Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Tómas Árnason — Minningarorð Fæddur 19. mars 1940. Dáinn 5. des. 1977. Mfnir vinir fara fjöld feigdin þessa heimtar köld, ég kem eftir. kannske í kvöld með klofinn hjálm og rifinn skjöld, br.vnju slitna. sundrað sverð og syndagjöld. B.H. Mig langar að minnast vinar míns, Tómasar Arnasonar, sem lést mánudaginn 5. des. á Borgar- spítalanum. Þó að séð yrði að hverju stefndi er ætið erfitt að sætta sig við að svo ungur maður skuli kveðja þennan heim svo fljótt. Tommi, eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur í Dan- mörku 19. mars 1940. Faðir hans, Árni Petersen, var danskur og kann ég engin deili á honum. Hann lést árið 1976. Móðir hans, Unnur Skúladóttir, kom með hann til Islands, er Tommi var 6 ára og fluttist hann þá að Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Þar ólst hann upp hjá Kristni Brynjólfssyni skipstjóra frá Eng- ey og dóttir hans Guðríði sem stjórnaði þvi heimili með rausnar- skap. Reyndust þau honum eins og bestu foreldrar. Fósturföður sinn missti hann um það bil ári áður en við kynntumst. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1961, er við urðum sam- skipa á togaranum Hvalfelli og tókst með okkur vinátta sem hélst ætíð síðan. Tommi var alla tíð sjómaður, kunni hann hvergi bet- ur við sig en á sjónum, enda báru sögur um hann þess merki að þar var maður sem kunni sitt fag. Skipstjórnarmenn sóttust mjög eftir þvi að fá hann í pláss hjá sér. Og með sanni get ég sagt að dug- legri manni hef ég ekki verið með til sjós. Tommi var trygglyndur mjög og góður vinur vina sinna. Aldrei sagði hann æðruorð um nokkurn mann. Móðir hans býr i Danmörku með seinni manni sínum, Ove Abildgaard, og þremur börnum þeirra. Veit ég að hugur þeirra dvelur nú heima eins og hefur verið síðustu þrjú árin því þá veiktist Tommi af þéim sjúkdómi er dró hann til dauða. Allan þann tíma sem hann dvaldi á sjúkra- húsi kom fósturmóðir hans á hverjum degi að heimsækja hann, engin hefði reynst sínum nánasta eins vel og Guðríður gerði, enda er sorg hennar mikil. Arið 1964 fór Tommi að búa með unnustu sinni, Þyri Dóru Sveinsdóttur; ári síðar eignuðust þau dreng er skírður var Kristinn eftir fósturföður hans, er hann dáði mjög. Við hjónin höfðum alla tið mik- ið samband við Dóru og Tomma. Það var oft giatt á hjalla, og minn- umst við þeirra stunda með sökn- uði. Leiðir þeirra skildu eftir nokkurra ára sambúð, en sam- band þeirra feðga, Tomma og Kristins var alla tíð gott. Innilega samúð vottum við hjónin Guðríði fósturmóðir Tomma, syni og öðrum ástvinum. Blessuð sé minning hans. Sigurgeir Gunnarsson. ,.í.k veiti vöur tivfld, sem þrautum þjást og þér skuluð tii mfn leita. Mín bregðast ei kunna orð né ást sem öllum eg náði heita'* Svo taladi hann, sem enn oss ann sem enn er oss hjálp að veita (Halldór B.) Tómas Árnason andaðist að- fararnótt mánudagsins 5. þ.m. á Borgarsjúkrahúsinu eftir langa legu við erfiðan heilasjúkdóm. Lá hann oft mikið veikur heima, en mest var hann á Borgarsjúkrahús- inu undir handleiðslu færustu lækna, er allt gerðu er hægt var honum til hjálpar. Bestu þakkir vil ég færa þeim ásamt hjúkrun- arliði fyrir alla þá miklu hjúkrun, er þau veittu Tómasi alla tíð. Veikindi sin bar hann með stakri hugprýði og hugarró sem óvenjulegt er hjá svo ungum manni. Foreldrar Tómasar voru Unnur Skúiadóttir Thoroddsen og Arni Pedersen lyfjafræðingur, bæði búsett í Danmörku. Arni lést fyrir þremur árum. Þórey Kolbeins — Minningarorð Fædd. 7. maí 1895. Dáin. 8. desember 1977 Hinn 8. þ.m. lést á Landakots- spitala í Reykjavík Þórey Kol- beins, 82 ára að aidri. Hún var fædd á Staðarbakka, Miðfirði 7. maí 1895. