Morgunblaðið - 04.12.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
13
ar í gegnum aldirnar og ýmisleg óþurft-
arverk hafa verið framin i hennar nafni,
en hin góðu áhrif kirkju og trúar eru
óumdeilanleg. Um það mætti nefna
mörg dæmi og í því sambandi vil ég
minnast eins af mestu andans mönnum
kirkjunnar, Hallgríms Péturssonar. Fáir
forfeður okkar lýsa svo skært sem hann,
aftan úr myrkviði liðinna alda. Ljós hans
verður því bjartara í hugum okkar, þeg-
ar þess er minnst, að sú öld, sem hann
lifði á, einkenndist öðrum öidum fremur
af andlegu myrkri, mannúðarleysi,
galdrabrennum, hallærum og verzlunar-
ánauð. Nöfn á árstíðum þessarar aldar
segja betur en mörg orð hvernig ástand-
ið var, en þá gengu yfir árstíðir, sem
bera nöfnin: Surtur, svellavetur, þjófur,
pinings- og eymdarár. Dimma öldin, hef-
ur 17. öldin oft verið nefnd i Islandssög-
unni. Þrátt fyrir þetta skilaði þessi öld
eftirkomendunum einhverjum dýrasta
arfi, sem Islendingar eiga. Fáir hátind-
ar, e.t.v. engir í bókmenntum okkar, ná
eins hátt og beztu verk Hallgríms Pét-
urssonar, og eru þar Passíusálmarnir
fremstir í flokki. Svo mikið hefur verið
rætt og ritað um Hallgrím Pétursson,
bæði nú og áður, að hér verður engu við
bætt. En ég freistast þó til að vekja
athygli á þvi, hversu mikla yfirburði til
þess þarf að verða í raun samtiðamaður
hverrar nýrrar kynslóðar, sem kemur og
fer. Þótt sérhver kynslóð hafi sinn hugs-
unarhátt, sína tízku í skáldskap og fleiru
og sinn lífsstíl, þá hafa allar kynslóðir
þessa lands, siðan Hallgrimur leið, sótt
sér aukna lífsfyllingu í verk hans og
notið þeirra skáldverka, sem hann skildi
eftir sig.
Tímans tönn er ótrúlega hraðvirk og
fyrr en varir gleymast verk okkar; jafn-
vel þeirra, sem hver kynslóð taldi sína
beztu menn. Það er því fáum gefið að ná
þeim árangri, að gleymska aldanna nái
ekki að gleypa verk þeirra, og að þeirra
sé notið kynslóó fram af kynslóð; ekki
sem sögulegra furðuverka, heldur sem
samtímaverðmæta.
Hér hef ég aðeins nefnt eitt dæmi af
mörgum um þann arf, sem kirkja' og
kristni hefur skilað okkur, sem nú lifum
í landinu. Þetta er áþreifanlegt dæmi,
sem hægt er að ganga að og benda á, en
hitt verður ekki tíundað jafnrækilega
hver áhrif kirkja og kristni hefur haft á
innra líf, hugsunarhátt og breytni hvers
einstaklings, sem í landinu hefur lifað.
1 dag heldur kirkjan hátíð. Þó að á
slíkum stundum sé hollt að minnast lið-
ins tíma, er ekki síður mikilvægt að
Birgir ísleifur Gunnarsson.
reyna að gera sér grein fyrir stöðunni í
dag. Hvert er hlutverk kirkjunnar í lífi
nútíma mannsins og hvernig tekst kirkj-
unni að rækja það hlutverk, sem hún á
að hafa? Nær kirkjan til nógu margra?
Talar hún raunverulega það mál, sem
fólk, einkum ungt fólk, skilur? Finnur
það unga fólk, sem i dag er opnara, meir
leitandi, en þó oft á tíðum óöruggara en
jafnaldrarnir áður, svör hjá kirkjunni
við þeim mörguxáleitnu spurningum,
sem á hugann leita? Sumir finna vafa-
laust þessi svör á þeim vettvangi, en þeir
eru þó fleiri, sem það gera ekki og
jafnvel forðast kirkjuna. En hvers
vegna? Sem stofnun í þjóðfélaginu er
kirkjan volduð og sterk, a.m.k. á mæli-
kvarða okkar litla þjóðfélags, og stendur
á gömlum merg. Ytri skilyrðin ættu að
vera fyrir hendi og til viðbótar þvi kem-
ur einlægur vilji hinna mörgu kirkjunn-
ar þjóna. Samt er eitthvað að. Ég ætla
mér ekki þá dul að kunna á því full skil,
en ef ég ætti að skilgreina það út frá
minni reynslu sem áhorfandi og áheyr-
andi í kirkju um alllangt skeið, þá myndi
ég segja, að kirkjan í dag hefur ekki
fundið hinn rétta tón. Sérhver einstakl-
ingur tignar guð sinn eða flytur bæn
sína á sinu eigin máli, og málin eru
mörg. Það eru ekki aðeins tungumálin,
sem skapa múr á milli manna. Þar kem-
ur einnig til hugsunarháttur, uppeldi,
tíðarandi, — svo og að eitthvað sé nefnt.
Öll þessi mál verður kirkjan að skilja og
að geta tjáð sig á þeim, og það sem meira
er, hún þarf að geta náð rétta tóninum í
hverju máli. Ekki svo að skilja að víkja
þurfi af réttum vegi til að taka upp á
sína^rma öll tizkufyrirbæri, sem að okk-
ur berast. Það er langur vegur frá því og
til þess að laga sig að breyttum tíma og
hugsunarhætti.
