Morgunblaðið - 08.01.1978, Síða 15

Morgunblaðið - 08.01.1978, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 15 „Þegar skammt var liðið á myndina tók Bokassa að gerast ófrýnn í framan” (Sjá: Misheppnuð krýning) NATTURUHAMFARIR Er hægt að hemja felli- byljina? FELLIBYLJIR valda, eins og kunnugt er, gífurlegu tjöni á ári hverju, bæði mann- og eignatjóni. Lengst af'hefur orðiö lítið um varnir við þessum náttúruham- förum. Að vísu verður byljanna oft vart alllangt undan löndum, svo að menn geta forðað sér þaðan, sem þeim er mest hætta búin. En það er auðvitað helzt í þeim löndum þar sem samgöngur eru greiðar að menn eiga sér und- ankomu von; í vanþróuðum ríkj- um eiga menn yfirleitt engan kost en eru til neyddir að bíða þess, sem verða vill, enda valda fellibyljir þar oftlega miklum hörmungum. Er t.d. skammt að minnast þess, er fellibylur varð að bana 20 þúsundum manna á Indlandi. Það eru því gleðitíðindi að nú hyllir undir það, að takist að eyða fellibyljum á hafi úti áður en þeir ná löndum, eða draga svo úr þeim kraft, að þeir valdi tiltölulega litlu tjóni. Bandaríska haffræði- og loftfræðistofnunin hefur geng- izt fyrir tilraunum um þetta. Eru þær byggðar á rannsóknum Tilraunastofnunar í veðurfræði, sem mjög hefur fengizt við athug- anir á fellibyljum. Það er engin furða, að Bandarikjamenn beita sér fyrir þessu; fellibyljir ganga þar upp á land nokkrum sinnum á ári hverju og valda miklum usla, eins og kunnugt er úr fréttum. Við tilraunirnar eru notaðar tvær leitarflugvélar af Lockheed- gerð, sérstaklega búnar við felli- byljum, en þeim til aðstoðar eru þrjár vélar aðrar. Áhafnir vél- anna fylgjast með byljunum langar leiðir, mæla stefnubreyt- ingar, stækkun, hvirflamyndun o.fl. Þegar hvirfill myndast í byln- um má dreifa í hann ísi og fer þá að rigna. Það getur skipt miklu, því að byljir bera oft í sér geysi- legt vatnsmagn upp á land og valda stórflóðum. Eins og fyrr sagði hefur löngum orðið lítið um varnir við fellibylj- um. Hins vegar hafa menn lengi verið að reyna að finna ráð við þeim. Hingað til hefur lítt gengið að draga kraft úr þeim, en aftur á móti hefur ,,fellibyljaspá- mennsku" fleygt mjög fram, einkum síðast liðna þrjá áratugi. A fyrri hluta aldarinnar var hlut- fall manntjóns og eignatjóns af völdum fellibylja í Bandaríkjun- um nálægt því, að 400 manns biðu bana er 10 milljóna dollara eignir eyðilegðust. En nú orðið lægzt að jafnaði aðeins einn maður er 10 milljóna eignir eyðileggjast i felli- byl. Og þess skyldi gætt, að eigna- tjón í fellibyljum er yfirleitt mun minna nú en áður var. Hlutfallið hefur líka breytzt þeim mun meira til batnaðar. Tilraunir þær, sem nú fara fram á vegum Loftfræðistofnun- arinnar bandarísku „miða ekki að því að berja fellibyljina niður, heldur stinga á æð svo að þeim blæði út“, eins og segir í fregnum, og er þessi líking ekki fjærri lagi. Þannig er mál með vexti, að felli- byljir verða til yfir heitum höfum, þegar lægðir ganga þar yfir. Kalt loftið sýgur upp heitan raka og lyftist í miðri lægð. Nýtt loft streymir þá inn í staðinn. Það streymir hratt og hraðinn eykst stöðugt og getur numið 100 hnút- um eða meiru nálægt miðju. Snúningur jarðar veldur þvi, að suðurjaðar fellibyls á norðurhveli dregst í austurátt og loftmassinn fer að snúast rangsælis; á suður-. hveli mundi hann snúast réttsæl- is. Þannig æðir hann áfram þang- að til hann eyðist. En nú er það ætlun vísindamanna að reyna að komast í tæka tíð að loftsúlunni, sem verður i miðjunni og áður var getið — og dreifa ís þar yfir, svo að fari að rigna áður en