Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 23 Frábærar Jassplötur í Kamabæ Draumaplata allra Jassunnenda Sophisticated Giant DEXTER GORDON THE PEACOCKS STAN GFfZ ■ IIMMIE RÖWLES Frábær gitaristi The Peacocks Piano/ Saxafón blues — Herbie Hancock Wayne Sherter o.fl. WITHJI pasSs The Giants Hans ’ langbesta THEQUINTET vs.or "THE GIANTS’ pfmsoN & PASS & Jóhannesar var Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir móðir Thors- bræðra; rofnuðu þau ættbönd eigi. Annað bræðrabarn Jóhannesar var Stefán Guðmundsson á Borg í Mikla- holtshreppi. Þorbjörg Kristín dóttir Stefáns var 1907 gefin Ölafi Guðmundssyni 22 vetra gömlum, og fyrsti sonur, Guðmundur, var undir árslok alinn i Jónsnesi, föðurhúsum Ólafs. Seinna fæddust 3 systkin Guðmundar: Ragnheiður kennari, Gunnar bíl- stjóri og Siggeir, húsasmíðameist- ari og kennari í Kópavogi. Það yrði langur annáll að rekja för hins fjölhæfa Ólafs Guðmundssonar og skylduliðs unz hann veik brott úr tæpt staddri Stykkishólmsútgerð gengis- hækkunarárið 1924 og réðst nær félaus í það að eignast Dranga, og búa vel. Uppvöxtur Guðmundar sonar hans, tið búferli og skammar, ágætar sumardvalir og igripastörf o.s.frv., yrðu torskilin nema sem ívaf þess annáls. Guðmundi eru minnistæðar yfir- setur sínar á Borg yfir kvíaám, oft með Helga Péturssyni síðar bílstjóra í Gröf, eða styttri vist- ráðning hjá Steinunni ömmu- systur á Miðhrauni. Hún vandi hann við að lesa á kvöldin sögur upphátt fyrir fólkið, eða lesa hús- lestra. Þar hlaut hann svarta gimbur í kaup og keypti gegn afborgun fyrsta hest sinn. Nýfermdur tók Guðmundur það á sig, með öðrum dreng, að vera smali 62 kúa, sem þá voru á fóðr- um i Stykkishólmi (engar nú), og hélt því tvö sumur. Þeim var beitt um holt og mýrar, nærri upp til Helgafells. Vetrarfóðrið var sött með dugnaði úr eyjum fjarðartns eða í túnrækt nýja, sem þá sér- kenndi þorpið og létti fátæktar- byrðina á fisklitlum árum. Það bjartsýniskast eftir stríðslok. sem stýrði smíðum og Stykkishólmsút- gerð Ólafs 1919—24, var ekkert sem iðrast þurfti eftir. Komandi hrun í þorpinu var saga ótengd honum. Það hve Ólafur Dranga- bóndi hélt áfram að vera jafn- tengdur sjó og sveit og smíðum virtist mér meginorsök þess að hann var, og eins Guðmundur, jafnan ákveðinn sjálfstæðiskjós- andi, áherzlan lögð á allra stétta flokk. Þau orð gætu verið inngangur að skýrslu um seinna starf Guðmundar bönda í hreppsnefnd og héraðsmálum, svo sem í stjórn Kaupfélags Stykkishólms, búnað- arfélagi o.s.frv. Annar lyndisþátt- ur birtist í þvi að síðan 1962 er hann heiðursfélagi í Fugla- verndarfélagi íslands í viður- kenningarskyni fyrir umhyggju er hann bar fyrir varpstöð arnar i Háskerðingi yfir Dröngum, sem Birgir Kjaran titlar ,,stórbýli“ í Hafarnarbók sinni 1967, og mundi hver örn greiöa þeim titli atkvæði. Baráttu fyrir stofnun sjúkrasamlaga og fyrir lagningu vegar norður Heydal (áður en hin gallaða Bröttubrekkuleið var valin, til að kaupa með henni at- kvæði nokkur í keppni um Dala- þingsætið) má nefna rétt til dæmis um deilumál, þar sem Guðmundur varð með framsækni flokki heldur til sóma. I krápvaðli i maíbyrjun 1932 þrammaði ég að gamni alla pósl- leiöina frá Boröeyri að Dröngum, vissi nafn hjónanna þó aldrei hefði ég í landshlutann komiö, vænti góðs gestbeina hjá Kristínu Stefánsdóttur, mátti þó eigi gist- ing þiggja sakir tímaskorts. Þegar sá til túnhliðs og bæjar, kom aö mér rakalaus óviðráðantegur landfræðiáhugi: þessum bæ máttu ekki heilsa eins og bjáni; hér er fyrsta tækifæri þitt að skynja úr hrjósturholtinu breið- firzka auðsældarjörð og hvaða fölk þessi fjörður skóp. An þess ég, sakir lúa, vissi enn orsök mína var ég á hlaupum upp á dranginn, sem úr 55 m hæð gaf sýn yfir bátlægi, túnföt og bæjar- stæði, sem nú var í rústum; verið var að endurbyggja mest af mannahibýlum, á einu lakasta kreppuári