Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 12

Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 Ingólfur Amarson framkvæmdastj.tJtvegsmaimafélags Suðumesja: Þeir dæma eins og veltist í þeim vömbin í samþykkt, sem gerð var á fundi í Utvegsmannafélagi Vest- fjarða h. 30. desember s.l. eru útvegsmenn á Suðurnesjum born- ir þungum sökum, svo sem sjálfs- elsku, skammsýni og óskamm- feilni, með því að þeir hafi látið gagnrýnisorð falla í garð hæst- virts sjávarútvegsráðherra. Það er ekki í fyrsta sinn að vestfirskir forkólfar telja sig þurfa að hnjóða í þá aðila, hér á suðurkjállka landsins, sem leyfa sér að hafa skoðun á málefnum sjávarútvegsins og hafa jafnframt áhuga á, að sjávarútvegur þeirra megi búa við svipaða möguleika frá hendi stjórnvalda og gerist t.d. á Vestfjörðum. Með allt þetta í huga tel eg nauðsynlegt að gera nokkrar at- hugasemdir við hið síðasta upp- hlaup þeirra Vestfirðinga, sem birtist i áðurgreindri samþykkt. I samþykktinni kemur eftirfar- andi fram: Lýst er furðu á viðbrögðum út- vegsmanna á Suðurnesjum vegna útgáfu á reglugerð sjávarútvegs- ráðuneytisins um veiðar i þorska- net og talið óskiljanlegt að útvegs- menn á Suðurnesjum skuli telja að hægt sé að draga út sókninni í þorskstofninn, án þess að það snerti á nokkurn hátt útgerð i þessum landshluta. Látinn er i ljós harmur yfir þeirri einstæðu skammsýni, er birtist í því að Utvegsmannafélag Suðurnesja skuli telja „ástæðu- laust að taka þessa reglugerð til eftirbreytni“ og verður ekki séð hvernig draga á úr sókninni í þorskstofninn, ef viðbrögð út- vegsmanna í öðrum landshlutum yrðu hin sömu, þegar samdráttar aðgerðir snerta þeirra hagsmuni. Vert er talið að vekja athygli á, að allar þær aðgerðir um sam- drátt í þorskveiðum, sem ráðu- neytið hefur gefið út til þessa hafa mætt fullum skilningi við- komandi hagsmunaaðila i öðrum landshlutum, enda þótt þær hafi valdið tilfinnanlegum truflunum á veiðum og vinnslu og komið illa við marga. Má í því sambandi. benda á 12 daga þorskveiðibann í desember, sem hefur sennilega bitnað harðast á vestfirskri linu- útgerð. Þá treysta vestfirsku útvegs- mennirnir því að skipstjórnar- menn og sjómenn á Suðurnesjum láti ekki hafa sig til þess að brjóta löglegar ákvarðanir stjórnvalda, eins og þeir eru nú hvattir til, enda þótt það snerti hagsmuni þeirra í bili. Slíkt gæti haft þær afleiðingar, fyrir sjávarútveginn, að úr þvi yrði aldrei bætt. Að lokum átelja þeir harðlega örökstuddar dylgjur og svigur- mæli í garð sjávarútvegsráðherra, í sambandi við þetta mál og telja að hann hafi gætt fyllsta réttlæt- is, í sinu erfiða starfi og lýsa þeir fyllsta trausti honum til handa. I öllum þessum atriðum sam- þykktarinar kemur fram mikil sýndarmennska, sem að mínum dómi hæfir ekki þeim mönnum, sem halda um stjórnvöl Útvegs- mannaféiags Vestfjarða. Það er harla einkennilegt að vestfirskir útvegsmenn nýkomnir af aðalfundi samtaka íslenskra út- vegsmanna, skuli verða furðu- slegnir yfir viðbrögðum Suður- nesjamanna vegna reglugerðar- innar, um veiðar í þorskfisknet. í því sambandi vil eg benda á að reglugerðin er gefin út 4 dögum eftir að aðalfundur L.LU. hafði samþykkt afgerandi tillögur sem miðuðu að verulega auknum tak- mörkunum á sókn í þorskinn og í þeim tillögum var gengið út frá því að allar takmarkanir, þessu að lútandi, gengju sem jafnast yfir, hinar ýmsu veiðiaðferðir. Til frekari glöggvunar skal hér birt samþykkt L.Í.U. fundarins, en hún var þannig: 1. Við mat á skyndilokunum á svæðum vegna smáfisks verði svæði lokuð miðað við tillögur um stærðarmörk frá Hafrannsókna- stofnuninni á hverjum tima. 2. Hrygningarsvæði verði stækkuð og þeim jafnframt fjölg- að. 3. Allt eftirlit verði stóreflt, bæði um borð i veiðiskipum og i landi, svo tryggt sé, að settum reglum um hvað eina, sem að veiðum lýtur sé framfylgt. 