Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 4LIT4A1M „Rússnesku byltinguna má telja til afdrifaríkustu mistaka mannkynsins. Okkar er að læra af þessum mistökum." eftir HANNES GISSURARSON Svarað með þögninni Það hefur ekki farið fram hjá mönnum, að við Skafti Harðarson og Kristján Hjaltason höfum gefið út blað um utanrikismál fslend- inga, skorað á „herstöðvaandstæðinga" að mæta okkur á fundum um þau í framhalds- skólunum og valið okkur vígorðin Samvinna Vesturlanda: Sókn til frelsis. Fyrsti fundur- ínn, fjölsóttur, fróðlegur og skemmtilegur, var haldinn í Menntaskólanum við Hamrahlið 7 nóvember sl Þennan upphafsfund nefni ég, vegna þess að hann var haldinn réttum sextiu árum eftir Rússnesku byltinguna og stofnun Ráðstjórnarrikjanna, 7 nóvember stjórnarinnar, reglan á dögum kommúnista- stjórnarinnar Taka má sjálfan byltingarfor- ingjann Lenín til dæmis um muninn á kúgun- inni Hann var hatrammur andstæðingur keisarastjórnarinnar, en gat stundað ritstörf í Siberiuvist sinni og tekið á móti gestum, en það hefði verið óhugsandi i vinnubúðavitum Stalíns Atvinnulíf drepið í dróma Hagkerfinu var í rauninni ekki heldur breytt til batnaðar eftir byltinguna. Sú mynd, sem dregin hefur verið upp af myrkrinu fyrir hana í atvinnumálum og Ijósinu eftir hana, er röng Iðnvæðing var hafin í Rússlandi fyrir byltinguna, einkum kostuð með erlendum lánum En iðnvæðingu ráðstjórnarinnar eftir fyrstu erfiðleikaárin, borgarastyrjöldina. vinnubúðum, ef þeir láta sér ekki lynda hlutverk sýningardýra í sameignarburinu Af- reksmenn eru sérhyggjumenn, en í ríki sam- neyzlunnar eiga allir að vera samhyggju- menn. Fróðleg grein um Lýsenkómálið birtist í Morgunblaðmu 6 nóvember sl , en það var og er sígilt dæmi'um afskiptasemi stjórn- valda í alræðisríkinu af vísindum En kerfið kemur ekki einungis niður á afreksmönnum, heldur einnig öllum almenn- ingi. Einstaklingarnir-fá ekki að ákveða þarfir sínar sjálfir, miðstjórnin gerir það Þeir njóta ekki réttarverndar, eru þegnar geðþóttavalds. Kjör almennings eru bág, miðstjórnin fjár- festir í vítisvélum (Kremlverjar kosta 13% þjóðarframleiðslu Ráðstjórnarríkjanna til víg- búnaðar, Bandaríkjamenn 6% þjóðarfram- leiðslu sinnar til varna), hún leyfir litla einka- neyzlu, vöruskortur er og skömmtun, hús- næðisekla er landlæg, mönnum er mismun- að eftir virðingarstigum, hin „nýja stétt" flokksmanna nýtur forréttinda Það er þess inni á einstaklinginn Stalín. Eg held, að orðin „stalínismi” og „skrifræði” séu innantóm og einungis smíðuð til þess að komast hjá kjarna málsins. Að skilja rök byltinga Kjarni málsins er sá, að gerð var tilraun til þess að bylta kerfi Rússlands, stofna sósíal- istaríki, og þessi tilraun til sósíalisma mis- tókst. Lenín, Stalín og Trotzký voru að sönnu miskunnarlausir menn, töldu tilgang- inn helga öll tæki, báru enga virðingu fyrir öðrum mönnum, en það var vegna þess, að þeir trúðu þeirri kenningu um frelsun mannkynsins með mannafórnum, sem kölluð er eftir Karli Marx. Og satt er það einnig, að til varð „skrifræði , skrifstofubákn ríkisvalds- ins, óháð öllu En hvers vegna? Rök allra Tilraunin — sem mistókst 1917, og í ræðu, sem ég flutti á fundinum, spurði ég „hérstöðvaandstæðinga", hvort einhver þeirra treysti sér til þess að verja kastalaherrana i Kreml, segja, að sextíu ára gömul tilraunin i Ráðstjórnarrikjunum hefði tekizt Ég