Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 2

Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1978 brenna Álfa- ÞAÐ var mikið um dýrð- ir á Smárahvammsvelli í Kópavogi í fyrrakvöld er þar fór fram álfabrenna á þrettándanum. Álfa- drottning og kóngur komu í heimsókn og púk- ar voru á ferð með blys. Ennfremur birtust síð- ustu jólasveinarnir, sem kíktu við á leið sinni heim í fjöllin. Margt fleira var til skemmtun- ar og álfabrennunni lauk með flugeldasýningu. Það var Björgunarsveit- in Stefnir í Kópavogi, sem hafði veg og vanda af brennunni og dag- skráratriðum. Meðfylgj- andi myndir tók RAX á Smárahvammsvelli í fyrrakvöld. Sveinn á Egils- stöðum 85 ára SVEINN Jónsson á Egilsstöðum, einn mesti bændahöfðingi lands- ins er 85 ára í dag. Sveinn er landskunnur maður, sem gengt hefur fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir bændur sem heima- byggð sína, þar sem hann hefur, tekið virkan þátt í sveitar- stjórnarmálum. Hann hefur verið búnaðarþingsfulltrúi í áratugi og átt sæti í stjórn Búnaðarsam- bands Austurlands. Þá hefur hann um langt árabil verið bæði oddviti Vallarhrepps og Egils- staðahrepps. Morgunblaðið sendir Sveini á Egilsstöðum og fjölskyldu hans árnaðarsókir á þessum merkis- degi í lífi hans. Útlánaþak fyrir árið 1978 ákveð- ið í næstu viku 1 NÆSTU viku verður haldinn fundur Seðlabankans og við- skiptabankanna til þess að ákveða útlánatakmörk fyrir næstu mán- uði og á þessum fundi verður væntanlega ákveðin útlánastefna, sem fylgja ber á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Jónas- ar Haralz bankastjóra Landsbank- ans var útlánaþakið á siðastliðnu ári miðað við 20% aukningu fyrir utan endurseld lán. Það var svo misjafnt hjá hinum einstöku bönkum hvert markið var. Jónas sagði að I lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar, sem lögð var fyrir Alþingi fyrir jólin, hefði verið gengið út frá vissri útlánahækkun hjá bönkunum eða rétt um 30%. Hann sagði að á fundinum í næstu viku yrði stefnan endanlega mörkuð og væri ljóst að útlána- markið yrði sett vel fyrir innan verðbólgustigið. Rafsuða orsakaði brunann á Hrauki — bóndinn kastaðist nokkra metra er hann reyndi að komast að eldinum TJÓNIÐ vegna eldvoðans að Hrauki í Þykkvabæ s.l. miðviku- dag hefur ekki verið kannað til hlftar, þó liggur Ijðst fyrir að tjónið vegna eyðileggingar þeirra sex hundruð tunna af kartöflum sem urðu eldinum að bráð nemur að minnsta kosti 8 milljónum króna sagði Eðvald Malmquist ráðunautur f samtali við Morgun- blaðið f gær. Aðdragandinn að þessu er að verið var að vinna við flokkun á kartöflum, þá varð smábilun og bóndinn þurfti að rafsjóða og lag- færa. Síðan var gengið frá geymslunni um kvöldið, en klukk- an átta um morguninn þegar bóndinn ætlaði að taka til þá sendingu sem átti að fara á Reykjavíkurmarkaðinn, þá þeytt- ist hann frá dyrunum nokkra metra og var þá kartöflugeymslan sem er um 300 ferme.trar full af reyk og gasi. Síðan tókst bóndanum að koma hurðinni aftur og hringt var á hjálp á nærliggjandi bæi, en þarna er mjög stutt milli bæja. og ennfremur á slökkviliðið á Hvols- velli, sem kom innan tíðar. En það sem bjargaði því að þarna varð ekki enn meira tjón en raun ber vitni var fyrst og fremst það, að milli 10 og 20 bændur komu þar að með handslökkvitæki og tókst með hjálp þeirra að halda eldin- um niðri, þar til slökkviliðið á Hvolsvelli kom á staðinn. Heildar- tjón af völdum brunans er mjög mikið, á húsi og góðri geymslu, sem byggð var 1948 og eins og áður segir eyðilögðust um 600 tunnur af kartöflum að verðmæti um 8 milljónir króna, sagði Eð- vald að lokum. Haustsýning í Ás- grímssafni að ljúka I DAG lýkur haustsýningu Ásgrímssafns. Myndirnar á sýningu þessari eru málað- ar á hálfrar aldar tímabili, og nær eingöngu vatnslita- myndir. Nokkrar þeirra eru haustmyndir frá Þing- völlum. Safnið verður lokað um tíma, en næsta sýning þess verður hin árlega skólasýn- ing. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, er opið í dag frá 1,30—4. Bankastarfsmönnum óheimilt að starfa ut- an bankans án leyfis 1 FRAMHALDI frftta þess efnis að Haukur Heiðar fyrrverandi deildarstjóri Ábyrgðardeildar Landsbanka Islands hafi setið I stjórn hlutafélagsins Dropans í Reykjavfk, sem stjórnarfor- maður, kannaði Morgunblaðið á hvern hátt væri háttað reglum um réttindi starfsmanna Landsbank- ans til að taka þátt í atvinnu- rekstri. „I reglugerð um þetta segir, að starfsmenn bankans megi ekki hafa á höndum launað starf, né stunda aðra atvinnu ne'ma með leyfi bankastjórnarinnar", sagði Jónas H. Haralz bankastjóri Landsbankans í samtali við Mbl. í gær. — „Nú getur það auðvitað verið álitamál hvað er að stunda atvinnurekstur, en það eru til for- dæmi fyrir því að seta í stjórn fyrirtækja krefjist samþykkis bankans. Deildarstjóranum fyrr- verandi hefur því verið alveg óheimil þessi þátta, þar sem hún var ekki með vitund bankans, sagði Jónas H. Haralz bankastjóri að lokum. Lá við stórtjóni hjá Fróni MINNSTU munaði að stórtjón yrði í kexverksmiðjunni Fróni þegar eldur kom upp á 1. hæð verksmiðjunnar laust fyrir há- degi í gær. Mikill eldur var i húsinu en þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði hann slokknað af sjálfsdáð- um, líklega vegna skorts á súr- efni. Töluvert tjón varð i verk- smiðjunni jafnvel þótt svona vel hafi til tekizt. Laust eftir hádegi kom upp eld- ur í mannlausu herbergi á 4. hæð háhýsisins í Æsufelli 4. Mikill reykur barst um ganga hússins áður en slökkviliðið réð niðurlög- um eldins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.