Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 25 Fimm ára gamall kom Tómas að Ráðagerði til Kristins Brynjólfs- sonar skipstjóra frá Engey og dóttur hans, Guðríðar. Átti það að vera stutt sumardvöl. En svo fór, að dvölin varð lengri en ætlað var i fyrstu, og réðu þar ýmsar að- stæður. Allmiklar breytingar voru í Danmörku fyrst eftir strið, þ.á m. húsnæðisvandamál o.s.frv. En það sem ég held að hafi skipt mestu máli var það, að Guðríður og Kristinn höfðu tekið svo miklu ástfóstri við drenginn, að þau máttu ekki af honum sjá. Það var mikil gæfa fyrir litla drenginn að fóstrast upp hjá þessu góða fólki í Ráðagerði. Tómas óx upp og varp prúður og myndarlegur maður, sem stundaði sjómennsku, mest á tog- urum, uns hann kenndi þess meins, er stöðugt ágerðist er árin liðu. Það er svo átakanlegt, er ungir menn á blómaskeiði lífs síns, haldnir gleði og lífslöngun og björtum framtíðarvonum, sem eðlilegar eru hverjum æsku- manni, verða að þola þá þungu þraut að liða þjáningar árum sam- an og sjá vonir sínar og þrár verða að lúta í lægra haldi. Enn einu sinni stöndum við vanmegnug frammi fyrir því er koma skal. Enn erum við ráðþrota og skiln- ingslítil á ráðgátum lífs og dauða. Enda þótt við vitum, að allt hefur sinn tilgang, og að allt er gert okkur til góðs og öllu er stjórnað af kærleika til okkar allra, er var- ir endalaust. Þó er það svo, að skuggi sorgar- innar og dapurleiki dauðans, hvíla þungt yfir hugum okkar, þótt við vissum vel, að það var hin frelsandi lausn. Kristinn frá Engey, náði háum aldri. Hann andaðist á 81. aldurs- ári. Síðustu tíu árin var hann oft mikið sjúkur og naut þá um- hyggju og hjúkrunar Guðríðar dóttur sinnar, er lét sér mjög annt um hann, því samband þeirra var alla tíð mjög kært. Eftir að Kristinn andaðist í apríl 1961 varð Tómas áfram hjá fósturmóður sinni, þau voru svo samrýnd og góðir félagar. Fórnar- lund Guðríðar i hinum löngu veik- indum Tómasar var með þeim kærleiksríka hætti, sem aðeins hin besta.móðir getur best veitt syni sínum. Fyrir alla þá um- hyggju viljum við þakka henni af heilum hug. Tómas var í uppvexti sínum leikfélagi drengjanna okkar, enda á likum aldri og þeir. Kom hann þvi oft með þeim heim. Hann var alltaf prúður og orðvar, en grund- aði vel það sem hann sagði. Það sem mér er mjög í minni um Tómas er það, að ég held að hann hafi snemma gert sér grein fyrir gildi orða og ekki viljað særa neinn með orðum sinum eða gjörðum. Slíkur grandvarleiki er ætið lofsverður og lýsir staðfestu og drengskap. Tómas bjó um tíma með Þyri Dóru Sveinsdóttur og eignuðust þau soninn Kristinn, er honum var mjög kær. Hann sýndi líka föður sinum mikla tryggð í veik- indum hans. Fór oft langar leiðir í misjöfnum veðrum til að heim- sækja hann á sjúkrahúsið. Þegar við kveðjum Tómas Árnason hinstu kveðju, viljum við að lokum þakka honum sam- verudagana á lífsleiðinni. Biðjum við algóðan guð að gefa honum sinn frið og sinn fögnuð. Þar sem kærleikans sól gengur aldrei til viðar. Eftirlifandi ástvinum hans, fósturmóður og syni, vottum við einlæga samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau og blessa um ókomin ár. Þér sigrari dauðans, drottinn minn, sem dýrðina og fridinn gefur, þér þökkum vér lífs vors Ijósgjafinn, " sem læknaó vor meinin hefur. Þitt andsvarið blftt er enn sem nýtt, hann er ekki dáinn, sefur. (H.B.) Þorsteinn Halidórsson. hin mesta merkiskona, eins og sonur hennar, Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld, skrifaði um hana i almanak sitt að henni lát- inni. Er hún talin vera fyrirmynd nokkurra sögupersóna i skald- verkum hans, þar á meðal að Þór- disi í Hlíð í Manni og konu. í eigu Þóreyjar Kolbeins voru ýmsir munir, t.d. bæði hringur og skeið er hafa verið í eigu þessarar for- móður hennar. Þórey Kolbeins ólst upp í for- eldrahúsum í Húnaþingi