Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 29 Fundur Óðins: Yerðbólgan leiðir til samdráttar í framkvæmdum Málfundafélagið Óðinn og Verka- lýðsráð Sjálfstæðisflokksins héldu almennan fund i Valhöll. Háaleitis- braut 1, mánudaginn 5. des. sl. Pétur Hannesson, formaður Óðins setti fundinn kl. 20.30. Síðan tók Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri til máls. Borgarstjóri ræddi verklegar framkvæmdir í Reykjavík og atvinnu- mál Reykvíkinga og þróun þeirra mála á undanförnum árum Þá ræddi borg- arstjóri þá miklu verðbólgu, sem verið hefur að undanförnu og þá erfiðleika sem hún veldur Nú væri svo komið að ekki væri hægt að mæta þessari verð- bólgu með auknum álögum; þvi væri ekki hægt að mæta með öðrum hætti en með stórfelldum niðurskurði á opin- berum framkvæmdum Þar verður m.a. að fresta framkvæmdum við gatnagerð svo eitthvað sé nefnt Ræddi borgarstjóri nánar þessi mál Að lokinni framsöguræðu borgarstjóra þakkaði Pétur Hannesson, formaður Óðins, borgarstjóra fyrir og óskaði eftir fyrirspurnum frá fundarmönnum til borgarstjóra Fundurinn var nokkuð fjölmennur og bárust margar fyrir- spurnir. Pétur Kr Pétursson spurði borgar- stjóra, hvaða áhrif kjarasamningarnir hefðu á stöðu borgarsjóðs. Halldór Þ Briem spurði um fjárhags- lega stöðu félagsmálastofnunarinnar í Reykjavík Þorsteinn Kristjánsson spurði, hver ástæðan væri fyrir lélegri endingu ný- bygginga borgarinnar og átti þar við sundlaugarnar í Reykjavík, Slökkvi- stöðina, sem er um 10—12 ára gömul og virðist núna þurfa mikillar endurnýjunar og gagngerða viðgerða við Þorvaldur Mawby spurði um skipu- lagsmál. starfsemi Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar, teiknistofu borgar- innar og kostnað við rekstur þessara stofnana Ennfremur spurði Þorvaldur Mawby um kostnað vegna keyptrar skipulagsvinnu. Ólafur Hannesson spurði hvers vegna bæjarsíminn hefði verið lagður undir stjórn landssímans. Ingimundur Gestsson ræddi um að embættismenn réðu meira en hinir kjörnu fulltrúar borgarinnar Einnig ræddi Ingimundur um hina nýgerðu kjarasamninga milli starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar- innar. Kristján Ottósson spurði um rekstur Sumargjafar og hvað borgin ætti marg- ar íbúðir Gunnar Bachmann spurði borgar- stjóra hvort borgarstjórn Reykjavíkur hefði ekki leitað til alþingismanna Reykjavíkur um samstarf Ólafur Hannesson spurði hvort borg- in fengi sinn hluta af vegagjaldi og hvers vegna væri verið að auka há- Glæsilegt úrval af ensku silfurpletti: Smjörkúpur, bakkar, blómaskálar o.fl. Spánskar postulinsstytt ur ný gerð. ítalskir skrautbakkar og glasabakkar. Tékkneskur kristall. Kerti í þúsundatali JÓLAKORT JÓLAPAPPÍR. BLÓMABÚÐIN MiRA markshraða fyrir bifreiðar i Reykjavík Pétur Hannesson spurði um úthlut- un lóða Pétur Kr Pétursson óskaði eftir lok- un Smiðjuvegar við Reykjanesbraut, þá hefði Reykjavik sinn hlut og Kópa- vogur sinn. Halldór Briem spurði um bilastæði í miðbænum Eiríkur Kristinsson spurði um nætur- sölu fyrirkomulag Eirikur talaði um niðurskurð opinberra framkvæmda Þorvaldur Mawby spurði hvort ekki væri hægt að fá hverfasamtökin til meira samstarf við borgarstjórn, t d við að setja upp sparkvelli, mörk og fleira Leggja niður Þróunarstofnun borgarinnar og athuga hvort ekki sé hægt að byggja ódýrara á vegum hins opinbera þegar borgin byggir fyrir sig eins og t d búningsklefa við Sundlaug vesturbæjar, sem urðu óhóflega dýrir og margt fleira. Þorvaldur Þorvaldsson sagði að draga þyrfti úr framkvæmdum, lýsti ánægju með unglingavinnu, gerði fyrirspurn um gatnagerð, sagði að ekki væri hugað nægilega mikið að viðgerð- um gatna Þorvaldur spurði um fram- kvæmdir við Reykjanesbraut Hann sagði að laga þyrfti Bæjarháls og Bú- staðaveg Flýta þyrfti ýmsum smá lag- færingum gatna Umferðarmálanefnd verður að vinna af meiri áhuga að sínu starfi í Reykjavik Þorsteinn Kristjánsson spurði hver réði rekstri sundlaugarinnar i Laugar- dal. Þorvaldur Mawby spurði um fyrir- komulag til iþróttaæfinga i sundlaug- unum. Halldór Briem spurði um hvort byggingameistarar sem létu bjóða út verk og sýndu hagkvæmni i byggingar- fyrirkomulagi og byggðu ódýrt væru ekki látnir ganga fyrir við úthlutun lóða á vegum borgarinnar Þórólfur Þorleifsson spurði um fram- kvæmd á brú yfir Kringlumýrarbraut i sambandi við Bústaðaveg Þorvaldur Þorvaldsson spurði um frágang á Sætúni, tengingu á Sætúni við Kleppsveg. Það vantaði lýsingu meðfram Sætúninu Eins væri þessi tenging bráðnauðsynleg til þess að gatan gæti komist í almennilega notk- un. Borgarstjóri svaraði öllum fyrir- spurnunum mjög itarlega Þá bárust ekki fleiri fyrirspurnir og Pétur Hannesson formaður Óðins þakkaði fundarmönnum góða fundar- sókn þvi eins og áður segir var fundur- inn nokkuð fjölmennur og fyrirspurnir góðar og svaraði borgarstjóri þeim öll- um mjög skilmerkiga og var almenn ánægja með árangur fundarins Þess skal og getið að stjórn Óðms bauð fundarmönnum upp á molakaffi og gosdrykki og var almenn ánægja með það fyrirkomulag Á fundinum fór fram fjársöfnun á vegum fjármálanefndar Óðins i styrktarsjóð félagsins sem veitt hefur verið úr fyrir hver jól og söfnuð- ust á fundinum um 170 þús kr i sjóðinn. Ritari fundarins var Kristján Guðbjartsson Fundi var slitið um kl hálftólf SUÐURVERI StigahlíS 45—47 Simi 82430 Gjafavörur Njótið þess að gefa góöa gjöf-fallega gjöf frá Rosenthal Gjafavörur frá Rosenthal hafa hlotið heimsviðurkenningu fyrir afbragðshönnun og framúrskarandi gæði! Þess vegna hafa Rosenthal vörurnar tvenns konar gildi — jafnt fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur. Njótið þess að gefa góða gjöf — fallega gjöf, sem segir meir en orð fá lýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.