Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 19 Sigríður Jónsdottir Siglufirði — Áttræð Þegar þetta er ritað, hvarflar hugur minn norður yfir heiðar og fjöll, norður til Siglufjarðar, til fjölskyldunnar að Hvanneyrar- braut 23. Þar sem vinafólk mitt, Sigríður og Hallur Garibaldarson búa og hafa búið i rúm 50 ár ásamt fjölskyldu sinni. Frú Sigríður er áttræð 15. des- ember og slíka sögu á hún að baki og þakkir skilið frá vinum sinum, að ég leyfi mér að minnast hennar hér i dag. Við, sem átt höfum hana sem góðan, tryggan og ráð- hollan vin, þökkum henni í dag samfylgdina og óskum henni alls hins bezta á komandi dögum og þá fyrst og fremst góðrar heilsu. Attatíu ára saga Sigríðar Jóns- dóttur er og þess virði að kunnug- ur segi þar nokkuð frá, frá við- horfum hennar og viðbrögðum í lífsglímunni. Hún fæddist 15. des- ember 1897 eins og áður segir, að Sléttu í Fljótum, Skagafjarðar- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin, sem þar bjuggu, Jón Þor- steinsson og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir. Án efa fögnuðu foreldrarnir komu þessa „jóla- barns“ fjölskyldunnar í svartasta skammdegi vetrarins. Á Sléttu voru engar allsnægtir um þessi jöl og lágt var til lofts í Sléttu- bænum, en engu að síður rikti þar fögnuður og þakklæti. Sigríður Jónsdóttir naut um- önnunar foreldra sinna skamma hríð, því faðir hennar fórst 6. janúar 1899 þegar Sigríður var rúmlega 2ja ára gömul. Allan des- ember 1898 ætluðu bændur úr Fljótum að freista þess að komast til Siglufjarðar eða Hofsóss og sækja bjargræði fyrir heimili sín, en þann mánuðinn viðraði svo, að ófært var til Siglufjarðar yfir snarbratta klakabundna fjallvegi og langt var til Hofsóss í stormum og fárvirði. Um áramótin 1898—99 slotaði veðri svo, að í byrjun janúar ræddu nokkrir bændur úr Fljótum hugsanlega kaupstaðarferð og niðurstaðan varð sú, að farið var á opnum fiskibáti frá Haganesvík til Hofs- óss og ferðadagur var ákveðinn 6. janúar. Átta bændur ákváðu að fara þessa ferð. Þegar hér er kom- ið sögu voru Guðný og Jón Þor- steinsson flutt í Efra Haganes og var hann skipstjóri á bátnum. Vindáttin við upphaf ferðarinnar var hin ákjósanlegasta og lagt var af stað í góðri trú, að áttin héldist. Bændur höfðu ekki róið lengi, þegar aftaka veður brast á. Þetta veður stóð linnulaust i þrjá sólar- hringa. Báturinn fórst með rá og reiða. Þetta var reiðarslag fyrir hina fámennu og fátæku Fljóta- byggð og bar hún ei sitt barr eftir í mörg — löng ár. Ekkjan i Efra Haganesi stóð nú uppi með dætur tvær, Sigriði og Soffiu 8 ára og hjá henni bjó öldruð móðir hennar og ætíð sið- an meðan hún lifði. Á Dölum þ.e. vestan Siglufjarð- ar var um siðustu aldamót búið á þremur bæjum, Engidal, Dalabæ og Máná. Tilheyrðu þeir, er þar bjuggu, Hvanneyrarhreppi. Eftir lát manns síns, eða árið 1901, flyst Guðný með móður sína og dætur að Máná, mun sennilega hafa átt hlut i þeirri jörð, en þar bjuggu þau hjón ásamt Þorsteini föður Jóns, áður en þau fluttust að Sléttu. A þessum bæ elst Sigríður, sem við minnumst sérstaklega í dag, upp við umhyggju ömmu sinnar og einstaka móðurást, snyrti- mennsku og vinnusemi. Guðný Jóhannsdóttir var velgefin kona og las mikið eftir þvi sem tök voru á. Á uppvaxtarárum Sigríðar bjuggu á einum Dalabæjanna — Engidal — Garibaldi Einarsson og kona hans Margrét Pétursdótt- ir. Áttu þau 3 dætur og 6 syni, öll voru börnin hin myndarlegustu. I þessum hópi var Hallur, nokkru eldri en Sigriður á Máná. Þau litu hvort annað hýru auga og hinn 12. maí 1918 gengu þau í heilagt hjónaband — lögðu á brattann — klifu vesturfjöll Siglufjarðar og stofnuðu þar sitt heimili og hafa búið þar síðan i tæp 60 ár. Með þeim til Siglufjarðar fór einnig 10 ára gamall bróðir Halls, Öskar, og ólu þau hann upp sem sinn son til fullorðins ára og þau gerðu meira, einnig tóku þau á heimili sitt ung- an dreng, Jóhannes Jósepsson og gengu honum í foreldrastað. Þá kom síðar á heimilið til þeirra faðir Jóhannesar aldraður maður og var heimilisfastur hjá Sigríði og Halli í 26 ár, lengst af blindur þann tíma og rúmfastur mörg ár. Annaðist Sigríður hann alla tíð af sérstakri kostgæfni svo orð var á gert i ungdæmi mínu í Siglufirði. Áður en skilið er við þennan lifssöguþátt Sigríðar má geta þess, að einnig ólu þau upp Magdalenu dóttur Jóhannesar frá 10 ára aldri, er hún nú búsett í Reykjavik. Óskar og Jóhannes, sem hér hafa verið nefndir, eru báðir búsettir í Siglufirði og hafa vel launað fósturgjöldin, sem og i Magdalena Jóhannesdóttir. Sigriður og Hallur eiga að vori Framhald á bls. 21. Bang&Olufeen a HLJOMTÆKI » 1 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm BUÐIN Á HORNt SKIPHOLTS OG NÓATÚNS SÍMI 29800 ( 5 LÍNUR) 26 ÁR í FARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.