4. Tafarlaust verði ákveðið, að á timabilinu 10. desember 1977 — 7. janúár 1978 skulu öll skip, sem stunda bolfiskveiðar hætta veið- um í minnst 15 daga. Ennfremur skulu skip hætta veiðum í 7 daga um páska, á tímabilinu, mánudag fyrir páska til miðvikudags eftir páska.5. Bannað verði að veiða þorsk með flotvörpu allt árið 1978. 6. Lágmarksstærð möskva í þorskanetum verði 7!4“ um allt land, allt árið og innflutningur þorskaneta með smærri möskva bannaður. Þessa tillögu studdu Suður- nesjamenn og hljóta allir, sem vilja sjá, að reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins, er í grundvall- ar atriðum önnur, en hér hafði verið lagt til. 1 þvi sambandi skal bent á að reglugerðin gerir ráð fyrir leyfisveitingum og er nú svo komið að ráðuneytið hefur fengið m 500 umsóknir til veiða með þorskanetum. 1 leyfisbréfunum eru ýmis skilyrði, sem hljóta að verða til þess að skapa veruleg vandræði að óbreyttum aflabrögð- um. Þar ber lang hæst ákvæðið um að allar veiðar i þorskanet skuli bannaðar í 10 daga, á vertíð- inni og er það í valdi ráðherra hvenær það tímabil stendur. Hann þarf aðeins að auglýsa það með 7 daga fyrirvara, eða jafn miklum dagafjölda og það tekur háseta á fiskiskipum að losna úr skiprúmi, á löglegan hátt. Það er ekkert launungarmál að sjómenn og. útvegsmenn á suður- og suðvesturlandi og raunar á suðurfjörðum Vestfjarða lika, ótt- ast að ráðherra muni einmitt setja þetta timabil, þegar best hentar togaraflotanum. Eg vek athygli á því að í tillög- um L.Í.U. var lagt til að öllum skipum, sem stunda bolfiskveið- ar, yrði gert skylt að hætta veið- um í 7 daga um páskana. Þegar þetta er haft í huga er það að mínum dómi sýndar- mennska, er forkólfar Utv'egs- mannafélags Vestfjarða, sem flestir eru togaraútgerðarmenn, setja upp furðusvip vegna við- bragða Suðurnesjamanna, við hinni vafasömu reglugerð, sem hér um ræðir. Dylgjur um að Suðurnesjamenn telji að hægt sé að draga úr sókn án þess að slíkt komi við þá sjálfa og að þeir vilji ekki hlita ákvörð- unum til verndunar þorskstofnin- um eru f hæsta máta ósanngjarn- ar. Nægir i því sambandi að benda á að þeir áttu sinn þátt í því að friðunarsvæðið á Selvogs- banka, um hrygningartimann, var sett, en það var fyrst sett á við útfærsluna i 50 mílur og hefur verið i gildi á hverri vetrarvertíð siðan. Allir sem þekkja til útgerð- ar sunnlendinga og reyknesinga vita að þetta svæði nær yfir fiski- slóðir, sem best dugðu, til afla- bragða í þorskanet, á vetrarver- tíðum. Ef hægt er að tala um fórnir í sambandi við friðunarað- gerðir, þá hefur enginn einn þátt- ur útgerðar landsmanna fært þær meiri, en þeir sem af fúsum og frjálsum vilja hættu veiðum á þessu svæði. Þetta leyfi ég mér að segja upp f opið geð þeirra manna, hvort heldur þeir eru að vestan eða norðan, sem gjarnan kalla þetta svæði Frímerki. Til fróðleiks vil eg geta þess að Frí- Nokkrar athugasemdir við samþykkt vestfirskra útvegsmanna Þorvarður Elíasson: t>að sem gera þarf Þegar litið er yfir störf íslenzkra stjórnmálamanna síðustu áratugi, rísa þar tvö mál langt upp yfir önnur Landhelgismálið er íslenzkur stjórn- málasigur og mun örugglega verða talið mest afreka stjórnmálaforingja allra flokka Efnahagsmálin eru aftur á' móti jafn áberandi fyrir þá sök, hve hörmulega lélegur árangur hefur náðst Sé litið yfir afskipti hinna ýmsu rrkisstjórna af efnahagsmálum má segja, að við blasi samfellt svartnætti, allt frá því lýðveldið var stofnað Að- eins einum Ijósblossa bregður fyrir í þessu svartnætti, sem þó nær ekki að lýsa upp umhverfi sitt, enda má full- yrða, að án hins stórkostlega árangurs í landhelgismálinu