Morgunblaðið - 04.12.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
Hestaalmanak Iceland
Review fyrir Evrópu
I ANNAÐ sinn er nú gefið út á
alþjóðlegum markaði almanak til-
einkað íslenzka hestinum. Hesta-
almanakið 1978 hefur nýlega bor-
izt til landsins — og á því eru 12
stórar, litprentaðar myndir af
hestinum á íslandi — á öllum
árstíðum. Þetta almanak er mjög
stórt eins og hið fyrra — eða
42x56 cm.
Eins og í fyrra standa Iceland
Review og Boom Ruygrok í Hoi-
landi að þessari útgáfu — í sam-
vinnu við EEIF, sem er Evrópu-
samband samtaka þeirra í ýmsum
löndum, sem eigendur íslands-
hesta hafa stofnað til, og eru félög
í níu löndum í sambandinu.
Almanakið er prentað í Hollandi
og sjá hestamannafélögin í hinum
ýmsu löndum um að koma því á
framfæri við félagsmenn, en Ice-
land Review flytur takmarkaðan
hluta upplagsins hingað til lands.
Mbl. innti Harald J. Hamar, rit-
stjóra og útgefanda Iceland
Review, eftir því í gær hvernig til
hefði tekizt í fyrra — og sagði
hann, að almanakið hefði fengið
mjög góðar viðtökur á meginland-
inu — og ekkert undanfæri að
gefa það út aftur. Hann sagði að
tafir hefðu hins vegar orðið á
flutningi þess til landsins þá, það
hefði ekki komið fyrr en um jól —
og þvi lítill tími gefizt til að kynna
almanakið hérlendis. Það litla,
sem flutt var inn, seldist þó upp.
,,Það var fyrir beiðni FEIF að
ég hafði frumkvæði að þessu á
sínum tíma — og fékk til liðs við
mig hollenzka prentsmiðju, sem
bæði prentar almanakið og sér
um dreifingu þess erlendis. Og
þar eð þegar hefur komið í ljós að
útgáfa þess er mjög jákvætt inn-
legg í almenna íslandskynningu
víða um lönd var ekki um annað
að ræða en halda þessu áfram. Ég
efast hins vegar ekki um að marg-
ir íslendingar kunna að meta
þessar flennistóru myndir jafnvel
og fólk í útlöndum — og þess
vegna tek ég smáhluta af upplag-
inu hingað heim," sagði Haraldur.
Hann lét þess hins vegar getið að
eintakafjöldinn væri ekki það
mikill að honum fyndist taka því
að senda almanakið í verzlanir,
heldur ætlar hann að dreifa þvi
beint frá skrifstofu lceland
Review.
Fyrsta bréfskák-
þinginu iokið
JÓN Pálsson, Kópavogi, og Krist-
ján Guðmundsson, Reykjavík,
deila með sér titlinum Bréfskák-
meistari Islands 1976, en þeir
urðu efstir og jafnir á fyrsta bréf-
skákþinginu hérlendis með 10,5
vinning hvor.
í þriðja sæti varð Frank Her-
lufsson, Ólafsfírði, með 814 vinn-
ing, Áskell Örn Kárason, Reykja-
vík, fékk 8 vinninga, Trausti
Björnsson, Eskifirði, 7!4 vinning,
Bjarni Magnússon, Reykjavík, 7
vinninga, Guðmundur Aronsson
Lézt af
heila-
blóðfalli
GUÐJÓN Tómasson, Grundar-
gerði 8, Reykjavík, lézt á gjör-
gæzludeild Borgarspítalans í
fyrradag. Hann fékk heilablóðfall
s.l. þriðjudagskvöld þar sem hann
var að aka bíl sínum niður Lauga-
veginn eins og Mbl. skýrði frá.
Bíllinn lenti í húsagarði við
Hátún.
6!4 vinning og í áttunda sæti varð
Gunnar Finnlaugsson, Selfossi,
með 6 vinninga.
Á bréfskákþinginu var kepptí 4
styrkleikaflokkum og voru kepp-
endur 50 talsins. Sigurvegarar í,
B-flokki urðu Árni Stefánsson,
Reykjavík, og Þórður Egilsson,
Seltjarnarnesi, með 9 vinninga
hvor og Haukur Kristjánsson,
Hafnarfirði, og Árni B. Jónasson,
Kópavogi, hlutu 8!4 vinning hvor.
