Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Kostnaður ríkisins af heilbrigðismálum 22,2 milljarðar á næsta ári Hækkun sjúkratryggingagjalds gefur tæpa tvo milljarða Nær breyt- ingatillag- an til dönsku gagnanna „ÞAÐ sem um er að ræða með þessari breytingatillögu er að heimilað er að afhenda megi gjaldeyrisyfirvöldum þau gögn sem hingað berast og heimilt er að birta samkvæmt samningi okk- ar við hin Norðurlöndin um sam- vinnu í skattamálum," sagði Halldór Ásgrímsson, alþingis- maður og formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, um breytingatillögu þá, sem nefndin hefur flutt við lög um tekju- og eignarskatt. Kvaðst Halldór telja að yrði breytingatillagan að lög- um, myndi hún heimila skattyfir- völdum að afhenda gjaldeyris- ,eftirlitinu þau gögn, sem skattyf- irvöld hafa nú til meðferðar varðandi bankainnstæður ts- lendinga í Danmörku. Halldór sagði þegar hann var 'spurður um nánari rökstuðning fyrir tillögu þessari að eftir þvi sem hann vissi bezt þá væri annars vegar um að ræða tvisköttunarsamning milli Norðurlandanna og samstarfs-. samning um skattamál. Og ef um Framhald á bls. 18 Höfn, Hornafirði: Óttast að annar ós geti myndast Ilöfn, Hornafirði, 14. desember MIKILL veðurhamur var hér í morgun, suðvestan stormur méð miklum sjógangi. Svo mikill var sjógangurinn að sjór flæddi upp að ráðhúsinu og um götur. Þá veldur það miklum áhyggjum að sjór hefur stöðugt gengið yfir Suðurfjöru í dag þannig að hætta er talin á að annar ós geti mynd- azt ef fjaran opnast. Það myndi þýða að núverandi ós grynnkaði það mikið að skip gætu ekki siglt þar um. Þá er einnig óttazt að innsiglingarvitinn á Suðurfjöru falli um kold vegna þess, að mikið hefur grafið undan honum. Því er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir kvöldflóðinu. _ Eiias. Fiskverðinu vísað til yfirnefndar VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins ákvað í gær að vísa ákvörðun fisk- verðs til yfirnefndar, þar sem „engir möguleikar eru til þess að samkomulag náist um nýtt fisk- verð, nema til komi ráðstafanir af hálfu hins opinbera," að því er segir í frétt frá verðlagsráðinu. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur að undanförnu fjallað um fiskverð, sem taka á gildi 1. janú- ar nk. I frétt ráðsins segir, að í þessum viðræðum hafi komið í ljós, „að afkomuskilyrði fiskveiða og fiskvinnslu eru svo slæm“ að möguleikar til samkomulags eru engir, sem fyrr segir. „Þessi að- staða er að því leyti óvenjuleg, að nú er markaðsverð að jafnaði hærra en nokkru sinni fyrr,“ segir í frétt verðlagsráðs. I yfirnefndinni eiga sæti Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem er oddamaður, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson og Friðrik Pálsson af hálfu fiskkaup- enda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu fisk- seljenfla. HEILDARKOSTNAÐUR rfkisins af heilbrigðismálum á næsta ári er áætlaður 22,2 milljarðar króna, en helmingshækkun sjúkratrygg- ingargjalds, sem er ein af tillög- um ríkisstjórnarinnar til nýrrar tekjuöflunar á næsta ári, gefur 1,9 milljarða. 1 tillögum rfkis- stjórnarinnar er einnig ráðgert að lækka útgjöld vegna lyfja og sérfræðiþjónustu sjúkratrygg- inga um 500 milljónir með hækk- un gjaldskrár um hlut kaupanda í kostnaðinum. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sagði í samtali við Mbl. í gær, að ekki væri búið að ganga frá reglugerð- arbreytingu varðandi hækkun gjaldskrárinnar, en hlutur kaup- enda nú er 600 krónur og sagði Páll, að það gjald væri búið að standa óbreytt í tvö ár. Gísli Blöndal, hagsýslustjóri, „ÞESSAR 1720 milljónir eru fengnar með því að reikna með sama árangri af aðhaldi gegn yfir- vinnu og öðrum aukagreiðslum og við höfum náð á þessu ári“, sagði Gísli Blöndal, hagsýslu- stjóri, er Mbl. spurði með hverj- um hætti unnt væri að lækka launaáætlun um 1720 milljónir króna, eins og gert er ráð fyrir í tillögum rfkisstjórnarinnar um niðurskurð ríkisútgjalda. „Á fjárlögum yfirstandandi árs sagði Mbl., að af þeim 22,2 millj- örðum sem áætlaðir eru til heil- brigðismála á næsta ári, færu 13,2 milljarðar til sjúkratrygginga og til ríkisspítalanna þar með taldar byggingar, rétt röskir 8 milljarð- ar. Til skóla heilbrigðisstétta væru áætlaðar 200 milljónir og sama upphæð til rannsókpastarf- semi, 400 milljönir til ýmissa stofnana og loks 200 milljónir í ýmsa liði. Varðandi launakostnað sagði Gísli, að reikna mætti með BENSlNLlTRINN mun hækka um 17 krónur L.janúar n.k. með þeirri hækkun bensfngjalds, sem voru áætlaðar 1500 milljónir króna til þessara greiðslna, en með stöðugu eftirliti og aðhalds- aðgerðum hefur tekizt að halda útgjöldunum við um héljning þeirrar upphæðar," sagði Gísli. „Það er því reiknað með að sá árangur sé til frambúðar, þegar lagt er til að launaáætlun næsta árs verði lækkuð um 1720 milljón- ir, en áætlunin var samin án tillits til þess sparnaðar, sem tekizt hef- ur að ná á þessu ári.