Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
Njarðvíkingar —
Suðurnesjamenn
Haustfagnaður i Stapa sunnudaginn 1 3. nóv. kl. 3.
Dans, söngur, upplestur.
Tizkusýning og kaffiveitingar.
Systrafélag Ytri Njarðvikurkirkju.
Frá Vopnfirðinga-
félaginu í Reykjavík
Hinn árlegi kaffidagur félagsins verður í
Lindarbæ, sunnudaginn 13. nóv. kl. 3
e.h
Stjórnin.
Dýrfirðingar
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður hald-
in í Domus Medica, laugardaginn 19.
nóv. 1977 kl. 19:30.
Miðar og borðpantanir sama stað sunnu-
daginn 13. nóv. kl. 1 4:00— 1 7 00.
Skemmtinefndin.
FYRIR nokkru var haldin hlutavelta að Akraseli 4 í Breiðholts-
hverfi til ágóða fyrir Styrktarfélag vangefinna og söfnuðu þessir
krakkar tæpl. 4000 kr. Krakkarnir heita: Guðmundur, Þorsteinn og
Bergljót Þorsteinsbörn og Vala Rúnarsdóttir.
ÞESSIR vinir, Jón, Kristján og Sigtryggur, efndu fyrir nokkru til
hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.
Söfnuðu þeir rúmlega 4100 krónum. '
ÞESSIR krakkar efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir
Styrktarfél. vangefinna. Söfnuðu krakkarnir rúmlega 12. þús.
krónum. Hlutaveltan var haldin í Mávanesi 7 í Arnarnesi. Krakk-
arnir heita: Jóhann Örn Hreiðarsson, Hafsteinn Haukur Hreiðars-
son, Magnús Scheving Thorsteinsson, Guðrún Scheving Thorsteins-
son pg Hólmar Guðmundsson.
FYRIR nokkru afhentu þessir krakkar Blindravinafélaginu 5100
krónur, sem þau höfðu safnað með hlutaveltu til ágóða fyrir
félagið. Krakkarnir heita Guðrún, Linda og Henrik.
ÞESSAR vinkonur, sem eiga
heima uppi f Hlíðum, við Drápu-
hlíð, efndu til hlutaveltu fyrir
skömmu til ágóða fyrir Styrktar-
fél. lamaðra og fatlaðra. Þær
heita Ester Olgeirsdóttir og
Kristín Guðjónsdóttir.
ÞESSIR ungu menn efndu til
hlutaveltu til ágóða fyrir Blindra-
vinafélag tslands og tókst þeim að
safna 21.700 krónum til félagsins.
Strákarnir heita Björn Kristjáns-
son og Ragnar J. Björnsson.
ÞESSAR vinkonur, sem eiga
heima á Núpabakka í Breiðholti,
efndu til hlutaveltu til ágóða
fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatl-
aðra. Þær söfnuðu 2700 krónum.
Þær heita Sigríður Benediktsdótt-
ir og Hrefna Halldórsdóttir.
ÞESSIR krakkar: Halldóra Pétursdóttir, Guðrún Gísladóttir, Krist-
jana Halldórsdóttir, Anna María Hjaltadóttir og Sigríður Halldórs-
dóttir, hafa fært Blindrafélaginu 10.000 kr. sem var ágóði af
hlutaveltu sem þau héldu til ágóða fyrir félagið.
ÞESSIR strákar, sem heima eiga í Kópavogi: Hörður Ágúst Harðar-
son, Bjarni Ólafur Friðriksson og Guðmundur Sigurjónsson,
efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra
og söfnuðu nær 12.800 krónum.
ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra og söfnuðu rúmlega 2600 krónum. — Krakk-
arnir heita: Guðrún. Lilja og Sigrún Hafsteinsdætur, Unnur Sigur-
jónsdóttir og Valdís Arnardóttir.
ÞESSAR telpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir
Styrktarfél. vangefinna og söfnuðu þær rúmlega 8600 krónum.
Hlutaveltan var haldin að Vesturvangi 9, Hafnarfirði. Telpurnar
heita: Lilja Birgisdóttir, Júlía Þorsteinsdóttir, Laufey Birgisdóttir,
Lea Pálsdóttir, Hildur Jóhannesdóttir og Ósk Valgeirsdóttir.