bænda. Þaö var sém ég sæi ekki merkin um efnaskort og frumbýlingshátt, né þúfnakarg- ann, er beið plögs og sáningar, en sern Mývetningur leit ég hýrt til eyja, sem heita þannig og fylgdu KARNABÆR Hljómdeild Austurstræti 22, Laugavegi 66, sími 281 55 og Glæsibæ sími 81915. Jassunnanda er góð plata dýrmæt eign. Verið velkomin i eina eða allar af þremur verzlunum okkar. Dröngum: Snæfoksey, Hryggir þrír, Húsey, Skáley, Máshólmi, Gjarðey ytri og innri, Hrútey, Stafey o.fl. Það var á slíkum jörðum sem stórmenni gátu fram- fleytt sér fyrrum með tugi unglinga og kauplágs vinnufólks, haft gnótt úr sjó og eyjum, nóga útigangssauði og hross. Breiðfirzk saga hvislaði að mér á dranginum: Hér búa við rústir sínar höfðingjar nteiri en þú bjóst við. — Satt reyndist það. Sú vitund sækir á mig milli línanna, sem ég er að hripa. Guðmundur Ólafsson lauk eins vetrar námi búfræðinga á Hvann- eyri til að búa sig undir aö rétta Drangajörð við. Svo réðst hann plægingamaður í Tálknafjörð. Þar rakst hann í plógfari sínu á unga stúlku, Valborgu Ernils- dóttur, sem hefur verið konan hans síðan vorið 1934 og veitt honum alla þá gæfu, sem mær getur manni veitt. Hún er einnig ljósmóðir og til margs fær. Börn þeirra eru fimm: Ólafur Guðmundsson húsasmiður, g. Herdísi Jónsdóttur, Kristjana Emilía, g. Jóni Sigurðssyni járn- smið, Unnsteinn bifreiðaeftiriits- maður á Höfn í Hornafirði, g. Hildigerði Skaftadóttur, Rósa, g. Þórði Kárasyni prentara á Akur- eyri, og Kristín Björk kennari, g. Friðbirni Steingrímssyni íþrótta- kennara, Varmahlíð, Skagafirði. í bili er tala barnabarna 16. „Stofn- inn er gamall þó laufið sé annað en forðum." Björn Sigfússon. Þeir sem áttu því láni að fagna að koma að Dröngum á Skógar- strönd meðan þau ágætu hjón Valborg og Guðmundur réðu þar húsum, gleyma því seint. Viður- gerningur, glaðværðin og elsku- legheitin voru slík. Ég man því enn vel fyrstu komu mina þangað og þær urðu fleiri og á vorin fékk ég að fara með Guðmundi út um eyjar I eggjaleit. Þau hjón bjuggu þarna myndar- og snyrtibúi svo eftir var tekið. Því miður kenndi Guðmundur þess lasleika sem varnaði honum lengri búsetu og varð hann því að flytjast suður til læknisleitar. Sú leit hefir verið ströng og oft dáist ég að hugrekki og þreki Guðmundar og ekki veit ég hversu oft hann hefir lagst undir hnífinn eins og það er orð- að, en það er oft og mér til mikill- ar ánægju hefir hann komið glað- ur og reifur úr hverri ferð og er það meira en um alla verður sagt. Guðmundur er starfsmaður svo af ber og heldur en leggjast í iðju- leysi tekur hann að binda bækur og ýmist annað gagnlegt þegar veikindin eru ekki I algleymi. Og nú fyrir skemmstu bar enn fund- um okkar saman og sama brosið um varir. Þau hjón fluttust i Kópavoginn og þar stendur þeirra byggð nú og sama reisnin og elskulegheitin eru yfir þvi heimili og á Dröngum, þetta hafa þau flutt með sér, en auðvitað skilið hálfan hugann eftir fyrir vestan svo sem sæmir þeim sem varanlega tryggð taka við starfs- vang sem erjaður er erfiði og styrk. Guðmundur er traustur maður að hverju sem hann gengur. Skoðanir hans eru skýrar og ákveðnar. Hann getur aldrei verið að dekra við hálfvelgjuna eða það sem hann veit hálfan sannleik. Þess vegna hlaut svo að fara að tryggð og vinátta okkar yrði varanleg. Enda höfðum við ýmis- legt saman að sælda meðan bú hans stóð fyrir vestan, ég á sýslu- skrifstofunni í lengri tima og manntalsþingin haldin að Dröng- um og þar sem þinghúsið var orð- ið hrörlegt var ekki tekið annað í mál en að þinga í stofunni þeirra Valborgar og Guðmundar. Og Framhald á bls. 21. Jass, progressiv tónlist eða hverju nafni sem hún er nefnd. Við höfum undanfarið reynt að leggja rækt við þessa gerð tónlistar og státum okkur nú af nokkru úrvali, sérstak- lega þó af nýjum plötum._____ ____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.