Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 36

Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR8. JANÚAR 1978 Siguröur S. Bjarnason: Eftir að hafa dvalist í Mombasa í þrjá daga frétti ég, að inni í frumskóginum, skammt frá landamærum Tanzaníu, byggi frumstæður ættbálkur svartra dverga, sem nefndust Giriami- dvergar. Fékk ég strax mikinn áhuga á að kynnast því fólki nán- ar og leigði mér lítinn bíl (Buggy) í þeim tilgangi að heim- sækja þá. Ég varð mér úti um ágætan leiðsögumann, sem hét því þjóðlega nafni „N:shon“ og talaði auk þess swahili, ensku og giriami-mállýskuna. Við héldum siðan af stað. Ég með hálfum huga enda langt síðan ég hafði ekið bifreið með hægrihandar- stýri i vinstri umferð. Aksturinn gekk þó áfallalaust og eftir um það bil þrjátiu kílómetra akstur inn í skóginn, eftir krókóttum troðningum, komum við að þyrp- ingu af strákofum í skógarþykkn- inu, sem Nashon sagði að væri Giriami-þorp. Eftir að við höfðum stöðvað bifreið okkar, komu nokkrir hinna innfæddu út úr þorpinu og gengu í átt til okkar. Og eftir hefðbundnar kveðjur og nokkrar umræður, var ákveðið að bjóða okkur inn í þorpið. Vorum við leiddir til sætis í stærsta strá- kofanum, sem stóð í miðju þorps- ins og var jafnframt eins konar samkomuhús innfæddra. Þar inni var hálfrökkur og sæmilega svalt miðað við a.m.k. 50 stiga hitann úti í sólinni. Var okkur nú borinn drykkur, sem var áfengur og svo bragðvondur að helst minnti á þvottalög. Sagði Nashon að drykk þennan brugguðu innfæddir úr einhverjum jurtum og gerði ég mitt bezta til að innbyrða drykk- inn fyrir kurteisis sakir, að beiðni míns ágæta leiðsögumanns. Drykkurinn var fram borin af stúlkum sem klæddar voru í strá- pils, en önnur föt virtust þær ekki þurfa, fyrr en ég sagðist hafa hug á :ð fá að taka nokkrar ljósmynd- ir. Þá þustu þær til og sveipuðu sig einskonar teppum undir strá- pilsunum og sumar þeirra fóru jafnvel úr pilsunum og klæddust eingöngu teppunum, sem virtust vera sunnudagaföt þeirra. Er við sátum að drykkjunni, stökk einn dverganna skyndilega upp úr sæti sínu, með spjót á lofti og hljóp að okkur. Bjóst ég helzt við því, að nú væri stundin komin og að ég mundi hafna i kjötpotti þeirra og verða hafður i kvöldverð þorps- búa. Sá ótti reyndist þó'ástæðu- laus því villimaðurinn stökk fram hjá mér og tók að berja spjót- oddinum í gólfið við hlið mér. Eftir skamma stund sá ég í rökkr- inu, hvað um var að vera. Maður- inn var að berja á kolsvartri slöngu, sem mér var tjáð að hafi verið að skríða í átt til okkar, en það fylgdi einnig sögunni, að þessi tegund væri baneitruð. Eft- ir að hafa barið að mestu líftór-' una úr slöngunni, vó hann hana upp á spjótsoddinum og henti henni út úr kofanum. Að vísu sögðu þorpsmenn mér, að þeir Með Junior Chamberá Afríkuslóðum ÞRIÐJA OG SÍDASTA GREIN Nashon — Hann var leiðsögumaður minn inn í frumskóginn. kynnu ráð til að lækna menn af biti þessara slangna. Þeir sögðu þær yfirleítt bíta í öklann, og riði þá á að vera nógu fljótur að skera um það bil sendimetra djúpan ákurð í kross yfir sárið. Þegar það hefði verið gert væri sjúkling^ir- inn lagður niður með fótinn upp i loft. Næst taka menn til við að sjúga út úr sárinu, en það verður’ að spýta öllu út úr sér jafnharðan. Sögðu innfæddir að yfirleitt væri nóg að sjúga munnfylli sína tíu sinnum. Yrðu afleiðingar bitsins þá ekki aðrar en slæm bólga, sem hjaðnaði á einni viku. En sem sagt við sluppum við skrekkinn í þetta skipti. HÚSAKYNNIN Eftir að hafa lokið við drykk- inn, var okkur boðið að skoða vistarverur þorpsbúa. Þær voru Giriami-konur mala korn. trégrind. Undir þakinu voru stór- ar hlóðir og á þeim var allur mat- ur þorpsbúa eldaður. Úti fyrir eldhúsinu stóðu konur og möluðu korn. Sjálfsagt hafa þær ætlað að fara að búa sig undir jólabakstur- inn. Kornið möluðu þær í háu steiníláti og ráku raft mikinn of- an í ílátið með taktföstum hreyf- ingum. Annars lifir dvergættbálk- ur þessi, sem áður fyrr var talinn mjög herskár, nú aðallega á land- búnaði. Þeir eiga stórar banana- ekrur og einnig rækta þeir tré, sem gefa af sér belgmikil, loðin blóm, sem innihalda rautt fitugt litarefni. Efni þetta er notað við framleiðslu á varalitum. Sagði N:shon, að efnið væri mjög verð- mikið og þar af Ieiðandi drjúg tekjulind fyrir innfædda. Verra væri að fást við bananaræktun- ina, því hjarðir af öpum gerðu oft innrás á ekrurnar og hefðu síðan stóran hlut af