Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 S-Af ríkust j ór n eykur völd sín Jóhannesarborg. 11. nóv. Reuter. S-AFRÍKUSTJÓRN sam- þykkti í dag lög, sem gefa henni kost á að hafa fuila stjórn á efnahagsmálum landsins, þ.á m. völd til að neyða erlend fyrirtæki til að framleiða hergögn. Þessi ákvörðun er andsvar við vopnasölubanni Banda- ríkjanna. Talsmaður stjórnarinn- ar, Heunis sagði á miðviku- daginn að þessu valdi yrði ekki beitt nema í ýtrustu neyð. Hann lagði jafnframt Grigorenko til Bandaríkjanna Moskvu. 11. nóv. — Reuter. PYOTR Grigorenko, fyrr- verandi hershöfðingi og kunnur andófsmaður, sem tvisvar hefur verið settur á geðveikrahæki, sagði í dag að hann héldi ekki að Sovétstjórnin mundi neita sér um að snúa aftur til Moskvu eftir heimsókn hans til Bandaríkjanna. Grigorenko, tjáði vestrænum fréttamönnum i íbúð sinni i Moskvu ad hann vildi helzt líta á ákvöröun Sovétstjórnarinnar um vesabréfsáritun fyrir sig. konu sina og eldri son til sex mánaöa dvalarleyfis i Bandaríkjunum sem spor í átt til aukinna mann- réttinda. Þá saKöi Grigorenko aö fjöl- skylda hans hefði fengið leyfi til aö heímsækja son sinn Andrei, sem fluttist til Bandarikjanna 1975 og sjálfur kvaðst hershöfö- inginn þurfa að ganga undir mik- inn uppskurð. Grrigorenko, sem hyggst halda til Bandarikjanna 14. nóvember, sótti um vegabréfs- áritun 2. október og fékk leyfið 4. nóvember. Sagði Grigorenko sem hefur fylgst náíð með því að ákvæðum Helsinki-sáttmálans yrði fram- fylgt í Rússlandi og berst fyrir auknum mannréttindum, að hann og kona hans væru ákveðin i að snúa afturtil Sovétríkjanna. Hann sagðist gera sér ljóst að Sovétstjórnin gæti svipt hann rikisborgararétti sínum um leið og hann hefði yfirgefið landið, eins og gert hefði verið við marga andófsmenn. „Ég hef rætt málið við Andrei Sakharov og við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki ætlan rikisstjórnarinnar að svipta mig rikisborgararétti með þvi að gefa mér fararleyfi, þess vegna erum við ákveðin í að líta á þetta sem spor i átt til aukinna mann- réttinda og vonumst til að snúa örugglega aftur til Rússlands ef skurðaðgerðin heppnast vel,“ sagði Grigorenko. á það áherzlu, að vopna- framleiðsla væri ekki sér- stakt markmið stjórnarinn- ar með þessum nýju lög- um. Við getum ekki þolað slík afskipti að okkar inn- anríkismálum, sem gætu stofnað öryggi okkar lands í hættu. Stjórnin hefur haft þessi völd síðan 1970, þegar göm- ul lög úr stíðinu voru endurvakin, en þeim hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Samkvæmt þeim ráð- stöfunum sem nú hafa ver- ið gerðar getur stjórnin beitt þessum völdum hven- ær sem er. Flestir forystumenn iðnaðar- og viðskiptafyrir- tækja virðast hafa tekið fréttinni með stillingu. Ráðstafanirnar voru gerð- ar í samráði við þá. Sovéttogurum í Argentínu sleppt Buenos Aires, 11. nóv. Reuter. ÁTTA sovéskir og búlgarskir togarar, sem teknir voru á ólöglegum veiðum innan landhelgi Argentínu fyrir tveimur mánuðum, fá að sigla heim á leið um næstu helgi. Sovétstjórnin hefur mót- mælt því að togararnir hafi verið að ólöglegum veið- um, en yfirmaður argen- tísku strandgæzlunnar hef- ur skýrt frá því, að togurunum verði sleppt samkvæmt sérstöku sam- komulagi við sovéska sendiráðið í Buenos Aires. Hann sagði jafnframt að málinu yrði haldið áfram fyrir dómstólunum. Talið ei að sektir muni nema um 100 þúsund $ eða um tutt- ugu milljónum króna á hvern togara. Afiinn og veiðarfærin voru gerð upp- tæk og samkvæmt samningnum við sendiráð- ið verður ágóðinn af söl- unni látinn ganga upp í þá sektarfjárhæð sem dæmd verður. Birgitle Pudry, sem á sér feril að baki sem leikkona og fyrirsæta, er nú hálfnuð á leið sinni f kringum hnöttinn á skútu. Hún er ein á ferð, og er fyrsta konan sem reynir slfka veraldarsiglingu. Oudry segir að stærsta vandamálið sem hún á við að etja, sé einmanaleik- inn. Hún er áströlsk og er nú stödd á Tahiti, en heldur áfram í næstu viku. Kambódí ustj ór n óskar viðræna Freddie Laker 103 mifljóna hagn- adur hjá Laker London, 9. nóv. — l’PI. Á FYRSTU sex vikunum