Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 3 Viðhorf almennings til ís- lensks iðnaðar hafa breytzt mjög tii batnaðar f kjölfar iðn- kvnningarárs. Almenningur er nú betur upplýstur og sú skoð- un að ekkert sé gott hjá inn- lendum framleiðendum er með öllu horfin. Þetta sagði Pétur Sveinbjarnarson á blaða- mannafundi hjá Islenskri iðn- kynningu I gær. Þá kom einnig fram að í þeim fjórum könnunum sem iðn- kynning gekkst fyrir kom í ljós, að með mikilli auglýsingaher- ferð væri hægt að auka mark- aðshlutdeild innlendra iðnvara mjög. Fyrstu tvær kattnanirnar sem gerðar voru í mai og júní 1976 sýndu að almenningur var fáfróður um islenskan iðnað, en með meiri þekkingu jókst markaðshlutdeildin mjög. Er þriðja könnunin var gerð, i febrúar síðastliðnum, hafði ver- Pétur Sveinbjarnarson (t.v.) og Hjalti Geir Kristjánsson á blaða- mannafundinum I gær. Markaðshlutdeild íslenskra iðn- vara jókst á iðnkynningarári Kostnaður við iðnkynningu nam 30 milljónum ið hafður í frammi mikill áróð- ur, aðallega með auglýsingum i sjónvarpi, og kom þá i ljós að markaðshlutdeildin hafði auk- ist um 4%. Siðasta könnunin, sem gerð var i siðasta mánuði sýndi hins vegar að um leið og áróðrinum var hætt, minnkaði markaðshlutdeildin og nálgast hún nú að vera svipuð og var fyrir iðnkynningu. Alls munu um 180 þúsund manns hafa tekið þátt i við- burðum iðnkynningarársins og þar af 103 þúsund í sýningun- um: islensk föt ’76, islensk mat- væli og iðnkynning í Laugar- dal. Islensk iðnkynning hóf starfsemi sina 3. september i fyrra og lauk i síðasta mánuði. Fyrir utan þessar þrjár sýning- ar, gengst iðnkynning fyrir iðn- kynningardögum, auk þess sem öllum þjónustuklúbbum lands- ins var boðið að þeim yrði kynnt starfsemin. Iðnkynningarárið kostaði 30 milljónir, fyrir utan það fé sem bæjar- og sveitarfélög lögðu fram. I Reykjavik var kostnað- urinn 43 milljónir, en iðnkynn- ingin mun þó ekki kosta Reykjavíkurborg neitt, þvi gróði varð bæði á sýningunni í Laugardal og á happdrætti iðn- kynningar. Mun það vera eins- dæmi að iðnkynning kosti við- komandi bæjarfélag ekki neitt. A afstöðnu iðnkynningarári var islenskur iðnaður kynntur sem ein heild en nú munu fyrtr- tækin sjálf reyna að kynna sína vöru og hasla sér völl á innlend- um markaði, þar sem góður jarðvegur virðist vera þar fyrir islcnska iðnvöru. Jafnframt munu svo fyrirtækin sem ein heild halda áfram áróðri sinum. Þá munu fyrirtækin reyna að vinna meira inn á við og leitast við að mennta betur iðnverka- fólk, bæta hönnun og merking- ar vöru, halda iðnkynningu meðal framleiðenda og reyna að afla sér markaða. Iðnkynningarárið hefur opn- að islenskum iðnaði dyr inn á innlendan markað og með því sem áunnist hefur, getur mark- aðshlutdeild hans aukist veru- lega. Flugskýli nr. 4 á Reykjavlkurflugvelli. Flugleiðir: Kaupa flugskýli nr. 4 fyrir 161,5 milljónir kr. í gær var gengið frá samningum milli Flug- leiða h.f. annars vegar og samgöngumálaráðuneytis- ins hins vegar um kaup Flugleiða á flugskýli nr. 4 á Reykjavíkurflugvelli, fyrir 161,5 milljónir króna. Flugskýli nr. 4 á Reykja- víkurflugvelli, sem Flug- leiðir hafa nú keypt, var fljótlega eftir bruna flug- skýlis nr. 5 breytt í við- gerðaskýli, en