b.vlurinn kemur upp á land. Þannig vonast þeir til þess að geta komið í veg fyrir stórflóð og auk þess dregið afl úr bylnum að því marki a.m.k. að hann rífi ekki þök af húsum. — ANDREW WILSON. „Lísa“ hét mannskæóasti fellihylurinn sem geklwfir Mexico á síðast- liðnu ári. Hér húkir fjölskylda í rústum heimilis síns. Bylurinn grandaði að minnsta kosti 600 mönnum. REYKINGAR Fimm ára áætlunin og tóbakið 1 Sovétríkjunum er komin upp mikil deila um tóbaksreykingar. Heilbrigðismálaráðuneytið hefur gengizt fyrir blaðaherferð gegn reykingum og vill nú láta prenta aðvaranir á sígarettupakka, svo sem tíðkast víða á vesturlöndum. Landbúnaðarráðuneytið og ráðu- neytið fyrir léttaiðnað hafa bins vegar lagzt eindregið gegn þessu. Heilbrigðisyfirvöld í Sovét- ríkjunum hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því, að reykinga- mönnum fari stórfjölgandi, og einkum þvi, að það sé orðið óhugnanlega algengt, að börn um fermingaraldur reyki að stað- áldri. Létu yfirvöldin athugatíðni reykinga ekki alls fyrir löngu og kom þá i ljós, að fleiri en 60% sovézkra karla reyktu, en 10% kvenna. Hafa tóbaksreykingar aukizt jafnt og þétt þrátt fyrir mikinn áróður yfirvalda gegn tóbaki. Konur eru og farnar að reykja í meiri mæli en áður fyrr. Kemur það heim og saman við niðurstöður könnunar, sem fram fór á vegum Alþjóðlegu heil- brigðisstofnunarinnar. Þar kom í ljós, að lungnakrabbi verður æ algengari meðal kvenna og er það talið stafa m.a. af breyttum við- horfum þeirra til reykinga. Menntamálaráðuneytið sovézka bannaði nýlega reykingar í skól- um og lagði svo fyrir, að upp skyldi tekin almenn skyldu- fræðsla um reykingar og hætturn- ar af þeim, jafnt í grunnskólum sem og æðri skólum. Þá hafa íþróttayfirvöld bannað tóbakssölu á íþróttaleikvöngum og lagt einn- ig bann við reykingum á sund- stöðum og íþróttahúsum. Reyk- ingar eru líka bannaðar á veit- ingastöðum, og í leikhúsum viða, svo og í samgöngutækjum. Þó má reykja i flugvél, ef flugferðin tek- ur meira en fjóra tíma. . . Loks má nefna, að Heilbrigðisráðuneytið hefur bannað læknum og öðru hjúkrunarliði að reykja í viður- vist sjúklinga og nema. Deila ráðuneytanna þriggja um Framhald á bls. 32. lands, Botros Ghaly, kvæntur Gyðingi. Dálkahöfundur nokkur, Mustapha Amin, komst og svo að orði í dagblaði í Kaíró fyrir skömmu, að örðugleikar Gyðinga í Egyptalandi hefðu eingöngu ver- ið að kenna illindum EgyjTta og ísraelsmanna. Egyptar hefðu í rauninni aldrei verið andsnúnir Gyðingum. „Það hefur aldrei þótt löstur á manni hér í landi, að hann væri Gyðingur. Þess má líka minnast, að Gyðingur var kosinn á þing hér árið 1924 og urðum við t.d. langt á undan Bandaríkja- mönnum til þess“. Annar framá- maður í Kaírö tók svo til orða, að Gyðingar væru börn guðs, rétt eins og kristnir menn og Mú- hammeðstrúarmenn og það væri synd að níðast á þeim ...“ En málsvari Gyðinga í Kaíró hafði þetta að segja: „Komist Egyptar og ísraelsmenn að friðarsamning- um munu margir egypzkir Gyð- ingar vilja snúa heim aftur. Og það væri ágætt í sjálfu sér. En þess ber þó að geta, að það mundi valda ýmsum fyrirsjáanlegum vanda. Til dæmis að nefna, yrði að útvega þessu fólki íverustaði og atvinnu. A hinn bóginn er á það að líta, að margir egypzkir Gyðingar erlendis eru í góðum efnum og ófáir auðugir og það yrði til hagsbóta, ef þeir hefðu eignir sínar með sér ...