Morgunblaðið - 04.12.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
3
„ Ostaðbundin saga
úr hversdagslífinu ”
í kvöld verður frumsýnt nýtt
íslenskt sjónvarpsleikrit,
„Róbert Elíasson kemur heim
frá útlöndum" eftir Davíð
Oddsson. 1 tilefni af því átti
blaðamaður stutt viðtal við
Davíð.
— Hver er hugmyndin að
baki verkinu?
— Hugm.vndin er að segja
sögu úr hversdagslífinu. Sagan
er óstaðbundin, hún gæti gerzt
á íslandi eða annars staðar í
hinum vestræna heimi. Það er
enginn boðskapur, í sögunni
heldur eftirlæt ég hverjum og
einum að túlka hana á sinn
hátt.
— Hvenær samdirðu leikrit-
ið?
— Ég byrjaði að vinna við
það vorið 1975, meðan ég var
enn við laganám, mér til
ánægju og afþreyingar. Ég var
alla tíð með sjónvarp í huga, en
þar sem ég hafði aldrei áður
unnið fyrir sjónvarp voru á
leikritinu ýmsir tæknilegir van-
kantar. Voru þeir Andrés
Indriðason og Haukur J.
Davíð Oddsson
Gunnarsson mér afar hjálplegir
við að breyta því sem steytti á
skerjum tækninnar.
— Hafðirðu einhverja
ákveðna leikara í huga, þegar
þú samdir verkið?
— Nei, leikritið er ekki sam-
ið fyrir neina ákveðna leikara,
og það var ekki fyrr en við
Andrés og Haukur fórum að
ræða um leikritið að val leikara
var ákveðíð.
— Hvenær var leikritið tekið
upp?
— Við héldum fund með
leikurunum i ágúst, og í
september var svo byrjað að
kvikmynda það. Leikritið" er
ekki tekið upp í stúdíöi heldur
er það tekiö ,,on loeation" eða
Framhald á bls. 28.
Þorlákshöfn:
Frystihús-
ið kaupir
ekki ýsu
til vinnslu
Þorlákshöfn 1. des.
NÚ EK síldarmóttöku lokið enda
veiðileyfi útrunnin. A land hafa
borizt 3046 tonn, en í fyrra bárust
á land 1053 tonn. Saltað var á
tveimur stöðum, hjá Glettingi hf.
var saltað f 7630 tunnur og hjá
Meitlinum h.f. var saltað í um
7000 tunnur. Fryst voru 330 tonn
hjá Meitlinum hf.
Fimm bátar frá Þorlákshöfn
eru á netum. Afli hefur verið
tregur. Aformað er að tveir af
þeim muni sigla með aflann'til
Þýzkalands ef vel gengur. Þrír
bátar eru á spærlingsveiðum. Afli
er þar einnig tregur enda óhag-
stæð tíð. Togarinn Jón Vídalin
kom með 140 tonn úr siðustu
veiðiferð. Megnið af þeim afla var
karfi. Afli togaranna Jóns Vída-
líns og Brynjólfs er það eina hrá-
efni, sem unnið er hér í frystihús-
inu. Þá má því segja að síldin hafi
gert gæfumuninn í atvinnulífinu
hér.
Tveir bátar eru á línuveiðum og
er afli lítill eða 2—4 tonn í sjóferð
af ágætri ýsu, sem erfiðlega hefur
gengið að selja eða svo að annar
bátanna, Sæunn Sæmundsdóttir
hefur orðið að fara til Vestmanna-
eyja til að selja aflann. Mönnum
finnst að vonum farið að harðna i
dalnum þegar fiskvinnslustöðvar
vilja ekki lengur kaupa fisk.
— Ragnheiður.
til annarra landa
ia\tafska’
\le<<
iisúoð
f\u9,a‘
TÖ,r alla |augar<
ar' 9'sting, mor
og flugvallarsk,
AUSTURSTRÆTI 17, II. HÆÐ
SÍMI 26611 - 20100
Æ|
Ekki bara loftþéttar
hekhu lofttæmdar
Loftþéttar umbúðir og lofttæmdar eru ekki eitt og það sama.
í lofttæmdum umbúðum hefur öllu súrefni verið dælt úr. Kaffi í
slíkum umbúðum hefur nær ótakmarkað geymsluþol, þar eð
súrefnið nær ekki að hafa skaðleg áhrif. Súrefni veldur skaðleg-
um bragðbreytingum, þegar til lengdar lætur.
Með þessar staðreyndir í huga bjóðum við allar kaffitegundir
okkar í nýjum, lofttæmdum umbúðum.
Ríó, Mokka, Java og Santos.
Ilmandi, úrvals kaffi — í nýjum lofttæmdum umbúðum.
Ó. JOHNSON & KAABER H.F.