Morgunblaðið - 10.01.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978
5
Kaupstaðarréttindi fyrir Sélfoss:
Já sögðu 751
nei sögðu 27 8
„ÞETTA er skýlaus niðurstaða og
hreppsnefndin mun nú taka
málið til afgreiðslu, sem ég býst
við að verði f vikunni, og ef fer,
eins og ég álft, þá verður næst
leitað til þingmanna Suðurlands-
kjördæmis um að þeir flytji á
Alþingi frumvarp um kaupstaðar-
réttindi handa Selfossi," sagði Oli
Þ. Guðbjartsson, oddviti á Sel-
fossi, f samtali við Mbl. f gær, en
af 1045 sem atkvæði greiddu f
skoðanakönnuninni um helgina,
var 751 fylgjandi þvf að sækja um
kaupstaðarréttindi, en 287 voru á
móti.
Óli sagði, að á kjörskrá Wefðu
verið 1944. Sem fyrr segir
greiddu 1045 atkvæði, eða um
56%. Já sögðu 751 eða 71,87%
þeirra, sem atkvæði greiddu, og
nei sögðu 278 eða 26,6%. Auðir
seðlar voru 16.
Þegar atkvæði voru greidd um
þetta sama mál 1973 voru yfir
60% þeirra, sem atkvæði greiddu
þá, á móti kaupstaðarréttindum.
„Ég tel að nú hafi verulega
ráðið vilji ungra manna," sagði
Óli. „En þess ber að geta að þegar
kosið var um kaupstaðarréttindi
1973 var einnig kosið um annað
mál, Votmúlamálið svonefnda,
sem ég tel engan vafa leika á um
að hafi ráðið niðurstöðu beggja
málanna þá.“
Forrædi rannsóknar óskorað
í höndum Rannsóknarlögreglu
— segir Hallvarður Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóri
HALLVARÐUR Einvarðsson
rannsðknarlögreglustjóri hefur
beðið Morgunblaðið að birta eftir-
farandi athugasemd:
Vegna ummæla, sem viðhöfð
hafa verið í fjölmiðlum um rann-
sókn á meintri fjártöku deildar-
Chaplin
Sigurður Sverrir Pálsson
skrifaði greinina um Charles
Chaplin, sem birtist á fjórum
síðum í Mbl. s.l. sunnudag. Nafn
hans sem höfundar féll því miður
niður.
stjóra ábyrgðardeildar Lands-
banka íslands, þess efnis, að
Landsbankinn „skammti gögn í
hendur rannsóknarlögreglunnar"
þykir rétt að taka fram eftirfar-
andi:
Eins og áður hefir verið frá
greint barst rannsóknarlögreglu-
stjóra rfkisins kæra og beiðni um
rannsókn vegna þessa atferlis frá
stjórn Landsbanka Islands. Er
þar frá því greint, að um háar
fjárhæðir sé að ræða, sem teknar
hefðu verið í ákveðin skipti á all-
löngum tíma. I þágu rannsóknar
þeirra alvarlegu kæruefna, sem
hér um ræðir, hefir verið leitað
eftir ýmsum sönnunargögnum og
Framhald á bls. 24.
Fyrir nokkru útskrifuðust þessir sjúkraliðar frá F-holli Sjúkraliðaskóla lslands. Efsta röð frá vinstri:
Guðrun Agnes Sigurðardóttir, Þórstfna Sóley Ólafsdóttir, Asgerður Hlynadóttir, Guðbjörg Pálsdóttir,
Helga Björg Björnsdóttir, Anna Sigrfður Jörundsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Kristjana Kristjáns-
dóttir, Margrét Ryel, Gunnhildur Knútsdóttir, Sigrfður Ellen Konráðsdóttir og Jóhanna Krog.
Miðröð frá vinstri: Björk Magnúsdóttir, Eygló Ósk Einarsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Hrafnhiidur
Valbjörnsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Auður Erna Höskuldsdóttir, Guðlaug
Björk Benediktsdóttir, Agnes Svavarsdóttir, Júifanna Arnadóttir og Sigrfður Helga Einarsdóttir.
Fremsta röð t.v.: Lovfsa Einarsdóttir, Jenný Nfelsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir kennari,
Kristbjörg Þórðardóttir kennari, Marfa Ragnarsdóttir, María Rögnvaldsdóttir og Björg Sigurðardóttir.
Verkalýðsfélag Raufarhafnar:
Mótmælir leigu Norglobal
Raufarhöfn, 9. janúar.
STJÓRN Verkalýðsfélags Raufar-
hafnar samþykkti á fundi sfnum
8. janúar sl. að mótmæla þeim
verkum stjórnvalda að leyfa
leigutöku á Norglobal á yfirstand-
andi loðnuvertfð. 1 samþykkt
verkalýðsfélagsins segir: „Þvf
furðulegri er leyfisveiting þessi
ef höfð eru f huga þau orð útvegs-
manna og forystu LlU að sfðasta
loðnuvertfð hafi skilað veruleg-
um hagnaði til útgerðarinnar
þrátt fyrir fjarveru Norglobals
þá. 1 sfldarverksmiðjunni á Rauf-
arhöfn hafa farið fram nokkrar
endurbætur að undanförnu og
eins hefur sveitarfélagið lagt f
mikinn kostnað við vatnsveitu.
Hvort tveggja var gert f þeirri trú
að slfkt myndi skila byggðarlag-
inu og þjóðarbúinu auknum tekj-
um. Af þeim sökum varð þátttaka
Framhald á bls. 24.
4 HJÓLA drif afgreiðslu frá verksm. í febrúar.
QUATRATRACK Pöntunum veitt móttaka
4 cyl. 86 ha Áætlað verð 2.4 millj.
HÁTTOG LÁGT DRIF
16 " FELGUR
ÞRIGGJA DYRA
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
Nuiliirliimlshraul U - llrjkjinik - Ními illllilKI