“ — CHAYAM BHATIA. :a gerðist líka ... Mansal Vestur-þýsk stjórnvöld gerðu æði óvenjuleg „jólainnkaup“ að þessu sinni. segir í frétt í London Times. Þau heimtu sumsé um áttatíu Vestur-Þjóðverja úr austur-þýskum fangelsum gegn „allverulegri" lóknun fyrir hvern og einn, eins og það er orðað í fréttinni. Sumt af iessu fólki hafði verið fangelsað fyrir að re.vna að hjálpa austur- jýskum borgurum að forða sér yfrum múrinn, en annað verið handtek- íð fyrir hrot á gjaldeyrislöggjöf Austur-Þjóðverja eða jafnvel fyrir umferðarlagabrot. Um fjögur hundruð Vestur-Þjóðverja gista samt ennþá fangelsin á þessum slóðum. A uppleið Ef allt fer sem horfir verður þrjátíu og átta ára gömul móðir fyrsta „geimkona" Bandarikja- manna. Geimferðastofnunin þeirra þar vestra tilkynnti nafn hennar núna undir áramótin og lét fjölmiðlum samtímis f té aðskiljanlegar myndir af frúnni í geimfarabúningi og meðal annars þá sem hér flýtur með. Geimfreyjan væntanlega heitir Ann Whitaker og er eðlisfræðingur að mennt og á eina dðttur barna. Hún er bú- sett í Huntsville í Alabama og vinnur í geimferðastöð sem þar er staðsett. Hálft tonn á klukkustund Það er langtum of mikið á þær -lagt. stúlkurnar sem standa við peningakassana í stóru sjálfsafgreiðsluverslununum. Sú er að minnsta kosti skoðun stjórnskipaðrar nefndar vestur-þýskrar, sem á dögunum gerði opinberar niðurstöður rannsóknar, sem hún lét gera í svona verslunum. Jafnvel heilsu þessara kvenna er stefnt í voða (segir í álitinu) enda liggi það fyrir, að þá annir séu mestar handleiki þær allt að hálfu tonni af varningi á klukkutíma; og þegar mest gengur á — á föstudögumsíðdegisogframað hádegi laugardagsins - fara allt að sex tonn af vörum um hend- urnar á sömu afgreiðslustúlk- um. — í skýrslunni er líka fundið að aðbúnaði fyrrgreinds starfsfólks á vinnustað. Ba'ði er haft orð á að hávaðinn sé einatt jærandi og að auki séu básarnir þar sem afgreiðslan fari fram iðulega „of þröngir og kaldir". Villta vestrið heldur austur Fyrsta sovéska kúrekamyndin er loksins að sjá dagsins Ijós að hermir í Reutersskeyti. Hún heitir meira að segja því æsispennandi nafni: „Vopnaður og stórhættulegur". Þetta er þó ekki fyrsta kúreka- myndin sem framleidd er austan tjalds. Austur-Þjóðverjar hafa til dæmis búið til svona myndir um nokkurra ára skeið. En hinni hefðbundnu athurðarás er aftur á móti kúvent hjá þeim. Þarna um slóðir eru indíánarnir nefnilega hafðir fyrir hetjurnar en hvítu mennirnir eru þorpararnir. Misjafnlega illt Samkvæmt skýrslu sem birt var í Washington íiúna undir áramótin, sitja nú fleiri saklausir menn í fangelsum í Argentínu einni saman en í öllum hinum Suður Ameríkuríkjunum samanlögðum. Ekkert land í gjörvallri álfunni er þó með hreinan skjöld í þessum efnum, að tekið er fram í skýrslunni. Ásamt með Argentínu skeyta Uruguay og Chile minnst um almenn mannréttindi, og í Paragua.v, Bolivíu. Niearagua, E1 Salvador og Guatemala er ástandið litlu skárra. Venezuela fær oiiina skásta einkunn, og Brazilíumenn eru lieldur sagðir vera að taka sig á. Skáldið & skattarnir Það fer ekki hátt, en Svisslendingar telja sig eiga allt að 1>00,000 franka (ta'par 53 milljón- ir) hjá Alexander Solzhenitsyn í vangoldn- uin sköttum. Þeir munu | þegar hafa gert honum | reikning upp á þetta, en ' fara samt undan í flæm- | ingi þegar fréttamenn I spyrjast fyrir um málið. „Við erum í sambandi við I skáldið," er svarið hjá I skattheimtunni í Ziirich. Solzhenitsyn var búsettur þarna frá þvi I febrúar 1974 þar til í ágúst I 1976 þegar hann tók sér bólfestu í Bandaríkjunum. En áður en | Sovétmenn fluttu hann nauðugan úr landi, voru tekjur hans af þeim . ritverkum. sem gefin voru út á vesturlöndum, lagðar inn á svissneskan I bankareikning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.