fékk ekki önnur svör en þögnina Og þessi þögn íslenskra sameignarsinna er til marks um fullkomið gjaldþrot Kremlverja, á þessari þagnarstund á heitum og hörðum fundi blasti hún við Úr hópi róttæklinganna ungu á fundinum treysti enginn sér til þess að verja miðstjórnarmennina alráðu i austri, sameignarbú þeirra er þrotabú allra vona. Tilraun þeirra mistókst, um það er ekki lengur deilt. Ég ætla i tilefni sextíu ára afmælisins að reyna að fella rökstuddan dóm um rússnesku byltinguna, afdrifarikasta og lærdómsrikasta atburð tuttugustu aldarinnar Ávinningurinn af októberbyltingunni? Ráðstjórnarríkin ber að telja tíl stórvelda, máttur þeirra er geysimikill, Kremlverjar stjórna iðnvæddu risariki, framfarir hafa orð- ið i efnahagsmálum siðustu sextíu árin, náðst hefur umtalsverður árangur í ýmsum efnum i landi þeirra En var einhver raunverulegur ávinningur að októberbyltingunni (sem svo er kölluð, með þvi að miðað er við þágildandi timatal i Rússlandi, þó að byltingardagurinn sé 7 nóvember)? Sá árangur, sem náðst hefur i alræðisrikinu austræna, er auðvitað ekki metínn einn sér, heldur er miðað við einhvern mælikvarða, kerfi eru metin saman: allt mat er einhver samanburður. Og mæli- kvarðarnir, sem leggja má á kerfið i Ráð- stjórnarrikjunum, stjórnkerfið og hagkerfið, eru tveir: annar er stundarinnar, saman- burður kerfissins fyrir byltinguna og eftir hana. hinn staðanna. samanburður þessa austræna kerfis og kerfis Vesturlanda Fyrri mælikvarðinn er falinn í spurningunni: „Var Rússneska byltingin til bóta fyrir almenning i Ráðstjórnarrikjunum?" — en seinni mæli- kvarðinn í spurningunni: „Næst jafnmikill árangur i alræðiskerfi Ráðstjórnarríkjanna og í lýðræðiskerfi Vesturlanda?" Kúgunin margfaldaðist Algeng er sú skoðun á byltingunni, þegar annar mælikvarðinn, sögulegur samanburð- ur, er lagður á hana, að stjórnkerfið eftir hana hafi verið betri kosturinn af tveimur slæmum, hinn hafi verið kerfi rússnesku keísarastjórnarinnar En hyggja ber að þvi, að lýðræðisstjórn var bylt i nóvember af bolsévikum, þvi að keisarastjórninni hafði verið bylt i marz af lýðræðissinnum Og i kosningunum til þjóðþings í árslok 1917 — eftir bolsvikabyltinguna — fengu bolsévikar einungis um fjórðung greiddra atkvæða, en Lenin, foringi þeirra, hafði þær kosningar að engu Októberbyltingin var með öðrum orð- um valdarán mikils minni hluta, ráðstjórnin var kúgunarstjórn eins og keisarastjórnin Og munurinn var á afköstum kúgaranna: Talið er til dæmis, að 25 þúsundir manna hafi verið teknar af lifi á árunum 1866—191 7, sið- asta aldarhelmingi keisarastjórnarinnar, en fimmtíu sinnum fleiri menn voru að minnsta kosti teknir af lifi á fyrstu hálfu öld kommúnistastjórnarinnar. Áríð 1912 sátu 182 þúsundir manna í fangelsum keisarans, en sjötiu sinnum fleiri menn sátu að minnsta kosti i fangelsum kommúnista. þeg- ar þeir voru flestir á timum Stalíns Pynding- ar voru undantekningin á dögum keisará- hungursneyðir og valdabaráttu, sem lömuðu allt athafnalíf, varð að kosta með þeim óhag- kvæma hætti að ræna bændur öllum eignum sinum og tekjum, stundum (ifinu sjálfu, framkvæmdur var með miskunnarlausu vopnavaldinu stórkostlegur flutningur fjár- magns frá landbúnaði til iðnaðar, bændur voru milljónum saman gefnir hungurdauðan- um Sannleikurínn er sá, að með Rússnesku byltingunni var hægt á allri iðnþróun i Rúss- landi. Úkraníu