Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 46

Morgunblaðið - 08.01.1978, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1978 17 bátar meðloðnu í GÆRMORGUN höfðu 17 bátar tilkynnt afla til loðnunefndar af miðunum undan Melrakkasléttu samtals 3400 lestir. Flestir bát- anna voru með slatta enda bræla á miðunum. Spáð er skánandi veðri í dag. í Mbl. í gær voru nefndir 10 bátar, sem tilkynnt höfðu afla í fyrrakvöld en eftirtaldir 7 bátar tilkynntu afla eftir það: Gullberg 230, Gísli Árni 240, Grindvíkingur 280, Náttfari 160, Jón Finnsson 100, Helga II 130 og Eldborg 100 lestir. íASÍMINN ER: 22480 ('0>1 Bt»rcu>iblnbib — Munum benda sendiráðinu Framhald af bls. 48 yrði stöðvuð. — Ég á nú ekki von á því, þar sem þetta blað er gefið út hálfsmánaðarlega og þeir ættu því að hafa tímann fyrir sér og breyta útgáfufyrirkomulaginu, þvf við höfum enga ástæðu til að halda annað en þeir taki þessa ábendingu strax til greina, sagði Hendrik Sv. Björnsson að lokum. — Lillehammer- maður Framhald af bls. 1 in kynni." Wahbi er nýtekinn við af Hammani, sem myrtur var f Lundúnum s.l. miðviku- dag. Hann lét þessi ummæli falla f sfmtali við fréttaritara blaðsins f borginni. Hann viidi ekki gefa upplýsingar um ástæðuna fyrir þvf að Bouchiki hefði verið sendur til starfa f Noregi. Ahmed Bouciki, sem var Mar- okkómaður, var skotinn fyrir utan heimili sitt í Lillehammer. Kona hans var með honum, en hún slapp ómeidd. Isrelsku hermdarverkamönnunum tókst að komast undan, en sex þeirra voru síðan handteknir og dregnir fyrir rétt. Fjórir hlutu fangelsisdóma fyrir hlutdeild að morðinu, einn var dæmdur fyrir að stunda njósnir, en sá sjötti var sýknaður. — Víetnamar Framhald af bls. 1 um að hafa lagt blessun sína yfir hryðjuverk Kambödíumanna, en hins vegar hefur Pekingútvarpið birt fréttatilkynningar jöfnum höndum frá báðum deiluaðilum og virðist því stjórn Kina veigra sér við að lýsa fullum stuðningi við stjórn Rauðu Khmeranna. Hefur hún lýst þvf yfir að hún vonist til að hægt verði að setja deiluna niður friðsamlega. Ekki er vitað með vissu hve margir vfetnamskir hermenn eru í Kam- bódiu, en heyrst hefur að þeir séu 60 þúsund. — Sadat einn af Framhald af bls. 1 þeim tfma lagt að baki um 30 þúsund km. Carter sagði við heimkomuna að hann hefði hvarvetna hlotið hlýjar og góðar viðtökur og sagðist stoltur af þeirri vináttu, sem sér hefði ver- ið sýnd og þeirri vináttu, sem hann hefði skilið eftir. Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir því er hann faðmaði Anwar Sadat Egyptalandsforseta að sér, að hann væri einn af hug- rökkustu mönnum verald- ar. Carter veitti 6 blaðamönnum viðtal á leiðinni heim frá Brlissel til Washington þar sem hann m.a. lýsti þvi yfir að hann væri enn andvígur stofnun sjálfstæðs rfkis Palestínumanna, þar sem þaðan væri hægt að halda uppi undir- róðursstarfsemi. Carter sagðist telja að hægt væri að finna bráða- birgðalausn á Palestínuvandamál- inu með stofnun samstjórnarrfkis fyrir vesturbakka Jórdanár og Gazasvæðið, sem Israel, Jórdanía, Palestfnumenn og hugsanlega Sameinuðu þjóðirnar ættu aðila að um óákveðinn tíma, en eftir það tfmabil fengju Palestínu- menn rétt til að taka ákvörðun um framtfð sina. Aðspurður um hvort hann teldi að hægt væri að kalla slika áætlun sjálfsákvörð- unarrétt Araba svaraði forsetinn: „Ég hef aldrei talið og tel ekki að það sé ráðlegt fyrir okkur, Mið- austurlöndin og heiminn, að sjálf- stætt ríki verði stofnað milii Isra- els og Jórdanfu. Ég tel að heima- land Palestínumanna ætti að vera bundið sterkum böndum við Jórdaníu." Forsetinn íýsti ánægju sinni með árangur ferðar sinnar og sagðist hafa viljað koma fram sem fulltrúi þjóðar, sem byggði grund- völl sín á því, sem væri rétt og gott, styrkja lýðræðishugtakið meðal iðnríkjanna og þróunar- rfkjanna og vinna að lausn Mið- austurlandadeilunnar. Hann sagði að ferðin hefði verið tákn- ræn, Bandaríkjamenn litu ekki á sig sem yfirburðaþjóð, og hefðu komið fram við þær þjóðir, sem heimsóttar voru, á jafnréttis- grundvelli. — Þar styðja Framhald af bls. 3. og benti í átt að húsi þeirra hjóna. Begum Nasi Wali Khan, eiginkona Wali Khans, hefur ákaflega fastmótaðar skoðanir á stjórnmálaafskiptum sínum. Hún er formaður flokks, sem stofnaður var skömmu eftir að stjórnvöld bönnuðu flokk eigin- manns hennar, Þjóðlega Awami-flokkinn, og hún hefur alls ekki í hyggju að leggja stjórnmálin á hilluna. Erlendur fréttaskýrandi