Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 37

Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 37 1 eldhúsi Giriami fólksins. hátt verð fyrir vöru sína, og ekki var óalgengt að menn borguðu aðeins fimmta hluta þess, sem sett var upp í upphafi, eftir hefð- bundið prútt, sem gat tekið all- langan tíma og flestir höfðu gam- an af. Aberandi var mikið fram- boð af alls kyns verndargripum, sem áttu að vernda menn gegn ýmsum sjúkdómum, illum öndum o.s.frv. Einna vinsælast meðal innfæddra virtist vera armband, sem færa átti mönnum hamingju og heppni. Var það gert úr gróf- um hárum, sem fengin voru úr fílshala en einnig var mikið fram- boð af eftirlíkingum, og til þess að tryggja, að menn keyptu það rétta, var venjulega borinn eldur að armbandinu en fílshárinn brenna ekki fremur en fílabein. HJATRÚ og TÖFRALÆKNAR Innfæddir virtust vera í meira lagi hjátrúarfullir og svartigaldur og voodú mun vera stundað þar af mörgum ættbálkum. Eitt sinn sá ég þriggja ára barn, sem hafði stóran leðurpoka í bandi um háls- inn. Velti ég því fyrir mér nokkra stund hvert innihald hans væri, eða þar til móður þess bar þar að. Spurði ég hana um hvað væri í Kenya, sem mun vera einn sá stærsti í heimi. Þar má sjá yfir þrjúhundruð villtar dýrategund- ir, sem ráfa um sléttur og i skóg- inum. Eitt af fyrstu dýrunum, sem við sáum var vælandi hýena, en þar gat einnig að líta ljón, sebrahesta, giraffa, antílópur, buffalóa, apa af ýmsum tegund- um og strúta, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðgarðurinn er eins og áður sagði mjög stór og gátum við ekki komizt yfir að skoða, nema örlítinn hluta hans, þótt við eydd- um þar 4 klukkustundum. Við hliðið á þjóðgarðinum er skilti, þar sem gestum er vinsamlega bent á að yfirgefa ekki bifreiðar sínar. Sé það gert er það algjör- lega á þeirra ábyrgð. Skammt frá þeim stað, sem við höfðum séð þrjú ljón liggjandi á hól og sleikj- andi sólskinið, ókum við fram á hjón, sem gengu eftir veginum í átt til Nairobi. Þar sem slíkt uppá- tæki var ekki talið með öllu hættulaust innan um öll villidýr- in, stönzuðam við og spurðum um ferðir þeirra. Sögðust þau þá hafa ekið út af aðalveginum og fest bifreið sína inni á sléttunni. Var þeim siðan boðið far í einni af bifreiðum okkar, enda þótt pláss væri ekki mikið fyrir aukafar- þega. Urðu þau að vonum fegin, ekki hvað sízt vegna þess að tekið pokanum, en hún færðist undan að svara. En þegar ég spurðí aftur sagði hún mér að barn sitt hefði verið afmyndað af bólum i andliti strax eftir fæðingu. Sagðist hún því hafa leitað til töfralæknis, sem hefði sagt sér, að barnið þyrfti að fá ,,Eliis“ en svo nefndi hún leðurpokann. Hún sagðist því hafa gert svo sem læknir hennar bauð og viku síðar hefðu allar bólur verið horfnar af andliti barnsins. Ekki veit ég um sann- leiksgildi sögu hennar, en eitt er vist að barnið var ekki með neina bólu í andliti þann dag sem ég sá það, hvernig sem það hefur verið útlitandi áður. Eftir dvölina í Mombasa var flogið til Nairobi aftur og höfð þar viðdvöl í tvo daga. Strax eftir komu okkar þangað fórum við á þremur bifreiðum út fyrir borg- ina og héldum inn í þjóðgarðinn i var að skyggja og löng leið til byggða. EFNAÐUR FORSETI Kenyabúar þeir sem ég ræddi við voru allir fegnir að vera lausir undan stjórn Breta og sögðu, að þegar þeir hefðu ráðið landinu, hefðu öll fyrirtæki og eignir verið á hendi fárra útvaldra manna, en síðan Jómó Kenyatta og stjórn hans hefði tekið við væri skipting lífsgæðanna jafnari og réttlátari. Það vakti því ekkUitla undrun, er við komumst að því, að þrátt fyrir hina réttlátu skiptingu, var Jómó Kenyatta sagður eiga flest betri hótel landsins. Annars voru allir viðmælendur minir sammála um, að þeir hefðu bezta forseta í allri Afríku og töldu þeir að framtið Framhald á bls. 21. Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar Fullsetið er í öll námskeið í vetur. Innritun nýrra nemenda hefst í september n.k. Hanna fnmansdóttir. sími 38126 lÁttadaga ferö 5.- H.febrúar í þessari háborg lista, verslunar og viðskipta er margt að sjá og skoða og þaðan er auðfarið til nálægra borga. Fararstjóri okkar í Lundúnum aðstoðar við og skipuleggur hvers konar skoðana- ferðir t.d. í söfn, leikhús og á vöru- sýningar Benda má á að dagana 5. — 9. febr. stendur yfir stór alþjóðleg búsáhalda- og gjafavörusýning í Birmingham og 8 febr. verða undanúrslit í deildarbikarnum og 1 1 febr. keppa Chelsea — Manchester Utd. West Tam — Bristol City. Norwich — Everton ★ TRYGGÐ HEFUR VERIÐ GISTING Á TVEIMUR HÓTELUM í HJARTA LUNDÚNAPARKPLAZA OG CHARLES DICKENS. ★ TRYGGIÐ YÐUR í TÍMA FRÁBÆRA FERÐ Á HAGSTÆÐU TÆKISFÆR- ISVERÐI. ★ LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA í TÍMA femir Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 sími 2-7077 AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.