Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 1
40 SÍÐUR
7. tbl. 65. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kambódía:
Áróðursstríð
í stað átaka
Bangkok, Moskvu og Peking
9. janúar AP. — Reuter.
KAMBÓDÍUSTJÓRN hélt
þvi fram í dag, að her sinn
hefði unnið fyrsta sigurinn
gegn innrásarher
Vietnama, en leyniþjðn-
ustuheimildir í Bangkok
hermdu hins vegar að her-
sveitir Vietnams hefðu
treyst stöðu sína innan
landamæra Kambódíu.
Heimildirnar hermdu að
Vietnamar, sem sagðir eru
beita bandarískum vopn-
um og hernaðartækni, sem
þeir notuðu í Vietnam-
stríðinu, hefðu aðeins orð-
ið fyrir minniháttar áföll-
um í Ha Tienhéraði, syðst
við iandamærin og við
borgina Snoul, u.þ.b. 20 km
innan landamæra
Kambódíu.
Svo virðist sem átökin TniHi
aðila hafi hjaðnað niður og snúizt
yfir i áróðursstríð. Útvarpið í
Kambódíu lýsti í dag stórkostleg-
um sögulegum sigrum gegn
Vietnömum og útvarpaði bréfi frá
Sihanouk prins, fyrrum þjóðar-
leiðtoga Kambódíu, þar sem hann
kallaði Vietnama „árásarleppa-
lúða“. Leyniþjónustuheimildir í
Bangkok sögu að staðhæfingar út-
varpsins í ^Phnom Penh væru
fáránlegur áróður og það, að stöð-
ugt væri staglazt á einingu í
fréttasendingum af daglegum
átökum, benti til mikils kvíða
meðal ráðamanna Kambódíu.
Stjónmálafréttaritarar telja að
staðan í þessu máli sé nú sú, skv.
leyniþjónustuheimildum, að
Vietnamar hafi sótt eins langt inn
í Kambódiu og þeir ætli sér, og
vinni nú að því að treysta stöðu
sína með harðar samningavið-
ræður i huga. Hersveitir
Kambódíu eru taldar hafa gert
nokkrar smáárásir, en ekki gert
ráð fyrir að ráðamenn muni hætta
á veruleg hernaðarátök, enda
Vietnamar taldir hafa um 60 þús-
und manna herlið i Kambódiu.
Vietnamskar sveitir hafa nú lok-
að birgðaflutningaleiðinni við
Mekongborgina Neak Luong, 55
Framhald á bls. 24.
Sadat og Iranskeisari í Aswan í gær.
Sfmamynd AP.
By ggðarlög lsraela
helzta deiluefnið
Asvvan, Jerúsalem, Washington og Tel-
Aviv 9. janúarAP—Reuter.
MOHAMMED Reza Palavi
Iranskeisari kom í dag til
Aswan í Egyptalandi til
viðræðna við Sadat forseta
um friðarviðræðurnar við
tsraela. Keisarinn, sem er
einn helzti stuðningsmað-
ur Sadats í þessu máli,
ítrekaði stuðning sinn við
komuna í dag. A sama tfma
skiptust tsraelar og Egypt-
Myndar Soares
stjórn á morgun?
Lissabon 9. jan. AP-Reuter.
DAGBLAÐ sósfalista í Portúgal,
A Luta, sagði f dag að viðræður
Mario Soaresar um nýja stjórnar-
myndun væru komnar svo vel á
veg að Eanes forseti myndi út-
nefna hann á ný forsætisráðherra
á miðvikudag að loknum fundi
byltingarráðs landsins. Er þessi
frétt f framhaldi af ummælum
Soaresar f gær, er hann kom af
fundi landsst jórnar Sósfalista-
flokksins, en þá tilkynnti hann að
hann teldi vfst að hann gætij
myndað stöðuga meirihlutastjórn
til að takast á við vandamál,
Soares
þjóðarinnar, eftir mánaðarstjórn-
arkreppu.
Landsstjórn Sósfalistaflokksins
samþykkti tillögur Soaresar um
að breikka stjórn landsins með
því að taka inn í hana sem ráð-
herra menn úr öðrum flokkum,
en þó þannig að þeir væru þar
sem einstaklingar en ekki fulltrú-
ar flokks síns. Er þetta málamiðl-
unartillaga í stað hreinnar sam-
steypustjórnar, sem Soares hafði
alfarið hafnað. Ráðherrar þessir
munu koma úr röðum hins hægri-
sinnaða Miðdemókratasambands
og jafnaðarmanna.