áður hafði það eingöngu verið notað til geymslu. Flugmála- stjórn sá um viðgerðir á ytra byrði skýlisins og ein- angrun þess. Flugleiðir létu leggja í það hita, nýja raflögn og vinnuljós og byggðu ennfremur milli- vegg í skýlið. Þá byggðu Flugleiðir um SVO sem fram kom í Mbl. í vik- unni var sendibílst jóranum í Geirfinnsmálinu sleppt úr haldi í vikunni eftir að rannsókn hafði farið frani á meintum rönguni framburði hans fyrir dómi. Rannsóknaraðilar hafa litið viljað segja um hvað kom fram við rannsóknina, nema hvað Þórir 1000 fermmetra hús við hlið skýlisins, sem notað er sem verkstæði, lager og skrifstofur. Oddsson, deildarstjóri við Rann- söknarlögreglu rikisins staðfesti i samtali við Mbl. i gær, að bílstjór- inn hefði algerlega haldið sig við hinn nýja og breytta framburð og ekki kannast við neina ferð til Keflavikur í tengslum við Geir- finn Einarsson. Að öðru leyti vildi Þórir ekkert um málið segja. Geirfinnsmálið: Bílstjórinn hélt fast við nýja framburðinn Framsóknarfélögin í Reykjavík: Hörð átök um prófkjör Samþykkt með 84 atkvœðum gegn 14 FULLTRAUARAÐ Framsóknar- félaganna í Reykjavík ákvað á fundi í fyrrakvöld að fram færi prófkjör um skipan framboðslista Framsóknarflokksins i Reykjavík við næstu alþingiskosningar. Mik- illar andstöðu gætti frá áhrifa- niönnum f flokknum gegn próf- kjöri, en þrátt fyrir það sam- þykkti fundurinn með 84 atkvæð- um gegn 14 að prófkjör skyldi fara fram dagana 21. og 22. janú- ar næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins urðu mikil átök á fundinum og miklar umræður. Helztu andstæðingar prófkjörs á fundinum voru Eysteinn Jónsson, Jón Kjartansson og Markús Stefánsson. Lýsti Jón þvi m.a. fram á fundinum, að hann vildi hafa framboðslista flokksins óbreyttan frá síðustu alþingis- kosningum. Stóðu átökin siðan um það. Einn fundarmanna, sem Morgunblaðið ræddi við kvað þennan fund marka timamót í sögu Framsóknarflokksins, þar sem ákveðnir menn, sem ráðið hefðu lögum og lofuln í flokknum um langt árabil biðu ósigur. A fundinum var mikið lof borið á Eystein JónsSon og var tekið und- ir það með gífurlegu lófaklappi. Kristinn Finnbogason, sem ver- ið hefur formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykja- vtk sótti ekki fundinn, en sendi fundinum orðsendingu, þar sem hann sagði af sér formennsku vegna veikinda. Var Jón Aðal- steinn Jónasson, kaupmaður i Sportval kjörinn formaður í hans stað, en Jón Aðalsteinn hefur ver- ið varaformaður Fulltrúaráðsins um skeið. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið í kvöld í KVÖLD verður dregið í haust- happdrætti Sjálfstæðisflokksins og eru I dag síðustu forvöð að tryggja sér miða, þvi drætti verður ekki frestað. Afgreiðsla happdrættisins er i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Verður hún opin til kl. 23 i kvöld, sími 82900 og geta menn látið senda eftir greiðslum og einnig er hægt að fá miða heimsenda. Endurbyggjum bílvélar Við endurbyggjum flestar geróir benzín- og dieselvéla. Rennum sveifarása. Plönum hedd og vélarblokkir. Borum vélarblokkir. Rennum ventla og ventilsæti. Eigum ávallt varahluti í flestar geröir benzín- og dieselvéla. ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.