Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBT.AOIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 10. JANÚAR 1978 „ Um ríki þitt allt átti vorið sín völd” Ég hef orðið þeirrar hamingju aðnjótandi, að kynnast nokkrum konum, sem mér hefur þótt meira til koma sakir gáfna, skapgerðar lífsreynslu og manndómsreisnar en langflestra þeirra gáfuðu gerð- armanna af karlkyninu, inn- lendra og erlendra, sem ég hef komizt i kynni við á þeim sjötíu og fimm árum, sem liðin eru frá því að heitið getur, að ég muni til min. Ein sú minnisstæðasta af þessum raunar mjög fáu konum, er Guðrún Jónsdóttir Erlings, og því þótti mér vænt um og raunar mjög vel við hæfi, að ég minntist þess við að glugga i Dýraverdar- ann, að þann 10. janúar næstkom- andi væru hundrað ár liðin frá fæðingu hennar. Hún fæddist 10. janúar 1878 að Kotlaugum í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin ■Svanhildur Þórarinsdóttir og Jón bóndi Einarsson. Ekki veit ég, hve snemma hún fluttist að Tungufelli i sömu svelt, en þar dvaldi hún um skeið, og þar bar saman fundum þeirra Þorsteins Erlingssonar, þegar hún var seytján ára gömul. Þau kynni urðu þeim báðum svo hugstæð, að sex árum síðar hófust þær samvistir þeirra, sem sjálfur hinn slyngi sláttumaður fékk alls ekki rofið, þó að svo mætti sýnast að þrettán árum liðnum. A bernskuárum mínum mun ekkert skáld hafa notið slíkra ást- sælda hjá miklum meirihluta ís-< lenzku þjóðarinnar sem Þorsteinn Erlingsson, og ekkert skáld átti sér heldur jafn ofstækisfulla hat- ursmenn og þá sem sáu hann í bjarmanum frá því báli, sem var þeim undurkært trúaratriði, enda kallaði hann það hornstein kirkj- unnar í kvæðinu Á spitalanum. Ég hef lýst því í ævisögu minni, hve útskúfunarkenningin var mér ægilegt kvalræði á bernsku- árum mfnum — og hve nærri lá, að hún svipti mig þeirri guðstrú, sem hefur, þrátt fyrir áleitnar efasemdir, verið mér dýrmæt leið- sögn. Það var fyrsta útgáfan af Þyrnum, sem kynnti mér fyrst Þorstein Erlingsson. Ég las þá bók aftur og aftur og lærði eitt- hvað úr öllum Ijóðunum og mörg þeirra frá upphafi til enda. Af ádeilukvæðum varð mér minnis- stæðast Á spitalanum, sem ég beinlinis lifði í anda. Kvæðið um Jörund lærði ég allt, söng það í hjásetunni og síðan við stýrið á skútunum, sem ég var háseti á. En hugþekkust alls í bókinni urðu mér hin rómantísku ástar- kvæði og ferskeytlurnar um unaðsemdir islenzkrar náttúru, sem fundu slíkan endurhljóm í hugum og hjörtum aldinna félaga minna á sjónum, að þeir ýmist ljómuðu af hýru eða allt að því viknuðu, ef þær voru kveðnar. Það var ekki undarlegt, þó að mér brygði hastariega hinn 29. " september 1914, þegar móðir mín, sem þá gætti simans í Haukadal í Dýrafirði, kom á móti mér, þar sem ég var að bera vatn í bæinn, og sagði dapurlega: „Hann varð þá ekki gamall mað- ur, hann Þorsteinn Erlingsson." „Hvað segirðu?“ stamaði ég. „Hann dó i gær,“ hélt móðir mín áfram og bætti síðan við hljóðlega: „Hann yrkir þá ekki fleiri kvæðin .. Eg segi svo i ævisögu minni: „Það var likt og hugsun mín hefði stanzað, var svipað og ég hefði fengið högg á höfuðið." Já, vissulega var ég sleginn af hnefa miskunnarlausra og óskiljanlegra örlaga. Þetta einmitt nú — og Guðrún og blessuð börnin ...“ Ég lauk við að sækja vatnið og færði kúnni okkar meisinn sinn, troð- inn af ilmandi töðu. Svo sagði ég við þessa gömlu og tryggu bernskuvinu mfna frá Lokin- hömrum: „Þú veizt ekki, vesalingurinn, hvað þú og þínir líkar hafa misst.“ Siðan leitaði ég huggunar við ylinn i augunum brúnu, og hún sleikti hönd mína, og gaf sér tóm til þess, þó að græn angantað- an lokkaði. Síðan tautaði ég lágt og hálfslitrótt: „Og húmið hans nálgast sem niðómur vær, hansnótt líður hressandi úrsjónum. en purpurakápunni kvöldblærinn slær um konung, sem rlkir á tónum.