar hverfa á aðföngum hans, eiga þessar greinar meiri samleið en áður og geta sameiginlega orð- ið sterkara afl í þjóðfélaginu en hingað til. Þær geta stutt hvor aðra með innbyrðis viðskiptum, upplýsingasöfnun, sölu á erlenda markaði og einnig á sviði skipu- lagsmála og verkmenntunar. Það er ekki eingöngu íslenzkur almenningur, sem ætlast má til, að kaupi fslenzkar vörur, heldur einnig atvinnureksturinn sjálfur og opinberir aðiljar. Þessari hlið málsins hefur ekki verið nægur gaumur gefinn. Það er ótvfrætt, að miklir mögu- leikar hljóta að vera á að auka innbyrðis samskipti atvinnu- greina og efla það með innlendan iðnað, hvort sem hinn endanlegi kaupandi verður hérlendis eða er- lendis. Til þess að fjalla nánar um þann 'aðstöðumun, sem iðnaður- inn býr við, starfar á vegum iðnaðarráðuneytisins nefnd, sem skipuð var að ósk samtaka iðnaðarins, til að kanna ýmis mál, er varða aðstööu iðnaðarins og gera tillögur til úrbóta, Nefndin er skipuð fulltrúum samtaka. iðnaðarins, þingmönnum, fulltrúa fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðu- neytis, Þjóðhagsstofnunar og Iðn- þróunarstofnunar. Hlutverk nefndarinnar er að bera saman starfsaðstöðu íslenzks iðnaðar og iðnaöar í samkeppnfslöndunr okk-- um og aðföngum til samkeppnis- iðnaðar. Um sfðastliðin mánaðamót bár- ust ríkisstjórninni tillögur frá stjórn Félags islenskra iðnrek- enda um iðnþróunaraðgerðir, og hefur formaður félagsins gert hér grein fyrir þeim. Þær eru mjög athyglisverðar og þeim fylgja gagnmerkar upplýsingar. Þessar tillögur eru nú til athugunar hjá ríkisstjórninni, en einnig hefur iðnaðaraðstöðunefnd verið falið að fjalla um þær. Þegar íhuguð er stefna í mál- efnum einnar atvinnugreinar, verður að hafa í huga þau þjóð- félagslegu markmið, sem að er stefnt. Öll ættum við að vera sam- mála meðal annars um eftirfar- andi markmið, sem stefnt skuli að: 1) Aukin þjóðarframleiðsla til tryggingar bættum lífskjörum, at- vinnuöryggi og til að fullnægja margvfslegum félagslegum þörf- um. 2) Stöðugt verðlag. 3) Jafnvægi í utanríkisviðskipt- um. 4) Efling byggðar u.m land allt. 5) Nýting innlendra hráefna og orkugjafa. 6) Aukin menntun með þarfir at- vinnulífsins fyrir augum. Að fjölmörgum hagsmunamál- um iðnaðarins er unnið af sér- fræðingum, stofnunum, vinnu- hópum, nefndum. Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að það tekur tíma og vinnu að undirbúa og fá fram þær margvíslegu um- bætur á ótal sviðum, sem iðnaður- inn þarfnast. Skulu hér rakin ýmis hags- munamál fslenzks iðnaðar, sem gefa nokkra mynd af þvf sem stefnt er að og unnið að, en sum þeirra þegar komin i framkvæmd. Liðirnir eru 25 að tölu, en eng- an veginn tæmandi. 1) Lagt hefur verið fram frum- varp að nýrri iðnaðarlöggjöf, er kóma á í stað eldri löggjafar, sem að meginstofni er frá árinu 1927. 2) Iðnlánasjóður, sem er ásamt Iðnþróunarsjóði aðalstofnlána- sjóður iðnaðarins, hefur verið verulega efldur. Útlán Iðnlána- sjóðs hafa aukizt úr liðlega 300 milljónum árið 1974 í rúmlega 1200 milljónir í ár. Framlag ríkis- sjóðs þrefaldaðist á þessu ári, úr 50 f 150 míllj.kr. og mun hækka á næsta ári i 250 millj.kr. — Þá hefur aðstaða Iðnaðarbankans verið bætt með tveim nýjum úti- búum í Breiðholti og á Selfossi. 3) Náðst hefur verulegur árang- ur um jöfnun á aðstöðu hvað snertir kjör á rekstrarlánum til iðnaðar, og má heita að frá 1. ágúst s.l. sitji allir atvinnuvegir þar við sama borð. Jafna þarf aðstöðu atvinnuveganna um að- gang að lánsfé, bæði hvað snertfr — segir í tillögugerð, sem unnið er að rekstrarfé og stofnfé og ná til fulls þeirri jöfnun lánakjara, sem stefnt hefur verið að með góðum árangri á síðustu misserum. 4) Sölugjald á vélum og tækjum til samkeppnisiðnaðar, sem á ár- inu 1974 var 22%, lækkaði f 11% í ársbyrjun 1975 og hefur nú verið fellt niður að fullu. 5) Mikilsverðar lagfæringar hafa verið gerðar á tollskrárlögum til hagsbóta fyrir iðnaðinn. Búa nú flestar greinar samkeppnisiðnað- ar á innlendum markaði og út- flutningsiðnaður við tollfrelsi á aðföngum til framleiðslunnar. 6) Endurskoða þarf skattalög til þess að eðlilegar afskriftir verði í iðnaði og til þess að örva áhuga almennings á eignaþátttöku í at- vinnurekstri. 