Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
vtte
MORötlN/'
KAFCfNU
(!) ffS
*&:
^-3^:
GRANI göslari
Bara sesja þér ad þú erl ekki eins fyndinn «g þú heldur!
Kastaðu 'onum, kastaúu
'onum — hingaó!
Hlæðu hara, já hlæóu, en ekki
skaltu leita til mfn þegar
þorstinn segir til sín!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
EITT af markmiðum Evrópusam-
bandsins með stórkeppnum
sínum, í samvinnu við Philip
Morris f.vrirtækið, er að stuðla að
aukinni þátttöku ungs fólks I
keppnisbridge. Og í keppnum
þessum er varið umtalsverðum
fjármunum til að verðlauna sér-
staklega spilara undir 25 ára
aldri. Tveir kornungir Svíar,
Magnusson og Elmroth, eru í 5.
sæki eftir fvrstu tvo hlutana í
nýrri keppni, Tylösand í ágúst og
Brussel í september.
Frá keppninni í Briissel,
Magnusson í suður. Gjafaii
norður, allir á hættu.
Norður
S. Á86
H. G92
T. 732
L. K873
Þarna kemur Lúðvík scxtándi — látum bara eins
og við sjáum hann ekki.
Um LÆKKUN
kosningaaldurs
„Eg fagna allshugar frumvarpi
Benedikts Gröndals um lækkun
kosningaaldurs, þvi ef 18 ára
unglingur hefur ekki þegar
myndað sér pólitíska skoðun þá
gerir hann það aldrei. Pólitíkin
kemur i svo mörgum myndum til
manns og hefur svo mikil áhrif á
lif hvers manns. Alþingi á lika að
réttlæta betur kjördæmaskipun-
ina þannig að alir séu með sama
rétt til kosninga.
Ég man þá tið þegar 18 Reyk-
vikingar höfðu ekki meiri rétt en
1 Seyðfirðingur og mig minnir að
það væri 11 á móti 1 atkvæði í
Hornafirði. Mikið barðist líka
flokkurinn, sem græddi á rang-
lætinu, á móti lagfæringunni, en
réttiætið sigraði þá og svo á líka
að vera núna. Eitt er það sem ég
vil láta gera núna og það er að
hafa það eins og í Hollandi. Þar er
hver maður skyldugur að fara og
kjósa eða stórsektaður ella eða
verður að sýna læknisvottorð.
Kosningarétturinn er lífsnauð-
synlegur og fólkið ekki of gott til
þess að nota hann. Nú á tímum
þegar allir sjá hvilíka hryllings-
mynd kommúnistarikin eru búin
að gera úr honum á hann að vera
okkur enn dýrmætari. I kommún-
istaríkjunum er bara einn flokk-
ur sem kjósa má og þar er fylgið
alltaf frá 97% pg upp i 98,98%.
Það sem á 100%-in vantar er fólk-
ið sem er í fangabúðum og á geð-
veikrahælum. Þar situr enginn
óánægður heima enda næstum lif-
látssök. Þetta verður það fólkið að
gera sem verst er sett af öllum í
veröldinni. I kommúnistaríkjun-
um er aldrei hægt að kverta
hversu hræðileg lifskjörin eru,
þvi alls staðar eru útsendarar
KGB og þá taka bara fangabúðirn-
ar við.
í tilefni af 60 ára afmælinu
ættum við sem lítum á kommún-
ismann sem verstu plágu mann-
kynsins i dag að fá upplýsingar
frá þeim sem vilja troða honum
upp á okkur, um það hvaða marga
tugi milijóna verkamanna er búið
að drepa í fangabúðum þessi 60
ár. Pólitiskir andstæðingar eru nú
bara smábrot af ölium þeim skelf-
ingarfjölda sem látist hefur í
þeim og sem kveljast þar enn. Við
á ísiandi með frjálsa kosninga-
réttinn okkar ættum i tilefni af
byltingarafmælinu i Rússlandi að
þurrka út fylgi kommúnismans.
Húsmóðir."
Svo mörg voru þau orð og ekki
er bréfritari að skafa neitt af
hlutunum. Ef einhverjir vilja
brydda hér upp á málefnalegum
umræðum um stjórnmálin er það
velkomið, en Velvakandi kysi
heldur að bréfritarar skrifuðu
undir fullu nafni. Nóg um það og
enn eru umferðarmálin á döfinni:
% Furðulegt
tillitsleysi
„Það er ekki sagt neinum
ofsögum af tillitslevsi fslenzkra
Vestur
S. G542
H. D1063
T. ÁG6
L. A5
Suður
S. KD10
H. A874
T. K85
L. G64
Austur
S. 973
H. K5
T. D1094
L. D1092
í flestum tilfellum spilaði suður
1 grand en fáir fengu sjö slagi.
Svíarnir ungu voru óragir.
Nordur Auslur Suíur Veslur
pass pass H, pass
pass Dobl Kednhl allirpass
Suður var skyldugur að redobla
samkvæmt aðferðum ungu mann-
anna en norður réð sfðan ferð-
inni. Þetta setur andstæðingana
stundum í óþægilega aðstöðu.
