Morgunblaðið - 10.01.1978, Side 21

Morgunblaðið - 10.01.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 21 Konráð Jónsson er í miklum ham um þessar mundir. Hann skoraði 12 mörk á móti HK á sunnudaginn og á móti Leikni f Reykjavíkurmótinu í sfðustu viku skoraði hann 16 mörk. Konráð sést hér sækja að vörn HK og skömmu síðar hafði hann skorað eitt marka sinna. ÞRÓTTUR NÁÐI TOPPLIÐUNUM STAÐA Þróttar f annarri deild karla i handknattleik lagaðist til muna við sigur á efsta liði í deildinni IIK á sunnudagskvöld í Garðabæ. Úrslit urðu 26—22. Eru nú bæði liðin með 9 stig ásamt KA og Fylki. HK byrjaði leikinn vel og tókst að ná forystu i leiknum og komst i 7—5 en Þróttarar sigu á og náðu tökum á leiknum og í leikhlé var staðan 14—10 Þrótti á hag. Þróttarar héldu forustunni út leikinn. þrátt fyrir að HK revndi að taka Konráð Jónsson ur um- ferð í byrjun seinni hálfleiks. Þróttur spilaði þennan leik yfir- vegað og rólega með góðum árangri. HK spilaði hins vegar sennilega sinn lakasta leik á keppnistimabilinu. Konráð Jónsson var besti maður Þróttar i þessum leik og var illstöðvandi fyrir vörn HK. Þá var Halldór Bragason góður. Besti maður HK var Jón Einarsson (Knattspyrnumaður úr Val). Mörk Þróttar Konráð 12 (4v) Halldór 5. Jóhann 5. Mörk HK Björn Bl. 7 (2) Jón E. 5. Ragriar 4(1). Hilmar 3, Krist- inn 2, Lárus 1. — ÞR ÁHUGALEYSI GRÓTTU LEIKUR Gróttu og Stjörnunnar f annarri deild í handknattleik á sunnudagskvöld í Garðabæ var frekar slakur en þó brá fyrir góð- um leikköflum hjá leikmönnum Stjörnunnar, Gróttumenn voru hins vegar mjög áhugalausir um leik sinn og blasir ekkert við hjá liðinu nema fall niður f þriðju deild ef það einbeitir sér ekki meir að leik sfnum. Stjarnan hafði forustu í leikn- um allan tfmann og f leikhléi var staðan 13—9, en sigur Stjörnunn- ar var 10 mörk 28—18. Bestu menn Stjörnunnar voru þeir Magnús Teitsson og Hörður Hilm- arsson. Enginn af Gróttumönnum lék betur en annar. Markhæstir í liði Stjörnunnar: Hörður :6, Magnús Teits 5, Magnús A. 4. Markhæstir f liði Gróttu: Grét- ar 5, Gauti 4,.Gunnar 4. ÞR. KA OG Leiknir leiddu saman hesta sfna á Akureyri f 2. deildinni í handknattleik á laugardaginn og er skemmst frá því að segja að yfirburðir KA voru algjörir. Stórsigur Norðanmanna 30:14, í leikhléi 16:6. Gangur leiksins var i stuttu máli sá að KA hafði skorað 5 mörk áður en Leiknir komst á blað og voru þá 11 mínútur liðnar af leik. KA jók siðan forskot sitt stöðugt og i lokin var stórsigur KA staðreynd, 30:14. KA-liðið lék að þessu sinni einn sinn bezta leik á vetrinum, en þess ber að gæta að Leiknis- menn voru afar slakir. Að vísu vantaði tvo af lykilmönnum Leiknis að þessu sinni, þá Hörð Sigmarsson og markvörðinn Finn- boga Kristjánsson. Magnús Gauti átti stórleik í marki KA, en annars vakti sér- staka athygli i liðinu ungur piltur að nafni Friðjón Jónsson, sem þarna lék sinn annan leik. Hann er tvimælalaust maður