Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÖVEMBER 1977
Afrek Hreins og
Vilmundar í sumar ^t
betri en lágmörkin
á EM næsta árs
HREINN Halldórsson og Vil-
mundur Vilhjálmsson ættu
örugglega að vera meðal þátt-
takenda á Evrópumeistaramót-
inu í frjálsfþróttum, sem fram
fer í Prag á næsta ári ef allt
verður með felldu hjá þeim
köppunum, þvf þeir náðu á sl.
sumri betri árangri en Evrópu-
samband frjálsíþróttamanna
setur sem skilvrði fyrir þátt-
töku fleiri en tveggja manna
frá sama landi f hverri grein
mótsins, en mörg lönd hafa
þann hátt á að senda ekki þátt-
takendur til þessa móts nema
þeir hafi náð þessum mörkum.
Hvert land getur þó sent einn
mann í grein hefur svo sem
árangur umrædds íþrótta-
manns er. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Erjálsfþróttasam-
bandi Islands verður og miðað
við þessi lágmörk þegar kepp-
endur lslands verða valdir á
mótið næsta sumar en það fer
fram í lok ágústmánaðar og lág-
mörkunum verða menn að ná á
bilinu 1. marz til 19. ágúst 1978.
Þegar lágmörkin eru skoðuð
kemur í ljós að fleiri íslenzkir
frjálsfþróttamenn eru mjög ná-
lægt þeim árangri sem krafi?t
er. Hreinn hefur heldur betur
kastað yfir lágmarkið í kúlunni
því krafist er 19.00 metra, en
hann kastaði sem kunnugt er
21.09 metra í sumar. Tii að
komast í úrslitakeppnina þarf
Hreinn að kasta 19.50 metra og
ekki ætti honum að verða skota-
skuld úr því. Vilmundur hljóp
100 metra í sumar á 10.3
sekúndum eftir venjulegri
klukku og á 10.47 sekúndum á
rafmagnsklukku. Lágmörkin
eru 10.3 og 10.54 svo sjá má að
Vilmundur stendur vel gagn-
vart þeim. Vilmundur er mjög
nálægt lágmarkinu í 200 metr-
um, aðeins vantar 3/100 á raf-
magnstímann og 1/10 á venju-
lega klukku. Erlendur Valdi-
marsson og Óskar Jakobsson
standa nálægt lágmarkinu i
kringlukasti, sem er 60,00 metr-
ar, en til að komast i úrslitin
þarf að kasta 61 metra. Hefur
Erlendur raunar kastað lengra
því íslandsmet hans hljóðar
upp á 64,32 metra. Verði fram-
farir Óskars svipaðar á næsta
ári og í sumar þá má fastlega
búast við tveimur íslenzkum
Framhald á bls. 23
Vilmundur Vilhjálmsson.
Lágmörkin eru eftirfarandi: karlar konur
100 m 10.3/10.54 11.6/11.84
200 m 21.0/21.24 23.8/24.04
400 m 46.8/46.94 53.6/53.74
800 m 1:47,5 2:05,0
1500 m 3:40,6 4:14,0
300 m 9:20,0
5000 m 13:45,0
10000 m 28:50,0
3000 hindrun 8:35,0
100 m grind 13.5/13.74
110 m grind 14.0/14.24
400 m grind 51.0/51.14 61.0/61.14
hástökk 2.15(2.18) 1.83(1.85)
langstökk 7.75.(7.80) 6.35(6.40)
þristökk 16.30(16.30)
stangarstökk 5.10(5.25)
kúluvarp 19.00(19.50) 17.50( 18.00)
kringlukast 60.00(61.00) 56.00(58.00)
spjótkast 80.00(80.00) 55.00(57.00)
sleggjukast 69.00(70.00)
fimmtarþraut 4000 stig
tugþraut 7500 stig
Fleiri frjálsíþróttamenn nálægt mörkunum
Siguröur og Jóhann
ÞEIR Sigurður Haraldsson og Jóhann
Kjartansson taka þátt í Norðurlanda
mótinu í badminton. sem fram fer í
Danmörku um aðra helgi Þessir tveir
snjöllu badmintonmenn úr TBR stóðu
sig bezt á'siðasta íslandsmóti Sigurð-
ur varð þá þrefaldur meistari, vann í
emliða , tvíliða- og tvenndarleik, en í
tvíliðaleiknum lék hann með Jóhanni
Þrátt fynr snilli þessara kappa á ,,ís-
lenzkum markaði hafa þeir tæpast
mikið að gera í andstæðingana á NM,
