Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 7 n Uppgjöf stjórn- arandstöðu Minni hluti fjárveit- inganefndar Alþingis, fulltrúar stjórnarand- stöðu, skiluðu ekki nefndaráliti, sem venja er, við aðra um- ræðu fjárlagafrum- varps í fyrradag. Bárú þeir fyrir sig að þeim hefði verið synjað um nauðsynlegar upplýs- ingar til að gera sér grein fyrir raunveru- legri stærð fjárlaga- vandans. Einkum tfndu þeir til tvennt, sem þeir töldu upplýs- inga vant um: 1) út- gjaldaauka vegna kaupgjaldshækkunar (breyttra fjárlagafor- sendna) og 2) tekju- öflunarleiðir til að mæta þeim vanda. Upplýsingar um fyrra atriðið komu öngvu að sfður berlega fram f nefndaráliti meirihluta fjárveit- inganefndar, ræðu formanns nefndarinn- ar, Steinþórs Gests- sonar, er hann mælti fyrir nefndaráliti (birt f heild í Mbl. f dag), sem og ræðu fjármálaráðherra. (Jt- gjaldaaukinn er tal- inn 18,3 milljarðar. Á móti kemur hækkun áætlaðra tekna frá fjárlagafrumvarpi 10,7 milljarðar. Óbrú- að bil er þvf 7,6 millj- arðar. Með beinum niðurskurði áætlaðra ríkisútgjalda 3,7 milljarðar. Með nýrri tekjuöflun sama fjár- hæð: hækkun sjúkra- tryggingagjalds, skyIdusparnaði, hækk- un bensíngjalds og flugvallagjalds, álagn- ingu á gjaldeyrisleyfi og jöfnunargjalds á innflutt sælgæti. Viðbrögð minnihlut- ans eru nánast sýndar- mennska til þess eins að losna við að taka afstöðu til fjárlaga- vandans og þeirrar brúunar bils milli rfkisútgjalda og tekna, sem Alþingi ber siðferðileg skylda til að taka afstöðu til. Öðru vísi mér áður brá Steinþór Gestsson, formaður fjárveit- inganefndar, minnti á, í umræðu á Alþingi í fyrrinótt, að Geir Gunnarsson, sem nú tíndi til afsakanir til að rökstyðja, hvers vegna minnihluti fjár- veitinganefndar skil- aði ekki áliti, hefði haft önnur viðhorf til mála áður. Um miðjan desember 1973, við aðra umræðu fjárlaga fyrir árið 1974, færði hann fram, sem for- maður fjárveitinga- nefndar, afsakanir fyrir skorti upplýs- inga, nákvæmlega af sama tagi og nú væri fært fram sem afsök- un fyrir því, að skila ekki nefndaráliti. „Ég held,“ sagði Geir Gunnarsson þá, „að hverjum, sem með stjórn fer, verði ávallt mjög erfitt að sjá við 2. umræðu fjárlaga, hvernig mál ráðast, svo að unnt sé að slá fastri tekjuhlið fjár- laganna og flytja við 2. umr. breytingartil- lögur í samræmi við það. Einkum á þetta við þau ár, sem nýir kjarasamningar hafa verið gerðir.“ Ennfremur: „Af ákvörðunum um fjár- veitingar, sem bíða 3ju umræðu, má nefna útgjöld vegna launahækkana 1. desember sl„ hækkan- ir sem tilkynntar hafa verið á lffeyrisbótum, og væntanlegar breyt- ingar daggjalda sjúkrahúsa og þar með útgjöld sjúkra- trygginga...“ Það er meint vöntun á nákvæmlega þess háttar upplýsingum, sem Geir taldi að ekki gætu legið fyrir við 2. umræðu fjárlaga árs- ins 1974, er hann var formaður fjárveit- inganefndar, sem nú er færð fram sem af- sökun fyrir þvf, að minnihlutu fjárveit- inganefndar hliðrar sér hjá að taka ábyrga afstöðu í nefndaráliti til vanda fjárlaga- dæmisins. Þetta er mannleg afstaða — en stórmannleg ekki. Hvert mannsbarn sér í gegn um svo gegnsæja afsökun uppgjöf stjórnarandstöðunnar gagnvart fjárlaga- vandanum. I_ J bangbinn écé) F|öl»ky»tíu»p)f *Vir 2-4 hátttakendur <rá 4ra ára aídri TENINCÍSSPII '4RTJ _ ®ALOA ÍÆBSSBti Nýtt, skemmtilegt og spennandi teningsspil, um hinn viðfræga bangsa Paddington. Verð: kr. 1.580. Útsölustaðir: Flestar leikfanga- og bókabúðir. Heildsölubirgðir: S’dll Pólsson Laugavegi 1 8 A, sími 1 4280 BANGSINN Fjölskylduspil fyrir 2-4 þátttakendur frá 4ra ára aldri Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóóleikhúsinu Fróðleg og skemmtileg bók fyrir unga sem aldna — bók fyrir alla fjölskylduna öp BÓKA FORLAG/Ð SAGA Sími 81590 — Stóragerði 27 — Reykjavik PEYSIIR með rúilukraaa og V-hálsmáli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.