Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 23
1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1978
23
Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur:
Goshættan eykst eft-
ir því sem umbrotin
halda lengur áfram
Frá blaðamanni Mbl.
1 Mývatnssveit, Þórleifi Ólafssyni:
„ÞESSI umbrot núna eru að
sumu leyti Ifk þeim sem á und-
an hafa verið, en að þessu sinni
komu engir jarðskjálftar áður
en landsig hófst og er atburða-
rásin þvf nokkuð Ifk þvf, sem
gerðist f september sl.,“ sagði
Eysteinn Trygfvason,
jarðfræðingur, þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann f
Mývatnssveit.
„Þó svo að yfirstandandi um-
brot hafi að nokkru leyti verið
lík þeim sem voru í september,
„Það er hins vegar athyglis-
vert að þetta kvikuhlaup fór nú
til norðurs og því lengra sem
kvikan hefur hlaupið í þá átt
hefur sigið verið hægara,"
sagði Eysteinn. Við þær
mælingar sem gerðar hafa ver-
ið hefur komið i ljós að neðst í
Gjástykki er gliðnunin orðin
um einn metri. Jafnframt má
geta þess að í Bjarnarflagi
gliðnaði land um 2 metra í
náttúruhamförunum í apríl sl.
Hins vegar getur land átt eftir
að gliðna nokkuð enn i Gjá-
stykki. Annars hefur gliðnun
sinni, því að yfirleitt hefur gos
komið í byrjun umbrotanna.
Hins vegar höfum við ekki
nógu mörg dæmi um þetta né
nægilega reynslu til að geta
fullyrt nokkuð um þetta atriði."
Þá sagði Eysteinn að hann
teldi að kvikumagnið sem nú
væri á ferðinni, væri með því
mesta sem runnið hefði í iðrum
jarðar á þessum slóðum, frá þvi
að umbrotin hófust, en kvaðst
reikna með að það hefði mest
orðið í umbrotunum i april sl.
eða 70 milljónir rúmmetra.
Blaðamaður Mbl. kíkir ofan í eina sprunguna í Gjá-
st.vkki.
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur:
Óvíst hvað
Vísindamenn bera saman bækur sfnar við Leirhnúk í gær. Eysteinn Tryggvason
er fyrir miðju á myndinni.
þá hafði stöðvarhúsið í Kröflu
ekki risið i nokkrar vikur, svo
að merkjanlegt væri og að þvi
leytinu er þetta þvi frábrugðið
umbrotunum i september. I
þessu sambandi má benda á að
á undan látunum i apríl á síð-
asta ári komu jarðskjálftar
áður en landsig byrjaði. Þá var
landris nú hærra en nokkru
sinni fyrr, en það hefur líka
gerzt í hvert sinn sem land hef-
ur sigið, að þegar land hækkar
hér á ný, rís landið hærra í
kjölfarið en áður hefur verið,
þannig að fari svo að landið
taki að rísa á ný að þessari
hrinu lokinni, verður landrisið
meira en nokkru sinni áður,“
sagði Eysteinn.
Hann var spurður að þvi
hvort landsigið nú hefði ekki
komið síðar en menn áttu von á.
„Þetta var allt nokkru seinna á
ferðinni en maður átti von á.
Hins vegar komu umbrotin í
september fyrr en við reiknuð-
um, og aprílhrinan var síðar á
ferðinni en við höfðum spáð. A
þessu sést að við getum ekki
spáð með neinni vissu um
hvenær þessar hrinur eða land-
sig verða. Þar getur skeikað
jafnvel mánuði til eða frá.“
Eysteinn Tryggvason sagði,
að hann gæti ekki skýrt með
neinni vissu hvernig stæði á því
að landsig virtist nú hægara en
i síðustu umbrotum. Hins vegar
væri talið að sig hefði verið
hægara þegar umbrotin í
Mývatnssveit hófust í desember
1975 og ennfremur hefði sigið í
september 1976 verið ákaflega
hægfara og landsigið þá verið
um 10 sm við Kröflu á 5 dögum.
I næsta sigi, á eftir hefði aftur á
móti allt gengið yfir á einum
sólarhring. Slíkt hið sama hefði
verið i apríl sl. og síðan i
september á minna en einum
sólarhring.
lands orðið meiri en einn metri
í fimm hrinum af þeim sjö sem
komið hafa síðan í desember
1975.
Eysteinn var ennfremur
spurður að þvi hvort jarðvís-
indamenn hefðu ekki síður átt
von á því að kvikan hlypi til
norðurs i þetta skipti. „Við átt-
um vart von á þvi að kvikan
færi nú til norðurs. I fyrri hrin-
unum hefur kvikan ávalt farið
styttra til norðurs í hvert sinn
og stefnt yfir í Bjarnarflag. Um
eldgos er það að segja, að ég tel
óliklegt að það gjósi að þessu
Margt benti til að kvikumagnið
nú væri lítið eitt minna.
„Það er ekkert sem bendir til
þess að umbrotin á þessu svæði
séu í rénun. Ég á von á að innan
nokkurra mánaða hafi land ris-
ið I sömu hæð eða jafnvel meiri
en það var í þegar sig byrjaði
fyrir helgina, en reikna má með
að minnsta kosti þrír mánuðir
líði áður en svo verði komið ef
við reiknum með sama hraða og
áður. Þá neita ég því ekki að
goshætta fer stöðugt vaxandi
eftir því sem þessi umbrot
halda lengur áfram.“
breytthegð-
an þýðir...
„JARÐSKJALFTAHRINAN
nú er að þvf leyti svipuð þeim
er fyrr hafa komið, að allar
hafa þær byrjað á svipuðum
stað eða f öskjunni við Leir-
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, kennir áhugasömum lærisveini að lesa á
jarðskjálftamælana. Ljósm. Mbl.: Rax.
hnúk. Sfðan hafa skjálftarnir
ávallt leitað út eftir sprungu-
kerfinu hér,“ - sagði dr. Páll
Einarsson, jarðeðlisfræðingur,
þegar rætt var við hann á
skjálftavaktinni f Reynihlfð.
Þegár Páll var spurður hvort
mikill munur væri á þeim
skjálftum sem fylgdu yfirstand-
andi hrinu og þeim sem á und-
an hefðu komið, sagði hann að
munurinn væri helzt sá að
atburðarásin nú hefði öli verið
hægari og sagðist hann álita að
þessi litli sighraði táknaði að
gliðnun lands yrði minni en áð-
ur. Þá gæti spenna í berginu
beggja vegna sprungunnar ver-
ið orðin minni en áður og þvi
opnaðist jörðin ekki að sama
skapi.
„Liklegasta framhaldið er að
þessi hrina fjari hægt út. Að
visu hafa flestar hrinurnar
fjarað fljótt úr, en þær sem
verið hafa i Gjástykki dáið
hægt og rólega. Það er ekki gott
að segja hvert framhaldið verð-
ur. Nú höfum við séð að um
breytta hegðan er að ræða á
umbrotasvæðinu, sem við vit-
um ekki í hverju er fólgin. Það
verður þvi forvitnilegt að vita
þegar land byrjar að rísa á ný
hvort það verður hægara en
áður eða hvort rishraðinn verð-
ur hinn sami. Hægara ris þýðir
að aðstreymi að neðan er farið
að minnka", sagði Páll að lok-
um.