Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.01.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1978 47 Þetta gerðist SUNNUDAGUR 8. janúar. Nokkur brot af blöðum sög- unnar frá AP. 1976. Chou En-lai forsætisráð- herra Kina lézt 78 ára að aldri. 1972. Sheik Mujibur Rahman leiðtogi Bangladesh iátinn laus úr fangelsi i Pakistan. 1959. Charles de Gaulle verður forseti 5. franska lýðveldis- sinna. 1956. Rússar senda fyrsta sendiherrann til V- Þýzkalands. 1926. Ibn Saud verður konung- ur Hejas eftir aó Hussein kon- ungur var rekinn frá völdum og nafni konungsdæmisins breytt i S-Arabiu. 1815. Orustan um New Orleans byrjar. 1642. Italski stjarnfræðingur- inn Galileo lézt 77 ára að aidri. Höggþungur afgreiðslu- maður LAUST eftir miðnætti i fyrrinótt kom maður einn á bílastöð í mið- borginni og ætlaði að fá far með einum af bílum stöðvarinnar. Maðurinn var allmjög við skái og var honum neitað um akstur. Þessu vildi maðurinn ekki una og kom til stimpinga milli mannsins og afgreiðslumanns stöðvarinnar. Varð endirinn sá, að afgreiðslu- maðurinn veitti hinum drukkna þungt högg f andlitið svo hann þrfbrotnaði, kinnbeins-, nef- og kjálkabrotnaði. AUOLVSINGASÍMINN ER: 22480 J JR»reunbIatiiti FRÁ LEIÐBEININGASfÖÐ HÚSMÆORA Hvað er varefakta? „Varefakta" kalla Danir þær vörulýsingar sem birtar eru með því merki sem hér er sýnt. Eflaust hafa margir tekið eftir merkinu á dönskum vörum þeg- ar jólainnkaupin voru gerð. „Varefakta" má finna t.d. á dósamat, prentað utan á dósirn- ar, á pokum og öðrum umbúð- um eða á litlum miðum, sem festir eru við þá vörutegund sem á f hlut. Það er nefnd sem heitir „Dansk Varedekiarations- nævn“ sem stendur að merk- inu. Það er auga innan f þrí- hyrning og er ætlun nefndar- innar að benda neytendum þar með á að gefa þeim vörulýsing- um („Varefakta") auga sem fylgja merkinu. Að sjálfsögðu fara upplýsing- arnar sem látnar eru f té eftir því um hvaða vöru eða vöru- flokk er að ræða. T.d. kunna að vera upplýsingar um nettó- þunga vörunnar, stykkjatölu, ytra mál, rúmmál o.þ.h. Einnig er oft gefin upp samsetning vörunnar, úr hvaða efnum hún er gerð. Þar að auki má finna ýmsan fróðleik um eiginleika vörunnar og hvernig eigi að halda henni við. Tilgangurinn með þessum upplýsingum er að auðvelda kaupandanum vöru- valið. „Dansk Varedeklarations- nævn“ hefur það markmið að veita neytendum betri vöru- fræðslu / með vörulýsingum, sem framleiðandinn lætur f té af fúsum vilja. Nefndin sam- þykkir þær upplýsingar sem birtast með merki hennar og semur forskriftir fyrir hverja vöru eða vöruflokk með ákvæð- um um hvaða upplýsingar eigi að koma fram og hvernig eigi að rannsaka hvort þær séu sannar og réttar. Nefndin hefur eftirlit með þeim upplýsingum sem birtast með merki hennar. Nefndin fær sérfræðinga í lið með sér þegar á að semja for- skrift að vörulýsingu. Aður en hún er samþykkt endanlega er hún send fyrirtækum og stofnunum til umsagnar. Það standa þvf margir sérfræðingar á bak við þær upplýsingar sem neytandanum eru látnar f té undir „Varefakta". En þar sem þessar upplýsingar eru settar fram eftir ákveðinni forskrift getur kaupandi borið saman þær vörur sem á boðstólum eru og þar með valið samkvæmt eig- in óskum og þörfum. „Dansk Varedeklarations- nævn“ var komið á fót árið 1957 og í síðustu ársskýrslu hennar var sagt frá því að nú séu meira en 2100 mismunandi vörur í Danmörku með „Varefakta". Samsvarandi nefndir starfa einnig á hinum Norðurlönd- unum, en þó ekki hér á Islandi. Hér á landi gera framleið- endur ekki mikið að þvf að láta hagnýtar upplýsingar fylgja þeim vörum sem þeir fram- leiða. Rannsóknaraðstaða hefur ekki heldur verið fullnægjandi fram að þessu en nú hefur að- staða verið bætt til að rannsaka efnasamsetningu matvæla o.fl. Þar með gætum við komið á fót vörumerkingarnefnd sem starf- aði á svipuðum grundvelli og á hinum Norðurlöndunum. Væri þá unnt að láta neytendum f té stuttar og nákvæmar upplýs- ingar um hvernig varan er sam- sett, til hvers á að nota hana og hvaða eiginleika hún hefur. Þeir þyrftu þá síður að kaupa köttinn f sekknum. Sennilega yrði það farsælli lausn fyrir okkur Islendinga að stuðla að því að láta neytendur fá betri vörufræðslu með vörulýs- ingum, sem framleiðandinn lætur í té af fúsum vilja, en að setja lög og reglur þar að lút- andi. Eflaust gætum við margt lært af reynslu nágrannalanda okkar f þeim efnum og fengið að hagnýta okkur þeirra for- skriftir. Það þyrfti því ekki að vera mjög erfitt að koma upp fslenskri vörumerkingarnefnd. VAREFAKTÁ L Útsala -// r \ %uí r a\\abU% a8°° \ soV^ i6a' —ut \AS0 \ soVcVcat 0'Put . vcápuí ,r 19°° \ jaViV1®1 6&0 \ ^ö'a* \ 2&0 \ jóV»r 5VtKabu -vsoo AðO ^OO peVsUÍ peVsUt peVsUt SVOf -vsoo 500 S<oe ptVs VcWP i\Vs 390 A90 3000 6000^ 2000 2S00 66°°rti 2000' 2.000 itoí Bleiki pardusinn v/Bankastræti eú a\"r ■\6 ára' •'Tíi ■',8' . .u | 'T000 “ ■ Xorskti táninga-húsgögnin Ný gerð af svefnsófum, borðum og stólum á mjög góðu verði. Húsgögn fyrir alla aldursflokka. Bílastæði og inngangur er einnig Hverfisgötumegin. Verið velkomin P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.