Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 I George Martin. ferjuflugmaður, í stjórnklefa lítillar flugvélar á I Revkjavikurf lugvelli. ! „Er ferjuflugmað- | ur til að geta flogið” George Martin, flugmaðurinn sem fórst, Ihafði margsinnis haft viðkomu hér á landi I GEORGE Martin var margreyndur ferjuflugmaður, sem oft hafði komið | til íslands á leið sinni yfir Atlantshafið og raunar eignast ýmsa ' kunningja meðal flugmanna hér, sem fengu hann síðan til að ferja fyrir | sig vélar hingað til lands. Nú síðast i sumar hafði hann ferjað Piper | Cherokee flugvél yfir hafið fyrir Sigurjón Einarsson, flugmann Flug ' málastjórnar. Martin var einn þeirra, sem Haraldur Hamar, ritstjóri I lceland Review, hitti að máli hér á Reykjavikurflugvelli þegar hann var ■ að viða að sér efni i grein um ferjuflugmennina sem hingað koma. | „Ég hitti hann fyrst úti á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir að hann lenti ■ hér með enn eina nýja vél og siðan spjölluðum við lengi saman uppi á I herbergi hans á Loftleiðahótelinu,” sagði Haraldur i samtali við Mbl „Þetta I kom mér fyrir sjónir sem ákaflega aðlaðandi maður, en greinin um ' ferjuflugmennina er enn óbirt og viðtalið við hann á ég enn í punktum Það kom fram í þessu viðtali að Martin hafði fengizt við flug frá þvi að I hann var ungur maður Hann byrjaði í hernum og kom fyrst til Islands i 1 943 á B— 1 7 flugvél. þegar hann var á leið til Evrópu Eftir að hann hætti * herþjónustu gerðist hann ferjuflugmaður, var þó hvergi fastráðinn heldur I flaug fyrir hin og þessi fyrirtæki Sjálfur var hann búsettur í S teleit Beech í . Flórída, þar sem hann lætur eftir sig konu og son i „Ég hef ekki efni á því að eiga flugvél sjálfur, og ég er þess vegna ' ferjuflugmaður til að geta flogið, enda er það í blóðinu allt frá því að ég fór | að fljúga í hernum," sagði Martin i þessu viðtali: Hann hafði fengizt við | ferjuflug um 6 til 7 ára skeið og mjög oft átt leið um ísland á ferðum sinum ' með litlar vélar yfir Atlantshafið og kvaðst gjörþekkja orðið þá leið Lengsta I ferjuflug sem hann hafði farið um dagana var til Jóhannesarborgar Martin i flaug eingöngu smávélum þar sem hann hafði ekki nægilegt próf á stærri ' vélarnar Fyrir ferjuflug af meðallengd, svo sem til Englands eða megin- I landsins, fékk Martin greidda um 600 dollara auk uppihalds og farseðils * heim aftur i „Ég hef aldrei orðið hræddur," sagði Martin í þessu viðtali „Ég flýg jafnt * sum ar sem vetur. enda eru þessir hreyflar í flugvélunum orðnir svo öruggir | að þeir ganga eins og klukkur, og ef menn gleyma ekki að trekkja klukkuna . sina þá gengur hún " En hann kvaðst senn fara að verða of gamall til að > standa í þessu starfi miklu lengur Hann var tæplega sextugur að aldri I____________________________________________________________I Bandarískur fer juflugmaður fórst úti af Reykjanesi Átti aðeins eftir um 10 mínútna flug til að ná heilu og höldnu BANDARÍSKUR flugmaður, George Martin, fórst snemma í gærmorgun skammt út af Reykjanesi en hann hafði orðið að nauðlenda þar lítilli flugvél, þar sem hún var orðin eldsneytislaus. Nauðlendingin tókst þrátt fyrir mjög slæmt veður, en flugmaðurinn mun sennilega hafa freistað þess að fara i gúmbát en ekki tekizt. Skipverjar á Ingólfi Arnarsyni fundu lík Martins á reki i björgunarbelti um hádegisbil i gær og var það flutt til Reykjavíkur. Martin var ferjuflugmaður að atvinnu og var að fljúga flugvél af gerðinni Piper Cherokee, eins hreyfils vél, frá Bandaríkjunum og austur um haf til nýs eiganda i Evrópu. Martin lagði upp frá Gander á Nýfundnalandi í fyrradag kl 13.03 og áætlaði að hann yrði kominn til Reykjavíkurflug- vallar kl. 22 12 í gærkvöldi. Hann hreppti hins vegar hið versta veður á leiðinni, mikinn mótvind auk ísingar þegar hann var yfir Grænlandshafi á um 