“ því að hann yrði um 70% af kostn- aðinum við sjúkratryggingarnar og rikisspítalana. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, sagði að kostnaður ríkisins vegna lyfjakostnaður mætti telj- ast um 10% af kostnaðinum við sjúkratryggingarnar og kostnað ríkisins vegna sérfræðiþjónustu mætti áætla önnur.10% af út- gjöldunúm vegna sjúkratrygging- anna. gert er ráð fyrir í tillögum rfkis- stjórnarinnar um nýja tekjuöfl- un. Hækkun vegna verðlagshækk- ana verður um 6 krónur á lftra og tillögur rfkisstjórnarinnar ganga út á 7,50 króna hækkun að auki. Bensfnlítrinn kostar nú 88 krón- ur, þannig að með söluskatti þýða framangreindar hækkanir að Iftr- inn fer í um 105 krónur. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, sagði í samtali við Mbl. í gær, að samkvæmt lögum vegna verðlagshækkana hefði bensínið átt að hækka eftir bygg- ingavísitölu 1. október sl„ en þeirri hækkun hefði þá verið frestað, og yrði hækkunin vegna þessa um sex krónur á lítra 1. janúar n.k. Bensínið mætti svo aftur hækka 1. apríl með bygg- ingavísitölu, en tillögur ríkisj stjórnarinnar gerðu ráð fyrir, að sú hækkun félli niður og að verð- hækkunin 1. janúar gilti þá í hálft ár. „Nei. Við fórum ekki eins hátt og áður hefur verið talað um, því miður," ságði ráðherrann, þegar Mbl. spurði um 7,50 króna hækk- unina, en áður hafði ríkisstjórnin ráðgert þá hækkun 15 krónur á lítra. „Ég segi því miður, því þetta þýðir 300 milljónum minna til veganna. En þessi helmingslækkun þótti sanngjörn með tilliti til þeirra ráðstafana, sem nú verður að gera, en voru ekki inni í mynd- inni, þegar 15 krónurnar voru ákveðnar." Indriði Pálsson, forstjóri Skelj- ungs, sagði Mbl., að áætla mætti að bensinsala oliufélaganna yrði neikvæð um 100 milljönir króna um áramótin. Sólborg fékk á sig brotsjó út af Stokksnesi VIÐ FENGUM á okkur nokkuð mikinn brotsjó um hálftólf- leytið í gærdag, er við vorum á siglingu 12 sjómílur vest- suðvestur af Stokksnesi á leið til Fáskrúðsfjarðar, eftir úti- legu á línu, sagði Hermann Steinsson, skipstjóri á Sól- borgu SU 202, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi er þeir komu til hafnar. Við brotsjóinn misstum við einar tíu línur, tóma stampa og eitthvað af fjölum. Þá braut sjórinn eina rúðu i brúnni og svipti inn dyrunum, þannig að sjór flæddi um allt i brúnni og skemmdi þar töluvert. Það má þvi m.a. reikna með þvi að hin ýmsu stjórntæki séu að ein- hverju leyti skemmd, en úr því fæst ekki skorið fyrr en eftir nákvæma rannsókn. Það urðu engin veruleg slys á mönnum, Framhald á bls. 18 Sverrir Haraldsson. Matthfas Johannessen. Sverrir Haraldsson og list hans á bók tJT ER komin bók um Sverri Haraldsson og list hans. Matthí- as Johannessen, skáld skrifar bókina upp úr samtölum þeirra. Utgefendur eru Páll Vígkonarson og GunnarJ Þor- leifsson. Bókin er í stóru broti og mjög til útgáfunnar vandað. Spannar hún listferil Sverris frá upphafi og myndir eru af fjölmörgum verkum hans í lit- um og svarthvítu. Þá eru í bók- inni margar myndir úr ævi listamannsins. Víða er komið við f samtölum þeirra Sverris og M^tthfasar. Texti bókarinnar er bæði á ís- Ienzku og ensku, þýddur af May og Hallberg Hallmundar- syni. Utgefendur segja svo um verkið í formála sínum: „Myndlistaráhugi Islendinga er staðreynd og hefur orðið til þess að almenningur i landinu þekkir vel helstu myndlistar- menn þjóðarinnar af verkum þeirra. Utgáfa listaverkabóka er þvi verðugt viðfangsefni og raunar hefur verið unnið merkilegt brautryðjendastarf á því sviði. Utgefendur þessarar bókar hafa kosið Sverri Haraldsson í stað þess að fjalla um einhvern hinna eldri meðal myndlistar- manna þjóðarinnar. Sverrir er aðeins 47 ára gamall, en engu að síður þjóðkunnur listamað- ur. Athygli vakti Sverrir strax með fyrstu sýningu sinni og seinna var hann þátttakandi i formbyltingu myndlistarmanna Framhald á bls. 18 Ónafngreint, 1977. Helmingsspamaður 1 greiðslum ríkis- ins fyrir aukavinnu Bensínlítrinn í 105 krónur 1. ianúar n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.