“ Næstu dagana dvaldi hugur minn löngum við hina harmrænu fregn, og það voru ómildar hugsanir, sem ég sendi þeim, sem nítt höfðu þann konung tónanna, sem nú var látinn, og ég hugsaði líka allt annað en hlýlega til þeirra hlöðukálfa á Alþingi, sem höfðu siðast árið áður talið eftir skáldinu naumt skammtaðan skáldastyrk. Ári siðar keypti ég aðra útgáfu Þyrna, og þá lærði ég afmælis- kvæði skáldsins til Guðrúnar frá 1901, fann loks lag við það og söng það við raust við færið mitt á Geysi frá Bíldudal vorið 1916, enda voru þarna feðgar frá Dynj- andi, sem kunnu allt ljóðið og sungu það með mér af hjartans lyst. Svo kom þá að því á útmánuð- um 1917, að ég fór til Reykjavíkur þeirra erinda að búa mig til fulls undir gagnfræðapróf og sfðan ljúka því um Jónsmessuleytið. Og ég hafði ekki dvalið lengi í höfuð- staðnum, þegar ég gerði mér ferð til að skoða það utan, húsið, sem þau Þorsteinn og Guðrún bjuggu í þá dýrðardaga, sem urðu svo miklu færri en ætla hefði mátt. Þar voru blóm í gluggum, fögur blóm. Ég vissi, að þarna bjó Guð- rún með börnum sínum, og auð- vitað unni hún blómum ... Nei, ég áræddi ekki að kveðja dyra. En ekki leið á löngu, unz ég lagði aftur leið mina að húsinu, og þá sá ég koma þar út konu, sem ég efaði ekki að væri Guðrún, ennið, hárið, augun, reisnin! Ég stóð eins og ég hefði séð tigna álfkonu koma út úr sinni berghöll. Ég fór oftar að skoða húsið. Svo kom þar, að ég lauk sómasamlegu gagnfræðaprófi, og daginn áður en ég for til sjóróðra vestur í Arnarfjörð þangað, sem Þor- steinn og Guðrún höfðu búið eitt ár, áræddi ég að drepa á dyr á húsinu snotra í Þingholtsstræti. Það var hún sjálf, sem til dyranna kom. Hún bauð mér þegar til stofu, enda hafði ég sagt: „Ég gat ekki stillt mig um að koma. Mig langaði svo til þess að sjá, hvernig hér inni væri umhorfs, — Þor- steinn og þér, Tungufellsdagar og Tungufellskvöld og Tungufells- blómin þin 011. Ég hef oft stanzað hérna úti og horft á blómin í gluggunum, og þá ...“ Hún hallaði svolitið á og brosti, og vissulega var brosið hlýtt — Guðrúnarbros. Og svo sagði hún: „Þú hefur ekki- sagt mér, hvað þú heitir, en ég þúa þig sem ein- lægan vin minn og Þorsteins." Mér hnykkti við. Öskaplegur álfur gat ég verið, og svo sagði ég þá: „Fyrirgefðu. Ég... ég heiti Guðmundur Gíslason Hagalín og er fæddur og uppalinn í Lokin- hömrum i Arnarfirði. Hún hafði boðið mér sæti og setzt sjálf, og nú spratt hún upp, gekk til min, starði á mig sinum skæru og heillandi augum og mælti: „Það eru ekki nema nokkrir dagar, siðan ég sá kvæði eftir þig i Landinu. Það er ort af svo óvenju- lega tærri einlægni, að ég lærði strax siðustu visuna. Og hún fór með þessa visu sannarlega eins og mér fannst við hæfi: „Já, náttúran helga, þú hjarta mitt friðar, og hugur minn flýgur f vfðbláins geim, en svo, þegar sólin er sfgin til viðar, svipdimmur geng ég til mannanna heim. — Það eru svo fáir, sem finnst mér að skilji, hvað fátækur drengur úr sveitinni vilji.“ Ég var orðlaus af undrun, en upp með mér varð ég. Seinna komst ég svo að raun um það, að Guðrún kunni hrein undur af vís- um og kvæðum — og að hún þurfti ekki að heyra visu nema einu sinni til að muna hana til frambúðar, ef henni þótti hún þess verð. Það var ekki margt, sem ég sagði á þessum fyrstu samfundum okkar. En ég athugaði vandlega allt i stofunni, þar sem Þorsteinn Erlingsson hafði setið að vinnu og að samræðum við þá fjölmörgu, sem höfðu heimsótt hann og dáð. Allt, allt var þarna óhreyft eins og hann hafði við það skilið, var rétt eins og hann hefði aðeins brugðið sér frá, og þó ... þó fannst mér hann vera nálægur, og ... og trú- lega fannst Guðrúnu að hann væri þarna oftast, fylgdist með öllu því, sem