35 gr. vestur lengdar og var sambandslaus lengi vel við Flugumferðarstjórnina á Reykjavíkurflugvelli. Var þá þegar farið að undirbúa björgunaraðgerðir, en menn önduðu þó léttara undir mið- nættið þegar tókst að ná sam- bandi við Martin með aðstoð farþegaþotna á leiðinni yfir Atlantshafið. Ljóst var þó að ástandið gat orðið alvarlegt og því var send björgunarflugvél frá varnarliðinu til móts við vélina. Martin hafi eldsneyti til 14 klst. flugs eða um 5 klst. flugs umfram það sem hann áætlaði að hann þyrfti. Þó tókst honum ekki að ná alla leið, og kl. 2.58 i fyrrinótt varð hann að nauð- lenda í sjónum aðeins um 20 sjm. vestur af Keflavík og átti því aðeins eftir um 10 mín. flug. Onnur björgunarflugvélin sveimaði yfi r á meðan og fylgdist með því er vélin nauðlenti. Einnig voru nokkrir togarar á svipuðum slóðum en í náttmyrkrinu hvarf þó flugvélin þeim sjónum litlu síðar Skipverjar á ms. Ögra fundu síðan gúmmbát frá flugvélinni mannlausan um kl. 4.45 en þegar tók að birta á ný fundu Flugvél af gerðinni Piper Cherokee, eins og sú sem fórst. Þessi vél er í eigu Sigurjóns Einarssonar, flugmanns Flugmálast jórnar, en Georg Martin flaug henni einmitt til landsins sl. sumar. Ekki brot á starfs- reglum fréttamanna — segja fréttastjórar hljódvarps og sjónvarps um gagnrýni þingmanna vegna frétta af búvöruhækkun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá fréttastjórum Ríkisútvarps- ins, þeim Margréti Indriðadótt- ur og Emil Björnssvni: „Það leynir sér ekki í þeim umræðum, sem tveir þingmenn sama stjórnmálaflokks hófu samtímis á mánudag utan dag- S skrár á Alþingi, að verðlagning búvöru er viðkvæmt mál, sem líklega verður seint sagt frá, svo að öllum líki. Frásagnir af þessu máli í út- varps-. og sjónvarpsfréttum hafa að okkar áliti á engan hátt farið í bága við þær reglur, sem fréttamönnum er gert að starfa eftir. Fréttamenn útvarps og sjón- varps verða að una því einir allra þegna, að því er virðist, að liggja undir ásökunum og árásum í leiðurum dagblað- anna, sem lesnir eru í útvarp svo og í frásögnum útvarps og sjónvarps af umræðum á Alþingi, án þéss að eiga rétt á að svara fyrir sig á sama vett- vangi. Er þvi oft og óvægilega vegið í þennan knérunn. Það er því einungis undir velvild dag- blaðanna komið hvort frétta- menn ríkisfjölmiðlanna geta svarað á opinberum vettvangi þeim ásökunum, sem á þá eru bornar þar, eða í þeim fjölmiðl- um, sem þeir starfa sjálfir við. Harma ber að þingmaður, kjörinn til forystu og ábyrgðar, skuli ekki kunna betur að stilla orðum sínum í hóf en líkja starfsaðferðum fréttamanna við áróðursaðferðir nasista á sínum tíma. Þetta er svo fráleit fullyrðing að þeim sem lætur sér hana um munn fara væri sæmst að taka hana aftur og biðjast velvirðingar. Og hver var að tala um atvinnuróg? Að endingu: Það að tala um fréttaflutning af verðhækkun- um á búvöru sem árás á bænda- stéttina í landinu er fáránlegra en svo að orðum sé að því tyðandi. marKr^t inariða(iöttiroíí Emil Björnsson, frétlastjórar Illjóóvarps og Sjónvarps." Litlar skemmdir á vegum vegna vedurofsans í gær ÞRÁTT fyrir veðurofsa víða um land í gær, spilltust vegir mjög iítið og er aðeins vitað um vegar- skemmdir við Eyrarbakka og Stokkseyri. Nýlegur vegarspotti við Baugsstaði utan við Stokks- eyri fór alveg í sundur á kafla, að sögn Vegaeftirlitsins f gær. Þó hefur ekki verið hægt að athuga vegi i kringum Höfn í Hornafirði vegna þess að aftaka veður var þar í gærdag og alls ekki ferðafært. Aðrar upplýsingar um færð eru þær, að'fært er um allt á Vest- fjörðum, Norðurlandi og allt til Norðausturlands, en fjallvegir á Austurlandi voru farnir að þyngj- ast verulega i gærdag, aðeins fær- ir stórum bílum og jeppum. Þó má geta þess að mikil hálka er á vegum bæði vestanlands og norð- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.