Morgunblaðið - 10.01.1978, Side 2

Morgunblaðið - 10.01.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10MANÚAR 1978 Jfcr . < 7 NA * "■ *Vr uðh ' Allir loðnusjómenn eru fylgjandi leigu- töku á Norglobal — segir Gísli Jóhannesson skipstjóri á Jóni Finnssyni Heiðrún tS 4. Ljósm. Mbl.: tl.A. M. Bernharðsson afhendir skuttogara til Bolungarvíkur M. BERNHARÐSSON, skipa- smfðastöð hf., afhenti á laugardag Völusteini hf. I Bolungarvfk 294 tonna skuttogara Heiðrúnu IS 4. Heildarverð skipsins að frádregn- um tollum og vöxtum er rúmar 611 milljónir króna. Guðmundur Marselliusson afhenti skipið og tók Guðfinnur Einarsson við þvf fyrir hönd eigenda. í afhendingarræðu sinni sagði Guðmundur Marselliusson m.a.: „Samningar um smíði þessa skips voru undirritaðir 30. marz 1974, en smiði skipsins hófst þó ekki fyrr en í byrjun árs 1975. Upphaf- lega var samið um smíði linu- skips, sem var allnokkuð frá- brugðið þvi skipi sem þið nú sjáið, og var samningsverð skipsins þá kr. 190 milljónir tæpar. A árinu 1976 var ákveðið að breyta samn- ingi skipsins og var þá samið um breytingar fyrir um 124 millj. króna, og síðar á árinu var enn ákveðið að breyta skipinu, og þá með tilliti til flotvörpu- og botn- vörpuveiða og hringnótaveiða- búnað, samningar þessir voru alls uppá kr. 70 millj. Heildarsamn- ingsverð skipsins var þvi tæpar 390 millj. króna, þvi hefði skipinu verið breytt fyrir rúmar 200 millj. umfram upphaflegt samingsverð, sem var eins og áður sagði um 190 millj. kr. Smíði skipsins hefur þvi nokk- uð dregist vegna þessara breyt- inga, en ég trúi þvi fastlega að kaupendur skipsins fái nú fullkomnasta fiskiskip landsins, og gæði skipsins dreg ég ekki i efa. Hver og einn einasti starfs- maður fyrirtækisins hefur lagt sig fram við að skila 'gallalausu verki. Heildarverð skipsins að frá- dregnum tollum og vöxtum er rúmar 611 millj. króna. Ef við upplýsum svolitið um einstaka Framhald á bls. 24. „VIÐ loðnusjómenn viijum ein- dregið mótmæla þeim mótmæl- um, sem fram hafa komið við leigutöku bræðsluskipsins Nor- glohal," sagði Gfsli Jóhannesson, skipst jóri á Jóni Finnssyni, í sam- tali við Mbl. f gær. „Við vorum svona að ræða þetta okkar f milli f brælunni f gær og menn voru sammála um að lýsa furðu sinni á þessum mótmælum gegn leigu- tökunni. Við teljum að þau lýsi vanþakklæti f okkar garð, þar sem reynslan sýnir, að sá afli, sem Norglobal hefur tekið á móti, er hreinn umframafli. Við höfum aftur á móti hvergi séð f þessum mótmælum minnzt á hærra verð til okkar og við eigum ekkert að fá fyrir að flytja loðnuna langa leið f misjöfnum veðrum. Það getur komið upp það dæmi, að við náum tveimur til þremur túrum í Norglobal á sama tima og við förum eina ferð upp á 2—300 mílur öðru hvorum megin við landið. Og svo er þess að gæta, að loðnuflotinn er nú 30—40% stærri en hann var, þegar Norglobal var hér siðast. Við loðnusjómenn erum allir fylgjandi þvi að Norglobal sé tek- ið á leigu,“ sagði Gísli Jóhannes- son, „og annað, sem kom út úr samræðum okkar sjómannanna i gær, er að við nokkrir skipstjórn- armenn lýsum furðu okkar á þvf að Andrés Finnbogasbn skyidi ekki verða framkvæmdastjori loðnunefndar, þegar skipt var um mann í þeirri stöðu.