I C-flokki sigraði Magnús Þor-
steinsson, Borgarfirði eystra, með
8!4 vinning og Björn Sigurpáls-
son, Vík í Mýrdal, hlaut 7 vinn-
inga.
1 fyrsta riðli D-flokks sigraði
Gunnar Örn Haraldsson, Reykja-
vik, með 7 vinninga af sjö mögu-
legum og í öðrum riðli sigraði Jón
Þ. Björnsson, Borgarnesi, með 5!4
vinning af sex mögulegum.
Annað bréfskákþing Islands
hefst 15. janúar n.k. og verður þá
keppt í landsliðsflokki, meistara-
flokki, 1. og 2. flokki.
Nú stendur yfir landskeppni í
bréfskák við Svía og tefia 20
keppendur tvær skákir. Staðan er
nú 13!4 gegn 11Í4 Svíum í hag.
Fyrir dyrum stendu'r önnur lands-
keppni í bréfskák við Finna.
Kastið ekki steinum
Ný ljóðabók eftir Gunnar Dal
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
Ijóðasafnið Kastið ekki steinum,
eftir Gunnar Dal. Það er Víkurút-
gáfan, sem gefur bókina út. Hún
er 191 bls. að sta>rð og aftast er
efnis.vfirlit, en formálsorð skrifar
Jóhannes Helgi og kynnir hann
Ijóðin með tilvitnunum. I for-
málsorðum Jóhannesar Helga er
minnt á, hve sjaldga-ft það sé, að
prestar þjóðkirkjunnar skreyti
ræður sínar með tilvitnunum í
lifandi Ijóðskáld og noti helzt
ekki Ijóð annarra en dauðra höf-
unda, „sem nánast jafngildir lög-
gildingu". Jóhannes Helgi minnir
jafnframt á það í formálanum, að
„heil háskóladeild er á launum
Framhald á bls. 31
Frá hinum rúmgóðu salarkynnum Bókasafns Vestmannaeyja. A
efri mvndinni er Haraldur Guðnason bókavörður að ganga í
salinn, en neðri mvndin er frá opnun nýja safnsins. Ljósmvndir
Mbl. Sigurgeir Jónasson.
1000 bækur lánað-
ar út fyrsta daginn
Bókasafn Vestmannaeyja í nýju
og glæsilegu húsnæði
BÓKASAFN Vestmannaeyja
opnaði í nýjum húsakynnum i
Safnahúsi Vestmannaeyja s.l.
fimmtudag, en hið nýja hús-
næði bókasafnsrns er um 600
fermetrar að stærð auk
geymslu í kjallara. Sámkvæmt
upplýsingum Haralds Guðna-
sonar bókavarðar eru um 24
þús. bindi í Bókasafni Vest-
mannaeyja en það var stofnað
árið 1862 og var Bjarni Einar
Magnússon sýslumaður for-
vígismaður að stofnun þess
ásamt séra Brynjólfi Jónssyni á
Ofanleiti og Jóhanni Pétri
Bryde. Fjöldi gesta var við
opnunina og voru safninu færð-
ar margar gjafir, m.a. bækur,
myndir, blóm og Kiwanis-
klúbburinn Helgafell gaf safn-
inu 250 þús. kr. til húsbúnaðar.
í stuttu spjalli við Harald bóka-
vörð sagði hann, að safnið hefði
flutt alls 9 sinnum að öllu leyti
eða að hluta síðan hann tók við
starfi bókavarðar 1949, en að-
sókn að safninu hefur stöðugt
aukizt. miklir áhugamenn um
bækur. Á föstudag, fyrsta dag
eftir opnun, var geysileg um-
ferð í safninu og voru lánaðar
út yfir 1000 bækur á þeim 4
klukkustundum sem safnið var
opið. Var margt um manninn og
höfðu margir orð á þeim miklu
breytingum sem orðið hafa í
aðstöðu safnsins. M.a. • var
barnadeildin. sem er sú stærstá
á landinu, þétt setin allan dag-
inn. Árið 1976 voru lánuð út úr
safninu 47 þús. bindi og var það
nýtt met hjá safninu, en þó var
safnið þá til húsa í aðeins einni
skólastofu í Barnaskóla Vest-
mannaeyja.
Meðal gjafa sem safninu bár-
ust var einnig bóka- og fata-
kista Bjarna sýslumanns, en
Bátaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyja gaf safninu hana. Áður
hafði Páll Arnason bóndi í
Þorlaugargerði vestra átti kist-
una.