til 17 ára aldurs, fyrst á Staðarbakka en svo á Melstað frá 1906, eftir að presta- köllin höfðu verið sameinuð. En við fráfall sr. Eyjólfs föður henn- ar 1912, fluttist móðir hennar til Reykjavikur með börnin sin 10 og setti upp bú á Seltjarnarnesi, fyrst á Lambastöðum en siðar í Bygggarði. Þórey fór snemma að vinna fyr- is sér. Um tíma var hún ráðskona i Flatey hjá sr. Halldóri bróður sinum, þá starfaði hún i verzl. Búðardalur en lengst af vann hún í verzl. Manchester eða alls í 40 ár, frá 1926—1966. Lengi hélt Þórey heimili með systur sinni, Astu, forstöðukonu Hressingarskálans, þar til Ásta lézt 1954. Eftir það bjó hún i góðu yfirlæti hjá bróður sínum og mág- konu, Páli og Laufeyju Kolbeins. Þórey hafði á starfsamri ævi kynnst fjölda fólks og mælt marg- an metrann. Hún var trygg ætt- ingjum sínum og vinum. Og hún tilheyrði þeim hópi landsins barna, sem vinna sín störf og mæta því sem lifið býður með jafnaðargeði og góðu skaplyndi og án þess að sækjast eftir frægð eða frama. Blessuð sé minning hennar. Rútur Halldórsson. vinum Jónu okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þorsteinn Sveinsson. Hún kom svo snöggt og óvænt, fregnin um að Jóna frænka i „Skerjó" væri látin. Aðeins þrem- ur dögum áður höfðum við átt tal saman og þá datt mér sist i hug að það væri síðasti fundur okkar, þótt ég vissi að hún ætti við las- leika að striða. Jóna verður mér ætíð ógleymanleg og ég og fjölskylda mín minnumst hennar með virð- ingu og þakklæti fyrir tryggð hennar og vináttu i okkar garð. Hún sýndi mér einstaka ræktar- semi og vinarhót eftir andlát móð- ur minnar, en þær höfðu verið miklar vinkonur. Þeir eru ófáir vettlingarnir og sokkarnir sem hún prjónaði á börnin mín, og í siðasta skipti sem við mættumst spurði hún hvort ekki færi að vanta vettlinga, Jóna hafði mikið yndi af úti- veru og það verður sjónarsviptir að því fyrir vini hennar og kunn- ingja að mæta henni ekki lengur á förnum vegi í bænum. Við kveðjum hana öll með trega og biðjum henni blessunar á ókunnum stigum. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Petrína. Gylfi Gröndal Gylfi Gröndal Þegítr bcum fæðist Kiuiurminningítr I k'Uíu M Niclsdóttur ljosm<u>ur ÞEGAR BARN FÆÐIST endurminningar Helgu Níelsdóttur ljósmóður. Helga þorir að standa á eigin fótum i þjóöfélagi þar sem karlmenn róða ríkjum. Hún hefur meðal margs annars tekió á móti 3800 börnum um dagana. Helga segir hér hispurslaust frá því sem fyrir hana hefur borið. Gylfi Þ. Gíslason GYin DÖSLASON Jafnaöar stefnan JAFNAÐARSTEFNAN Hvað vilja jafnaðarmenn (sósíaldemókratar)? Hver er hinn fræðilegi grundvöllur stefnu þeirra? Hvaða hug- sjónir liggja að baki aðgerðum þeirra, þar sem þeir eru eða hafa verið við völd? Slíkum spurningum og fjöl- mörgum öðrum svarar bókin Jafnaðarstefnan. PLÚPP *• fer til borgarinnar EYFIRZKAR SAGNIR Skrásettar af Jónasi Rafnar yfirlækni fjalla um drauga og mennska menn i Eyjafirði um síðustu aldamót. Þessar sögur glitra af kímni og fyndni auk þess sem þær varðveita merkilegar þjóðháttalýsingar. PLUPP f er til borgarinnar Önnur bókin eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráðskemmtileg ævintýri í máli og myndum um sænska huldusveininn Plúpp og ævintýri hans í stór- borginni. Þýðandi Jóhannes Halldórsson. D0o0o0o0ó0ö0ó°ó$oðo5oaoóo°o°o®oöoí> *ö° jBdRNÍNOG| BÖRNIN OG HEIM URINN I>EIRRA Kári er úrval úr ýmsum barnabókum Kára Tryggvasonar og að hluta smásögur, sent ekki hafa birzt áður. Efnið er Tryggvason valið af höfundi sjálfum. Hallberg Hallmunds- son NEIKVÆÐA Sérstæð ljóðabók, fersk, listræn og forvitnileg. Trega- blandin þrá til ættjarðarinnar á sterk ítök í þessu skáldi, sem dvalizt hefur langdvölum erlendis. á Almenna bókafélagið Austurstræti 18, Bolholti 6, sfmi 19707 slmi 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.