“ Laun þingmanna haf a hækkað um 78,3% frá því í desember 1976 Fjórir rann- saka Lands- bankamálið FJÓRIR menn vinna nú að rannsókn Landsbankamálsins svonefnda af hálfu Rannsókn- arlögreglu rfkisins. Þeir eru Erla Jónsdóttir, deildarstjóri, Eggert Bjarnason, rannsóknar- lögreglumaður, en að auki er rannsóknarlögreglustjórinn, Hallvarður Einvarðsson, meira eða minna í málinu. Fjórði maðurinn, sem að rannsókn- inni vinnur, er ráðunautur rannsóknarlögreglunnar í bók- halds- og endurskoðunarmál- um, Guðmundur Skaftason, hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Eins og fram hefur komið vinnur að auki endurskoðunar- deild Landsbankans að rann- sókn málsins. ÞINGFARARKAUP alþingis- manna hefur hækkað frá þvf f desember f fyrra til jafnlengdar 1977 um 78,3%. Hins vegar hafa ráðherralaun hækkað á sama tfmabili um 72,7%. Þingfarar- kaup er nú 328,590 krónur og Akumesingar eign- ast nýtt og glæsilegt nóta- og togveiðiskip NYTT skip bættist I flota Akurnes- inga um helgina. en þá kom Bjarni Ólafsson AK-70 I fyrsta skipti til heimahafnar. Skipifi er i eigu Run- ólfs HallfreSssonar útgerSarmanns og skipsfjóra og verður hann sjálfur skipstjóri Bjarni Ólafsson er 556 tonna stál- skip. 54 metra langt og tæpir 10 metrar á breidd þar sem skipið er breiðast Það er útbúið til nóta- og togveiða Runólfur Hallfreðsson sagði i sam- tali við Morgunblaðið að skipið færi á loðnuveiðar á fimmtudaginn en i sum- ar reiknar hann með að fara á kol- munnaveiðar með flottroll Runólfur er sem fyrr segir skipstjóri en 1 stýrimað- ur er Jóhann Kísel og 1 vélstjóri Þráinn Sigurðsson Skrokkur skipsins var smíðaður i Karlstad i Sviþjóð en innréttingar eru unnar hjá Örskoves Værft i Danmörku Smiði skipsins hófst i april s I Kaup- verðið er 1 6 milljónir sænskra króna eða um 730 milljónir islenzkra króna en sænska skipasmiðastöðin tók Bjarna Ólafsson eldri upp i kaupin og var hann metinn á um 270 milljónir islenzkra króna Skipið reyndist mjög vel á heimleiðinni að sögn Runólfs en það hreppti hið versta veður Gang- hraði þess var 14 milur i reynslusigl- ingu. Skipið er búið öllum þeim full- komnasta tækjabúnaði sem þekkist og i þvi er kæliklefi, sem tekur 30 tonn miðast við þriðja hæsta launa- flokk Bandalags háskólamanna. Ráðherrakaup er nú 392,980 krónur á mánuði þannig að sam- tals fær ráðherra sem jafnframt er þingmaður 721,570 krónur f mánaðarlaun. Jafnan hefur viðmiðun þingfar- arkaups verið þriðji hæsti flokkur launastiga BSRB, en hann hefur um langt skeið verið hinn sami og hjá Bandalagi háskólamanna. Hins vegar hefur það nú gerzt að þessi flokkur I launakerfi BHM er orðinn talsvert hærri og munar þar 20.900 krónum á mánuði. Hef- ur því viðmiðunin breytzt og miða þingmenn nú laun sin við launa- taxta BHM. Þingfararkaup er nú 328.590 krónur, en var hinn 1. desember í fyrra 184,266 krónur. Þingmenn fá jafnframt ýmis- legan kostnað greiddan. Þeir hafa fasta greiðslu fyrir ferðakostnað í kjördæmi, sem er nú frá 1. júlí síðastliðnum 375 þúsund krónur á ári, en þessi upphæð var fyrir 1. júlí síóastliðinn 300 þúsund krónur og hækkaði því milli ára um 25%. Ákvörðun um þennan fasta ferðakostnað er til jafn- lengdar í ár. Þá fá þingmenn greiddar eftir reikningi ferðir út í kjördæmin og aftur til þings., Húsaleiga þingmanna hækkaði úr 31 þúsundi króna í 39 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. október og dvalarkostnaður þing- manna utan af landi á meðan þeir eru í Reykjavík yfir þingtímann hækkaði hlutfallsiega jafn mikið og ferðakostnaður opinberra starfsmanna hafði hækkað frá þvi í fyrra en dvalarkostnaður þing- manna er dálítið fyrir neðan dvalarkostnað opinberra starfs- manna. Nú