fram færi og gæfi henni styrk og veitti henni í öllu hennar starfi og stríði unað þeirr- ar ástar, sem honum hafði verið af sjálfum Guði gefin að launum fyrir þjónustu sína í þágu sann- leika, réttlætis og alls, sem grær i ríki vors og gróanda. Þegar ég hafði þakkað og kvatt, gekk ég upp að Skólavörðu og leit þaðan yfir hina gróandi byggð, laugaða litadýrð lækkandi sólar. „Þér sýndist hún fögur, þér sýnd- ist hún rík,“ hvislaði ég af undrun og aðdáun. í fyrsta sinn á ævinni mun ég hafa komizt til vitundar Minningar frá merkilegu heimili Á aldarafmæli frú Guðrúnar J. Erlings eiga vinir margar minn- ingar um hana og heimilið í Þing- holtsstræti 33. Þeim vinum fer fækkandi eftir þvi sem lengra líð- ur frá því er Guðrún rak af fágæt- um skörungsskap sinn rausnar- og menningargarð. Þau Þorsteinn Erlingsson og Guðrún höfðu reist sitt hús við Þingholtsstræti árið 1911, en 28. sept. 1914 batt enda á jarðlíf hans, þegar hún varð ekkja, veturinn framundan, húsið að mestu i skuld og Erlingur, yngra barn þeirra, þriggja ára gamall. Vinkona min, Svanhildur Þor- steinsdóttir, merk kona að gáfum og skapdeild, sagði mér, þegar móðir hennar dó, frá andláti Þor- steins: Við sátum niðri systkinin og biðum þess gráti næst, að mamma kæmi niður frá dánar- beði pabba. Loks kom hún, þung- búin en festuleg og sagði: Nú er þetta búið, börnin mín, en við höidum saman áfram. • Við þá ákvörðun stóð Guðrún Erlings stórmannlega, en nú biðu hennar meira en 45 ár í ekkju- dómi. Húsi sinu barg hún úr skuldum og byggði við það litla leiguíbúð, börnum sinum veitti hún hina beztu menntun utan- lands og innan. Kennslu annaðist hún um langt árabil og bókaút- gáfu, einkum á ritum Þorsteins, sem hún vann mjög að sjálf. Og heimilið: Allt sem minnti á Þor- stein, skrifborðið hans með öllu því, sem á því var eins og hann skildi við það, bækurnar hans og handritin, nafnplata hans á úti- hurðinni sífellt gljáandi fægt, og dagstofan að ýmsu búin vönduð- um húsbúnaði, sem hún hafði sið- ar aflað. í þessu fallega umhverfi rak Guðrún til æviloka heimili, sem var að flestu einstakt. 1 minninga- bók minni, sem kom út á liðnu ári, segi ég á þessa leið: „Guðrúnu verður ekki betur lýst en með þessum ljóðlfnum Þorsteins til hennar: veit ekki gnýja svo geigvænan heim, Að Guðrúnu ofhyði það. fig þekki ei svo villtan og veglausan geim, að vængirnir legðu ekki af stað“. Af frábæru þreki barg Guðrún efnahag sinum þannig, að rausn- arheimili með miklum gestagangi hélt hún til æviloka (á níræðis- aldri). Gestir Guðrúnar voru margir og oft mislit hjörð. Við eldhúsborð hennar voru vesalingar mettir og hresstir, og í fallegum stofum hennar var bekkurinn setinn, tið- um af skáldum og menntamönn- um, sem sóttu hana heim. Hún var kona skálds, lifði í minning- unum um stóra ást og var marg- fróð kona, unnandi ljóða og lista. Á heimili Guðrúnar Erlings var mörgum merkum mönnum að mæta. Þar fluttu skáld ljóð sín og sögur. Aðdáendur Þorsteins áttu hennar hjarta Og hug. Sigurð Nor- dal, Ásgeir Ásgeirsson siðar for- seta, Svein Sigúrðsson ritstjóra man ég þar tíða gesti, og meðal skálda Jón Magnússon, Davíð Stefánsson, Guðmund Friðjóns- son, og skáldkonur þær Ólöfu frá Hlöðum, Herdísi og Ólínu, Theo- dóru Thoroddsen og Huldu. Ung skáld, bæði piltar og stúlkur, leit- uðu á fund Guðrúnar, lásu henni ljóð sín og sögur, þáðu leiðbein- ingar hennar og aðra fyrir- greiðslu á ýmsa lund. Þetta var merkilegt heimili og líklega ein- stætt á sinni tíð. Sjálf var húsfreyjan tíðast eins og á eilífum þönum, ekkert mann- legt var henni óviðkomandi en öllu gat hún sinnt, listamönnum ekki sízt. Þar komu ekki aðeins Einar Jónsson, Jóhannes Kjarval, Ásgrímur og aðrir slíkir, en einn- ig þeir, sem frekar gátu minnt á Sölva