væri ísland vart byggilegt menntaðri þjóð Það væri óskandi að næsti íslenzki stjórnmálasigurinn mætti verða á sviði efnahagsmála og lýðfrelsis, en þessi tvö mál eru tengd saman af stjórnar- skránni á þann veg að vilji stjórnvöld ná tökum á stjórn efnahagsmála, pá verður sú stjórn að byggjast á vald- dreifingu en ekki valdboði Orsakir efnahagsvandans Verðbólga er bæði megin ástæða þess hve efnahagslegar framfarir eru litlar og afleiðing annarra orsaka Verð- bólgan þrífst nefnilega því aðeins að búið sé að raska valdajafnvæginu og koma málum þannig fyrir, arð vitleysur valdamanna komi öðrum en þeim sjálf- um í koll Ef litið er á vandamál atvinnuveg- anna, blasir við hrein skrípamynd Megin vandamál útgerðarinnar er að útgerðarmenn eiga of mörg og of góð skip Góðæri veldur hallæri í sveitum landsins, þannig að bændur verða að skattleggja sjálfa sig Rikisvaldið ábyrgist afkomu atvinnurekenda, og telur bændum trú um að þeir séu launþegar Ferðamaður í Kaupmanna- höfn verður glæpamaður fyrir þá sök að leggja löglega fengið fé inn á banka, meðan sá fer löglega að sem eyðir stórfé, e.t.v. annarra manna fé, á búllum og börum Dyraverðir loka menntaskólunum vegna þess að þeir eru ekki metnir að verðleikum Alþingi, sem færst hefur ýmsum stéttaforingjum og fyrirtækjum allt of mikið vald, á kostnað eigin valda, ber alla ábyrgð á þessu ástandi. Slík vald- söfnun, sem að er stefnt hér á landi, til handa ákveðnum aðilum, samrýmist ekki lýðræðisskípulagmu Hér verður ekki frekar fjallað um þennan þátt málsins, aðeins á það bent að Alþingi eitt getur endurreist það valdajafnvægi sem það hefur raskað svo stórlega, og stéttafulltrúarn á þing- inu eru ekki líklegastir til að hafa þar forustu Það geta aðeins þeir stétt- lausu Astand efnahagsmála Um þessar mundir velta stjórnvöld efnahagsmálum þjóðarinnar fyrir sér og hugleiða ráðstafanir Ekki er þess þó að vænta, að núverandi stjórnar- flokkar komi sér saman um ráðstafanir, sem vari til frambúðar, því ekkf er líklegt að ráðizt verði gegn frumorsök- um vandans Engu að síður hlýtur eitthvað að gerast Þjóðin eyðir nú meiru en hún aflar og lán verða ekki tekin erlendis til að jafna hallann Til greina koma þrenns konar ráðstafanir í fyrsta lagi að fella gengið, sem þýðir að ráðstöfunarfé fólksins minnkar en tekjur framleiðslugreinanna aukast í öðru lagi má jafna hallann með nýjum sköttum og í þriðja lagi má gera ekki neitt, sem þýðir stöðvun atvinnuveg- anna og atvinnuleysi. Þriðja leiðin þýddi í raun ekki annað en það að þeir sem vandann bjuggu til urðu að leysa hann sjálfir, en slík stjórnarstefna brýt- ur i bága við íslenzka stjórnarhefð og er því afar ólikleg Ef við lítum á ástandið eins og það er, kemur þetta i Ijós. 1. Niðurgreiðslur og útflutningsupp- bætur á siðastliðnu ári numu rúmum 8 milljörðum króna eða um þriðjungi landbúnaðarvöruframleiðslunnar. Samt vantar að öllum likindum nokkra milljarða í viðbót til þess að tekjur bænda nái tekjum verkafólks og iðn- aðarmanna 2. Veiðigeta fiskveiðiflotans hefur ver- ið aukin gifurlega og reksturskostnaður vitaskuld þar með, en framundan eru aflatakmarkanir, hvort sem við setjum þær sjálfir eða biðum þess að mæta aflabrestinum 3. Reksturshalli frystihúsanna er ámóta mikill og landbúnaðarins, en sjómenn hafa gert kröfur til fiskverðs- hækkunar Telja sig allt eins eiga rétt á kauphækkunum og þeir sem í landi vinna Varla verður þeim neitað um það Þegar sjómenn hafa þannig feng- ið sitt hefur þjóðin allmiklu meiri tekur en hún framleiðir fyrir. Til þess að jafna það bil þarf að fella gengi krón- unnar um 20—25%, nema lækka megi tekjur einhverra sem þessu nem- ur með einhverri áður óþekktri aðferð 4. Undanfarin 5 ár hafa raunvextir sparifjár í bönkum