Öllum gömlum stofnunum hættir til aó
staðna í gömlum formum, sem ekki ná
hljómgrunni núimans. Kirkjunni, sem
stendur á gömlum merg, er e.t.v. hættara
en öðrum að fjarlægjast sína samtíð. En
allir þeir, sem vilja hafa áhrif á samtíð
sína, verða að ná þeim tónum, sem fólk
skilur. Og það vil ég árétta, það í því efni
er ekkert mál til tjáningar ómerkilegra
en annað; hvorki talað orð, bundið mál
né óbundið, né tónlist í einu eða öðru
formi. Nú veit ég vel, að margir af for-
svarsmönnum kirkjunnar skynja sína
samtíð og inna af höndum mikið starf,
t.d. meðal ungs fólks, til að útbreiða
boðskap kirkjunnar og sjálfur verð ég að
viðurkenna, að ég hef ekki ákveðna til-
lögu til úrbóta. Hitt held ég, að sé stað-
reynd, að kirkjan veróur að ná til fleiri.
Þessar hugleiðingar set ég fyrst og
fremst fram til umhugsunum og ég geri
ekki sjálfur kröfur til, að þær verói
teknar sem algild sannindi, og ég vonast
til, að menn virði þessa gagnrýni mína á
betri veg og hafi þá í huga, að vinur er
sá, er til vamms segir. Sannleikurinn er
sá, að sjaldan höfum við haft meiri þörf
fyrir boðskap kirkjunnar en einmitt nú á
tímum. Við lifum á tímum, sem einkenn-
ast af miklu umróti og eirðarleysi.
Starfslíf margra einstaklinga verður æ
einhæfara og færir hinum starfandi
manni minni og minni fullnægju. Hrað-
inn vex og oft er manngildið metið eftir
afköstum við vél eða færiband. Eftir þvf
sem dansinn verður hraðari held ég, að
þörf hvers seinstaklings fyrir helgistað
eins og kirkjuna, þar sem hægt er að
sækja sér andlega fullnægju, verði æ
meiri.
Það er fleira, sem einkennir okkar
tíma, sem kirkjan getur spornað gegn.
Þar á ég við það mikla miskunnarleysi,
sem nú ríkir í samskiptum, ekki aðeins
þjóða á milli, heldur einnig ýmissa hópa
innan þjóðfélagsins. Þar reynir hver að
halda á sínu, eftir því sem hann bezt
getur án tillits til heildarhagsmuna, og
án þess að vilja sjá út yfir afleiðingar
sinna gjörða. Afleiðingin verður veikara
þjóðfélag, sem í heild er verr undir það
búið aó standa á eigin fótum og standast
þá sviptivinda, sem yfir þjóðirnar ganga
öðru hvoru, og sagan sýnir að eru óhjá-
kvæmilegir. Kærleiksboðskapur kirkj-
unnar, ef hann nær til nógu margra og
er numinn af nógu mörgum, á að geta
hjálpað í þessum efnum.
I þjóðhátíðarljóði því, sem Tómas Guð-
mundsson flutti að Þingvöllum á þjóðhá-
tíð 1974, segir á einum stað:
Því frelsió eitt er háski og
hefndargjöf,
án bróðurþels til allra og alls,
ef lifir,
en samhugur er vegur vorrar auðnu.
I þessum orðum skáldsins felst sá
mikli sannleikur, að bróðurþelið og sam-
hugurinn sé grundvöllur okkar gæfu, en
það er eitt af því mikilvægasta, sem
kirkjan hefur boðað í gegnum aldirnar.
Sá boðskapur þarf að ná til fleiri.
Góðir áheyrendur. I dag er fyrsti
sunnudagur í aðventu. Jólaundirbúning-
ur fer í hönd, og þótt sumum finnist nóg
um, er ég viss um, að hið íslenzka
skammdegi færi illa með hugi og sálir
margra, ef þessi hátið ljóssins yrði ekki
til að rjúfa skammdegið.
Grímur Thomsen segir:
Af því að myrkrið undan snýr
ofar færist sól,
því eru heilög haldin
hverri skepnu jöl.
Að jólum loknum göngum við fram
mót hækkandi sól á vit vorsins og þeirr-
ar árstíðar, sem færir okkur birtu og yl.
Ég vonast til, að þessi jól verði ykkur
öllum gleðileg og það ár, sem á eftir
kemur, megi verða ykkur heillarikt.
Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri
til að njóta þessarar aðventustundar með
ykkur.
Flutningur til og frá Danmörku
og fra nusi til huss
Skapraunið ekki sjálfum yður að óþörfu — Notið margra ára reynslu
okkar Biðjið um tilboð það er ókeypis — Notfærið yður það, það
sparar
Uppl um tilboð Flyttefirmaet AALBORG Aps.,
Lygten 2—4, 2400 Köbenhavn NV.
sími(OI) 816300, telex 19228.
Kvenfélagið
HEIMAEY
Félagskonur munið jólafundinn
í Domus Medica, þriðjudaginn
6. des. kl. 8.30.
Happdrætti — Jólaföndur
Stjórnin.
Jólasveinar
r
i
Blómaval
Kertasníkir, stúfur,
og kjötkrókur.
Heimsækja okkur
í dag kl. 3—8
Jafía
Appelsínur
ný uppskera
kemur í þessari viku.
Jafía
JE4 Eggert Kristjánsson & Company h.f. - Sundagöröum 4, - Sími 85300