Morgunblaðið - 04.12.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 04.12.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 Jðnaðarmenn með listsýningu Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ í Reykjavík á hundrað og tíu ára afmæli á þessu ári. Margt hefur verið gert til að minnast þess- ara merku tímamóta félagsins, og nú að lokum hefur verið efnt til listsýningar á verkum félags- manna i hinu glæsilega nýja iðnaðarmannahúsi að Hall- veigarstíg 1. Það er kjallari hússins, sem tekin hefur verið undir þessa stóru sýningu, og ekki fæ ég betui séð en að staðurinn sómi sér ágætlega fyrir siik fyrirtæki. Þessi sýning er mjög mikil að vöxtum, og hvorki meira né minna en 194 verk skráð í sýn- ingarskrá. Þaö er ótrúlegur fjöldi iðnaðarmanna, sem feng- ist hefur við myndlist og ekki eingöngu teikningar eða oliu- málverk. Þeir hafa einnig átt við myndhögg og grafík, og allt þetta er nú til sýnis i kjallara hins nýja húss við Hallveigar- stíg. Við skulum hafa það hug- fast, þegar þessi sýning er skoð- uð, að áður fyrr var ekki lif- vænlegt fyrir fólk að stunda myndlist sem aðalstarf, og gild- ir það raunar enn. Þegar þess er gætt, hve fámenn okkar ágæta þjóð er og hefur verið enn fámennari fyrir aðeins nokkrum árum, verður það aug- ljóst, að svó fámennt samfélag hafði ekki tök á að fóstra stóran hóp manna, sem eingöngu helg- uðu sig myndlist, enda önnur listgrein mikiu rótgrónari með- al þjóðarinnar, þar á ég auðvit- að við bókmenntir. Því urðu margir, sem áhuga höfðu á myndlist og ieituðu sér mennt- unar á því sviði, að fullnuma sig í iðngrein til að geta haft i sig og á. Þeir, sem lifðu kreppu- árin skilja þetta vei. Yngra fólk á ef til vill erfiðara með :ð sjá þessa hluti i réttu Ijósi. En allt er þetta iöng og merkileg saga, sem ekki verður rakin hér. Samt gefur þessi sýning iðnaðarmanna tilefni til að beina huganum að þessum ár- um. En það verða vist fáir hissa á þessu ástandi hjá okkur, þeg- ar þær fréttir berast frá Bret- landi, að þar munu sem sendur ekki vera yfir þrjátíu listamenn þar i landi, sem iifað geta mannsæmandi lífi á list sinni eingöngu, og eru Bretar yfir 50 milljónir talsins, ef ég veit rétt. Það er víðar pottur brotinn en í hinu vonda þjóðfélagi íslend- inga. Á þessari sýningu iðnaðar- manna eru fjörtíu og þrír sýn- endur, og sumir þeirra hafa orðið mjög þekktir iistamenn meðal þjóðar sinnar, og enn aðrir hafa helgað listtinni alla sína krafta, og má þar til dæmis nefna þá bræður Finn og Rík- harð Jónssyni, Sigurjón Olafs- son, sem annars er húsamálari að mennt, Jóhannes Jóhannes- son og Arnar Herbertsson, svo að nokkrir séu nefndir. Bræð- urnir Björn og Baldvin Björns- synir eru að vísu báðir látnir, en eru vel þekktir fyrir mynd- list sína, enda þótt báðir ynnu að gullsmíðum og kennslu til að sjá sér og sinum farborða. Þeir bræður voru vel menntaðir í myndlist, en tímarnir voru nú einu sinni þannig, að enginn samanburður er mögulegur við nútimann. Jón, bróðir Asgrims, er annað dæmið. Hann varð allt sitt líf að mála hús, en stundaði myndlistarnám í Kaupmanna- höfn i þrjá vetur. Nú fer fólk bara í Skipholtið og verður al- viturt á nokkrum klukkutím- um. Það eru nokkrir listamenn, sem koma mér mjög á óvart á þessari sýningu. Fyrstan nefni ég Jónas Sólmundsson hús- gagnasmið. Hann