Versnandi
sætanýting
bíóanna
SÆTANÝTING kvik-
myndahúsanna versnaði á
árinu 1976 frá því sem var
árið næst á undan. í
Reykjavík var sætanýting
kvikmyndahúsanna 30,8%
á móti 32,2% 1975 og í öðr-
um kaupstöðum landsins
var sætanýtingin 38,8% á
móti 41,3% árið 1975. Tala
sýningargesta hækkaði
lítillega, en á móti kom, að
sýningum fjölgaði einnig,
þannig að í raun var um
minnkandi heildaraðsókn
að ræða.
Þrjú fram-
boð í Eyjum
FRAMBOÐSFRESTUR til próf-
kjörs sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum rann út í gær og
bárust þrjú framboð, frá Arna
Johnsen, blaðamanni, Birni
Guömundssyni, útgerðarmanni,
og Guðmundi Karlssyni, for-
stjóra.
Prófkjörið fer fram dagana 10.
og 11. desember, en utan-
kjörstaðakosning verður í Vest-
mannaeyjum og Reykjavík 7., 8.
og 9. desember.
Af 247 kvik-
myndum voru
160 bandarískar
AF 247 löngum kvikmyndum sem
sýndar voru í kvikmyndahúsum
Reykjavíkur í fyrra voru flestar
bandarískar, eða 160, en alls voru
sýndar 247 kvikmyndir.
Næstflestar voru brezkar kvik-
myndir 31, frá Ítalíu komu 21, frá
Frakklandi 13, Svíþjóð 10, Dan-
mörku 5, V-Þýzkalandi 3, frá
Tékkóslóvakíu 2 og ein frá Noregi
og ein frá Póllandi.
Færeyskir leikarar í heimsókn:
„Samvinnan við Islendinga hef-
ur ávallt borið góðan árangur”
TVEIR færeyskir leikarar Elin
Mouritsen og Öskar Hermanns-
son, frá Havnar Sjónleikafélagi
hafa dvalið í Reykjavík s.l. viku
til þess að kynna sér það sem er á
fjölunum í leikhúsum borgar-
innar um þessar mundir, efla
samvinnuna við íslenzkt leik-
húsfólk og afla fanga fyrir leik-
félagið í Þórshöfn. Mun ákveöið
að Saumastofan eftir Kjartan
Ragnarsson verði sett á svið í
Færeyjum næsta haust. Mun
Oskar þýða leikritið á fære.vsku,
en Elin mun leikstýra því. Öskar
og Elín eru i hópi kunnustu
leikara Færeyja. Öskar vann á
Islandi sem prentari um árabil og
Elín er fædd hér á landi en hefur
lengst af átt heima í Færeyjum.
„Ferð okkar hingað er í fram-
haldi af dvöl Steindórs Hjörleifs-
sonar hjá okkur í haust við að
sviðsetja Hitabylgju. Þegar Stein-
dór dvaldi hjá okkur fórum við að
tala um næstu verkefni fyrir
Havnar Sjónleikafélag og talið
barst að Saumastofunni," sagði
Elín, „en þess má geta að sam-
bandið milli Leikfélags Reykja-
víkur og Havnar Sjónleikafélags
hefur lengi verið mjög gott og við
höfum oft fengið aðstoð og hjálp
frá Islandi, leikstjóra og fleira."
„Þessi samvinna við Islendinga
hefur ávallt borið ■góðan
árangur," sagði Óskar, „en með
ferð okkar hingað vildum við
einnig sjá hvað þið eruð að gera
hér í leikhúslífinu og einnig
vinnum við að því aö auka sam-
skipti leikfélaganna, fylgjast með
þróuninni. Við leitum út til þess
að fá innblástur og þá er gott að
koma til tslands, nú förum við í
gegnum verkefni leikhúsanna og
Havnar Sjónleikafélag sýnir
um þessar mundir Hitabylgju
?em Leikfélag Reykjavíkur sýndi
fyrir skömmu, en aðsókn að Hita-
bylgju i Færeyjum hefur verið
sérstaklega góð og er nú búið að
sýna verkið 31 sinni og verður
sýningum haldið áfram eftir ára-
mót. Alls hafa rúmlega 5000
manns séð Hitabylgju, en Óskar
kvað talsvert um það að fólk utan
af landsbyggðinni í Færeyjum
kæmi á sýningar í Þórshöfn eftir
að hið góða vegasamband komst á
um Eyjarnar.
tölum við leikhúsfólk."
Elín og Öskar. Ljósmynd Mbl. RÁX.