nem- ur nettóhagnaður hjá Laker- flugfélaginu, af áætlunarferð- um milli London og New York, 511.634 bandaríkjadölum eða 108,3 milljónum ísl. króna, að þvi er Freddie Laker sagði við opnun nýrrar flugafgreiðslu á Victoria-járnbrautastöðinni í London í dag. Hin nýja flugaf- greiðsla veitir farþegum tæki- færi til að kaupa sér farmiða frá þvf klukkan 4 á morgnana og án þess að þurfa að fara 60 kílómetra út á Gatwick- flugvöll. Sætanýting á hinum daglegu flugferðum Lakers með DC 10 þotum hefur verið 82 prósent síðustu sex vikurnar, frá þvf að áætiunarflugið hófst, að því er Freddie Laker sagði. Bankok. 11. nóvember. Reuler. Kambodíustjórn ásakaði Thailendinga í dag um skæruhernað á landamær- um landanna. Hún fór jafnframt fram á viðræður í höfuðborg Laos til að koma á friði þeirra á milli. Utvarpið í Pnohm Penh sagði að thailenzkar hersveitir hefðu ítrekað brotið sér leið inn i Kambodiu undanfarna mánuði og myrt þar almenna borgara og unnið spjöll á verðmætum. Það ásakaði Thailendinga ennfremur um að styðja „föðurlandssvikara" i Kambodiu í skærum í landa- mærahéruðunum, í þeim tilgangi að stuðla að ófriði á milli ríkj- anna. Thailendingar hafa svarað þess- um ásökunum með þvi að lýsa þvi yfir að Kambodiumenn hafi gert yfir 400 árásir á landamæraverði Thailands á þessu ári og skotið menn til bana. í siðastliðinni viku kom til al- varlegra árekstra á landamærun- um, þar sem að minnsta kosti 8 Kambodiumenn féllu og einn thailenzkur hermaður. I thai- lenzkum dagblöðum hefur verið skýrt frá þvi, að þrir Thailending- ar sem Kambodíuhermenn tóku til fanga í árás á landamæraþorp, hafi fundist myrtir. Sjö annarra er saknað. í október 1975 gerðu ríkin sam- komulag um að koma á stjórn- málasambandi, en samskiþti þeirra á milli hafa verið í lág- marki frá þeim tima. Fæðir fyrsta barn- ið á Suðurskautinu Buenos Aires. 10. nóv. Reuter. BARNSHAFANDI kona hélt til Suðurheimskautsins í dag þar sem hún hyggst ala fyrsta barn sitt í janúar n.k. Viðræðum haldið áfram við Polisario París, 11. nóvember. Reuter. SAMNINGAMAÐUR franska utanríkisráðuneytisins Claude Chayet heldur á næstunni aftur til Alsir til að reyna að fá lausa átta franska ríkisborgara, sem skæruliðar sem Alsirsmenn styðja eru taldir hafa tekið tii fanga í vesturhluta Sahara- eyðimerkurinnar. Chayet átti samningafund með talsmönnum Polisario-skæru- liðanna í Alsír í síðustu viku, en þær viðræður báru engan árang- ur. Polisario-skæruliðarnir berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, sem Spánverjar létu af hendi við Marokkó og Máritaníu árið 1975. Frakkarnir átta hurfu eftir árásir skæruliðanna á borgina Zouerate, sem er járnnámuborg á yfirráðasvæði Máritaníu. Giscard d’Estaing Frakklandsforseti lýsti því yfir í siðustu viku, að hann hefði áreiðanlegar heimildir fyr- ir því, að sex manns af þeim átta sem saknað er, væru í höndum skæruliðanna. Talsmaður rikis- stjórnarinnar sagði við sama tæki- færi, að stjórnin myndi gera allt sem i hennar valdi stæði til að fá þá lausa. Ekki mætti tengja örlög þeirra stjórnmálalegum erjum. Skæruliðarnir hafa ekki viður- kennt að þeir haldi fólkinu föngnu. Talsmaður þeirra hefur itrekað sagt, að ef franskir rikis- borgarar séu á ferð innan þess svæðis sem barist er um, verði þeir meðhöndlaðir sem stríðs- fangar. Hefðu þeir sett þessa að- vörun fram á fundinum með Chayet i siðustu viku. Maria Silvia de Palma er eigin- kona Jorge Palma höfuðsmanns, yfirmanns argentínsku bæki- stöðvarinnar Esperanza á Suður- heimskautinu. Hún hélt til Suður- heimskautsins á herskipinu, Bahia Aquire ásamt eiginkonum annarra hermanna og börnum. Tveir læknar munu verða við- staddir fæðingu þessa fyrsta barns sem fæðist á Suðurheim- skautinu. Tveir kennarar héldu einnig til Suðurheimskautsins, þar sem settur verður á stofn skóli fyrir börn bækistöðvar- mannanna, meðan ársdvöl for- eldra þeirra stendur yfir. Argen- tínumenn telja yfirráðasvæði sitt á Suðurskautinu öaðskiljanlegan hluta af Argentinu þrátt fyrir landskröfur Chile og Breta. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.