Morgunblaðið - 08.01.1978, Page 18
18
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978
Rœtt við Helga Támasson
Helííi Tómasson ísaml Marlyn konu sinni og sonunum tveimur, Kristni 11 áraog Erik 6 ára.
Fyrir nokkuð mörgum árum gekk ungur, fríður
maður á fund mððurbróður síns og ræddi við hann
um framtíðaráætlanir sínar. Frændinn sem bar hag
unga mannsins fyrir brjósti og þótti hann hinn
efnilegasti ráðlagði honum að fara í háskólanám í
stað þess að leggja fyrir sig ballett, sem væri nú
frekar við hæfi kvenfólks en karlmanna. Pilturinn
var ekki sama sinnis, ballettinn átti hug hans allan
en hann vildi engu að síður ráðfæra sig við sér eldri
og reyndari. Frændinn reyndist skilningsríkur og
ráðlagði unga manninum að koma til sín að viku
liðinni, skyldi hann á þeim tíma hugsa sig vandlega
um og ef hann væri enn sama sinnis skyldi honum
veittur allur sástyrkur er fjölskyldan gæti látið
honum í té.
Vika leið og ungi maðurinn hitti frænda sinn
aftur. „Nú hef ég hugsað málið vel og vandlega,“
sagði hann. „Að hvaða niðurstöðu hefur þú kom-
izt?“ spurði frændi hans. „Ég hef hugsað um flesta
þá möguleika bæöi í námi og starfi, sem gætu
hugsanlega komið til greina. Ég hef aðeins komizt
að einni niðurstöðu og hún er sú að ég vil dansa.“
Frændinn gerði sér ljóst að piltinum yrði ekki snúið
og sagði því: „Ef svo er skaltu stefna að einu og það
er að komast eins langt og þú getur. Þú skalt stefna
hærra en þig kannski dreymir um innst inni að þú
nokkurn tíma náir. Þú skalt stefna á toppinn og þú
skalt stefna að því að halda þér á toppnum."
Þegar frændinn gaf þessi ráð hefur hann ef til vill
ekki órað fyrir því að hinn ungi systursonur hans
ætti eftir að ná eins langt og hugur hans stefndi.
Helgi Tómasson er í dag í röð fremstu ballettdans-
ara í heimi. Vegurinn til frægðar og frama hefur
verið þyrnum stráður. Hann er yngsti íslendingur-
inn sem sæmdur hefir verið riddarakrossi (1974),
hann er heiðursborgari í New Orleans-fylki í Banda-
ríkjunum, þar sem hann dansaði með Harkness-
ballettinum. Hann hlaut silfurverðlaun í listdans-
keppninni í Moskvu árið 1969 en stærsti sigur hans
sem ballettdansara er þó líklega sá að tveir fremstu
listdanshöfundar í heiminum í dag semja verk sér-
staklega fyrir hann, þeir George Balenchine og
Jerome Robbins hjá New York City Ballet, þar sem
Helgi hefur dansað síðastliðin sjö ár. Sá dansflokkur
þykir ekki aðeins einn sá fremsti í Bandaríkjunum
heldur í heiminum öllum.
„Glæsileiki
hans og tign
hafa
aldrei komið
betur í Ijós"
,,Mér var þó einu sinni tjáð að
ég gæti aldrei komizt að hjá
New York City Ballet af því að
ég vaéri of lágvaxinn,“ sagði
Helgi Tómasson í samtali við
Morgunblaðið rétt áður en
hann hélt aftur til New York
eftir að hafa dansað á fjölum
Þjóðleikhússins í Hnotubrjótn-
um.
Aður en Helgi kom til Islands
ásamt fjölskyidu sinni var hann
fenginn til að dansa Alþrecht í
Giselle í Óperunni í París með
elzta listdansflokki í Evrópu.
Helgi dansaði hlutverk Al-
brechts þrjú kvöld í röð við
geysilega góðar undirtektir.
„Þetta var mikill heiður sem
og viðurkenning fyrir mig.
Rússneska dansaranum Barys-
nikov var einnig boðið að dansa
á sviði Parísaróperunnar og fór
hann síðar í desembermánuði
eða á eftir mér. Hann hefur
verið einn aðaldansari við New
York City Ballet í langan tíma.“
Bandaríski listgagnrýnand-
inn Clive Barnes, ógnvaldur
flestra listamanna þar um slóð-
ir, skrifaði meðal annars um
Helga i hlutverki Albrechts:
„Stjarna New York City
Ballettsins, Helgi Tómasson,
átti miklum sigri að fagna i
fyrsta sinn, sem hann dansar á
fjölum Óperunnar. Mótdansari
hans var Noella Pontois. Dans
þeirra í Giselle var listviðburð-
ur í París ... Helgi Tómasson
hefur áður spreytt sig á hlut-
verki Albrechts, ekki oft — hér
hlotnaðist honum tækifæri til
að dansa hlutverkið þrjú kvöld
í röð við stórkostlegar undir-
tektir. Hann var frábær. Þetta
tilefni kallaði fram í honum þá
sérstöku einbeitni, sem hann
býr yfir. Glæsileiki hans og tign
hafa aldrei komið betur í Ijós.