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson prestur þar og síðar að Melstað, Miðfirði, og kona hans Þórey Bjarnadóttir Þórðarsonar bónda að Reykhól- um. Þórey var þriðja barna þeirra hjóna, en systkinin voru 10. Af Kolbeinssystkinunum eru nú átta látin, en eftir lifa Bjarni, sem er búsettur í Vancouver í Kanada, og Páll, búsettur hér í Reykjavík. Þórey ólst upp hjá foreldrum sin- um á Meistaö, sem var fjölmennt menningar-heimili og mikil reisn yfir. Er Þórey var 16 ára missti hún föður sinn séra Eyjólf og stóð þá móðir hennar Þórey Bjarnadöttir ein uppi með sinn stóra barnahóp, 10 börn, og þar af 6 innan við fermingu. Hagur fjölskyldunnar varð erfiður við fráfall séra Eyjólfs. Svo stóð á, að hann hafði nýlega lokiö byggingu íbúðarhúss á Mel- stað. Það var á þeim tíma mjö myndarlegt steinhús. Þá, eins og nú, átti ríkið íbúðarhús prest- setra, en lagði þó ekkert fram til byggingar þeirra. Nokkurt lán gat presturinn fengið, en hvíldi á hús- inu og fylgdi því. Hitt varð hann að leggja fram sjálfur án nokkurs eignarréttar í húsinu. Til þess að geta reist steinhúsið á Melstað hafði séra Eyjólfur hleypt sér í skuldir. Viö fráfall hans varð ekkjan að standa skil á þessum skuldum. Tii þess að fullnægja skuldunautunum voru eignir bús- ins seldar, og gengið hart að. Ekkjan og börnin stóðu uppi alls- laus. Fjölskylda frú Þóreyjar reynd- ist henni þá mjög vei. Foreldrar hennar og systkini tóku höndum saman, og keyptu jörðina Lamba- staði á Seltjarnarnesi og létu frú Þóreyju fá hana til ábúðar. Þnag- að fór hún með öll börn sín. Næstelsti sonurinn, Eyjólfur, vár 18 ára, er faðirinn dó. 17 ára hafði hann lokiö námi við bænda- skölann á Hölum. Hann var mikill ágætismaður bæði að drengskap og dugnaði. Hann sagði við móður sína i sorg hennar, að hún skyldi ekki kvíða, hann skyldi hjálpa henni víð uppeldi systkinanna. Það gerði hann með mikilli prýði og óeigingirni. Hann stóð fyrir búi móður sinnar, hafði forustu í systkinahópnum, og var þeim yngri sem faðir. Fjölskyldan skapaði sér gott heimili á Lamba- stöðum. Samheldni var mikil. Systkinin svo samrýmd, að systk- inaböndin, sem tengdu þau, voru alla tíð óvenju sterk. Góð móðir, sem bjart var yfir, mötaði heimilishætti. Andrúmsioft fram- sækni og heilbrigðrar bjartsýni ríkti. Faðirinn hafði einnig djúp áhrif á börn sín. Þau, sem mundu hann vel, höföu unnað honum og dáðu hann mjög. En auður var ekki í garði og ung urðu flest systkinin að standa á eigin fótum. Er Þórey Pálína var 18 ára hóf hún verzlunar- og afgreiðslustörf, er urðu hennar ævistörf upp frá því. Fyrst vann hún hjá Halldóru Ólafs., kaupkonu, er verzlaði að Bankastræti 12, og var hjá henni um 10 ára skeið. En lengst vann hún við afgreiðslu-störf í verzlun- inni Manchester hér í Reykjavik, eóa 40 ár. Þar hætti hún störfum 71 árs. Eigandi verzlunarinnar Manchester Halldór Gunnlaugs- son, siðar sonur hans, Rútur Hall- dórsson, reyndust Þóreyju góðir húsbændur. Þórey var mjög traust og góð kona. Hún giftist aldrei, en var sem önnur móðir systkinabarna sinna 38 að tölu, og (illum eigum við hlýjar minningar um Eyju frænku, sem var okkur öllum svo góð. Þórey bjó aö Túngötu 31 í 38 ár. I sama húsi bjó systir hennar Ást- hildur, sem nú er látin. Enn frem- ur búa í sama húsi bróðir hennar Páll og kona hans frú Laufey Þorvarðardóttir Koibeins. Heimil- ið á Túngötunni hefur i huga okk- ar systkinabarnanna verið tákn