Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 11 » Togarinn Ingólfur Arnarson kom með lík George Martins á ytri höfnina í gær og þangað sótti hafnsögubáturinn það. Hér er verið að bera líkið í land. (Ljósm. ÓI.K.M.) flugvélar aftur litlu flugvélina á floti á sjónum, en hún var þá opin og ekki útlit fyrir að Martin væri um borð. Gerðar voru ráðstafanir til að fá þyrlu frá varnarliðinu ásamt manni til að síga niður í flugvélina en til þess kóm þó aldrei þvi að klukkan rétt rúmlega 1 2 í gær- dag tilkynnti ms. Ingólfur Arnarson að skipverjar þar hefðu náð líki flugmannsins um borð og hefði hann þá verið á reki i sjónum í björgunarbelti. Ingólfur Arnarson kom síðan með lik George Martins til Reykjavikur siðdegis i gær. Flugvélin var hins vegar enn á floti þegar síðast var vitað, en flest skip voru þá farin þaðan og hætt að fylgjast með afdrif- um hennar. Ilér sést hvernig hafrótið hefur leikið gúmbátinn, sem Martin freistaði að setja á flot við flugvél sina. Símon landaði 59 tonnum í Cuxhaven SlNON GK 351 landaði á þriðju- dag í Cuxhaven í Þýzkalandi 59 tonnum af fiski, einkum ufsa. Fyrir aflann fékk Símon 92.000 þýzk mörk, eða tæplega 9 milljón- ir fsl. kr., og mun það vera frekar lélegt verð miðað við þær sölur, sem fram hafa farið að undan- förnu í Þýzkalandi. Mikil loðnuveiði MIKIL loðnuveiði var í fyrrinótt eða tæplega 5000 tonn hjá 13 bát- um. Aflahæstur þeirra var Loftur með 700 tonn, en afli annarra var: Skarðsvík 620 tonn, Isleifur 430 tonn, Náttfari 380 tonn, Harpa 450 tonn, Svanur 230 tonn, Sanda- fell 200 tonn, Albert 500 tonn, Þórshamar 450 tonn, Faxi 180 tonn, Huginn 480 tonn, Hrafn 450 tonn og Stapavík 200 tonn. Bjarni Herjólfs- son með 145 tonn BJARNI Herjólfsson landaði í Hafnarfirði 9. desember sl. 145 tonnum eftir 8 daga veiðiferð. Aflaverðmætið var 12,4 milljónir króna og meðalverð á kfló 85 krónur. Þóroddur Th. Sigurðsson settur orkumálastjóri IÐNAÐARRAÐHERRA hefur sett Þórodd Th. Sigurðsson, verk- fræðing og vatnsveiðustjóra í Reykjavík, orkumálastjóra f fjar- veru Jakobs Björnssonar frá 12. desember til 28. febrúar 1978 en Jakob óskaði eftir heimild til náms- og rannsóknadvalar í Dan- mörku, sem var veitt. Borgarráð hefur samþ.vkkt að veita vatnsveiðustjóra lausn frá störfum á tímabilinu 19. desem- ber til 28. febrúar 1978. Walter R.L. Scragg forseti Norður-Evrópu og Vestur-Afrikudeildar aðventista- kirkjunnar t.v. með Sigurði Bjarnasyni, formanni aðventistasaf naða á I slandi, Walter R. L. Scragg, forseti aðventista: Aðventistakirkjan starf- andi í 193 löndum heims ÍSLANDSDEILD aðventista, sem er í alheimssamtökum aðventista fá ár- lega heimsókn fulltrúa frá höfuð- stöðvum samtakanna í London í des- embermánuði og að þessu sinni er hingað kominn f heimsókn Walter R.L. Scragg, forseti Alheimssamtaka aðventista, Norður-Evrópu og Vest- ur-Afríku deildar. Vegna komu Scraggs var boðað til blaðamanna- fundar, þar sem kostur gafst á að fræðast um alheimssamtökin sjálf og þeirra starf. Fram kom að i samtökunum eru 3 — 4 milljónir manna í 193 löndum, þar af eru 527 aðventistar á íslandi Formaður islenzku safnaðanna, sem eru starfandi viðs vegar um land, er Sigurður Bjarnason Að sögn Scraggs er á vegum Al- heimssamtaka aðventista unnið mjög mikið starf víða um heim í hans um- dæmi eru eins og áður sagði Norður- löndin, Holland, Pólland og Stóra- Bretland og svo öll Vestur-Afrika í Afriku er starfið mjög öflugt Það er aðallega fólgið i rekstri skóla, sjúkra- húsa, og ýmiss konar hjálparstarfi auk þess sem starfandi eru kirkjur víðs vegar. , — Eg er mjög ánægður með þann árangur, sem náðst hefur í Afriku, sagði Scragg, þar erum við með starf- andi fjölmörg sjúkrahús og meðal ann- ars rekum við eitt stærsta sjúkrahúsið fyrir holdsveika i Sierra Leone Þar eru starfandi m.a tveir íslendingar, bræð- urnir Harry Guðmundsson læknir og Erik Guðmundsson sjúkraþjálfari Þá er það mjög ánægjulegt að kristin trú er sifellt að vinna meir og meir á þar suðurfrá, en áður var Múhameðs- trú þar miklum mun útbreiddari Astæðan fyrir þvi að deildin sem ég er fyrir nær, eins og raun ber vitni, yfir Norður-Evrópu og Vestur-Afriku var í upphafi sú að þessar þjóðir i Vestur- Afriku voru nýlendur Evrópurikjanna, en i dag er þetta mjög hagkvæmt, þar sem mikið af þeim stuðningi sem þess- ar þjóðir fá kemur einmitt frá Evrópu Þá má geta þess að skólakerfi það sem aðventistar reka er annað stærsta sem rekið er af kirkjusamtökum i heimin- um, þar eru um 4000 skólar víðs vegar um heiminn, allt frá barnaskól- um upp i háskóla Á íslandi eru fimm skólar, fjórir barnaskólar í Reykjavik, Vestmannaeyjum, Keflavík og i Árnes- sýslu og svo Hliðardalsskóli sem er gagnfræðaskóli Þá kom fram að meðal þeirra verk- efna sem íslandsdeildin hefur.unnið að eru námskeið fyrir reykingafólk sem vill hætta reykingum. en þeim hefur undanfarin ár verið boðið upp á fimm daga námskeið Matthías Johannessen Sverrir Haraldsson Glæsileg listaverkabók Söluumboð: Bókaútgáfan Hildur. Sfmar 44300 — 43880. Bókin um Sverri er skemmtileg en umfram allt afburða vönduð og falleg. Fjöldi mynda af verkum Sverris prýðir bókina. Hún gefur því góða hugmynd um fjölþættan listferil eins fremsta myndlistamanns þjóðarinnar. Bókin um Sverri er tvímælalaust bezta og fegursta gjöfin til vina heimaog erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.