Utspilið var hjartaþristur, nia,
kóngur og ás. Magnusson spilaði
strax laufi, skellti upp kóngnum
og vestur fékk næsta slag á lauf-
aðs. Hann tók þá á hjarta-
drottningu og spilaði aftur hjarta.
En þá tók suður spaðaslagina
þrjá, endaði á hendinni og spilaði
fjórða hjartanu. Vestur var nú
endaspilaður. Hann tók á spaða-
gosa en varð að gefa Magnusson
sjöunda slaginn á tígulkóng. Og
auðvitað varð 710 hæsta skor fyrir
spilið.
RÉTTU MÉR HÖND ÞÍNA
92
hann sjálfan hafði borið. Loks
ríkti algjör þögn. Umræðuefni
Eriks voru þrotin. Klukkan á
veggnum tifaði án afláts. Hljóð-
ið í henni ómaði af þrjózku og
háði.
Ahmed reyndi að bjarga mál-
ununt með því að setja plötu á
grammófóninn. Hver platan af
annarri var spiiuð. Öll fimmta
og öll nfunda symfónía
Beethovens voru leiknar. Hinir
dýrlegu tónar lyftu hugsunum
og augnaráði nokkur þver-
handarbii upp fyrir hæginda-
stólana, þar sem þau sátu og
horfðu hverf á annað. En þegar
aftur varð hljótt, féllu hugsan-
irnar samstundis aftur niður og
urðu eins og hvöss spjót. Spjót,
sem beint var gegn Erik, en
hann bar af sér, fálmandi og
úrræðaiaus.
Honum létti meira en orð fá
lýsf, þegar hann gat loksins
dregið sig í hlé f gestaherberg-
inu og verið einn. En jafnframt
var hann vonsvikinn. Og lamað-
ur. Hann var orðinn samdauna
andrúmsloftinu í húsinu.
XXX
Hann tók eftir einkennilegri
breytingu á önnu við árdegis-
verðarborðið morguninn eftir.
Hún hafði gert sig óháða Ahm-
ed, var staðráðin f að fara sinna
ferða og umbera Erik og reyndi
að vingast við hann, hvort sem
hann viðurkenndi mistök sín
eða ekki.
Hún virtist glöð, næstum því
áköf. Hún lagfærði bindið hans
með glettnisorðum — alveg
eins og forðum daga f Birming-
ham — og færði honum gnótt
matar, þó að hann maldaði í
móinn.
Erik leit undrandi á hana. Er
hún að daðra við mig? hugsaði
hann. Nci, það getur ekki verið.
Það er engin ástleitni í augum
hennar. Þetta er eitthvað sjúk-
legt og æsingakennt. Honum
tókst ekkí að setja sig í sam-
svarandi andlegar stellingar,
enda sat Ahmed þarna og
horfði þrjózkufullum og rann-
sakandi augum á þau. Hann var
eins og blýklumpur, sem dró
ailt niður með sér.
Gáski Önnu fjaraði út smám
saman. Andrúmsloftið varð alv-
eg eins og kvöldið áður. Erik
stakk upp á því í örvæntingu
slnni, að þau tefldu, og þá var
deginum bjargað fram að há-
degi. Þegar setið er að tafli,
þarf ekki að tala, og baráttan á
taflborðinu losar menn ágæta-
vel við óhugnað og spennu.
Erík lét Ahmed vinna aftur og
aftur f von um, að það hressti
hann. Það varð svolftið léttari
yfir fólkinu.
En Anna sat f hægindastól
hjá þeim. Hún hélt á bók f
kjöltu sér, en las Iftið f henni.
Tímunum saman hallaði hún
höfðinu að stólhakinu og horfði
á Erik. Og beið.
Loksins var ekki nema ein
klukkustund, þangað til Erik
varð að fara. Hver veit, nema
honum reynist auðveldara að
létta á sér, ef við tveir förum
einir út hugsaði Ahmed. Hann
Framhaldssaga eftir
GUNNAR HELANDER
Benedikt Arnkelsson
þýddi
lagði til, að þeir gengju smá-
spöl og þeir fóru út f garðinn.
Þeir námu slaðar, lögðu hend-
urnar á steinsteypt brjóstrið og
virtu útsýnið fvrir sér. Ahmed
reyndi að leiða samtalið í
ákveðna átt.
— Jæja, hvað virðist þér um
þynþáttavandamálið, eftir að
þú hefur séð Suður-Afrfku nieð
eigin auguni?
Erik var ekki beinlínis í
skapi til þess að ræða það mál.
Ahmed virtíst vera kaldrana-
legur, öruggur og dómharður.
En hann reyndi þó að svara
eftir beztu getu.
— Tja, saft að segja hef ég að
nokkru leyti skipt um skoðun.
síðan ég var í Englandi. Það er
alveg rétt, sem þú segir, að hér
ríkir mikil kúgun og gikkshátt-
ur af hálfu hvftra manna. En
við hljótum að hugsa okkur
um. þegar við sjáum allan
óþrifnaðinn og ofbeldið og fá-
fræðina meðal svertingjanna.
Og í raun og veru Ifka meðal
sumra Indverja í Durban.
Ahmed var alls ekki öruggur