Morgunblaðið - 08.01.1978, Page 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1978
stríðsádeila, sem jafnframt er op-
in til miklu dýpri túlkunar á
mannlegri náttúru. Verdoux er
ósköp venjulegur bankastarfs-
maður, en hann þarf að sjá fyrir
syni slnum og veikri eiginkonu,
Þegar honum er sagt upp starfi,
tekur hann upp þá iðju að giftast
á laun ýmsum rfkum konum,
myrðir þær og notar peningana til
að sjá sér og fjölskyldu sinni fyrir
þokkalegu lffsviðurværi. Hann
elskar fjölskyidu sfna meir en
nokkuð annað f þessum heimi, en
sökum þessara miklu umsvifa
getur hann nær aldrei verið
heima. Hann vanrækir það sem
hann elskar, á sama tfma og hann
berst hatrammlega f þágu ástar
sinnar. Túkunarfletir myndarinn-
ar eru margvfslegir og strfðssam-
líkingin er aðeins einn flöturinn;
við höfum einnig samlfkinguna
við hið daglega Iff, hina aðskildu
heima atvinnunnar og heimilsins,
efnishyggjunnar og innri verð-
mæta.
Við sýningu myndarinnar sagði
Chaplin: „Það var ætlun mfn að
skapa meðaumkun með öllu'
mannkyninu við ákveðnar að-
stæður“. Aðsókn myndarinnar
sannaði, svo ekki varð um villst,
að honum hafði tekist þetta.
Áhorfendur forðuðust myndina.
Hver vill horfast f augu við sfna
eigin veikleika? Eða eins og
Richard Griffith segir: „Verdoux
er móðgun við okkur, vegna þess
að við erum móðgun við okkur
sjálf.
Umrenningurinn
kvaddur
Með Monsieur Verdoux er
Chapiin með vissum hætti kom-
inn heilan hring f listsköpun sinni
— og lffi. Tilraun hans með alvar-
legt efni 1923 (A Woman of
Paris) hafði brugðist, hvað
áhorfendur snerti, þó mikilvægi
myndarinnar f sögulegu sam-
hengi væri ótvírætt. Með svipu
talmyndanna yfir sér, tók hann
aftur á sig gervi umrenningsins
til að þjóna duttlungum áhorf-
enda, en um leið og hann hefur
stigið yfir þröskuld talmyndanna,
kastar hann gervinu — með sama
árangri og áður. Og Ifkt og ádeilan
og snilldin dýpka f Mosieur
Verdoux miðað viðfyrri myndina,
verður slúður og dylgjur f garð
Chaplins hatrammara en fyrr.
Mörgum þótt myndin staðfests
orðróm um vinstri villu Chaplins.
og í leiftrandi leitarljósum
McCarthy-ismans mögnuðust
skuggar þessarar grýlu út yfir öll
mörk. Saman við þessar skugga
myndir tvinnuðust minningar al-
mennings um vafasöm kvennamál
Chaplins. Almenningur leit hann
hornauga og þrýstihópar í Banda-
rfkjunum komu þvl til leiðar, að
sýningum myndarinnar var hætt.
Fyrrverandi aðdáendur hans
dæmdu hann miskunnarlaust án
þess að nokkur vörn færi fram.
Chaplin, sem nú var kominn
undir sextugt, vissi hvert stefndi,
en vonaði 1 lengstu lög að of-
sóknaræðið rynni af þjóðinni.
Fyrst á eftir hafði hann hug að að
setjast f helgan stein, en hann
hafði ekki eirð f sér til þess. Um-
renningurinn, sem hann skildi
eftir með biðjandi og þjáningar-
fullt andlit f City Lights, átti enn
eftir að fá úrlausn. I Limelight,
1952, sem er sjálfsævisögulegasta
mynd Chaplins, gerði hann stöð-
una upp og kvaddi trúðinn og
umrenninginn. Mörg atriði f
myndinni minna á fyrstu myndir
Chaplins, t.d. One A.M. og f
stærra samhengi á The Kid, jafn-
framt þvf sem hann fær til liðs sig
f einu atriði Buster Keaton og það
er lfkt og þrjátfu ár gufi upp
þegar þessi tveir látbragðskóngar
leggjast á eitt. Þeir eru enn
meistarar í list sinni og ferskleiki
þeirra virðist jafnvel méiri en áð-
ur, vegna þess að þeir eiga enga
fylgjendur, list þeirra er æ fáséð-
ari. Að loknu þekktasta atriði
myndarinnar, flóadansinum, sem
Chaplin framkvæmir af rnikilli
innlifun, gengur hann fram á
sviðið til að taka við lófataki
áhorfenda. En það er enginn 1
salnum. Chaplin hefur kynnst
dýpstu örvæntingu (istamannsins
á ferli sfnum, en nú, á sjötugs-
adlri, er hann hafinn yfir þjáning-
ar. Ævistarfi trúðsins er lokið. En
það er ekki öll von úti. 1 upphafi
myndarinnar bjargar hann ungri
stúlku, Terry, frá sjálfsmorði,
vekur lfflöngun hennar á ný og
það er ekki fyrr en að hann sér
ungu stúlkuna dansa yfir sviðið
að hann deyr, einn og yfirgefinn
að tjaldabaki. Umrenningurinn
Charlie hafði gert upp reikning-
ana við þennan heim.
Eftirleikurinn mun flestum
kunnur. Þegar Charlie var á leið
til Evrópu, til að fylgja Limelight
úr hlaði, var honum tilkynnt, að
hann hefði verið gerður brottræk-
ur frá Ameríku. Eftir þetta gerði
hann tvær myndir f Bretlandi,
báðar misheppnaðar. Sú fyrri, A
King ín New York, 1957, var ein-
föld ádeila á Bandarfkin,
kommúnistaofsóknirnar og kaida
strfðið. A Countess From Hong
Kong, 1967, var litlaus og merk-
ingarlaus gamanmynd. Margir
hafa eflaust hugsað það sama og
George Perry segir f bók sinni,
The Great British Picture Show:
„Þrátt fyrir snilldarleg Chaplin-
augnablik f báðum þessum mynd-
um, er það ef til vill sorglegt, að
hin frábæra mynd Limelight,
1952, skyldi ekki vera sfðasta yfir-
lýsing Chaplins í kvikmynd".
Eftir brottrekstur Chaplins frá
Amerfku segir Richard Griffith f
bókinni The Movies: „I einni af
gömlu myndunum sínum, The
Pilgrim, endar Chalie í einskis-
mannslandi milli landamæra
Bandarfkjanna og Mexikó,
hvorugt landið vill hann og hon-
um er ógnað f báðum, hann er
dæmdur til að tölta um landa-
mærin til eilffðarnóns. Ef til vill
er það þar, sem Charlie stendur 1
dag. Ef til vill er það þar, sem
hann hefur alltaf staðið og hefur
viljað standa".
Sunnyside 1919.
Modern Times: Óvenjuleg s.<n f lokin. Meó Paulelle Goddord. hann giriisl þella sama 4r.