og öðrum löndum í austri eins og hagtölur sýna Og iðnvæðing ráðstjórnar- innar var síður en svo kraftaverk, iðnþróun i Bandarikjunum á nítjándu öldinni (sem eru um sumt sambærileg við Ráðstjórnarrikin á hinni tuttugustu) var til dæmis miklu hraðari Af öllum þessum staðreyndum má ráða, að byltíngin i nóvember 1917 var alls ekki til bóta fyrir allan almenning þeirra landa. sem eru í ráðstjórnarbandinu, úr hagvexti og iðnþróun dró, og allar kjarabætur almenn- ings voru tafðar með byltingunni, bæði til langs tima og skamms, en auk þess framdi ráðstjórnin það, sem ekki verður tölum talið: myrti tugmilljónir manna Minni árangur í miðstjórnarkerfinu Það blasir við sextíu árum eftir Rússnesku bultinguna, þegar hinn mælikvarðinn, samanburður kerfa samtimans, er lagður á hana, að kerfi Ráðstjórnarríkjanna er varla nefnandi og notandi ’ samanburði við kerfi Vesturlanda, Kremlverjar neyðast til þess að kaupa vélar og visindalega þekkingu af Vest- urlandabúum og stundum matvæli vegna þess eilífðarvanda, sem landbúnaðarmál eru i í Ráðstjórnarríkjunum En þeir geta lítið selt Vesturlandabúum annað en hráefni Hagkerfi þeirra er vanþróað og atvinnuhættir ótrúlega frumstæðir Og einstaklingarnir skila ekki sömu afköstunum, vinna ekki sömu afrekin, ná ekki sama árangri og i kerfi Vesturlanda Miðstjórnarkerfið eða sósíalisminn dregur allan mátt úr afreksmönnum: Vísindamenn, listamenn, listdansarar. íþróttamenn, sem af öðrum bera í Ráðstjórnarrikjunum, eru gerðir útlægir, vistaðir á geðveikrahælum eða i vegna ekki undrunarefni, að óregla er al- menn með þegnum Kremlverja og glæpir algengir, þó að reynt sé að fela hvort tveggja. Og svartur markaður er blómlegur í Ráð- stjórnarríkjunum hann er samfara allri þeirri skömmtun, sem sósíalistar kalla „samræmda stjórn efnahagsmála" og „réttláta skiptingu þjóðartekna" — hvort sem það er i austri eða vestri Skýringarnar á mistökunum Sameignarsihnar á Vesturlöndum eru flest- ir sammála þeim, sem gagnrýna stjórnarfarið i Ráðstjórnarrikjunum, þeir taka undir lýs- ingarnar á lífi manna í austri, þó að þeir hafi á sínum tíma talið Ráðstjórnarrikin sælulönd i þessum heimi Á islenzku eru til tvær ágætar heimildir um lífið i ríkjum sameignar- sinna, Valdið og þjóðin eftir dr Arnór Hannibalsson og Rauða bókin. En vestrænir sameignarsinnar mótmæla þvi, að áfellis- dómurinn, sem felldur er um Ráðstjórnarrik- in, sé einnig um sósíalsimann. Og komið ef að þvi, sem skiptir mestu máli Hver er skýringin á mistökunum? Hvers vegna mis- tókst tilraunin? Er unnt að samsama almenna kenningu sósialista og framkvæmd hennar i Ráðstjórnarrikjunum? Sameignarsinnar svara flestir þessari spurningu svo, að Stalín og menn hans hafi gert öll mistökin, lýðraeði breytzt i „skrifræði ', skriffinnar fengið völd- in. En þessi skýring er alls ekki fullnægjandi, hún er fremur lýsing á mistökunum en skýring á þeim Einhverja grein má reyndar gera fyrir sögu Ráðstjórnarríkjanna með þvi að visa til einstaklinga eins og Lenins, Stalíns og Trotzkýs (Solsjenitsyn segir eftirminnilega frá Lenín í nýbirtum kafla úr hinu mikla verki, sem hann er að rita um Rússnesku bylting- una; Lenín í Ziirich) og allra aðstæðna (til dæmis var rikisrekstur miklu algengari í Rússlandi keisarastjórnarinnar en á Vestur- löndum) En hagkerfi Ráðstjórnarríkjanna er miðstjórnarkerfi eins og það, sem flestir sósíalistar