7) Það þarf að eyða þeim svo- nefndu uppsöfnunaráhrifum, sem söluskattur hefur og torveld- ar samkeppni á innlendum mark- aði og í útflutningi. Varðandi árið 1977 hefur verið ákveðið að endurgreiða uppsafnaðan sölu- skatt á útfluttum iðnaðarvörum, að upphæð um 235 millj.kr. 8) Stefnubreyting er nauðsynleg í verðlagsmálum. L:ngvarandi verðlagshöft, hversu ströng*svo sem þau eru á pappírnum, ná ekki tilgangi, nema stundum sem tíma- bundin ráðstöfun, en eru oft til skaða. Það ætti reynslan að hafa kennt okkur. Hins vegar á raun- hæft eftirlit með verðlagi fullan rétt á sér. 9) Efla verður þjónustustofnanir iðnaðarins í þeim tilgangi að auka tækniþjónustu og leiðbeiningar við iðnaðinn. Frumvarp til laga um Tæknistofnun hefur lengi verið i undirbúningi og verður lagt fyrir þetta þing og stefnt að því, að það verði lögfest. 10) Veitt hefur verið og í undir- búningi er tækniaðstoð f ýmsum greinum iðnaðarins svo sem I skipaiðnaði, málmiðnaði, vefjar- og fatagerð og húsgagnaiðnaði. 11) Stefna ber að því að efla verkmenntun og er þá átt við :1- menna menntun iðnaðarmanna, en auk þess eftirmenntun og fræðslu- og starfsþjálfun iðn- verkafólks. Leggja ber áherzlu á samræmda námsskrárgerð í iðn- námi og að hún fari fram í sam- ráði við samtök atvinnuveganna. Einnig ber að huga að áfanga- skiptingu í verknámi innan hins almenna menntakerfrs. 12) Hafinn er markviss stuðning- ur við vöruþróun. 13) Unnið hefur verið að athug- un á: Þörf innanlands fyrir skipa- viðgerðir og nýsmiðar næstu árin; getu innlenda skipaiðnaðarins til að anna þeirri eftirspurn; nauð- synlegri heildarfjárfestingu er miðist við hagkvæma uppbygg- ingu greinarinnar; leiðum til fjár- mögnunar og öðrum aðgerðum er stuðli að eflingu samkeppnis- hæfni skipaiðnaðarins. Fyrstu tillögur hafa borizt og eru til athugunar við gerð láns- fjáráætlunar 1978. 14) Unnið er að þvi á vegum Ut- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins i samstarfi við fjölmarga aðila að auka verðmæti ullar- og skinna- framleiðslu. 15) I byggingu er járnblendi- verksmiðja, sem auka mun veru- lega gjaldeyrisöflun okkar. 16) Hafnar eru framkvæmdir við byggingu tilraunaverksmiðju til saltframleiðslu á Reykjanesi, sem gæti lagt grundvöll að fjölbreytt- um efnaiðnaði. 17) Fram fara á vegum Iðn- þróunarstofnunar athuganir á möguleikum þess að nýta ál, framleitt hér innanlands, sem hráefni til framleiðslu á ýmiss konar fullunnum vörum. 18) Efldur hefur verið stuðning- ur til þátttöku iðnfyrirtækja í kaupstefnum og til markaðsöflun- ar almennt erlendis, og ber að leggja enn frekari áherzlu á aukna markaðsleit og sölustarf- semi bæði innanlands og utan. 19) Víðtækar rannsóknir og til- raunir fara fram á nýtingu ís- lenzkra jarðefna til margvíslegrar framleiðslu, bæði fyrir innlendan markað og til útflutnings, og ber að halda ’ áfram könnun nýrra tækifæra í iðnaði og veita nýiðn- aði stuðning. 20) Unnið er að endurskoðun laga um Sölustofnun lagmetis. 21) I athugun eru möguleikar á hagkvæmni þess að koma upp yl- ræktarveri, er nýti jarðvarma og rafmagn, og er unnið að nauðsyn- legum rannsóknum í því sam- bandi. 22) Rannsóknir fara fram á endurvinnslu ýmissa efna, er til falla í landinu og hafa lítt eða ekki verið nýtt til framleiðslu hingað til. 23) Unnið er að tillögugerð urn það, hvernig haga megi innkaup- um ríkis og ríkisstofnana þannig að þau miði að því að efla íslenzk- an iðnað. 24) Samþykkt hafa verið lög um iðnaðarmáiagjald, er stuðlað hef- ur að þróttmeira starfi samtaka iðnaðarins. 25) Islenzkri iðnkynningu er ný- lega lokið, stórmerkum áfanga f atvinnusögu Islands. Það var ánægjulegt, að svo náið og gott samstarf skyldi takast með þeim, sem að þessari kynningu stóðu. Málefni iðnaðarins hafa komið meir til umræðu en oft áður. Þjóðin hefur öðlazt næmari skilning en áður á gildi iðnaðar. Við skulum vona að sama máli gegni um svokallaða ráðamenn þjóðarinnar. Allur þessi aukni skilningur mun skila íslenzkum iðnaði áfram til sfvaxandi fram- lags í þágu fslenzkrar þjóðar. — 0 — Þeirrar tilhneigingar gætir stundum um of að telja þýðingu einhverrar einnar atvinnugreinar meiri en annarra, og hefur ís- lenzkur iðnaður oft goldið þess. Einnig hefur þess nokkuð gætt að telja eina grein iðnaðarins þýð- ingarmeiri en aðra. Allur slíkur metingur er varasamur. Það er hollara að hafa í huga, að atvinnu- lífið er ein samofin heild og njóta einstakar greinar þess stuðnings hver af arinarri. Því aðeins mun þjóðinni vel farnast, að allar at- vinnugreinar vinni vel saman af skilningi og bróðúrhug á jafnrétt- isgrunni. Að því skulum við öll •vinna-. -■ *........ ..........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.