Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 17 na — Særótid vió suóurströndina — Særótió vió suóurströndina — Særótið við suðurströndina — Ljósm Mbl Friðþjófur jukust lætin, sjórinn skall á húsinu og náði sjórinn uppundir þak, og mér er það óskiljanlegt að rúðurnar skyldu ekki láta sig. ef það hefði gerzt, hefði illa farið Bíll sonar míns og olíugeymir húss- ins stóðu skammt vestan við það og i bílskúrnum var minn eigin bill. Mér tókst að forða honum áður en mestu lætin urðu, en það er að segja af olíugeyminum og bilnum, að olíu- geymirinn slitnaði upp og barst 30—40 metra upp fyrir húsið og sömu sögu er að segja af bilnum. Ég hef reynt að rækta upp lóðina kringum húsið undanfarin ár, en nú er hún þakin stórgrýti, sandi og þara Við það að olíugeyminn sleit upp, fór kyndingin úr sambandi, en ég hef nú komið á bráðabirgðakyndingu með þvi að stilla upp olíubrúsa við hliðina á kyndingunni,,, sagði Tómas. Timbur fyrir 5—6 millj. kr. flaut upp Á Eyrarbakka varð tjón okki eins mikið og á Stokkseyri, en engu að síður fylltust margir kjallarar af vatni og ýmsar aðrar skemmdir urðu Mestar urðu skemmdir í einu einbýlishúsi austarlega í þorpinu, en þar braut sjórinn rúður og flaut siðan um alla ibúð Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrar- bakka, sagði, að sjór hefði farið i 10—15 kjallara í húsum 1 þorpinu, sums staðar hefði tjón orðið lítið sem ekkert, en annars staðar töluvert „Grjótvarnargarðurinn við höfnina skemmdist töluvert, víða hefur grjót hrunið úr honum og spurningin er hvort það hefur hafnað í rennunni, ef m beljandi á móti mér om fram á ganginn” þessir þrír bátar okkar Stokkseyringa fara ekki á vertið i vetur " Stokkseyrarbátar eru alls 5, og um sinn eru aðeins tveir bátar, sem hægt er að gera út þaðan, nema einhverjir komi í stað þeirra er rak upp í fjöru í gærmorgun. Að þvi er Grétar Zóphani- asson sagði, þá var það rétt um kl 9 i gærmorgun sem fyrsta stóra aldan kom inn á höfnina og eftir 10—15 mínútur voru allir bátarnir farnir af stað við Hafnarbakkann. Tjónið líklega um 200 millj. kr. „Ég get ekki betur séð en að bátarnir séu meira og minna ónýtir. Kjölurinn er genginn upp í þeim, sem bezt lítur út, Vigfúsi Þórðarsyni, Hásteinn og Jósef Geir eru báðir mjög illa brotnir Hvað snerti Bakkavik, er ég hræddur við flóðið í kvöld," sagði Jóhannes Reynisson, sveitarstjóri á Stokkseyri, þegar rætt var við hann. „Sjóvarnargarðurinn er að mínu mati að mestu ónýtur frá Eyrarbakka út undir Baugsstaði, en þessi leið er nokkuð á fimmta kólómetra, og maður því hræddur um að sjórinn gangi enn hærra á land ef eitthvað ber út af í kvöld eða næstu daga I Bátarnir þrir eru tryggðir fyrir 100 millj kr og ég gæti bezt trúað að kostnaður við að gera við sjóvarnar- garðinn væri svipuð upphæð og tjónið er því vart undir 200 millj kr , en vissulega er margt óljóst í þessu efni, sagði Jóhannes ennfremur Jóhannes sagði, að hann teldi að Viðlagasjóður og Viðlagatrygging ættu að bæta tjónið sem hefði orðið á Stokkseyri. „Bátarnir lágu bundnir við Þryggju þar sem ekki hafði fengizt fyrirgreiðsla til að setja þá í slipp, til að undirbúa þá fyrir vertíðina Ef fyrir- greiðslan hefði fengizt hefðu þeir allir verið í slipp nú, og að því ég bezt veit hafa bátar svo til aldrei verið í höfninni á þessum árstíma. Bátarnir vbru bundnir við bryggjuna eins vel og hugsazt gat og ennfremur var vír úr þeim yfir í grjótagarðina en vír og tóg slitnuðu eins og tvinni í