uppskerunni á brott með sér. En aparnir stela fleiru en uppskeru dverganna. Stundum koma þeir öllum að óvörum, hrifsa með sér korna- börn og hafa þau á brott með sér upp í hæstu tré. Þegar móðirinn kemur síðan, grátandi og örvænt- ingarfull, að trénu, láta aparnir vel að börnunum, og ef börnin fara að gráta, reyna þeir að hugga þau og vagga með þau. Mörg dæmi eru til þess að aparnir hafi haft barn á brott méð sér, og jafnvel alið það upp eins og sitt eigið barn. Eina leiðin til þess að • endurheimta barn frá apa, er að greiða honum lausnargjald. Og gjaldið er greitt í banönum. Fer það þannig fram, að talsvert magn af þessu lostæti og upp- áhaldi apanna er lagt á jörðina við tréð, þar sem apinn heldur sig með barnið. Siðan gengur fólk nægilega langt frá trénu, en þá kemur apinn niður með barnið, leggur það varlega á jörðina og tekur fullt, fangið af banönum í staðinn og fer aftur upp í tréð. undan bílnum og bíti einhvern þeirra. Það var þvi vissara að aka varlega og hafa augun opin fyrir slöngunum. Eitt af því sem vakti athygli mína í Kenya var það, að þegar ég mætti öðrum bílum á þjóðvegum landsins, gáfu þeir stefnuljós til hægri, löngu áður en ég mætti þeim og án þess að taka hægri beygju. Minn ágæti leiðsögumað- ur, Nashon, sagði mér, þegar ég spurði hann hverju þetta sætti, að þetta væri merki um að viðkom- andi ökumaður hefði séð þann sem á móti kemur. Eftir þetta gaf ég stefnuljós, þegar ég mætti bil- um á þjóðvegunum í svarta myrkrinu. En á þjóðvegunum voru einnig ökutæki, sem erfiðara var að sj og gáfu engin stefnu- merki. Það voru stórir handvagn- ar, sem dregnir voru af hlaupandi svertingjum. Þeir voru i flestum tilfellum ljóslausir, eða í bezta tilfelli með Ijóstýru frá olíu- lampa, sem var hengdur utan á kerruna. Þessir handvagnar virt- ust njóta mikilla vinsælda og auk þess sama réttar og bifreiðar, og var ekki laust við að þeir tefðu fyrir umferðinni. En eins og gef- ur að skilja komust kófsveittir dráttarkarlarnir ekki mjög hratt í steikjandi hitanum. 1 Mombasa virtust allflestar verzlanir vera i eigu Indverja, en verðlag var þar nokkuð hátt, mið- að við Suður-Afríku. Þar mátti kaupa mikið af skrautmunum út- skornuip úr fílabeini, uppstoppuð dýr, s.s. ljón, hlébarða, sebrahesta og fleira. Einnig var mikið fram- boð á alls konar munum og áhöld- um, útskornum úr tré, en sú vöru- tegund var einkar vinsæl meðal götusala, sem voru hlið við hlið um alla miðborgina. Voru þeir mjög ágengir, er þeir sáu ferða- menn, og ekki var hægt að ganga svo fram hjá þeim, að ekki væri' togað í mann frá öllum áttum og varningnum veifað í ákafa. Götu- salarnir settu yfirleitt upp mjög Litið inn hiá dvergnnn Bílarnir sem ferðast var með um framan Hótel Serena í Nairobi. þjóðgarðinn. Þeir eru þarna fyrir ekki annað en nokkrir litlir kofar, sem reistir voru úr grjóti, sem límt var saman með húsdýraskít og klæddir með strámottum. Allir voru kofar þessir kringlóttir og með stráþökum. Innanmál þeirra var um þrír metrar að þvermáli og hæðin um tveir metrar. Dyrnar voru um 1.30 m á hæð og þurfti jafnvel minnsti dvergur að beygja sig til þess að fara þar inn. Þegar inn var komið voru ýmist eitt eða tvo fleti í hverjum kofa. Voru fletin byggð úr trjágreinum með hálm fyrir dýnu, og sum þeirra voru með skítugri léreftsábreiðu ofan á hálminum. Moldargólf var í þeim öllum. Á kössum við rúm- stæðin voru lítil leirker með mjóu opi, sem kveikur stóð upp úr. Þetta var eini ljósgjafinn og brenndi dýrafeiti. Sameiginlegt eldhús var fyrir allt þorpið, en það var ekki annað en stráþak á Við yfirgáfum Giriami- dvergana undir kvöldið, þegar tekið var að skyggja og litið hægt að skoða sig meira um. Við ókum hægt eftir krókóttum stígnum gegnum frumskóginn, því nú voru eiturslöngurnar komnar á' kreik. Og eitt af fyrstu boðorðum góðra ökumanna er að aka aldrei yfir slöngur. Það hefur alloft skeð, að menn hafi bæði viljandi og óviljandi ekið yfir slöngu. En slíkt getur hefnt sín. Þegar fram- hjól bifreiðar fer yfir slönguna rísa báðir endar upp við sársauk- ann. Henni tekst þá stundum að ná föstu taki og hreiðra síðari um sig í undirvagninum. Mörg dæmi eru um það að eiturslöngur hafi þannig haldið til undir bifreiðum í langan tíma og farið langan veg. Þegar þeir sem í bifreiðinni eru, stíga út á leiðarenda, er algengt að slangan komi hvæsandi fram Telpuhnokki frá Mombasa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.