Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 27 Þrettán þættir um þjóðkunna kennimenn og leiðtoga ís- lenzkrar kirkju, skráðir af börnum þeirra: FAÐIR MINN PRESTURINN Já, af hverju heldur þú að plata DUMBÓ og STEINA sé ein mest selda og vinsælasta plata, sem komið hefur út á íslandi í ár? Nú auðvitað af því að plata DUMBÓ og STEINA er framar öllu bráðskemmtileg og hress og það sem þjóðin hefur fyrst og fremst þarfnast á þessu herrans ári, er upplyfting. Ef þú varst ekki búinn að tryggja þér eintak, er eins gott að hafa hraðan á áður en fjórða upplag, (sem reyndar var að koma) selst upp. skftinor Dreifing um Karnabæ simi 28155 vandamálin svo aö allir mættu vel við una. Þriðjudagurinn 6. desember var strangur dagur. Að loknu dagsverki bað hann einn af starfs- mönnum sínum að aka sér heim, hann treysti sér ekki til þess sjálf- ur. Þá hefur mikið verið dregið af vini mínum, Sigurði Árnasyni. Skömmu eftir heimkomuna eln- aði honum sóttin. Hann var flutt- ur í sjúkrahús — þar andaðist hann kl. 8 um kvöldið. Sigurður stóð meðan stætt var. — Sigurður Arnason var fæddur á Seyðisfirði 22. febrúar 1911. For- eldrar hans voru Arni Eyjólfsson og Þorgerður Brynjólfsdóttir, bæði ættuð úr Mýrdalnum. Faðir hans fór til Englands, réðist þar á togara. Arni var skipstjóri á ensk- um togara, sem skotinn var niður í fyrri heimsstyrjöldinni og fórst með skipi sínu. Sigurður ólst upp að Oskoti í Mosfellssveit til 11 ára aldurs. Þá fluttist hann til Reykjavíkur á heimili hinna kunnu sæmdar- hjóna Guðnýjar og Christian Björnæs. Þorgerður, móðir Sigurðar, hafði ráðist sem matráðskona til simavinnuflokks, sem C. Björnæs stjórnaði. Sigurður kynntist því snemma lífi símamanna í tjald- búðum. Hjónin Guðný og Chr. Björnæs reyndust honum sem bestu for- eldrar. Sigurður mat þau mikils og var einkar kært með honum og börnum þeirra hjóna, sem litu á hann sem bróður sinn. Chr. Björnæs var annálaður fyrir góða verkstjórn, aga og reglusemi i hvívetna. Sigurður lærði mikið af þeim öðlings- manni. Sigurður byrjaði ungur að starfa hjá Pósti og síma. Fyrst símasendill, bifreiðastjóri þegar aldur leyfði, þá simaverkstjóri um fjölda ára. Sigurður Árnason var mikill að vallarsýn, hár og herðabreiður Afhveríu? Minning: Sigurður Á rnason símaverkstjóri Sigurður hafði ekki gengið heill til skógar að undanförnu, en skyldan kallaði og þá brást hann ekki. Trúmennska, hógværð og einbeitni i starfi var hans aðall. Hann mætti til starfa að morgni, þriðjudagsins 6. des. s.l., stjórnaði liði sínu, svaraði fyrir- spurnum um framkvæmdir, hann reyndi að leysa vanda hinna mörgu símnotenda, sém leituðu til hans, nokkrir óþolinmóðir eins , og gengur, Sigurður reyndi með 1 sinni Ijúfmennsku að afgreiða enda hið mesta hraustmenni. Reyndi oft mikið á vaskleika hans við flutning á símaefni, staurum og vír, yfir óbrúaðar ár og veg- leysur. Ekki er ósennilegt að of- reynsla í svaðilförum á yngri ár- um hafi orðið honum örlagarík — sérhlífni var óþekkt hugtak hjá Sigurði Árnasyni. Persónulega og fyrir hönd starfsfólks simstöðvarinnar í Reykjavik þakka ég honum trausta og góða samvinnu. Með honum er genginn góður maður. Sigurður kvæntist árið 1952 eft- irlifandi konu sinni, Júlíönu Sig- urjónsdóttur, ættaðri frá Hnífs- dal. Þau eignuðust tvö börn, Sig- urjón Braga og Þorgerói, sem bæði eru uppkomin. Ég votta ástvinum Sigurðar dýpstu samúð mína. Hafsteinn Þorsteinsson. Faðir minn — Presturinn er bðk um mikla mannlega reisn, um óvenjulegt andlegt atgervi, um menn mikilla og háleitra hugsjóna. Árni Jónsson eftir Gunnar Árnason, Sigtryggur Guðlaugs- son eftir Hlyn Sigtryggsson, Þórarinn Þórarinsson eftir Þórarin Þórarinsson, Jón Finnsson eftir Jakob Jónsson, Haraldur Níelsson eftir Jónas Haralz, Stefán Baldvin Kristjánsson eftir Sigríði Thor- iacius, Friðrik Hallgrímsson eftir Hallgrím Fr. Hallgríms- son, Sigurbjörn Á. Gíslason eft- ir Láru Sigurbjörnsdóttur, Bjarni Jónsson eftir Ágúst Bjarnason, Ásmundur Guðmundsson eftir Tryggva Ás- mundsson, Sigurgeir Sigurðsson eftir Pétur Sigurgeirs- son, Sveinn Víkingur Grímsson eftir Gunnar Sveinsson og Sigurður Stefánsson eftir Ágúst Sigurðsson. ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.