á þarna sér- lega finleg verk í lit, og mynd- bygging hans er stundum sann- færandi og rökrétt. Það fer ekki milli mála, að þar hefur gott efni í fjörugan málara far- ið í vaskinn. Þessar fáu myndir hans á sýningunni, sanna þessa fullyrðingu mina. Annað mikið málaraefni og viðkvæmur lista- maður hefur Magnús Ásg. Sæmundsson verið. Hann á þarna merkilega sterka heild af verkum og stendur eins og klettur úr hafinu á þessari sýn- ingu, ef svo mætti að orði kom- ast. Þarna hefur mikill hæfi- leikamaður verið á ferð, sem án efa hefði ekki látið sitt eftir liggja, ef kallið hefði ekki kom- ið svo snemma sem raun bar vitni. Hann náði aðeins 35 ára aldri og var húsamálari að iðn. Sighvatur Bjarnason málari kemur einnig mjög á óvart. Hann stundaði bæði hér heima og einnig listnám í Kaup- mannahöfn, og er maður ekki lengi að sjá það á verkum hans. Hann hefur sérstaklega Ihygli í lióði Jóhann S. Hannesson: FERILORÐ 1956— 1975. Almenna bókafélagiö 1977. FERILORÐ Jóhanns S. Hannes- sonar skiptast í fjóra kafla. Nöfn þeirra hefðu einhvern tíma þótt tiðíndum sæta í ljóðabók: Aldur, Menntun, Embættisstörf og Rann- sóknir og fræðimennska. Það er einkenni ljóða Jóhanns S. Hannessonar að þau eru óhátíð- leg, gagnrýnin íhygli ræður ferð. Skáldið agar hugsun sina og mál- far uns viðunandi árangri er náð. Að öllum líkindum hafa þessi Ijóð verið lengi í smiðum. Ferilorð er ekki fyrirferðarmikil bók, en tímabilið 1956—1975 nokkuð langt í ævi skálds. Nöfn kaflanna sem fyrr voru nefndir eru ekki ljóðræn. Sama er að segja um heiti ljóðanna. Hvað segja menn um ljóð sem kallast í minningu t.d. Matthiasar Joehumssonar? Þegar Ijóðið er lesið kemur í Ijós að það fjallar um þýska ferðamenn angandi af svita-. Kaldhæðni setur svip á Ijóð Jóhanns S. Hannessonar og hún bitnar ekki síst á honum sjálfum í virðulegu kennarahlutverki og i skáldskapariðkunum: Ee hef hreiðrað um miK i vfravirki. Það f jölsar um ;<a(ici i ið h\erl urð sem ðfi yrki. Tii að hrekja mÍK burl þyrfli slóraslyrki. (Sjálfkvæður hállur V: I,lka skáld) Ferilorð Jóhanns S. Hannesson- ar eru óvenjuleg m.a. fyrir það að ljóðin eru skemmtileg. Þau eru Jóhann S. Hannesson Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON samt engin gamankvæði i venju- legri merkingu þess orðs. Ðau leyna einatt á sér og undirbýr djúp alvara og stundum myrk lífs- sýn. Ljóð Jóhanns S. Hannessonar geta minnt á Ijóð Kristjáns Karls- sonar liklega vegna þess að þeir hafa báðir orðið fyrir áhrifum frá akademískum enskumælandi skáldskap þjóða. Ljóð þeirra beggja eru nýjung í fremur fá- brotnum jurtagarði skáldlistar hér heima. Yfirleitt eru ljóð Jóhanns S. Hannessonar hnitmiðuð, örstutt. Sum þeirra likjast vel kveðnum visum. Meðal ljóða sem standa dálítið sér er Eplatréð þar sem ort er um fimm eplatré í garði skálds- ins. Fellibylur brýtur fjögur þeirra. Tréð sem eftir er reynist lítils virði, „feyskið og holt og margar greinar visnar". Það þarf að hreinsa til og stækka garðinn. Viðureigninni við eplatréð er lýst á eftirfarandi hátt: Mpðan ég var að leggjaöxina á (þo eplatré sé fúið. þarf að bfta) sá eg f hug mér bleikrauð eplablómin bærast f vorgolunni. en það var aðeins andartaks hik. Eg fór i gegnum garðinn og gekk að trénu. fann mér veikan hlett. og reiddi hart til höggs. Þá gaf mér s<n um