hamförunum i morgun." Þá sagði hann, að Hraðfrystihús Stokkseyrar ætti tvo bátana ásamt öðr- um en Hraðfrystihúsið eitt átti Jósef Geir. Sem kunnungt væri, hefði frysti- húsið átt við mikla rekstrarerfiðleika að etja, og ekki bætti þetta óhapp úr erfiðleikunum Bíllinn og olíu- geymirinn flutu burt „Ég vaknaði eitthvað milli kl 8 og 9 og fannst eins og eitthvað væri að berja húsið mitt. Ég snaraðist fram úr, leit út og sá þá flóð austan við húsið Það var þá vatn og grjót, sem dundi á húsinu," sagði Tómas Karlsson í Haf- steini á Stokkseyri, en Tómas hefur alla tíð búið þar og man ekki flóð sem þetta. „Eftir þvi sem leið á niunda timann svo er, má reikna með að innsiglingin sé ófær ” Að sögn stóð sjór uppi á miðjum sjóvarnargörðunum milli soga, og síð- an gengu fyllingarnar yfir og á eftir beljaði sjórinn um göturnar. Sjóvarnar- garðurinn hefur látið sig víða í vestan- verðu þorpinu, og á kaflá hefur hann algjörlega skolazt burtu. „Við vorum komnir með efni i nýja viðlegukant hingað og átti að hefja frágang á því á morgun Efnið sem kostar vist einar 5—6 millj kr fór allt af stað og i dag hafa menn verið að tína það upp hingað og þangað í fjörunni Þá var búið að koma fyrir tveimur vinnuskúrum vegna þessara framkvæmda. Annar þeirra stendur nú 150 metrum vestan við þann stað, sem honum var komið fyrir fyrst Brak- ið úr hinum liggur vítt og breitt vestur við Ölfursárósa, og það eina heillega, sem fundizt hefur. er verkfærakista. sem fylgdi honum." Þessi stóra skurðgrafa stóð efst uppi á sjávarbakkanum á Stokkseyri, en i einu soginu barst hún niður i fjöruna og hafnaði þar á hvolfi eins og sést á myndinni Stokkseyringar voru fjótir til að þrifa götur þorpsins. Hér er verið að hreinsa bifreiðastæðið fyrir framan kirkjuna Sjórinn kom beljandi á móti mér er ég kom fram ..Þegar ég kom fram á ganginn, kom sjórinn beljandi á móti mér, og þegar ég loks gat opnað stofuna náði sjórinn í gluggahæð og húsgögnin voru komin á flot út um allt,” sagði Emil Ragnars- son fangavörður á Litla-Hrauni, en í húsi hans og Ingibjargar Guðmunds- dóttur eiginkonu hans á Eyrarbakka braut sjórinn rúður og útidyrahurð Tjón á innanstokksmunum er mjög mikið og var hvergi nærri komið í Ijós í gær „Hvorugt okkar hjóna var komið á fætur, þegar þetta gerðist, en hins vegar vorum við áður búin að koma þremur elztu börnunum í skólann og var þá allt í lagi Það var svo rétt um kl 9 30 að við heyrðum mikinn skruðn- ing við húsið og eins og allt væri b.arið utan í sama mund fór rafmagnið og þegar ég kom fram á gang kom sjórinn beljandi á móti mér Grétar Zópaníasson Það sem ég gerði fyrst var að reyna að bregða upp einhverju Ijósi og síðan sótti ég hjálp til að negla fyrir glugga Það næsta var að koma börnunum fyrir. Eins og sést á öllu, er tjón á innan- stokksmunum mjög mikið, og óvíst er hvort við getum flutzt aftur inn í húsið fyrir jól Ef það verður. verða engin teppi á gólfum Hins vegar vorum við svo heppin að fá til afnota gamlan skólastjórabústað til bráðabirgða, þennig að við erum ekki á götunni," sagði Emil Þá sagði hann, að sjór, sandur og þari hefði borizt inn í öll herbergi i húsinu, og ættu þau hjón því mikið verk fyrir höndum við að þrifa allt húsið Þá væri og Ijóst, að hurðir og karmar hefðu skemmzt, þvi sjórinn hefði viða náð hátt upp á dyr. en þær skemmdir kæmu ekki i sjós fyrr en þornaði i húsinu — Þ.Ó. yggjuna áður en þá rak upp i f jöru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.