Morgunblaðið - 10.01.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1978
ALLT Á
VALUR
SUÐUPUNKTI, ER
SIGRAÐI UMFN
Fvrir troðfullu húsi áhorfenda leiddu UMFN og Valur saman hesta sína í einum af
úrslitaleikjum íslandsmótsins í Njarðvík á laugardaginn. Leikurinn, sem var mjög
skemmtilegur á að horfa, lauk með aðeins tveggja stiga sigri Vals, 93 stigum gegn
91, eftir æsispennandi lokamínútur, þar sem ekki var séð fyrr en flautað var af,
hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi.
Það var Ijóst strax í upphafi, að
um mikinn baráttuleik yrði að
ræða. Valsmenn -með tvö töp á
bakinu máttu ekki við því þriðja,
sem þýddi, að þeir yrðu úr leik í
baráttunni um Islandsmeistaratit-
ilinn. Njarðvíkingar, sem voru
hii.s vegar eina taplausa liðið
fram að þessu, hafði stigið stórt
skref á áttina að titlinum með
sigri í þessum leik.
Valsmenn mættu mjög ákveðn-
ir til leiks og höfðu frumkvæðið
allt frá upphafsmínútu. Munur-
inn var þó aldrei mikill, oftast
4—6 stig, en þess á millí náðu
Njarðvíkingar einstöku sinnum
að jafna. Eftir 10 mínútna leik
var staðan til að mynda jöfn,
22:22. Þar á eftir náðu Valsmenn
mjög góðum kafla, þar sem saman
fór mjög góð vörn og góð hittni I
sókninni og voru þeir komnir með
10 stiga forskot, 44:34, þegar 5
mínútur voru til leikhlés. Með
mikilli baráttu og áköfum stuðn-
ingi áhorfenda náðu Njarðvíking-
ar að minnka þennan mun niður i
tvö stig fyrir lok fyrri hálfleiks og
var staðan i leikhléi 48:46 Val í
vil.
Sama sagan endurtók sig í sið-
ari hálfleiknum, Valur hafði
ávallt frumkvæðið og náði mest 9
stiga forskoti, þegar tæpar 7 mín-
útur voru til leiksloka. Upp frá
því hófst æsispennandi lokakafli.
Þegar rúmar 3 mínútur voru eftir
höfðu Njarðvíkingar náð að
minnka muninn í 3 stig. Skömmu
síðar fær Torfi Magnússon sina 5.
villu og er staðan þá 90:84 fyrir
Val. Kári Marisson minnkar mun-
inr. í 2 stig með 4 stigum úr vítum.
Valsmenn skora sitt 91. stig úr
viti, en Gunnar Þorvarðarson
minnkar muninn í 1 stig með
tveimur vítaskotum. Kári nær sið-
an að jafna við gífurlegan fögnuð
áhorfenda, og þegar 21 sekúnda
er til leiksloka fær Rick Hockenos
tvö vítaskot og þau hafna bæði i
körfunni og staðan er 93:91 fyrir
Val. Njarðvikingar hefja sókn,
sem endar með skoti frá Kára,
þegar 3 sekúndur eru eftir, og
munaði litlu að það færi ofan i og
meðan leikmenn börðust um frá-
kastið rann leiktíminn út. Njarð-
vikingar höfðu þar með tapað sín-
um fyrsta leik í vetur og Vals-
menn ennþá með í baráttunni um
titilinn.
Um liðin er það að segja, að þau
hafa bæði sýnt mun betri leiki i
vetur, þó sérstaklega Njarðvík-
ingar. Var hittni þeirra slök fyrir
utan og þeir náðu ekki að nýta
hraðaupphlaupin eins og í fyrri
leikjum sínum. Af leikmönnum
UMFN bar Kári Marisson af.