Dans hans og Pontois var hrein
unun.“
„Það takmark
hefur
fært mig
þangað sem ég
er kominn nú"
Helgi Tómasson þykir einn
þeirra fáu listdansara, sem ekki
reynir að troða eigin persónu-
leika fram í sviðsljósið enda
segir hann sjálfur enn sem fyr,r
að ekkert skipti máli á sviðinu
nema dansinn. Það er ekkert
óekta við hann, skrifaði einn
gagnrýnandinn. Hann reynir
ekki að helga sér hlutverkið
heldur helgar hann sig hlut-
verkinu. Óhætt mun að fullyrða
um að fáa íslenzka listamenn
hefur eins mikið verið skrifað á
erlendum vettvangi og Helga
Tómasson. En það virðist í fáu
hafa breytt persónuieika
mannsins ef tekið er mið af
framkomunni, sem er látlaus og
hógvær. Ur svip hans öllum
skín þó ákveðni, einkenni
þeirra, sem hafa sett sér visst
takmark og náð því.
Það hefur ekki verið dans á
rósum fyrir Helga Tómasson.
„Það er erfitt að halda sér á
toppnum þegar þangað er kom-
ið,“ segir hann. „Því lengra sem
maður nær, því harðar verður
maður að leggja að sér. Sam-
keppnin er hörð og því meiri
sem frægðin er því kröfuharð-
ara verður fólkið og um leið ég
sjálfur. Það er enginn tími til
hvíldar og svo kemur að því að
líkaminn getur ekki meira.
Starfsævi ballettdansara er
stutt en meðan hún varir verð-
ur maður að leggja alla sál sína
og allan sinn kraft í dansinn.
Hvað viltu fá út úr lífinu er
sú spurning sem vegur þyngst á
metunum. Sumir þola ekkí það
taugastríð, sem fylgir frægð-
inni og auknum kröfum. Fyrir
suma dansara er það nóg að
dansa — en ég hef alltaf stefnt
að fullkomnun i dansinum,
henni hef ég að sjálfsögðu ekki
náð en það takmark hefúr fært
mig þangað sem ég er kominn
nú.“
Helgi Tómasson er annar að-
aldansarinn við New York City
Ballet, hinn heitir Peter Mar-
tins og er danskur, alger and-
stæða Helga í útliti, mjög há-
vaxinn og Ijós yfirlitum.
„Balenchine, aðalhöfundur
New York City Ballettsins, er
eins og Picasso meðal dansara,“
segir Helgi. „Hann flúði frá
Rússlandi tvítugur að aldri en
hann er um sjötugt núna og
þykir einn sá fremsti í sínu
fagi. Hann hefur breytt svip
ballettsins, skapað alveg nýjan
stíl og þykir mjög framúr-
stefnulegur. Ahrifa hans í ball-
ettinum gætir út um allan
heim.“
„Á sigurinn
í Moskvu var
lítið minnzt"
„Eins og við vitum er heims-
pressan mjög pólitísk og það er
hún sem ræður mestu um
frægð manna. Frægustu list-
dansarar heims síðustu áratugi
hafa flestir verið rússneskir
flóttamenn, eins og til dæmis
Rudolf Nurejev en því er ekki
að neita að hann var virkilega
góður dansari. Vart er þó til sú
blaðagrein skrifuð um hann,
þar sem þess er ekki getið að
hann sé rússneskur flóttamað-
ur. Þegar ég vann silfurverð-
launin í Moskvu árið 1969
hringdi i mig fréttaritari frá
einu bandarísku stórblaðanna
og vildi hafa við mig viðtal. Er
leið á samtalið spurði hann mig
hvort það væri ekki öruggt að
ég væri bandarískur ríkisborg-
ari. Ég neitaði því, kvaðst enn
íslenzkur ríkisborgari þótt ég
hefði keppt fyrir hönd Banda-
ríkjanna. Þar með var viðtalið á
enda og á sigurinn í Moskvu var
lítið minnzt.
Annars tel ég mig bandarísk-
an dansara, þar hef ég hlotið
mína þjálfun, en ég er Islend-
ingur í húö og hár. Þó gæti ég
vart hugsdb mér að dansa ann-
ars staðar en í New York, sem
er orðin miðstöð ballettsins og
listdansflokkar, sem vilja við-
urkenningu, sækjast allir eftir
því að dansa í New York. Það
hafa orðið miklar framfarir í
bandarískum ballett undanfar-
in ár og Bandaríkjamenn eiga í
dag án efa beztu listdansara í
heimi. Þar er samkeppnin harð-
ari en hjá ríkisleikhúsunum í
Evrópu, dansararnir verða að
leggja meira á sig, en þeir fá
eingöngu borgað þegar þeir
vinna. Þeir, sem vinna hjá rík-
isleikhúsunum í Evrópu eru á
föstu kaupi. Manni virðist það
allt orðið frekar formfast og
Ég má aldrei
gleyma hver ég
er — hvaðan ég
kom og úr hverju...
*