Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NOVEMBER 1977
23
— Karl Schiits
Framhald af bls. 5.
sakborningum né viðhafðar full-
yrðingar um sekt tiltekinna aðila.
Verður heldur ekki að öðru leyti
séð að nokkurt tilefni sé til af-
skipta stjórnvalda af málefni
þessu.
í svarbréfi lögmannsins er vik-
ið að framangreindri niðurstöðu
ráðuneytisins og samkvæmt þeim
virðist frétt Morgunblaðsins, sem
varð tilefni málsins, þvi vera
röng. Þá er vikið að ummælum
bókarinnar í samtali við Mbl. þess
efnis að lögmaðurinn hafi ekki
snúið sér til hans til að fá að lesa
formálann. Telur Jón Oddsson, að
þar komi til vanþekking á lögum
og stöðu skipaðs verjanda, auk
þess sem hann hafi að öðru leyti
ekki áhuga á lesefninu.
1 niðurlagsorðum sínum segir
Jón Oddsson orðrétt:
,,Þar sem hið háa ráðuneyti tel-
ur að embættislega athuguðu
máli, að ekki sé vikið að skjól-
stæðing minum í áður umræddum
formála, tel ég ástæðu til að
kanna frekar viðkomandi blaða-
frétt. Hins vegar vil ég vara við
lögfræðilegum misskilningi, er
fram kemur i bréfi hæstvirts
dómsmálaráðuneytis þar sem seg-
ir: „Verður ekki heldur að öðru
leyti séð að nokkurt tilefni sé til
afskipta stjórnvalda af máiefni
þessu.“ Tel ég, að afskipti stjórn-
valda nú af málefni þessu beri að
skoðast sem svo, að þau gæti hags-
muna skjólstæðings mins þessu
varðandi að öðru óbreyttu.
Virðist mér að fullyrðingu hins
háa ráðuneytis að viðkomandi
frétt i Morgunblaðinu hafi verið
eins konar auglýsingaskrum á
kostnað skjólstæðings míns.“
— Jóhannes
Snorrason
Framhaid af bls. 15
ur, sem ekkert aumt má sjá, öðru-
vísi en að leggja þeim hjálpandi
hönd eftir mætti, sem á þurfa að
halda, og er þá ekki að bera slík
atvik á torg.
Að lokum vill fjölskylda min og
ég senda Jóhannesi og hans fólki
beztu árnaðaróskir á afmælinu.
Jafnframt hafa flugmenn hjá
Flugfélagi Islands beðið mig um
að senda afmælisbarninu kveðjur
og þakkir fyrir alla leiðsögn í
starfi með beztu framtíðaróskum.
Anton Axelsson.
— Umræður
Framhald af bls. 5.
til að ræða við þá guðfræðipró-
fessorana yfir kaffibolla á eft-
ir.
Af reynslu fyrri vetrar hefur
verið ákveðið að hafa sama
háttinn á einu sinni i hverjum
mánuði til vors. Og enn eru
það tveir vel þekktir guðfræð-
ingar og kennarar, sem skipt-
ast á um að predika. Á sunnu-
daginn kemur, þann 13. nóv-
ember, stfgur séra Jónas Gísla-
son, docent við Háskóla Is-
lands i stólinn og situr fyrir
svörum á eftir, en 11. desem-
ber kemur séra Heimir Steins-
son, skólastjóri Skálholtsskóla
til borgarinnar og innir sömu
þjónustu af hendi.
Sóknarnefnd Bústaðakirkju
stendur undir kostnaði af þess-
ari þjónustu við sóknarbörnin
og aðra kirkjugesti og býður
upp á kaffisopann i safnaðar-
heimilinu. En vitanlega eru
allir hjartanlega velkömnir,
hvort heldur er um fólk í Bú-
staðasókn að ræða eða aðra.
Við messur er starfrækt barna-
gæzla fyrir þá sem óska. (Frá
Bústaðasókn)
— íþróttir
Framhald af bls. 38
kringlukösturum á EM næsta
árs, en til að finna hliðstæðu
þ.e. tvo íslendinga í sömu
grein, þarf að fara langt aftur í
tímann.
Engin islenzk kona hefur náð
þeim lágmörkum sem Evrópu-
sambandið hefur sett. Tvær
stúlkur eru þó nokkuð nálægt
lágmörkunum, þær Lilja Guð-
mundsdóttir og Ingunn Einars-
dóttir. Möguleikar Ingunnar
eru í 100 eða 400 metrunum,
sem hún hefur hlaupið á 11,8
sek og 55,2 sek, og Lilja ætti að
hafa góða möguleika í 800
metrunum, sem hún hefur
hlaupið á 2:06,2 mín en lág-
markið er 2:05,0. Aðrar stúlkur
virðast i fljótu bragði nokkuð
fjarri lágmörkunum, en að sögn
leggur íslenzkt frjálsíþróttafólk
nú hart að sér við æfingar og
má því búast við miklum fram-
förum næsta sumar jafnvel að
margir nái lágmörkunum.
Frumsýnir í dag kvikmyndina
Bráðskemmtileg norsk litkvikmynd. Mynd fyrir
alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 4, 6 og 8
Anada Marga
með mót-
mælaathöfn
Félagar í Anada Marga hreyf-
ingunni á Islandi munu efna til
mótmælaathafnar í Austurstræti í
dag milli klukkan 10—12. Þessi
mótmælaathöfn mun fara að öllu
leyti friðsamlega fram að sögn
þeirra sem fyrir henni standa.