Hann hafði það erfiða hlutverk að
gæta Rick Hockenos og tókst það
mjög vel. Einnig byggði hann upp
flestar sóknarlotur Njarðvikinga
Gunnar Þorvarðarson var að
venju mjög drjúgur, en aðrir leik-
menn léku undir getu nema Árni
Lárusson, sem stóð sig þokkalega.
Af leikmönnum Vals ber fyrst
að nefna Hafstein Hafsteinsson,
sem átti þarna örugglega sinn
bezta leik með Val til þessa. Stóð
hann sig mjög vel í vörninni og
hirti fjölda frákasta auk þess sem
hann skoraði mörg stig á þýðing-
armiklum augnablikum. Þá voru
þeir Rick Hockenos og Torfi
Magnússon mjög góðir, en aðrir
léku undir getu.
Það gerðist markvert að leik
loknum, að þjálfara Njarðvikinga,
Hilmari Hafsteinssyni, var sýnt
rauða spjaldið þrivegis fyrir mjög
ósæmilega framkomu við báða
dómara leiksins.
Stigahæstir hjá Val: Torfi
Magnússon 23, Rick Hockenos 20,
Rfkharður Hrafnkelsson 13 og
Hafsteinn Hafsteinsson 10.
Stigahæstir hjá UMFN: Kári
Marisson 26, Gunnar Þorvarðar-
son 19, Þorsteinn Bjarnason 14.
I leiknum voru dæmdar 26 vill-
uráVal, en 27 á UMFN.
Dómarar voru Jón Otti Ölafsson
og Guðbrandur Sigurðsson og
dæmdu þeir erfiðan leik mjög vel.
GJ/ÁG
HNUTUKAST
Á BÁÐA BÓGA
OG ÞRJÚ RAUÐ
SPJÖLD Á LOFTI
ÞAÐ ÓVENJULEGA atvik gerðist eftir leik Vals og
UMFN á laugardaginn, að þjálfara UMFN, Hilmari
Hafsteinssyni, var sýnt rauöa spjaldið þrisvar sinnum
fyrir svívirdingar í garð beggja dómara leiksins, þeirra
Jóns Otta Ólafssonar og Guðbrands Sigurðssonar. Við
ræddum við nokkra aðila að leik loknum.
Jón Otti Ólafsson: ,,Ég fór til
Njarðvíkur til þess að dæma
þennan leik eftir beztu getu og að
sjálfsögðu alveg án tillits til þess,
hvaða lið áttu í hlut. Ég veit það,
að þessi leikur var ekki ílla
dæmdur. Svivirðingar Hilmars i
garð okkar dómaranna voru þvi-
iíkar, að ég hef aldrei vitað annað
eins. Það var ekki um annað að
ræða en að sýna manninum rauða
spjaldið þrisvar vegna þess hve
alvarleg hegðun hans var. Þessi
framkoma Hilmars mun að sjálf-
sögðu veróa kærð til Aganefndar
KKÍ.“
Guðbrandur Sigurðsson: „Ég
minntist á það eftir leikinn, að ég
hefði fengið grjót í höfuðið með-
an leikurinn stóð yfir og að rétt-
ast hefði verið að reka áhorfend-
ur út úr húsinu. Þá æstist Hilmar
allur upp og jós yfir mig svivirð-
ingum og ég sá mér ekki annað
fært en að sýna honum rauða
spjaldið, en þá bætir hann grát#(
ofan á svart hrækjjM
framan i mig við
eigum að 111 iin<-f
ununi Það að ég
hugsa mig um'tviHváf áður en ég
dæmi Ieik í Njarðvik aftur."
Hilmar Hafsteinsson: „Ég er al-
veg sannfærður um. að Jón Otti
konx-hirtgáð suður eftir eingöngu i
þeiltvdlgangi að láta UMFN tapa.
Það er fyrst og fremst persónuleg
óvild hans í minn garð sem þessu
veldur, en einnig hafði félag hans
hag af því að við töpuðum. Ég
mun senda KKl bréf, þar sem ég
fer fram á, að Jón Otti dæmi ekki
fleiri leiki hjá UMFN. Mér finnst
að dómarar verði að undirbúa sig
fyrir leiki rétt eins og leikmenn
og ástandið í dómaramálunum er
svo slæmt, að margir dómaranna
kunna alls ekki reglurnar."