hafa talið eftirsóknarvert. Og ein- kennilegt er það, að þeir menn, sem hafna hlut einstaklinga i sögunni, skella allri skuld- byltinga — allra tilrauna til þess að bylta kerfinu með valdi og breyta einstaklingun- um, frelsa þá með ofbeldi — eru þau. að valdasöfnun sé nauðsynleg til þess að fram- kvæma kenninguna En valdið er vimugjafi, dregur siðferðilegt afl úr mönnum. Ofbeldið. sem vær tæki, verður tilgangur Byltingar- mennirnir „gera illa nauðsyn að dyggð" eins og Árni Bergmann orðaði það i athyglisverðri grein um byltinguna i Þjóðviljanum 6 nóvember sl og hafði reyndar eftir Rósu Lúxembúrg Enn er það, að allir menn eru ófullkomnir, gera mistök. einnig valdhafar Ef þeir hafa öll völdin. margfaldast mistök þeirra, koma niður á tugmilljónum manna í rauninni á ekki að kenna Stalin um ógna- stjórnina, heldur kerfinu. sem gerði stjórn Stalins framkvæmandi, og kenningunni, sem gerði einstaklingana að verkfæri valds- ins Sökin er miðstjórnarkerfis sósialista, byltingarkennmgar þeirrar og mannkyns- frelsunar Mistökin voru óhjákvæmileg. Sú var einnig afstaða Orwells og Koestlers: Byltingin krefst mannblóta. Opið kerfi tilrauna eða lokað kerfi tilskipana Tilraunin sextuga til þess að stofna’ fyrir- myndarriki mistókst En ber okkur að hafna allri tilraunastarfsemi i stjórnmálum? Öðru nær í rauninni er markaðs- og lýðræðiskerfi Vesturlanda kerfi tilrauna; það er opið fyrir öllum nýjungum og nýmælum, skipulagið er fyrir frelsið, en ekki gegn þvi, og vegna dreifingar hins efnahagslega og stjórnmála- lega valds og áhættunnar kostar hver tilraun, sem gerð er til að framleiða nýja vöru eða framkvæma nýja kenningu. litið, þó að mikið megi af henni læra, sifelld upplýsingasöfnun fer fram án mikillar áhættu En þegar valdinu er safnað saman og tilraunin gerð á öllu kerfinu í einu, er of mikil áhætta tekin af óhjákvæmilegum mistökum — sem kunna að kosta lif og frelsi manna Vandinn er þessi: Menn afla þekkingar með þvi að gera tilraunir og læra af mistökum sinum En hvernig er hægt að afla þessarar þekkingar án þess að taka of mikla áhættu af mistökun- um? Og lausnina er að finna i markaðskerf- inu, dreifingu efnahagslegra ákvarðana Þessi er andinn i allri umbótastefnu En alræðiskerfi Ráðstjórnarrikjanna er ekki opið fyrir nýjum tilraunum. kerfi þeirra er lokað. Menn reyna ekki að læra af mistokunum. heldur að fela þau Auk þess er kenningin sú, að umbætur séu óhugsandi i fullsköpuðu fyrirmyndarríki Hagfræðingar telja það reyndar eina ástæðuna til litilla framfara i Ráðstjórnarrikjunum, að fáar tilraunir eru gerðar i framleiðslu, framkvæmdum og rekstri Hin „nýja stétt" valdhafa óttast allar nýjungar, tilgangur hennar er sá einn að halda völdunum, hún stjórnar með tilskipun- um Það er til dæmis vegna þessa munar á opnu kerfi Vesturlanda og lokuðu kerfi Austurlanda, sem vistfræðivandi nútimans. en hann er áhyggjuefni margra æskumanna, er auðleystari innan markaðskerfisins en mið- stjórnarkerfisins. það er sveigjanlegra Einfeldnin en veldur þvi, að margir hafna „kapitalisma" eða markaðskerfi vegna þessa vanda Rússnesku byltinguna má telja til afdrifa- rikustu mistaka mannkynsins. En hún var gerð, ekki verður fengizt um það, og okkar er að læra af þessum mistökum, velja umbóta stefnu. en ekki byltingarstefnu, manninn, en ekki miðstjórnina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.