um samheldni Kolbeinssystkin- anna frá Melstað. Þar hefur alltaf ríkt sá andi, sem styrkir og bind- ur Kolbeinsfjölskylduna saman. Er Þórey hætti að vinna og ellin fór að gera henni erfiðara fyrir að hugsa um sig, naut hún sérstakrar umhyggju mágkonu sinnar frú Layfeyjar og bróður síns Páls. Átti hún hjá þeim ágætu hjónum góða daga sín síðustu ár. I júní í sumar var hún lögð á Landakotsspitala. Þar naut hún ágætrar hjúkrunar, þar til hinsta kallið og hvíldin komu. Eg þakka Eyju frænku fyrir allt og allt og veit að hún er í guðs höndum. Eyjólfur K. Sigurjónsson. Borin er til moldar í dag, elsku frænka mín Eyja, en það kölluðu allir frænku mina Þóreyju Kol- beins. Sennilega hef ég þekkt hana einna bezt systkinabarna hennar. Sjálf eignaðist hún ekki börn, en þau börn sem systkini hennar áttu voru allt hennar börn, í hennar augum. — Og börnin þeirra hennar barnabörn. Mér fannst hún ætíð koma mér í ömmu stað, svo góð var hún við mig og fjölskyidu mína. Syni mín- um þótti mjög vænt um hana og þegar faðir hans spurði hvort Eyja frænka hafi ekki verið góð, svaraði hann: ,,Jú, hún gaf okkur alltaf súkkulaðikex.“ Frá bernsku minni er mér það minnisstæðast þegar hún sat við rúmstokkinn hjá mér á kvöldin og raulaði visur fyrir mig unz ég sofnaði. En þetta átti hún hægt með, þar eð hún bjó á efri hæð- inni hjá foreldrum mínum og þar svaf ég í herbergi með henni. Eins hafði ég gaman af að heyra hana segja frá því sem drifið hafði á daga hennar, frá þvi hún var ung að árum og það sem fyrir hana bar í daglegum störfum við vinnu sína í Manchester. Þar vann hún í 40 ár, en hætti störfum er hún var komin á áttræðisaldur- inn. Með þessum orðum vil ég kveðja Eyju mína og þakka henni allt það sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mina. Guð blessi minninguna um hana. Margrét Kolbeins. Fröken Þórey Kolbeins lést á Landakotsspítala þann 8. desem- ber eftir erfið veikindi. Þórey fæddist 7. maí 1895 að Staðar- bakka i Miðfirði, V- Húnavatnssýslu, dóttir prests- hjónanna þar, sr. Eyjólfs Kol- beins og Þóreyjar Bjarnadóttur frá Reykhólum. Stóðu að henni traustar presta- og bændaættir frá Breiðafirði og Vestfjörðum, sem ekki er þörf að rekja nánar hér. Þó er ekki úr vegi að minnast á eina formóður hennar og nöfnu, Þóreyju Gunnlaugsdóttur á Reyk- hólum (dáin 1863, 77 ára), er var gift Þórði Þóroddssyni, beyki og bónda á Reykhólum. En hún var Minning — Sigurbjörg Jóna Magnúsdóttir I dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför frú Jónu Magnús- dóttur, Einarsnesi 36, en hún and- aðist í Landakotsspitala 7. þ.m. eftir örskamma legu. Jóna Magn- úsdóttir var Fljótshlíðingur, fædd að Heylæk 1. sept. 1905. Foreldrar hennar voru Guðrún Helgadóttir frá Heylæk og Magnús Sigurðsson er var Landeyingur að uppruna. Jóna dvaldi á æskuheimili sínu til 18 ára aldurs, að leiðin lá til Reykjavíkur. Ég hygg að hún hafi dvalist hér fyrst um sinn í skjóli systra sinna, sem hingað voru fluttar. Snemma mætti Jónu and- streymi. Hún missti móður sína 11 ára gömul, en það er sár lífs- reynsla fyrir barn á þessum aldri. Fljótlega eftir komuna hingað til Reykjavíkur veiktist Jóna og dvaldi um tíma á heilsuhæli, og þótt bati fengist var heilsan aldrei sterk. I Reykjavík kynntist Jóna eftir- lifandi eiginmanni sínum, Pétri Guðmundssyni frá Borg í Arnar- firðí, og giftust þau'árið 1929. Var heimili þeirra hjóna alla tíð hér í Reykjavik, og stundaði Pétur að- allega sjósókn og síðar fisksölu. Mjög fljótlega eftir giftingu þeirra Jónu veiktist Pétur alvar- lega, og var árum saman að ná sér eftir þau veikindi. Þetta voru erf- iðir tímar í allsleysi kreppuár- anna, þegar enga félagslega að- stoð var að fá. En hvað skyldi þá hafa hjálpað fólki við svipaðar aðstæður á þessum timum? Jú, einmitt það sem nútímafólk hefur glatað í allt of mörgum tilfellum: að treysta guði, sýna hver öðrum tillitssemi, og gera ekki of miklar kröfur til annarra. Alla þessa góðu kosti hafði Jóna til að bera í ríkum mæli, enda vann hún sínar orrustur. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem á hefur verið minnst, tel ég að Jóna hafi verið mikil gæfukona. Sterk- ur þáttur í fari hennar var kær- leiks- og fórnarlund, og hún fékk tækifæri til að ausa af þeim brunni til svo að segja síðasta dags. Tengdaforeldrar hennar, sem voru árum saman með þeim hjónum, nutu aðstoðar hennar og umhyggju til hinstu stundar. Þá var Jóna þremur sjúkum og^ ein- stæðum systkinum sinum stoð og stytta meðan þau lifðu. Jóna lifði alla tíð í ástríkri sam- búð við eiginmann sinn, og gat glaðst yfir velgengni sona þeirra hjóna, sem reyndust foreldrum sínum í alla staði frábærlega vel, en þeir eru Gunnar vélvirki, kvæntur Þóreyju Hannesdóttur, og Magnús stórkaupmaður, kvæntur Eyþóru Valdimarsdótt- ur. Allar þessar góðu gjafir kunni Jóna að meta. Að lokum flyt ég vini okkar Pélri og fjölsk. innilegar samúð- arkveðjur. Ég er þess fullviss að kærleikshugur góðrar eiginkonu og móður muni fylgja ykkur. Þökk fyrir góð kynni. A.S. Við andlát frú Sigurbjargar Jónu Magnúsdóttur frá Heylæk í Fljótshlið brjótast minningarnar fram af löngum og góðum kynn- um. Sem ungur maður kom ég til hennar og manns hennar, Péturs Guðmundssonar, með Þórunni konu minni, sem var frænka hennar og einnig kennd við Hey- læk í Fljótshlíð. Frá þeirri stundu stofnaðist mikil vinátta milli okk- ar og Jónu og fjölskyldu hennar. Á þessum kreppuárum höfðu margir lítið fyrir sig að leggja og lífsbaráttan oft erfið, en þá er maðurinn oft stærstur er vandinn er mestur. A heimili Jónu og Péturs voru tveir ungir synir og tengdaforeldrar, en þrátt fyrir ýmsa erfiðleika vegna veikinda, var þar glatt á hjalla og gott að koma. Og lífið gekk sinn gang. Fyrr en varir eru synirnir fulltíða menn og hafa stofnað sitt heimili. Gunn- ar vélvirki að atvinnu, kvæntur Þóreyju Hannesdóttur, og Magnús stórkaupmaður, kvæntur Eyþóru Valdimarsdóttur. Sam- heldni mikil var með þessum fjöl- skyldum, enda veganestið að heiman gott. Sambúð þeirra hjóna Jónu og Péturs var í alla staði til fyrir- myndar, þar sem ást og gagn- kvæmur skilningur fengu að njóta sin. Systkini Jónu voru lengi búsett í Reykjavík og sam- gangur við þau og heimili þeirra einnig tiður. Við hið skyndilega andlát Þórunnar konu minnar voru hlý orð og hluttekning Jónu og fjölskyldu hennar mér mikill styrkur. Með síðustu sporum Jónu hér á jörðu var að koma í heimsókn til háaldraðrar fóstur- systur minnar, Jórunnar Jóns- dóttur, og njóta samvístar með henni þótt hún sjálf væri þá sár- þjáð i læknisvitjun. Þannig er henni best lýst. Engan óraði fyrir því þá, að hún ætti svo stutt eftir af sinni jarðvistargöngu. En lifið er hulin gáta, og eitt er víst að jafn trúuð kona og Jóna sál. var á góða heimkomu í ríki Drottins. Jónu er minnst með þakklæti og virðingu fyrir kærleik og hjálp- fýsi, ástúð og fórnarlund sem aldrei brást. Börnum mínum var hún líka sem besta vina og munu þau einn- ig lengi minnast hennar. Að lokum færi ég og fjölskylda mín eftirlifandi eiginmanni, Pétri J. Guðmundssyni, og öllum ást-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.