Gunnar Þorvarðarson, fyrirliði
UMFN: „Mér finnst, að dómgæzl-
an í þessum leik hafi ekki verið
neitt verri en gengur og gerist.
Mér fannst mikið ósamræmi vera
f dómunum, en ég játa það að
maður hefur svo sem oft séð það
verra. Valsmenn áttu góðan leik
og sigurinn gat lent hvorum meg-
in sem var.“
Torfi Magnússon, fyrirliði Vals:
áttumeóðan leik, sérstak-
! léjp tyjÉflðNtojk og áttum skil-
ið að siðHpHMM^^Ian var léleg
eins og alíTsf/én það er af og frá,
að dómarrarnir hafi verið hlut-
drægir ó| vitleysurnar, sem þeir
gerðu bitnuðu ekki síður á okkur
en Njarðvíkingum."
ÁG
Mark Christensen skorar fyrir Þór á móti IR, allt kemur fyrir ekki þó
Jón Jörundsson og Ágnar Friðriksson reyni hvað þeir geta til að stöðva
Norðanmennina. (Ljósm.GG.)
ÍR-ingar að tryggja sæti sitt
ÞAÐ ER ekki beint hægt að segja að sigur ÍR yfir Þór » íslandsmótinu i
körfuknattleik hafi verið sannfærandi, er liðin áttust við í íþróttahúsi
Hagaskólans á laugardaginn. Tveir mínútu langir kaflar sinn í hvorum
hálfleiknum tryggðu ír sigur. en i hinar 38 minúturnar var jafnræði með
liðunum. Lokatölur voru þvi 102—81 ÍR i hag.
Það var mikið skorað á fyrstu mínút-
um leiksins. og skiptu liðin stigunum
bróðurlega með sér En á 1 5 minútu
fyrri hálfleiks náðu ÍR-ingar að skora
1 0 stig gegn engu stigi Þórsara Var sá
munur í hálfleik. en þá höfðu ÍR-ingar
skorað 59 stig gegn 49 stigum Þórs
Er þetta óvenju mikið skor i emum
hálfleik. en segja má að varnir beggja
liðanna hafi enn verið í jólaleyfi
Seinni hálfleikur var ekki i nokkru
frábrugðinn hmum fyrri og þegar 8
minútur voru liðnar af hálfleiknum
skoruðu IR-mgar 13 stig i röð og var
munurinn á liðunum þá orðinn 23
stig En það serh eftir var leiksms
skoruðu liðin jafnt á báða bóga En
úrslitin urðu sem sagt 102—81 ÍR i
vil
Nokkur harka var i leiknum og auk
þess bar á nöldri emstakra leikmanna
og vildu þeir kenna dómurunum um
allt, sem miður fór, en sannleikurmn er
sá að menn svifast einskis til að fela
eigið getuleysi enda bæði liðin nánast
æfingalaus eftir náðugt jólafrí
Bestir i liði ÍR voru Erlendur Markús-
son og Agnar Friðriksson Var þetta
jafnframt besti leikur Agnars i vetur Þá
voru Kristmn og Jón Jörundsson
sæmilegir. en hafa báðir átt betri leik
en þeir sýndu gegn Þór
í liði Þórs var Mark Christiansen
langbestur að vanda Þá átti Jón B
Indriðason ágætan leik £n lið Þórs er
með þeim galla. að skiptimenn eru af
mjög skornum skámmti Er varla að
vænta að liðið geri stóra hluti í vetur.
en hins vegar eru margir leikmanna
Þórs i mikilli framför.
Stig ÍR skoruðu Erlendur 2 7. Agnar
24. Kristmn 16. Jón 13. Þorstemn
Hallgrimsson og Stefán Kristjánsson 8
stig hvor, Sigurður Valur Halldórsson
4 stig og Kristján Sigurðsson 2 stig.