framtíðar- innar í KA. Mörk KA: Jón Hauksson 8 (3v), Þorfeifur Ananiasson 7, Friðjón 4, Jón Árni og Hermann 3 hvor, Jóhann 2, Guðbjörn, Páll og Sig- urður Sigurðsson 1 hver. Mörk Leiknis: Hafliði P. 4, Haf- iiði Kr. 4, Guðmundur Kr. og As- mundur 2 hvor, Árni og Guð- mundur Kj. 1 hvor. — Sigb. G. ALLT í JÁRNUM FRAMSTÚLKúRNAR léku sennilega sinn lélegasta leik f háa herrans tfð á móti Armanni á sunnudagskvöldið og svo sannar- lega mátti lið Fram þ'akka fyrir sigurinn. Úrslitin urðu 13:12 og var jafnt allt fram á sfðustu mfn- útur leiksins, en þá voru Ár- mannsstúlkurnar gjörsamlega sprungnar enda höfðu þær enga skiptfmanneskju f leiknum. Framstúlkurnar gerðu sig sekar um slíkar byrjendavitleysur í leiknum á sunnudaginn að ótrú- legt er að liðið skuli vera með í keppninni um meistaratitilinn. Hvað eftir annað sendu þær knöttinn beint i hendur Ármanns- stúlkna — eða þá beint út af. I Ármannsliðinu var mikil barátta að þessu sinni og liðið kom svo sannarlega á óvart. Það er þó ekki hægt aö ætlast til þess að liðið geti spilað vel í heilar 50 mínútur með aðeins 7 leikmenn. Beztar voru Guðrún Sigurþórsdóttir, Magnea og Auður. Af Framstúlkunum á engin hrós skilið. Mörk Fram: Oddný 3, Guðríður 3, Sigrún 2, Arnþrúður 2, Jenný 1, Kristin 1, Jóhanna 1. Mörk Ármanns: Guðrún 7, Erla 3, Auður 1, Jórunn 1. ( Yfirburðir KR FYRRI hálfleikurinn í viðureign Víkings og KR í 1. deild kvenna á laugardaginn var mjög jafn og munaði aðeins einu marki, 8:7 f.vrir KR, í leikhléi. í seinni hálfleiknum var hins vegar nánast aðeins eitt lið á vellinum og KR vann hálfleikinn 7:1 og úrslitin urðu þvf 15:8 fyrir Vesturbæjarliðið. Hjördís og Hansína báru hita og þunga dagsins f KR-liðinu, en Olga gerði laglega hluti fyrir lið sitt þegar mest á reið. Í Vfkingsliðinu voru þær Stella og Sigurrós beztar. MÖRK KR: Hjördfs 6, Hansína 2, Olga 3, Karólfna 2, Anna Lind 1, Sigrún 1. MÖRK VÍKINGS: Stella 4, Ingunn 3, Sigurrós 1. —áij Sigrar hjá KR og Ármann SÍÐASTA umferð Reykjavlkurmótsins i handknattleik hófst í Höllinni á föstudagskvöldið og birtust þá fyrst Fylkir og KR og siðan Ármann og ÍR. Skiptu leikir þessir litlu máli um úrslit mótsins og voru gæðin eftir þvi. Fylkir hafði forystu lengst af gegn KR og var staðan i hálfleik 8—7 Fylki i hag. Er liða tók á siðari hálfleik náðu KR-ingar að jafna og skriða yfir og sigra loks 22—18 sem var i alstærsta lagi miðað við gang leiksins. Bestur hjá Fylki var markvörðurinn Jón Gunnarsson. en hjá KR átti Haukar góðan teik i siðari hálfleik. er hann skoraði 7 mörk. Siðan tóku við Ármann og ÍR og er um þann leik að segja. að Ármann náði fljótlega góðum tökum á leiknum. hafði yfir. 15—11 i hálfleik og sigruðu 23—21. Pétur og Þráinn voru drýgstir að skora fyrir Ármann. en þeir Vilhjálmur og Jóhannes fyrir ÍR. Dómgæslan i leikjunum var siður en svo til fyrirmyndar, einkum i þeim síðari, en þá var sumt er þeir svartklæddu dæmdu beinlinis