Talsmenn úr röðum íhaldsafla
sögðu i kvöld að svo virtist sem
Framhald á bls. 24.
ar á harðorðum orðsend-
ingum um byggðarlög ísra-
ela á Sinai og öðrum her-
teknum svæðum. Þessi
byggðarlög, sem ísraelar
vilja halda, er friður verð-
ur saminn, eru að verða
eitt helzta ágreiningsatrið-
ið á eftir Palestínuvanda-
málinu.
Sadat forseti lýsti þvi yfir i gær,
að hann myndi ekki samþykkja
einn einasta ísraelskan hermann
né óbreyttan borgara á fyrrum
egypzkum landsvæðum. Sadat
sagði á sameiginlegum blaða-
mannafundi f Khartoum, höfuð-
borg Súdans, með Nimeiri for-
seta, að ísraelar yrðu að falla frá
gömlum kreddum, annars myndu
Egyptar grípa til gagnaðgerða.
Begin forsætisráðherra ísraels
sagði í dag að ísraelsstjórn myndi
standa með öllum byggðarlögum
Gyðinga í Sinai og v-bakka
Jórdanár og sagði að ísraelar
kynnu að draga friðártillögur
sínar til baka ef Sadat sýndi ekki
meiri sveigjanleika og meiri var-
kárni í orðum.
iranskeisari sagði við frétta-
menn við komuna til Aswan, að
hann hefði komið til fundar við
I Sadat tii að tjá aðdáun sina og
vináttu við hann. Hann sagði að
þetta væru sögulegir timar og
hann vonaðist til að umleitanir
Sadats yrðu árangursríkar, þær
væru að sinum dómi hárrétt
stefna. Keisarinn fer á morgun til
S-Arabíu til viðræðna við Khaled
konung, sem er lykilmaður í
hugsanlegum friðarsamningi
vegna áhrifa hans í Arabalöndun-
Framhald á bls. 24.
Ráðherrar
snúast
gegn Gandhí
Nýju-Delhf 9. janúar
AP — Reuter.
INDIRA Gandhf fyrrum forsætis-
ráðherra Indlands kom í dag fyrir
þá stjórnskipuðu nefnd, sem á að
kanna meint misferli hennar
meðan hún var við völd f landinu.
A fundi nefndarinnar f Nýju-
Delhf var einkum fjallað um
formsatriði og kom upp ágrein-
ingur milli formanns nefndarinn-
ar, E.J.C. Shahs, fyrrum forseta
hæstaréttar, og lögfræðings frú
Gandhf um formsatriði, einkum
um rétt hennar til að draga f efa
Framhald á bls. 24.
Frakkland:
Kosningabaráttan hafin
Klofningur vinstrimanna alger
París 9. janúar AP — Reuter.
kosningabarAttan í
Frakklandi fyrir þingkosning-
arnar í marz nk. byrjaði fyrir
alvöru f gær, er helztu stjórn-
málaflokkarnir kynntu stefnu-
mál sfn, en klofningurinn ineð-
al vinstri manna virðist meiri
en nokkru sinni fyrr. Georges
Marchais, leiðtogi franska
kommúnistaflokksins, réðst um
helgina harkalega f ræðu á
sósfalista og leiðtoga þeirra,
Franeois Mitterand, og útilok-
aði nær algerlega möguleika á
kosningabandalagi vinstri
manna.
Mitterand ávarpaði á sama
tíma varnarmálaráðstefnu
sósíalista, en það voru varnar-
mál, sem einkum ollu banda-
lagsslitum við kommúnista, og
sagði þar að Frakkland ætti að
vera áfram í stjórnmálasam-
baridi við Atlantshafsbanda-
lagið, þótt það stæði utan við
sameiginlega herstjórn þess.
Kommúnistar höfðu krafizt
þess að Frakkar slitu algerlega
sambandi við NATO og beindu
her sínum gegn óvinum í vestri
jafnt sem austri.
Raymond Barre forsætisráð-
herra Frakklands flutti í gær
stefnuræðu samsteypustjórnar
sinnar, þar sem hann gaf ýmis
loforð, þ.á m. auknar fjöl-
skyldubætur og engar skatta-
hækkanir næstu 2 ár. Barre
flutti ræðu sína að loknum rfk-
isstjórnarfundi með Valery
Framhald á bls. 24.
Indira Gandhf.