fá þingmenn greiddar 2,950 krónur á dag f stað 2,350 króna áður. Ráðherrar fá ekki ferðakostnað greiddan, en þeir fá þingfar- arkaup og að auki sérstakt ráð- herrakaup. Ráðherra fær í laun 392,980 krónur, en hafði 1. desem- ber í fyrra 227,606 krónur á mánuði. Forsætisráðherra hefur Framhald á bls. 24. • • Om hættir hjá Rann- sóknarlög- reglunni ÖRN Höskuldsson deildarstjóri við Rannsóknarlögreglu rfkisins hefur sagt upp störfum hjá Rann- sóknarlögreglunni frá og með 1. aprfl nk. Hyggst örn helga sig almennum lögfræðistörfum og mun hann ef til vill opna lög- fræðiskrifstofu f vor. örn Höskuldsson hefur starfað við af- brotarannsóknir f tæp 8 ár og m.a. haft með höndum stjórn rann- Framhald á bls. 24. Jónas Bjarnason, formaður BHM: Sérfræðingar í bönkum meira en sérfræðingar hafa BHM BANDALAG háskólamanna hef- ur látið kanna laun sérfræðinga, sem félagsbundnir eru f félögum BHM og sambærilegra sérfræð- inga sem vinna f bönkum og Sam- band íslenzkra bankamanna sem- ur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Jónasar Bjarnasonar, formanns BHM, er verulegur launamunur milli þessara sérfræðinga og eru þeir, sem Samhand fslenzkra bankamanna semur fyrir, með laun sem eru 20 til 27% hærri. Jónas Bjarnason sagði að í þessun samanburði hefði þess verið gætt að taka sambærilega menntun — sem sagt sambæri- lega sérfræðinga. Sagði hann að niðurstaðan sýndi verulegt órétt- læti, þar sem hún væri f raun sú að þeir sem næstir væru kjötkötl- unum fyndu mestu lyktina, bæru mest úr býtum. Slíkt gætu félaga- samtök svo sem BHM að sjálf- sögðu ekki fallizt á. Hins vegar sýndi þetta, að bankamenn hefðu fengið ívið meiri kjarabætur en opinberir starfsmenn, en að auki hefðu þeir ekki staðið lakar áður en samningagerð hófst. Sprungur í veg- inn hjá Lyngási Skinnastaðir, 9. janúar. HÉR hófst stöðugiir órói á jarð- skjálftamælum um klukkan 22:30 á laugardagskvöld. Upp úr miðnætti tóku skjálftar mjög að aukast en fundust þó yfirleitt ekki hér. Upþtök skjálftanna voru langflest í 15—30 km fjarlægð héðan, það er á milli Kerlingarhóls og Hrútarfjalla f Gjástykki, en það svæði er miklu nær en Kröflusvæðið. Brennisteinslykt fannst hér um klukkan 23 um kvöldið f suðlægri átt. Skjálfta- vakt var hér um nóttina. Þessu hélt áfram allan sunnudaginn og fundust þá tveir til fimm vægir kippir á klukkutfma hér á Skinnastað. Engir gufureykir sáust f Gjástykki, sem blasir við héðan. Upp úr klukkan 20 á sunnu- dagskvöld tóku fleiri skjálftar að finnast hér enda virtust upp- tök skjálftanna nú vera nær en áður eða nálægt efstu bæjum í austanverðu Kelduhverfi, um 10—15 km í burtu. Mjög óróasamt var á þessum bæjum í alla nótt, sömuleiðis að Skinnastað og Skógum og Ær- lækjarseli á Austur-Sandi og kippir fundust á fleiri bæjum í Öxarfirði. Síðustu fregnir herma að i nótt hafi komið sprungur í þjóðveginn hjá Lyngási á sömu stöðum og umrót varð mest í skjálftunum 1975 til 76. Kippir eru þó yfirleitt vægari nú en þá, þótt margir hafi verið snarpir, sérstaklega á efstu bæjunum í Kelduhverfi. 1 dag komu stærstu kippirnir um tólfleytið, laust fyrir klukk- an 14 og klukkan rösklega 15 og voru þeir um 4.5 stig á Riehter- kvarða. Og þegar þessi frétt er send laust fyrir klukkan 17 kemur allsnarpur kippur. Held- ur virðist þá vera að draga úr þessu. Veður er dumbungslegt nú með smáéljum og sést ekki til heiða. — Sixurvin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.