Stig Þórs skoruðu Mark 30 stig.
Jón B 18 stig, Eirikur Sigurðsson 10
stig. Jóhann Gunnarsson 9. Jóhannes
Magjnússon 8 og Þröstur Guðmunds-
son 6 stig
Dómarar voru Erlendur Eysteinsson
og Hilmar Viktorsson og gerðu þeir sig
ekki seka um nein meiriháttar mistök í
dómgæzlu sinni. en margt hefði mátt
fara betur GG
Dýrmæt
stig tii
Framara
ÞAÐ VAR ekki fyrr en um miðjan
seinni hálfleik. að Ii5 Fram og Ár-
manns fóru að leika kórfuknattleik
sem sæmir 1. deildar liðum. en þessi
botnlið áttust við i islandsmótinu í
körfuknattleik á laugardaginn í
iþróttahúsi Hagaskóla. Framarar
höfðu allan timann frumkvæðið i
leiknum. en það var aðeins að þakka
góðum leik Guðsteins Ingimarssonar
og Sámonar Ólafssonar. f lok leiksins
skildu 10 stig liðin og Ármenningar
urðu enn að bita i það súra epli að
tapa, 91—81.
Sem fyrr segir hföðu Framarar
frumkvæðið allan leikinn en munur-
inn á liðunum var aldrei mikill f
hálfleik var staðan 40—37 fyrir
Fram.
f seinni hálfleik færðist nokkur
harka i leikinn og fékk þá Ómar
Þráinsson gula spjaldið fyrir
hrindingar. en hann lét sér það að
kenningu verða og átti mestan þátt i
ág ætum lokaspretti Framara, sem
tryggði þeim tvö dýrmæt stig i bar-
áttunni um sæti i Úrvaldsdeildinni
næsta ár. Draumur Ármenninga um
sæti i þeiria deild er að likindum
búinn. en þó má með nokkurri sann-
girni segja að lið Ármanns er of gott
til að leika með annarrar deildar
liðum.
Lið Fram hefur valdið vonbrigðum
i vetur þvi að við meiru var búist
eftir allan þann liðsauka sem þeim
hefur bæst. Þeir Símon Ólafsson og
Guðsteinn Ingimarsson voru bestu
menn Fram og óhætt er að segja að
Simon hafi haldið Fram á floti i
vetur. En i leiknum gegn Ármanni
átti Ómar Þráinsson ágætan sprett i
lok leiksins.
Það blæs ekki byrlega hjá Ár-
menningum og nú eru þeir kyrfilega
bundnir á botninum og hafa enn
ekkert stig fengið. í leiknum gegn
Fram var Atli Arason bestur að
vanda og er hann sá eini Ármenn-
inga sem eitthvað kveður að. Þá átti
Guðmundur Sigurðsson ágætan leik,
en hann er leikmaður sem aldrei
gefst upp þótt móti blási. en heldur
er hann harðhentur og nýtur þvi
litilla vinsælda hjá andstæðingum
sinum. um félag þeirra.
Stig Fram skoruðu: Simon 29,
Guðsteinn 21, Þorvaldur Geirsson
og Ómar Þráinsson 14 stig hvor.
Sigurður Hjörleifsson 7 stig og Björn
Jónsson 4 stig.
Stig Ármanns skoruðu: Atli 27,
Wood 15. Jón Björgvinsson 14,
Björn Christiansen 8 stig. Guðmund-
ur Sigurðsson 8 stig. Jón Stein-
grimsson 6 stig og Hallgrimur
Gunnarsson 3 stig.
Dómarar voru þeír Þráinn Skúla-
son og Gisli Gislason og var dóm-
gæsla þeirra ekki gallalaus. en
áhorfendur virtust fylgjast meira
með þeim en sjálfum leiknum og
segir það best til um gæði leiksins.
GG