hag mín sjálfs. Tréð stendur þarna enn. I þessu ljóði heppnast að veita lesandanum hlutdeild í því sem innra býr með skáldinu, ævi þess og örlögum. Það er gert með ein- földum örðum og skýrri mynd, að visu ekki á sérstaklega frumlegan hátt, en sannfærandi engu að síð- ur. Heimspekileg tómhyggja var einu sinni nefnd þegar ljóð eftir Stein Steinarr voru á dagskrá. Eins og Steinn á Jóhann það til að leika sér að myndum og andstæð- um í eins konar heimspekilegum gátum (samanber Utan hringsins eftir Stein). Til sannindamerkis get ég ekki stillt mig um að birta hið snjalla smákvæði Jóhanns sem hann nefnir Sjálfkvæður háttur VI: Veganesti: Sitt hvoru megin við son minn er staður sem aldrei leit nokkur lifandi maður. A þann stað hefir alla langað (aukheldur mig!). Skyldi hann ætla þangað? iGaman |og alvara | Sir Andrew Gilchrist: I Þorskastríð og hvernig á að tapa þeim. I 231 bls. | Alm. bókaf. Rvík, 1977. »Helstu sérkenni íslendinga,« | segir Sir Andrew Gilchrist, »eru ■ alúð, gestrisni, tryggð, bráðlyndi, I virðing fyrir bókmenntum og list- | um, töluvert skopskyn og nokkur ■ undirhyggja í umræðum og deil- ' um. Þetta siðasta sérkenni á ræt- | ur að rekja til ákafs áhuga á lög- | um, sem þeir hafa hlotið i arf frá forfeðrum sínum, ásamt ná- I kvæmri og smásmugulegri, oft | hárfínni og sveigjanlegri túlkun á ■þeim.« í þessari nákvæmu skilgrein- | ingu felst hagstæð einkunn fyrir . okkur islendinga. Á titilblaði seg- I ir að þetta séu »endurminningar | frá íslandi 1957— 60«. Þar sem ■ höfundurinn hefur komið hingað | oft eftir að hann gegndi hér störf- | um getur hann að minnsta kosti * talað af nokkurri reynslu. Og ein- | lægni hans detlur mér ekki í hug | að draga í efa. Höfundur var hér sendiherra breta í tólf mílna I þorskastríðinu — sem var þeirra I alvarlegast því þá litu bæði þeir . og við svo á að Stóra-Bretland I væri enn heimsveldi með tilheyr- | andi hugarfari og húsbóndavaldi . á heimshöfunum. Sagan um I sendiherrann, sem lék á píanó meðan grjótið molaði rúðurnar í húsi hans, kom eins og tilbúið framlag til baráttunnar af breta hálfu. Þvílíkt æðruleysi var okk- ur óhagstæðara en taugaveiklun hinna bresku skipherra á hafi úti. Við lestur þessarar bókar fer maður að trúa sögunni. í lýsingu sendiherrans á íslendingum felst talsverð sjálfslýsing þegar öllu er á botninn hvolft, Hversu alvar- lega sem umrætt þorskastrið hef- ur komið við sendiherrann n.eðan á því stóð er sýnt að það hefur ekki skilið eftir nein ör á sál hans. Bókin er skrifuð i gamansömum tón. Höfundur er maður fyndinn, jafnvel galsafenginn. Honum er lagið að sjá broslegu hliðina á hlutunum, bæði þeim sem eru í sjálfu sér kátlegir og eins hinum sem við teljum alvarlega — töld- um væri ef til vill réttara að orða það. Sir Andrew Gilchrist segir að áhugi sinn hafi »einkum beinst að veiðiskap, myndlist og tónlist« er hann kom hingað til lands. Líkast til hefur það veganesti reynst heillavænlegra en þótt hann hefði vitað nokkru meira um hafréttar- mál og landhelgislínur. Tveir kaflar bókarinnar segja frá veiði- skap sendiherrans, annar frá lax- veiði, hinn frá fuglaveiði. Eru þeir kryddaðir með nokkrum veiðisögum. Höfundur kann þá list að segja slíkar sögur. Einkum þykir mér skemmtilegur kaflinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.