enda er Norðurlandamótið jafnan eitt
sterkasta bandmintonmótið, sem fram
fer í heiminum á hverju ári
Þeir Sigurður og Jóhann mæta
sænsku pari í fyrstu umferð tvíliða-
leiksins, en í einliðaleiknum leika þeir
báðir gegn Dönum í fyrstu umferð Er
andstæðingur Sigurðar sterkur og ört
vaxandi leikmaður, en mótherji
Jóhanns hins vegar minna þekktur
Meðal keppenda á mótinu verða meðal
annarra þeir Svend Pri, Flemming
Delfs og Skovgard frá Danmörku,
Svíarnir Fromann og Kihlström og sú
snjalla Lena Köppen frá Danmörku
Mótið verður að þessu sinni haldið í
Glostrup og það er Grevenstrand-
badmintonklúbburinn, sem sér um
framkvæmd mótsins. Meðal leikmanna
frá því félagi má nefna Elland Kops,
sem margoft nefur sigrað á ,,AII Eng-
land" — badmmtonmótmu. en er nú
farin að reskjast og keppir ekki lengur
á stórmótum Eins og kunnugt er var
NM síðast haldið hér á landi og sendi
ísiand þá fullt lið þátttakenda og töp-
uðu allir íslendingar sínum fyrsta leik
að einum undanskildum
Norðurlandaþing forystumanna í
badminton verður haldið í tengslum
við mótið og sitja það af íslands hálfu
þeir Rafn Viggósson og Steinar Peter-
sen Meðal annars munu þeir óska eftir
á þmginu að ísland fái að halda Norð-
urlandamótið í badminton annað hvort
1979 eða 1980
— áij.
Reykjavíkurmótið í handknattleik:
Um helgina mæt-
ast tvö efstu liðin
Toppleikur í 2. deild íslandsmótsins í dag
FREMUR rólegt verður f hand-
knattleiknum um helgina, þrír
leikir í meistaraflokki karla í
Reykjavíkurmótinu og tveir leik-
ir I 2. deild tslandsmóísins, báðir
á Akureyri.
Það er Þróttur, sem keppir á
Akureyri. Mætir Þróttur KA í dag
klukkan 17 í íþróttaskemmunni
og á morgun, sunnudag, keppir
Þróttur við Þór klukkan 14, einn-
ig í íþróttaskemmunni. Má reikna
með því að leikur Þróttar og KA
verði einn af úrslitaleikjum 2.
deildar karla.
A sunnudagskvöld verða þrir
leikir í meistaraflokki karla i
Reykjavíkurmótinu í Laugardals-
höll. Klukkan 19 mætast Leiknir
og Ármann, klukkan 20.15 keppa
ÍR og Vikingur og loks klukkan
21.30 keppa Fram og Fylkir. Leik-
ur ÍR og Vikings er mjög mikil-
vægur, því þessi tvö lið eru efst og
jöfn í mótinu nú sem stendur.
Margir leikir í blakinu
ÞRÍR Leikir eiga að fara fram í 1.
deild karla Islandsmótsins í blaki
nú um helgina og þrír leikir í 1.
deild kvenna.
I 1. deild karla áttu UMFL og
UMSE að leika á Laugarvatni í
gærkvöldi. i dag klukkan 14 mæt-
ast Þróttur og UMSE i Hagaskóla
og á sunnudagskvöid klukkan 19
leika ÍS og UMFL í Hagaskóla. í
1. deild kvenna áttu Mimir og
ÍMA að leika á Laugarvatni i gær-
kvöldi og i dag klukkan 15.30
verða tveir leikir I Hagaskóia,
fyrst leika Víkingur og ÍS og strax
f eftir UBK og IMA.
Fjórir leikir í körfu-
boltanum um þessa helgi
UM HELGINA verður mikið um
að vera hjá körfuknattleiksmönn-
um. Fjórir leikir verða f 1. deild
karla og tveir leikir í mfl. kvenna
auk f jölda f yngri flokkum.
Í dag, laugardag, fara fram
tveir leikir i 1. deild karla. i
Njarðvík leika heimamenn við
Fram og hefst leikurinn kl. 14.00,
og á Akureyri leika nýliðar Þórs
við ÍS kl. 16.00. Báðir þessir leikir
ættu að geta orðið skemmtilegir
og spennandi, þó verður að telja
UMFN og ÍS sigurstranglegri. Þá
verður einn leikur í mfl. kvenna í
dag, Þór og IS leika á Akureyri kl.
17.30.