Helgason. Skap hennar var mikið og hugur hennar oft i upp- námi. Þegar yfir hana gekk sítt hvað í þjóðlífinu, greip hún sfm- ann til að ausa úr skálum reiði sinnar og eiga sálufélag við vini um það, sem i huga hennar brann. Svo kyrrðist hugur hennar þegar hún loks tók að sinna blómum sínum eða gekk með fulla skál út i garðinn sinn til að fæða fugla- mergðina, sem frost og snjór knúðu heim að húsi hennar. Öllu veiku og vanmáttugu vildi hún veita lið“. Á aldarafmæli Guðrúnar J. Er- lings er mér ljúft að rifja þessar minningar upp. Hún var glæsileg kona i sjón og raun, gáfuð vel, hafsjór af fróðleik um ljóðagerð, menn og menntir og mikil móðir barna sinna. Hún hafði vitanlega vaxið mikið í samvistum við ann- an eins mann og Þorstein Erlings- son og af ævilangri ást til hans, einnig í meira en 45 ára ekkju- dómi. Heimili hennar varð ógleyman- legt þeim, sem þess fengu að njóta en nú eru flestir farnir af þessum heimi. Jón Áuðuns. um það, að til þess að dásemdir náttúrunnar njóti sin til fulls, þarf fagurt rrtannlif að þróast i skauti hennar. Eftir þetta kom ég ávallt annað veifið i Þingholtsstræti 33, þegar ég dvaldi i Reykjavik lengri eða skemmri tíma. og ég hafði ekki komið þar ýkja oft, þegar mér varð raunhæft Ijóst, að ég hafði ekki gert mér of háar hugmyndir um gerð og gildi Guðrúnar Er- lings af þeim ljóðum, sem Þor- steinn hafði ort til hennar. Auk heilhuga ástar og einstæðrar um- hyggju hafði hún veitt honum það lífsöryggi, sem hann hafði ekki áður notið, og hún hafði tekið sívirkan þátt í áhuga hans á bók- menntum og öðru því, sem hann vissi horfa til aukinnar menning- ar og mannbóta með þjóð sinni. Henni var og eðlislægt að bera umhyggju fyrir smælingjum þjóð- félagsins, sem voru honum ávallt ofarlega í huga, og hún unni dýr- unum eins og hann, jafnt fer- fætlingum sem fuglum loftsins. Hug sinn til þeira sýndi hún þjóð- inni gleggst með því að stofna að Þorsteini látnum Sólskrikjusjóð- inn, sem kunnur er um land allt og sonur þeirra hjóna, Erlingur yfirlæknir, lætur sér með afbrigð- um annt um — sem og hvers konar dýravernd. Vissulega hefði mátt ætla, að þá er örlagavöldin kipptu eigin- manni Guðrúnar skyndilega á brott, hefði hinn mikli missir ver- ið svo meinsár á allan hátt hörmu- legur, að ekkjan með þrjú börn og nauðalítil efni hefði bognað eða jafnvel brotnað. En hún hafði kunnað að meta þá guðsgjöf, sem henni hafði fallið í skaut, og henni mundi hafa þótt Þorsteini og almættinu illa launað, ef hún hefði ekki 'tekið upp baráttuna fyrir sér og sinum, svo sem vert z væri og hun væri maður fyrir. Og hún reyndist sannarlega maður fyrir miklu, enda vel í stakk búin að eðli og fáum, sem höfðu þrosk- azt í þrettán ára ástrikri sambúð við hinn hámenntaða sannleiks- leitanda og snilling. Skapgerð hennar og göfugur manndómur var hvort tveggja slíkt, að hún gat ekki einu sinni látið það að sér hvarfla að gefast upp. Það sýndi sig og enn betur en áður, að hún var allt í senn: frábær að dugnaði, þreki, áræði, hagsýni og hagleik til verka, auk þess sem hún var gædd góðri og glöggri mannþekk- ingu, óvenjulegum vitsmunum og bókvísi, sem hefði mátt sæma mörgum langlærðum manninum. Hún kenndi hannyrðir bæði í skólum og heima fyrir, og hún hafði með höndum mikla bókaút- gáfu, sem svo var til vandað að allri gerð svo sem efninu hæfði. Hún gaf út þriðju útgáfu af Þyrn- um 1918 og þá fjórðu 1943. Eiðinn sendi hún á bókamarkað í annarri útgáfu 1951 og Ritsafn Þórsteins í þremur bindum 1958, Málleys- ingja 1928 og,1951, Sagnir Jakobs gamla 1933 og þær og allar þær sagnir og þjóðsögur, sem Þor- steinn hafði skráð,-í einu bindi 1954. Ennfremur safnaði hún skáldskap ýmissa kvenna í ársrit-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.