Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
Betlehemsstjama
Campanula isophylla
Betlehemsstajarna er upprunnin frá Italíu og
þaðan hafa ýmsar tegundir af henni breiðst út um
flest Miðjarðarhafslöndin. Hér á landi þekkjum við
best hvítu tegundina sem er með slétt blöð og
stöngla, og sú bláa sem hefur hærð blöð. Báðar eru
þær mjög blómsælar, og eins og nafnið bendir til eru
þau stjörnulaga. Þar sem henni líður vel getur hún
staðið í blóma frá því í júní og fram í september og
þegar best lætur getur blómahafið verið svo mikið að
blöðin hreinlega hverfi í það. I heimkynnum sínum
vex hún til fjalla og gefur það okkur vísbendingu til
þess að auk birtu sé henni neuðsynlegt að vera í
frísku lofti svo ekki verði of heitt á henni. Hún þarf
reglulega vökvun og áburðargjöf um vaxtartímann,
og best þrífst hún f austur- eða vesturglugga þar sem
ekki er hætt við of sterkri sól.
Henni hentar vel nokkuð frjósöm mold sem ekki
má vera auðug af köfnunarefni, sem gerir það að
verkum að blaðvöxturinn eykst á kostnað blómgun-
arinnar.
Á vetrum þarf hún að vera á svölum stað og í
fremur þurru lofti. Er þá nóg að vökva hana á viku-
eða hálfsmánaðar fresti, en ekki má rótarkökkurinn
þorna um of.
Sé plantan á hlýjum stað yfir veturinn er hætt við
að hún vaxi úr sér og er þá nauðsynlegt að skera
rækilega ofan af henni snemma vors. Má þá einnig
taka af henni græðlinga og planta nokkrum saman i
pott. Á björtum og hlýjum stað tekur hún fljótt við
sér og áður en langt um líður fer hún að blómstra á
ný.
Betlehemsstjarnan er ágæt hengiplanta. Sömu-
leiðis fer vel á því að láta pottana standa á blómasúlu
eða einhverju slíku, því þannig njóta sín hvað best
hinar blómþöktu greinar þegar þær fara að hanga
niður.
H.L.
Blómstrandi Betlehemsstjarna
Forsíða
bæklings-
ins ís-
lenzkar
myntir
1977.
ISLENZKAR
MYNTIR
1977
Safnið
lýðveldinu
Margir eru þeir, sem hafa
áhuga á myntsöfnun, en vita
ekki alveg hvernig þeir eiga
að byrja. Ég vil þvi gefa byrj-
endum nokkur ráð i þetta
skiptið Það er einfaldast að
byrja á því að safna íslenzk-
um peningum, mynt lýðveld-
isins til dæmis, en það eru
peningar með ártalinu 1946
og siðar. Hjá flestum frí-
merkja- og myntsölum eru til
albúm fyrir mynt lýðveldis-
ins. Dönsk albúm frá Frovin
Sieg, það er hann, sem lika
gefur út-ágætan verðlista um
Norðurlandamyntina, kosta
905 krónur. Það eru 3 bindi.
Þar af eru 2 fyrír myntina og
eitt fyrir það, sem við getum
kallað hátiðarmynt. Það er
alveg nóg að kaupa, til að
eftir RAGNÁR
BORG
byrja með, 2 albúmin og láta
þetta þriðja, fyrir hátiðar-
myntina, bíða ögn, meðan
það kemur i Ijós hvort söfn-
unarlöngunin lifir áfram, eða
deyr út Ágætur leiðarvisir er
bókin íslenzkar myntir, en
hún kostar 540 krónur og
fæst viða í bókaverzlunum
um allt land, hjá frímerkja-
og myntsölum eða útgef-
anda, Frímerkjamiðstöðinni,
Skólavörðustíg 21a.
Til að byrja með má fá
myntina heima við, eða hjá
frændfólki og kunningjum.
Þegar þær uppsprettur þrjóta
má leita til myntsalanna. En
munið að ekkert liggur á og
söfnun á öllum lýðveldispen-
ingunum er ekki alveg eins
einföld og virðist i fyrstu.
Munið að nýir peningar og
óslitnir eru beztir. Aldrei má
pússa eða fægja myntina. í
hæsta lagi má þvo óhreinan
pening með handsápu og
vöðla honum milli fingranna
Safnið ekki of mörgum pen-
ingum af hverri árgerð. Veljið
og hafnið og veljið aðeins
það bezta. Haldið ykkur við
lýðveldismyntina þar til hún
er komin öll. Farið þá að
athuga með hátíðarpening-
ana. Þegar þetta er komið er
rétt að athuga sinn gang og
gá að því hvort ekki er rétt að
ganga i Myntsafnarafélagið
þvi þar eru menn með sömu
áhugamál og geta leiðbeint
um framhaldið Það er auð-
velt að bæta við árgöngum i
lýðveldismyntina. Seðla-
bankinn selur árssett fyrir
hvert ár. Settið í ár kostar
200 krónur. Eru það valdir
peningar, ógengnir.