komst svo að orði að aðeins tveir menn væru fullfærir um að stjórna Pakistan, Bhutto og Wali Khan. Að vissu leyti á þetta enn við. Senn fellur dóm- ur í máli Bhuttos og verði hann fundinn sekur, má búast við að kona hans taki við formennsku flokks hans, og stefna hennar yrði örugglega að berjast með odd og egg gegn núverandi stjórn landsins. Þeir Bhutto og Wali Khan stefna báðir að því að koma herstjórninni frá völdum, en óvíst er hvort Wali Khan mun fara sömu leið í þeim efnum. Hvort sem hann gerir það eður ei, mun kona hans fylgja hon- um í einu og öllu. í Pakistan eiga stjórnmálamenn vísan stuðning fjölskyldu sinnar. — Dagspítali Framhald af bls. 27 Guðmundsson (S) vildi fella það inn I heildarskipulag öldrunar- þjónustu og fresta ákvörðun unz sérstök nefnd, er fjallar um heil- brigðisstofnanir borgarinnar, hefði skilað áliti. Stöku borgar- fulltrúar töldu spursmál, hvort starfsemi þessi ætti að tengjast skurðdeild Borgarspítalans með ráðgerðum hætti, en aðrir töldu vel fara á því, að dagspitalinn hefði slíkan bakhjarl, ekki sízt hvað heilbrigðisþjónustu viðvéki. Slíkt væri hvort tveggja, hag- kvæmnisatriði i rekstri og öryggisatriðj. Adda Bára Sigfúsdðttir (Abl) og Páll Gfsiason (S) véku bæði að þessurn þætti hagkvæmnis og öryggis varðandi dagspítalann. Fleiri borgarfulltrúar tóku til máls, þó að mál þeirra verði ekki rekið hér. Borgarstjórn frestaði lokaákvörðun til næsta fundar, eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Merktu viö umboðs manninn þinn Umboðsmenn HHl eru ágætt fólk, sem keppist við að veita viðskiptamönnum okkar alla þá þjónustu, sem hægt er að veita. Upplýsingar um númer, flokka, forgangskaup, trompmiða og raðir eru ávallt til reiðu. Umboðsmenn okkar vita líka að Happ- drætti Háskólans er þó nokkuö meira en venjulegt happdrætti. Þrátt fyrir það að HHl sé með hæsta vinningshlutfall í heimi, greiði 70% veltunnar í vinninga, stendur það einnig undir mik- ilsverðum tækjakaupum og byggingaframkvæmdum Háskóla (slands. HHl leggur þannig stóran skerf til menntunarmögu- leika okkar sjálfra og barna okkar. Merktu viö umboðsrnanninn þinn, eða þann sem þú gætir hugsað þér að rabba við um miðakaup. Þeir kalla okkur ekki „Happdrættið" fyrir ekki neitt! REYKJAVlK: AÐALUMBOÐIÐ, Tjarnargötu 4, sími 25666 Arnarval, Arnarbakka 2 sími 71360 Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10 sími 19030 Bókabúðin Álfheimum 6 sími 37318 Bókabúð Fossvogs, Grimsbæ sími 86145 Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355 Bókaverslun Ingibjargar Einarsdóttur, Kleppsvegi 150 sími 38350 Bókabúð Safamýrar, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60 sími 35230 Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu sími 13557 Neskjör, Ægissíðu 123, sími 19832 Ólöf Ester Karlsdóttir, c/o Rafvörur, Laugarnesvegi 52 sími 86411 Ólöf og Rannveig, Laugavegi 172 sími 11688 Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, sími 13108 KÓPAVOGUR: Anna Sigurðardóttir, Hrauntungu 34, sími 40436 Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Halldóra Þóröardóttir, Litaskálinn, Kársnesbraut 2 sími 40810 GARÐABÆR: Bókaverslunin Gríma, Garðaflöt 16-18, sími 42720 HAFNARFJÓRÐUR: Keramikhúsiö, Reykjavíkurvegi 68, sími 51301 Reynir Eyjólfsson, Strandgötu 25, sími 50326 Verslun Valdimars Long, Strandgötu 41, sími 50288 Umboðsmenn á Reykjanesl Grindavík Ása Einarsdóttir Borgarhrauni 7s ími 8080 Flugvöllur Erla Steinsdóttir Aðalstöðinni sími 2255 Sandgerði Hannes Arnórsson Víkurbraut 3 sími 7500 Hafnir Guðlaug Magnúsdóttir Jaðri sími 6919 Keflavík Jón Tómasson versl. Hagafell sími 1560 Vogar Halla Árnadóttir Hafnargötu 9 sími 6540 MOSFELLSSVEIT: Kaupfélag Kjalarnesþings, c/o Jón Sigurðsson, sími 66226 KJÓS: Hulda Sigurjónsdóttir, Eyrarkoti Umboðsmenn á Vesturlandl Akranes Fiskilækur Melasveit Grund Skorradal Laugaland Stafholtstungum Reykholt Borgarnes Hellissandur Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Mikligarður Saurbæjarhreppi Geirmundarstaðir Skarðsströnd Bókaverslun Andrésar Nielssonar sími 1985 Jón Eyjólfsson Davíð Pétursson Lea Þórhallsdóttir Steingrímur Þórisson Þorleifur Grönfeldt Borgarbraut 1 Söluskálinn s/f sími 6671 Lára Bjarnadóttir Ennisbraut 2 sími 6165 Sigurrós Geirmundsdóttir Hlíðarvegi 5 sími 8709 Ólavía Gestsdóttir Lágholti sími 8308 Óskar Sumarliðason sími 2116 Margrét Guðbjartsdóttir Jón Finnsson HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.