landsins verið nei- kvæðir sem nemur 20—30% á ári. Enda hefur sparifé minnkað þessi ár svo og veltufjármunir fynrtækjanna Möguleikar atvinnulífsins á skyndilegri framleiðsluaukningu eru því engir Miklu fremur má búast við vaxandi samdráttartilhneigingum vegna fjár- skorts 5. Árangur hagkerfisins er með þvi lélegasta sem þekkist i hinum svokall- aða menntaða heimi Hvergi er jafn litill hagvöxtur sjáanlegur eftir jafn gifurlegar fjárfestingar og hér Afkasta- geta fyrirtækjanna er litil miðað við önnur lönd, sem sést bezt á því, að kaupmáttur tekna á íslandi er ekki meiri en % þess sem er i nágranna- löndunum ef jafnlangur tími liggur að baki vinnunni Kaupmáttur tímakaups er og verður aldrei annar en afköst fyrirtækjanna 6. Sá mælikvarði sem bezt sýnir ástand efnahagsmála er verðbólgan og þar höfum við afgerandi forustu Á síðasta ári var hún um 34% og í ár verður hún um 40%. Lausnin íslendingar eru að byrja að skilja, að það þýðir minnkandi afla að veiða of mikið Á sama hátt þurfa þeii að skilja að það þýðir minni hagvöxt, ef verð- bólga er of mikil og verðbólgan stafar einfaldlega af þvi að reynt er að halda uppi hærri lifskjörum en afköst at- vinnuveganna leyfa. Almenningur mun hins vegar ekki sætta sig við léleg lífskjör, enda engin ástæða til. Það er þvi ekki hægt að leysa núverandi efna- hagsvanda með öðrum hætti en þeim að auka afköst fyrirtækjanna, en það verður ekki gert með skjótum hætti og alls ekki án verulegrar breytingar á grundvallarskipulagi efnahagsmála Þær breytingar verða fyrst og fremst að miðast við lýðræði og valddreifíngu Ríkisstjórnin verður að sætta sig við að hún er ekki fær um að leysa markaðs- öflin a{ hólmi. Ennfremur verður að tengja saman ábyrgð og áhættu Gróði einstaklinganna verður að vera gróði landsins. Sá sem gerir mistök verður sjálfur að þola afleiðingar þeirra Það fyrirkomulag að einn taki ákvörðunina, annar sjá um framkvæmdir og hinn þriðji (venjulega skattborgarinn) borgi kostnaðinn gengur ekki lengur Vanti einhvern brú, þá byggi hann brúna sjálfur, ættu stjórnmálamennirnir að segja næstu 5 ár og snúa sér að því viðfangsefni. sem þeir voru kjörnir til að leysa, efnahagsvanda þjóðarinnar. Það verkefni verður bezt leyst þannig 1. Hætta niðurgreiðslum og útflutn- ingsuppbótum og nema úr gildi öll lagaákvæði sem gefa einstökum fyrir- tækjum einokumá vinnslu ákveðinna landbúnaðarvara eða dreifingu þeirra á ákveðnum markaðssvæðum. Ef bænd- Þorvarður Elfasson ur fengju jafnframt þessu frjálsar hend- ur um verðlagningu afurða sinna, myndu þeir sjálfir leysa vandamál land- búnaðarins 2. Sjávarútvegsráðherra ákveði leyfi- legan afla á þeim fisktegundum, sem takmarka þarf sókn í og bjóði aflann upp. Ef satt er að veiðigetan sé meiri en aflinn sem bjóða má, yrðu einhverjir útundan og neyddust til að selja skip sin til útlanda Þannig myndu afköst þeirra sem eftir væru aukast Útflutn- ing ætti að gefa frjálsan, en viðskipta- ráðherra ætti að hafa heimild til að veita einstökum útflytjendum vernd eða einokunarrétt á þeim mörkuðum sem þeir hafa, eða eiga eftir að afla ef þeir sýna góðan árangur. 3. Verzlun með gjaldeyri verði gefin frjáls og Seðlabanki íslands hætti að skrá gengi krónunnar Megin vandi atvinnuveganna er búinn til i Seðla- banka íslands, með of lágri gengis- skráningu. Ekki þarf að óttast að gjald- eyririnn komi ekki irin í landið Fyrir- tækin þurfa að greiða laun og verka- lýðsfélögin eru einfær um að sjá um að þau séu ekki of lág Ef útflytjendur mættu selja innflytjendum gjaldeyrir- inn milliliðalaust, væri tryggt að alltaf fengist rétt verð fyrir hann 4. Seðlabanki íslands hætti að ákveða bankavexti Þau afskipti leiða einungis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.