Það er fundur i Myntsafn-
arafélaginu i dag klukkan
hálf þrjú i Templarahöllinni.
Eru nokkur mál á dagskrá frá
stjórninni og svo verður upp-
boð. Á uppboðinu eru 94
númer og að auki 2 auka-
númer að minnsta kosti.
Annað aukanúmerið er nærri
heilt sett af íslenzku myntinni
frá 1922 til 1970, það vant-
ar i það 25 eyringa frá 1 961
og 1966. Flokkunin er ca. 1.
Lágmarksboð 15.000 krón-
ur, en það er mjög hæpið að
það verði hið endanlega sölu-
verð Hitt aukanúmerið eru
silfurpeningar frá Hollandi og
nýlendum þess, 4 peningar,
flokkur 01-0. Á uppboðs-
skránni eru einnig margir
góðir kórónupeningar, is-
lenzkir, danskir einseyringar,
sá elzti frá 1874, danskir 2
eyringar, fimmeyringar og ti-
eyringar Nokkrar vöruávis-
anir kaupfélaga eru þarna
einnig, svo og seðlar úr
Keflavik, frá Færeyjum, Dan-
mörku, Noregi og Sviþjóð.
Verðmætasti seðillinn er
sjálfsagt 10 króna færeyski
seðillinn með yfirprentun frá
þvi í júni 1940. Að lokum
verða boðin um nærri 30
númer, peningar frá ýmsum
löndum svo sem Finnlandi,
Svíþjóð t.d 'A ríkisdalur frá
1853, Þýzkalandi, Canada
og Bandarikjunum. Ég efa
ekki að kappsamlega verður
boðið i öll númerin eins og
vanalega
Bridge
eftir ARNÓR
RAGNARSSON
Fréttiir frá
stjórn BSl
Nýlega var haldinn fundur
hjá stjórn BSÍ og var þar ákvað-
ið að senda sveit á Evrópu-
meistaramót unglinga, sem
haldið verður í Skotlandi í júlí
1978.
Þá kom fram á fundinum að
1. október sl. höfðu 12 menn
hlotið nafngiftina svæðismeist-
arar (50 meistarastig), 44 eru
héraðsmeistarar (15 meistara-
stig), og 172 hlotið nafngiftina
félagsmeistarar (2 meistara-
stig).
Einnig var lagt fram bréf til
útvarpsráðs, er forseti BSÍ
hafði sent, þar sem farið er
fram á að sjónvarpið sýni 6
þátta bridgeþátt fyrir byrjend-
ur, en sjónvarpið fékk þennan
þátt frá Bretlandi að undirlagi
BSl.
Þá voru samþykktar eftirfar-
andi reglur um val á landslið-
um til þátttöku i Evrópumeist-
ara- og Norðuriandameistara-
mótum:
Óskað er eftir framboðum til
landsliðs vegna Norðurlanda-
meistaramóts í Reykjavík í júni
1978. Opinn flokkur, unglinga-
flokkur og kvennaflokkur. og
vegna Evrópumeistaramóts
ungiinga i Skotlandi i júli 1978.
Opinn flokkur og
unglingaflokkur
Spiluð verður Butler-keppni
um tvær helgar. Að Butlermót-
inu loknu verða valin 2 pör i
hvorum flokki af umbjóðend-
um B.S.I., sem mynda eina
sveit. Siðan skal efsta parið sem
þá er eftir velja sér annað par
o.s.frv. þar til fjórar sveitir eru
myndaðar.
Þessar fjórar sveitir spila
langa seriu-keppni (um 192
spil) og sú sveit sem vinnur er
iandslið. Síðan velja umbjóð-
endur B.S.Í. þriðja par í lands-
lið.
B.S.Í. áskilur sér rétt til að
feila niður Butler-keppnina ef
þátttaka nær ekki a.m.k. 12 pör-
um.
Jafnframt áskilur B.S.l. sér
rétt til að takmarka fjölda para
ef meó þarf.
Keppnisgjald í opna flokkn-
um er ákveðið kr. 10.000 - á
par í Butler-keppnina. en kr.
5.000.- á par í unglingaflokki.
Keppnisgjald í seríu-
keppnina er óákveðið.
Þátttökurétt í unglingaflokki
hafa þeir sem fæddir eru 1953
og siðar.
Nái unglingalið 1. eða 2. sæti
á N.M. verður það sjálfkrafa
valið á E.M. í Skotlandi.
Kvennaflokkur
Fyrirkomulag vals verður
ákveðið síðar, eftir að Ijós er
fjöldi þátttakenda. Keppnis-
gjald verður kr. 5.000,- á par.
Þátttökutilkynningar i alla
flokka berist Bridgesambandi
Islands, pósthólf 256 Kópavogi,
f.vrir 1. desember n.k.
Bridgefélagið
Ásarnir
Kópavogi
Að loknum tveimur umferð-
um I hraðsveitakeppni félags-