Morgunblaðið - 10.01.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 10.01.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1978 Lelkllsl eftir IRMY TOFT og herðum. Það er eins og þær séu logandi hræddar við eitt- hvað. Það hlýtur að vera hægt að lagfæra þetta atriði. Ólafía Bjarnleifsdóttir dans- aði arabiska dansinn í stað Misti Mckee með miklum ágæt- um. Að visu varð henni aðeins á i messunni en hún var fljót að bjarga þ.vi við. örn Guðmunds- son var einnig alveg ágætur. Misti Mckee fór nú með hlut- verk Nönnu Ölafsd. i spænska dansinum. Tókst samdans hennar og Ásdísar stórkostlega vel. Ekki má gleyma að nefna Yuri Chatal og Nönnu Ólafs- dóttur í brúðudansinum í jóla- boðinu. Dans þeirra var mjög góður og skemmtilegur. Litlu krakkarnir standa sig alveg prýðilega og eru ósköp sæt. Búningarnir eru mikið augnayndi og eru hannaðir af Unu Collins. Leiktjöldin eru vel gerð og í ævintýrastíl eins og vera ber. Eftir þessa sýningu má kannski eiga von á að Þjóðleik- húsið sjái sér fært að sviðsetja balletta eins og t.d. Giselle, Þyrnirósu eða þá Svanavatnið. Leikhúsið hefur svo sannarlega leikara og dansara til þess. Hvernig væri að fá hina Islend- ingana sem dansa við hin ýmsu leikhús í Evrópu heim til að dansa fyrir okkur? þeirra tóku Ásdís Magnúsdóttir og Þórarinn Baldvinsson, Auð- ur Bjarnadóttir og finnski dansarinn Matti Tikkanen. Það var vel til fundið að láta sitt hvort parið dansa aðal glansnúmerin. Þannig fá fleiri tækifæri til að spreyta sig á 1 erfiðum verkefnum. Sýningin á föstudagskvöldið á þrettándanum var eiginlega frumsýning númer tvö, svo gjörbreytt var öll hlutverka- skipan. Ásdís Magnúsdóttir dansaði nú hlutverk Snædrottningar- innar. Ásdís dansaði með slik- um glæsibrag að unun var á að horfa. Hún hefur alla kosti ball- erínunnar, fallegan, sveigjan- legan, en sterkan, líkama, fall- egar línur, mjúkar hreyfingar, tækni og pryggi. Hún er einnig mjög músikölsk og dansar af lífi og sál. Þórarinn Baldvinsson hafði í mörgu að snúast. Fyrst kom hann fram i leikbrúðudansi. (Punch and Judy) ásamt Ás- dísi. Var hann prýðilegur i þeim dansi. Næst dansaði Þór- arinn Snækónginn og gerði hann honum sæmileg skil. Því miður er hinn háklassiski ball- ettdans ekki hin sterka hlið Þórarins. Hann ætti aðallega að dansa karakterdansa. Að lokum dansaði hann kinverskan dans ásamt Nönnu Ólafsdóttur og Ingibjörgu Björnsdóttur. I Sviðsmynd úr Hnotubrjótnum. Ásdfs Magnúsdóttir. Auður B jarnadóttir. Matti Tikkanen. Þórarinn Baldvinsson. Hnotubrjóturinn Þjóðleikhúsið: Hnotubrjóturinn: Ballett f tveim þáttum. ANNA Aragno og Helgi Tómas- son sem dönsuðu hlutverk Snæ- drottningar og Snækóngs, Plómudísar og Plómuprins i ballettinum Hnotubrjótnum við miklar vinsældir og fögnuð áhorfenda, fóru af landi brott um sl. helgi. Við hlutverkum þessum dansi var Þórarinn hreint afbragð. Voru stúlkurn- ar einnig frábærar. Auður Bjarnadóttir dansaði hlutverk Plómudísarinnar. Hún er yndislega falleg og hef- ur reisn og tign hinnar klass- ísku dansmeyjar. Hreyfingar hennar eru mjúkar og línurnar fallegar en samt hefur maður það á tilfinningunni að hún gefi sig ekki alla i dansinn. Hún virðist vera svolítið fjarræn. Þá er komið að Matti Tikkan- en. Hann er glæsilegur á að lita og ber sig vel. Hann dansaði hlutverk Plómuprinsins bara þokkalega, en ekki meira en það. Virtist skorta töluvert á a'ð jafnvægið væri í lagi og ekki mundi saka að sjá bregða fyrir brosi öðru hverju. Tikkanen er betri partner en dansari og að- stoðaði hann Auði Bjarnadótt- ur allsæmilega. Það er vist ekki auðvelt að fara i skó Helga Tómassonar. Helga Bernhard dansaði nú aðalblómadísina í blómavals- inum. Hún dansaði ljómandi vel og er i mikilli framför. Enn- þá eru stúlkurnar i hópdansin- um mjög stirðar i handleggjum ÞÚSUNDIR íBlá- fjöllum um helgina GÍFURLEGUR fólksfjöldi lagði leið sína f Bláfjöll á sunnudaginn til þess að njóta útiverunnar í fögru veðri og bregða sér á skíði. — Það voru þúsundir manna í Bláfjöllum á sunnudaginn, miklu fleiri en við bjuggumst við þennan fyrsta „alvöru“ skíðadag, sagði Stefán Kristjánsson íþróttafull- trúi Reykjavíkurborgar í gær. Vegna þess hve fjöldinn var mikill urðu mjög lang- ar biðraðir við skíða- lyfturnar. Fimm skíðalyft- ur voru í gangi á sunnu- daginn en 12 lyftur verða í vetur, þegar allar lyfturn- ar verða komnar í gang og mun þá ástandið væntan- lega lagast mikið. Hluti af hinum geysimiklu biðröðum, sem mynduðust við skfðalyfturnar í Bláfjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.