Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 24

Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 23 „Salurinn myrkvast. Röð eftir röð af öxlum, hálsum og höfðum lifna skyndilega við, lyftast og hallast á ýmsa vegu. Með þvi að snúa sér við, sjáum við að hversdagsgriman af andlitunum er fall- in, i augunum hefur tendrast glampi, munnurinn er opinn og varirnar biða aðeins eftir þvi að breyta munnsvipnum i bros. Kraftaverk er i fæðingu. Ljósin byrja að dansa á tjaldinu. Stafirnir mynda tvö stutt orð „The Tramp“ og kliður eftirvæntingar streymir um salinn. Nafn átrúnaðar- goðs birtist augnablik á tjaldinu og þegar það hverfur kemur i þess stað mynd af vegi, sem'virðist teygja sig inn i óendanleikann, i átt til himinsins, og tré beggja vegna. Himininn er heiður. Myndin er tær og eðlileg. Laufið bærist viðkunnanlega til og frá og vegurinn brosir, eins og gamall vinur. í óraf jarlægð birtist dökkur dill, sem færist hægt en skrykkjótt nær. Galopnir munnar og glampandi augu horfa á þennan dökka dil smástækka. Hann tekur á sig mannsmynd, litils manns með'mjóan starf. Að lokum verða viðu buxurnar og skitugu skórnir sýnilegir. Þykkt, hrokkið hár hans undír þvældum kúluhattinum kemur einnig i ljós. Hann gengur kæruleysislega, yfir- lætisllaust og ákaflega íhugandi á svipinn. Göngulagi hans verður ekki lýst, hann kippir upp öðrum fætinum, haltrar áfram. Hláturinn fæðist. Daufu andlitin lifna við á leyndardómsfullan hátt við nærveru hans.Tær, barnsleg og einlæg ánægjuhljóð. Háværar, ánægjudrunur fylla salinn. Og litli mað- urinn, alvarlegur i framan og dapur til augnanna, heldur áfram að nálgast, þennan hávaðasama hóp, með þetta ómögulega yfirvaraskegg sitt, fárán- legu buxurnar sinar og sitt skrykkjótta göngulag". MEÐ Charles Spencer Chaplin er horfinn sídasti og mesti gama, leikari þöglu kvikmynd- anna. Haro/d L/oyd dó 1971, Buster Keatorí 1966 og Harry Langdon 1944:„Charlie' hlautþeirra sk/ótast frægð og var sá eini þeirra, sem komst yfir þröskuld talmyndanna Frægð Charlies byggðist fyrst og fremst á skilningi hans á mannlegu eðli, skiln ingi, sem dýpkaði í seinni myndum hans. Áhorfendur voru þó ekki alltaf reiðubúnir til að taka á móti skilningi hans, ef hann risti dýpra en þeim þótti þægilegt. Ef til vill er fæstum Ijóst, að Chaplin kunni að hafa alið með sér drauma um annars konar tjáningu en hann lét í /jós með umrenn ingnum. Harmteikurinn, sem ágerðist undir gaman/eiknum eftir bví árin liðu, var hans s/á/fs sem /is Þannig lýsir gagnrýnandi The Little Review upphafi sýningar- innar á mynd Chaplins, „Um- renningnum", vorið 1915. Chaplin í gervi umrenningsins var þegar orðinn heimsfrægur, þó aðeins væri liðið rétt ár frá þvl að hann lék sitt fyrsta aukahlutverk, í myndinni „Making a Living" sem frumsýnd var í febrúar 1914. En á þessum stutta tfma hafði Chaplin líka leikið I 40 myndum (10—20 mín.) og hann tók jafnframt við leikstjórninni eftir 12 fyrstu myndirnar, og leikstýrði flestum myndum sem hann lék I eftir það. Umrenningurinn varð ekki til strax i upphafi. Grinkóngurínn Mack Sennett, sem Chaplin byrj- aði að leika hjá i „Keystone Cops“ — myndunum svokölluðu, minn- ist þess, að Chaplin hafi reynt alls konar mismunandi gervi, áður en hann fann umrenninginn. „Það fyrsta, sem hann notaði, var fylli- byttan — maður f samkvæmisföt- um með rautt nef — gamalt og gekk ekki, vantaði frumleika. Síðan reyndi hann ýmislegt ann- að, ég man ekki iengur hvað. A þessum tíma vorum við vön að prófa alls konar ný gervi og hlaupa um sviðið til að sjá hvort við gætum fengið samstarfsfólkið til að hlæja. Einn daginn kom Chaplin með þessa útgáfu og um leið og ég sá það vissi ég, að þetta var það“. Vinnuaðferðir Frægð Chaplins bar að með undraskjótum hætti. Gagnrýn- endur lofuðu hann strax í fyrstu myndinni, þó hann færi þar að- eins með aukahlutverk. „Eg man eftir einu sérstöku um Chaplin", segir Sennett. „Af öllum þeim, sem ég þekki, var hann sú per- sóna, sem hvað mestan áhuga hafði á sjálfum sér, framtfð sinni og því, sem hann var að gera. Hann vildi vinna — helst öllum stundum. Við byrjuðum að vinna kl. 8 en hann var kominn kl. 7. Við hættum venjulega kl. 5 en hann var á staðnum kl. 6 og hafði áhuga á að tala við mig um verk- efni sitt. — Chaplin rann venju- lega f skap, ef hann hélt að hann hefði ekki gert einhvern hlut eins og hann gat best gert hann. Þegar afrakstur dagsins var skoðaður var hann alltaf mættur, þó flestir aðrir, sem léku í myndinni, kæmu aldrei. Og ef það var eitthvað, sem hann sá, sem honum féll ekki, var hann vanur að skella f góm, smella fingrum og gretta sig. „Hvers vegna gerði ég þetta svona? Hvað er að mér eiginlega? Þessi eða þessi (leikstjórinn) hefði átt að sjá þetta. Hjálpi mér, þetta er hryllingur". Áhorfendur voru auðvitað ekki sama sinnis. En þessi lýsing á Chaplin er lýsing á listamanni, sem krefst alls af sjálfum sér. Hann reynir ekki að slá ryki f augu áhorfenda með ódýrum brellum, því um leið væri hann að svfkja sjálfan sig. Þessi full- komna undirgefni við listina skapaði fínustu drættina í um- renningnum, þá drætti, sem munu lifa um ókomna tið. Árin 1914 til 1917, þrjú fyrstu ár Chaplins f kvikmyndum, voru miklir umbrota- og ævintýratímar í amerískri kvikmyndagerð. Kvik- myndin sem sjálfstætt listform var að ryðja sér til rúms. Griffith steig skrefið frá stuttu myndun- um yfir f langar myndir með „Intolerance" 1915 og „Birth of a Nation" 1916. Þessar myndir gjör- breyttu hugmyndum kvikmynda- fólksins um stærðargráðu og mikilvægi kvikmyndanna og með auknum vinsældum einstakra persónuleika jókst aðsóknin að kvikmyndum gífurlega á þessum tfma. Peningar hrúguðust upp og áður en varði var fjöldi manns kominn á jötuna, kvikmynda- framleiðslan varð iðnaður og kaupsýslumenn tóku völdin af listamönnunum. Þetta gerist að mestu á árunum 1919 — 1920. Það lýsir þvf ef til vill best hvaða áhrif þessar breytingar hafá haft á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.