sprellfyndið. Enn tapar Delfs fyrir Svend Pri SVEND Pri átti ekki í erfiðleik- um með að sigra Flemming Delfs í úrslitum einliðaleiksins á opna sænska meistaramótinu. Urðu úr- slitin 15:13 og 15:8 og hefur Delfs alls ekki náð að sýna hvers hann er megnugur eftir að hann tók heimsmeistaratitilinn frá Pri í Malmö á síðasta vetri. Lena Köppen hélt uppteknum hætti og var ósigrandi í kvenna- flokki. í einliðaleik sigraði hún ensku stúlkuna Jane Webster 11:5 og 11:2, en sú enska kom mjög á óvart á mótinu. í tvíliða- leik kvenna sigruðu Nora Perrv og Anne Statt frá Englandi holí- enskar stúlkur 15:5 og 15:6. í tvenndarkeppni unnu Nora Perry og Mike Tredgett sigur á Köppen og Skovgaard 15:5 og 15:6. Delfs og Skovgaard fengu þó nokkrar sárabætur er þeir unnu í tvíliðaleiknum, en það var þó ekki fyrr en eftir gífurlega baráttu að þeir innbyrtu sigurinn. Þeir léku á móti sænsku heimsmeisturun- um Kihlström og Fröman og úr- slitin urðu 15:18 15:9 og 15:8. Fengu Svíar því engan titil á þessu móti. HM-LIÐIN f LEIKJUM UNGVERJAR unnu Norðmenn 23:19 i landsleik i handknattleik i Skien i Noregi á sunnudaginn. í leikhléi var staðan 13:11. Peter Kovacs skoraði átta mörk fyrir Ungverja, eitt viti. Ole Gundem gerði 7 af mörkum Noregs i leiknum. í fimm landa keppni i handknattleik. sem hófst á Spáni um helgina. urðu úrslit meðal annars þau að Rússar unnu Japani 30:16 og Spánverjar unnu Frakka 19:17. Eins og kunnugt er leika bæði lið Sovétmanna og Spánverja i riðli með íslendingum i Heimsmeistarakeppninni i handknattleik. Fimmta liðið. sem tekur þátt í mótinu eru rúmensku heimsmeistararnir. Opið meistara mót hjá TBR NÆSTKOMANDI sunnudag, 15. janúar, hefst nýtt badmintonmót í sögu TBR og nefnist það Meist- aramót TBR. Mótið verður i þrem- ur áföngum og i þeim fyrsta verður keppt í einlióaleik. Siðar verður keppt i tvíliða- og tvennd- arleik og einnig í öðlingaflokki, en í þeim flokki eru badminton- menn 40 ára og eldri. Öðlinga- flokkur er nýtt nafn á flokki „old boys“ og þarf ekki að hafa mörg orð um hve miklum mun betra hið nýja nafn er. Sigurvegarar í meistaraflókki fá nafnbótina TBR-meistarar 1978 og skiptir þá engu máli hvort þeir eru félagar i TBR eða ekki, en mót þetta er opið. Er keppnis- formið nýtt og til þess fallið að njóta vinsæida þegar fram í sæk- ir. HINN bráðefnilegi norski skiðagöngumaður Lars Erik Eriksen vann á sunnu- daginn nokkuð óvæntan sigur i „Monolit" skiðagöngunni i Frogner- garðinum i Ósló. Er þessi ganga 25 kilómetra löng og fékk Eriksen timann 1:53.41. Thomas Wassberg frá Sviþjóð varð annar, en annar efnilegur Norðmaður. Anders Bakken. varð þriðji. Ivan Garnin, Rússlandi. og Magne Myrmo. Noregi, urðu i 4. og 5. sæti. Pað er félagið Lyn i Ósló. sem genst árlega fyrir þessu móti og var þvi lýst yfir í lokinni þessari 25. keppni i garðinum. að ein milljón manna hefðu séð keppnina frá upphafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.