Mótmælaathafnir munu verða um
í um 80 löndum um allan heim.
Ráðgerðirnar eru til að vekja
athygli á máli hins andlega leið-
toga hreyfingarinnar, P.R. Sark-
ar, öðru nafni Anandamurti, sem
er haldið sem pólitískum fanga i
Indlandi.
— Sýning
Framhald af bls. 14.
vantar of margt til að geta talist
í þeim flokki. Sannleikurinn er
sá, að oft hefur verið mjög
skemmtilegt að koma á Loftið,
og þar hafa margir af okkar
bestu mönnum sýnt verk sín.
Guðmundur Hinriksson er
nokkuð óráðin gáta i myndlist
enn sem komið er. Hann hefur
vissa hæfileika, en hvort hann
notar þá til fulls í þetta sinn,
skal látið ósagt hér. Um það
verður framvinda mála að
skera úr. Fyrstu sýningar
ungra listamanna eru á stund-
um litill mælikvarði á, hvað sið-
ar verður. Allt getur gerst i
myndlist og þvi betra að spá
sem minnstu, en það er sjálf-
sagt að óska Guðmundi heilla á
þeirri erfiðu leið, er hann hefur
valið sér og við köllum daglega
listabrautina. Það er nú einu
sinni svo, að sú gata er ekki
ætíð auðveld og rósum stráð. .
Það er eins og ég hef þúsund
sinnum áður sagt hér í þessu
blaði, vinna og aftur vinna, ekk-
ert nema vinna. Þá fyrst er
hægt að búast við árangri, sem
er þess virði, að lífið sé lagt að
veði, en það verða allir lista-
menn að gera meira eða minna.
Staksteinar
Framhald af bls. 7 .
tekjumöguleika, t.d. við
Eyjafjorð, í formi aug-
lýsinga Fyrst i stað yrði
dagskrá slikra stöðva
stuttan tima hvern sólar
hring, en reynslan yrði
siðan að skera úr um
framhaldið.
Aðalbækistöðvar Rikis-
útvarpsins, sjónvarp og
útvarp, eru i Reykjavik
eins og allir vita. Oft
finnst landsbyggðar-
mönnum, sem starfsmenn
þessara stofnana einblini
um of á umhverfi þeirra,
þ.e. Reykjavikursvæðið.
Það er ekki alveg að
ástæðulausu, þó breyting-
ar hafi orðið til batnaðar á
seinni árum, en mikið er
þó ógert enn i þessum
efnum'
Upptökuskilyrði
í hverjum
landsfjórðungi
„Rikisútvarpið hefur
komið sér upp aðstöðu til
að senda efni beint frá
Akureyri að visu við frum-
stæðar aðstæður. Þetta er
þó ekki mikið notað, enda
gefur aðstaðan ekki
möguleika á að senda út
nema einfalda umræðu-
þætti — og við kosningar
tala frambjóðendur við
bæjarstjórnarkosningarn-
ar á Akureyri til kjósenda
sinna — frá Skjaldarvik.
Fréttastofa útvarpsins
sendir einnig fréttamenn
sina af og til i „reisur" út
á landsbyggðina i frétta-
öflun. Oftast fara frétta-
mennirnir auðveldustu
leiðina og rabba við
sveitarstjórnarmenn á
viðkomandi stöðum, og
siðan koma viðtölin eftir
ástæðum i útvarpi — oft
margra vikna gömul.
Sama háttinn hefur
sjónvarpið á, en þeirta
fréttir eru þó oftast nýrri
þegar þær birtast á skján-
um. Þetta er góð viðleitni,
en landsbyggðin utan
Reykjavikur á þó skilið
verðugri sess i rikisfjöl-
miðlunum. Þessir tveir
rikisfjölmiðlar verða að
sinna landsbyggðinni
meira. Fréttamaður,
hversu góður sem hann
er, getur ekki sett sig inn i
málefni viðkomandi
byggðarlags á einum degi,
svo hann geti gert þeim
nokkur skil. Hann spyr
ekki þeirra spurninga sem
fólkið vill fá svör við.
A.m.k. i hverjum
fjórðungi þyrfti að vera
aðstaða til upptöku á út-
varps og sjónvarpsefni og
i hverjum fjórðungi ættu
að vera fastráðnir frétta-
menn. Það kostar að visu
sitt, en hvað kosta ekki
timabærar og ótimabærar
sendiferðir fréttamanna
um allt land. Fréttaritarar
viðkomandi stofnana gera
að visu sitt gagn, en
engum þeirra er búin
viðunandi starfsskilyrði.
Þetta á ekki eingöngu við
um fréttaefni — hver
man til dæmis eftir þvi að
málefni Akureyrar hafi
verið tekin sérstaklega
fyrir i þáttum eins og
„Kastljósi", af nógu er þó
að taka.
Á Akureyri hefur verið
tekið upp talsvert af efni á
undanförnum árum, sem
mest er að þakka framtaki
eins manns, Björgvins
Júniussonar. sem hefur
tekið þetta efni upp við
frumstæð skilyrði.
Vonandi verður þess ekki
langt að biða að
viðkomandi stofnun hafi
skapað honum viðunandi
starfsaðstöðu. Reynslan
hefur þegar sannað að
það er fullkomlega tima-
bært."
KEXVERKSMIÐJAN FRÓN
Nónkex er heilhveitikex
hollt og gott,
enda Frónkex