Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1977 33 félk í fréttum Seglskip fyrir fullum seglum eru alltaf glæsileg sjón. Þetta er skólaskipið „Sagres“ frá Portúgal sem siglir fullum seglum út úr höfninni I Kiel. Stúlkan í forgrunninum veifar f kveðjuskyni til áhafnarinnar sem eru 194 manns. Heimsins besta par i hjóla- skautahlaupi heitir „The Cali- fornian Hobie Team“. Þeir hafa nýlega haf- ið sýningarferð um Evrópu þar sem þeir ætla að sýna listir sínar í Englandi, Frakklandi, ítal- iu og Sviss. Hér sjáum viö annan aðilann sýna list- ir sínar. Það var leikarinn Kudolf Nureyev sem hér heiisar Margreti prinsessu, eftir frumsýningu á mvndinni „Valentino". Myndin sem var frumsýnd f London fjallar um ævi Valentinos en hann var einn þekktasti og dáðasti leikari þöglu myndanna. Við hlið Nure.vevs stendur leikkonan Leslie Caron. Það var haldinn Telly „Kojak“ Sav- alas dagur nýlega í Mexíkanska landamærabænum Tijuana, til heiðurs hinum fræga leikará. 20 þúsund myndum af honum var dreift yfir bæinn úr þyrlu og gata var skírð í höfuðið á honum. Þagad um mannrán Róm, 10. nóv. Reuter. FJÖLSKYLDA Grazioli hertoga, er rænt var á mánudag, fór þess á leit við blaðamenn í dag að þeir skrifuðu ekkert um mannránið að þvf er virðist vegna þess að samn- ingatilraunir við mannræningj- ana stóðu yfir. Eftir að hertoganum var rænt hringdi ónafngreindur maður og krafðist 10 milljarða lira lausnar- gjalds, ella yrði hertoginn liflát- inn. Borgfirðingar — Mýramenn Almennt hlutafjárútboð í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu vegna stofnunar Prestahnjúks h.f. Upphæð hlutabréfa er kr 5000. —, 10.000. — , 50.000 — og 100 000 — Áhugaaðilar hafi samband við undirritaða fyrir 25 nóvember n.k.: Konráð Andrésson í síma 7113 og 7155, Halldór Brynjúlfsson, simi 7370 og 7355, Jón Þórisson, sími um Reyk- holt, Sveinbjörn Blöndal, simi um Varmalæk, Erling Gissurarson, sími 1094. Kristniboðs- 1977 Eins og undanfarin ár verður annar sunnudagur í nóvem- ber (13. þ.m.) sérstaklega helgaður kristniboðinu og þess minnst í ýmsum kirkjum og á samkomum á morqun. Á eftirfarandi guðsþjónustum og samkomum viljum við vekja athygli: Akranes: Kristniboðs-kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 8.30 e.h. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, prédikar Séra Björn Jónsson, sóknarprestur þjónar fyrir altari Akureyri: Guðsþjónusta í Minjasafnskirkju kl. 11.00 f.h. Skúli Svavarsson, kristniboði, prédikar. Séra Pétur Sigurgeirs- son, vigslubiskup, þjónar fyrir altari. Kristniboðssamkoma í kristniboðshúsinu Zion kl. 8.30 e.h. Gunnar Sigurjónsson, guðfræðingur, og Skúli Svavarsson, kristniboði, tala. Hafnarfjörður: Guðsþjónusta i Hafnarfjarðarkirkju kl. 2.00 e.h. Bene- dikt Jasonarson, kristniboði, prédikar Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. (Kaffisala til ágóða fyrir kristniboðið verður í húsi K.F.U.M og K. við Hverfisgötu frá kl 3 — 6 e.h.) Kristniboðssamkoma í húsi K.F.U.M. og K. við Hverfisgötu kl. 8.30 e.h. Séra Jónas Gíslason, dósent, talar. Æskulýðskór K.F.U.M. og K. í Reykjavík syngur. Reykjavík: Guðsþjónusta i Neskirkju kl. 11.00 f.h. Jónas Þóris- son, kristniboði, prédikar. Séra Frank M. Halldórsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Guðsþjónusta i Arbæjarskóla kl. 2.00 e.h. Benedikt Arnkelsson, guðfræðingur, prédikar. Séra Guðmundur Þorsteinsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Guðsþjónusta í Hallgrimskirkju kl. 11.00 f.h. Ingunn Gísladóttir, safnaðarsystir, annast kristniboðsþátt. Sókn- arprestur, séra Ragnar Fjalar Lárusson, prédikar og þjónar fyrir altari. Guðsþjónusta i Háteigskirkju kl. 2.00 e.h. Baldvin Steindórsson, varaform. S.Í.K., prédikar. Séra Arngrimur Jónsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Kristniboðssamkoma í húsi K.F.U.M. og K. við Amt- mannsstíg kl 8.30 e.h. Jónas Þórisson, kristniboði, sýnir nýjar litskuggamyndir og talar. Fjórar ungar stúlkur syngja. Á ofangreindum stöðum og — eins og áður sagði i ýmsum öðrum kirkjum landsins, verður islenzka kristni- boðsstarfsins minnst og gjöfum tíl þess veitt móttaka Kristniboðsvinum og velunnurum eru færðar beztu þakk- ir fyrir trúfesti og stuðning við kristniboðið á liðnum árum, og þvi treyst, að liðsinni þeirra bregðist eigi heldur nú. Samband íslenzkra Kristniboðsfélaga. Aðalskrifstofa Amtmannsstíg 2B, Pósthólf 651. Gíróreikningur nr. 65100, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.