Á morgun, sunnudag, verða
einnig tveir leikir í 1. deild karla
og fara þeir báðir fram i iþrótta-
húsi Hagaskólans. Kl. 13.30 leika
Valur og ÍR og að þeim leik lokn-
um eða um kl. 15.00 hefst leikur
KR og Armanns. Gaman verður
að sjá hvort ÍR-ingum tekst að
velgja Valsmönnum undir ugg-
um, en sem kunnugt er, hafa
Kristinn Jörundsson og Agnar
Friðriksson tekið fram skóna að
nýju. Hins vegar ættu KR-ingar
ekki að verða í vandræðum með
Armann, þó svo að Einar Bollason
Ieiki ekki með KR að þessu sinni,
en honum var sýnt rautt spjald
eftir leik KR og UMFN um síð-
ustu helgi eins og frægt er orðið
og var dæmdur i eins leiks
keppnisbann. Þá verður einn leik-
ur í mfl. kvenna á morgun, KR og
Mímir frá Laugarvatni leika á
Seltjarnarnesi kl. 20.00.
Frjálsíþróttadeild ÍR
AÐALFUNDUR frjálsiþrótta-
deildar Íþróttafélags Reykjavíkur
(ÍR) verður haldinn í gamla ÍR-
húsinu við Túngötu næstkomandi
þriðjudagskvöld klukkan 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ferðahappdrætti HSI
BUlÐ er að draga einu sinni f
Ferðahappdrætti HSl. Upp kom
númerið 15588 og er vinningur-
inn ferð fyrir tvo til Kanarfeyja.
(Birt án ábyrgðar).
Nokkurorðtil landsliðsnefndar
Unnendur handknattleiks á
fslandi rak f rogastans er það
fréttist að Oiafur H. Jónsson
gæfi ekki kost á sér f heims-
meistarakeppnina í Danmörku
á næsta ári. Mönnum þótti það
hart, að besti varnarmaður Is-
lands fyrr og síðar skoraðist
undan merkjum, þegar svo
mikið er í húfi. (Ekki veitti víst
af að þétta það hrip, sem vörn
landsliðsins var á Norðurlanda-
mótinu f síðasta mánuði). En
nú er hið sanna komið í ljós.
Enn á ný hefur landsliðsnefnd-
in brugðist vonum manna.
Landsliðsnefndin virðist líta á
Ölaf og aðra Islendinga í V-
Þýzkalandi sem eins konar
varaskeifur, leikmenn sem
gæti verið gott að grípa til í
hallæri. Það er rétt eins og for-
vígismenn landsliðsins hafi
gleymt framlagi Ólafs H. Jöns-
sonar til landsliðs tslands und-
anfarin ár. Spyrja má: Hefur
landsliðsnefnd í heild fengið
heilablóðfall? Að sýna Ólafi
ekki fullt traust, að gefa hon-
um ekki ákveðið svar fyrir
löngu, er hneyksli.
Það hefur þvf miður viðgeng-
ist á undanförnum 3—4 árum,
að menn sem hafa ekki einu
sinni unnið sér fullt sæti í fé-
lagsliði, hafi þótt hæfir í lands-
lið. Hins vegar er kunnugt hug-
takið burðarás í knattspyrnu og
handknattleik og þá er átt við
leikmenn sem eru ómissandi.
Sifkir burðarásar eru t.d. Ás-
geir Sigurvinsson og Jóhannes
Eðvaldsson. Hætt er við að
hljóð heyrðist úr horni ef þess-
ir menn væru gerðir hornreka
og einhverjir og einhverjir
miðlungsmenn valdir í staðinn.
Segja má, að samæfing sé
veigamikill þáttur, en hvernig
er með burðarása íslenska
landsliðsins? Jú, þeir hafa leik-
ið saman meira og minna sfð-
astliðin 7—8 ár og gjörþekkja
hver annan. (Geir, Ólafur H.,
Björgvin, Axel o.fl.) Þar að
auki æfði Ólafur og lék undir
stjórn Januszar Uzervinskis í
undankeppninni í Austurríki
(nú hlýtur að verða byggt á
samskonar skipulagi).
Ólafur H. Jónsson
Stuðningsmenn íslenska
landsliðsins hafa ekki gleymt -
framlagi hans þá.
Landsliðið er. ekki einkamál
landsliðsnefndar, mikill hluti
þjóðarinnar fylgist með ár-
angri þess af brennandi áhuga
og krefst þess að besta lið ís-
lands leiki í Danmörku á næsta
ári. Jafnframt krefjumst við
þess að landsliðsnefnd fari þess
strax á leit við Ólaf H. Jónsson
að hann endurskoði ákvörðun
sína og gleymum heldur ekki
snillingum eins og Gunnari
Einarssyni, Einari Magnússyni
og Axel Axelssyni.
Jón Þorvaldsson.
Ingvar Einarsson.
Jóhann Þórhallsson.