Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FllMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 15 Særótið vió suðurströndina — Særótió við suðurströndina — Særótið við suðurströndina 2/2 meters flóðhæð þeg- ar veðurofs- inn gekk yfir Grindavík 14. des. OFSAVEÐUR gekk hér yfir Grindavík í morgun með miklum sjógangi. Veðurofsinn byrjaði um níuleytið og náði fljót- lega hámarki. Þar sem stórstreymi var einmitt á þessum tíma var flóð- hæðin geysimikil, eða 2—2XÆ metri þegar verst lét. Nokkrar skemmdir urðu hér á bátum og mannvirkjum. Báturinn Erlingur KE 20 gekk upp á svokallaða Kvíabryggju í mestu hryðjunum og er þar ennþá eins og með- fylgjandi mynd sýnir glögglega. Þá skemmdust trillur sem stóðu á sjávarkambinum hér við þorpið nokkuð, þó engin mjög alvarlega að því er talið er við frumskoðun. Sjóvarnargarðurinn sem er hér við þorpið skemmdist nokkuð er sjór gekk stöðugt yfir hann. Þá skemmdist stór olíutankur töluvert þeg- ar hann varð fyrir ágangi og dældaðist mikið. Sjór flæddi inn í mörg hús og m.a. flæddi inn í bæði fiskvinnsluhúsin hér, Hópsnes og Þor- björn, en skemmdir eru þó ekki taldar alvarlegs eðlis, en það er bæði dýrt og mikið verk að hreinsa húsin þar sem mikið drasl og þang flæddi þar um allt. Einnig urðu ein- hverjar skemmdir á íbúðarhúsum og fjárhús hér úti á kambinum fyrir utan bæinn skemmdist töluvert er gaflinn gekk hreinlega alveg inn. Þegar verst lét var algerlega ófært milli húsa hér niðri í bænum næst höfninni. Guðfinnur. Erlingur KE 20, tuttugu tonna bátur, sem gekk upp á „Kvfabryggju“ í óveðrinu i gær í Grindavík. Mikill sjór gekk á land í óveórinu og varð ófært milli húsa nálægt höfninni. Ljósmyndir (iuófinnur IRA hótar fleiri hermdarverkum Belfast 14. des. AP. MIKIL hræðsla greip um sig með- al almennings í Belfast og Londonderry eftir að sjö sprengj- ur sprungu þar í gær, að sögn lögreglu. Sprengingarnar fylgdu í kjölfar aðvörunar frá öfgaarmi IRA, þar sem sagt var, að IRA myndi enn auka hermdarverk sín í desem- bermánuði. Sprengjurnar í gær sprungu í sportvöruverzlun í Belfast og i smáverzlunum í Londonderry. Enginn meiddist en skemmdir urðu talsverðar. Breskir hermenn slökktu eld- ana, en þeir gegna störfum slökkviðliðsmanna meðan þeir eru í verkfalli. Síðan hermennirn- ir tóku að sér slökkvistörf, hefur IRA margsinnis komið fyrir sprengjugildrum við brunahana og hefur það gert hermönnum mjög erfitt fyrir við slökkvistörf- in. Presley Nashville. Tennessee, 14. desember. AP. Uppboðshaldarinn Don B. Smith segist eiga von á um 700 aðdáendum Elvis heitins Presley þegar hann hefur upp- boð sitt í kvöld á um 40 gripum úr eigu hins látna konungs rokktónlistarinnar. Ekki sagðist Smith geta gert sér í hugarlund hversu mikið fé fengist fyrir gripina. „Hér er um tilfinningar og tilbeiðslu að ræða og ekki auðhlaupið að því að meta slfkt til fjár,“ sagði Smith. Smith keypti gripina, sem eru á uppboðinu, af Presley uppboó sjálfum en einnig hefur hann fehgið þá hjá ættingjum hans. Meðal þess, sem er á boðstólum, er stórt málverk af einu húsa Presleys og hefur Smith þegar hafnað 75 þúsund dollara til- boði i það. Ramminn, sem upp- haflega var um málverkið hefur verið sagaður í 'A senti- metra langa búta og vill Smith fá a.m.k. 4—5 dollara fyrir hvert stykki. Loks má nefna að Lincoln Limousine bifreið Presleys, árgerð 1960, er á upp- boðinu, en henni hefur verið ekið 31 þúsund mílur og er ein 34 bifreiða sinnar tegundar. Fjárlög fyrir færeyska þingið Þórshöfn. Færeyjum 13. desember LANDSSTJ ÓRI Færeyja lagði í dag fram fjárlög fyr- ir árið 1978—79 á færeyska landsþinginu. Fjárlögin nema 438 milljónum fær- eyskra króna. Landsstjórinn, Demmus Hentze, sagði að reiknað væri meó að tekjur af sköttum næmu 236 milljónumog af tollum 198 millj Fjárlögin eru 40 milljónum hærri en síðustu fjárlög. Framlög til heilbrigðismála eru nú 10 milljónum hærri, til menntamála 7.3 milljónum hærri, til sam- gangna 4.1 milljónum hærri og til félagsmála 4 milljónum hærri. Stærstu liðir fjárlaganna eru samgöngur, 83 milljónir, félags- mál. 74.1 milljónir, og framlag til fiskveiða 74 milljónir. útvar p/ kassettulæki Lang og miðbylgja Bæði fyrir rafhlöður eða venjulegan straum. Verð aðeins kr. 32.690.— PHIUPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 2Ó455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.