Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.01.1978, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 Prófkjör framsóknarmanna í Keflavík: Bæjarfulltrúam- ir í efstu sætum BÆJARFULLTRUAR Fram- sóknarflokksins í Keflavfk urðu efstir í prófkjöri flokksins, sem fram fór um helgina. Hilmar Pétursson hlaut 556 atkvæði, Guð- jón Stefánsson 509 atkvæði og í þriðja sæti kom Sigurður Þorkels- Framburður stúlknanna ekki á rök- um reistur VIÐ yfirheyrslur yfir manni þeim sem grunaður var um að hafa leitað á litlar stúlkur niðri við höfn og skýrt var frá I sunnu- dagsblaðinu, hefur komið í Ijós, að fyrsti framburður stúlknanna var ekki á rökum reistur. Maðurinn átti smávegis orða- skipti við stulkurnar á meðan hann beið eftir að skip legðist að bryggju og þær fóru aldrei neitt með manninum í bíl. Kom þetta enda fram síðar, þegar rannsóknarlögreglan yfirheyrði stúlkurnar, sem eru 11 og 12 ára gamlar. Þá skal það tekið fram vegna fréttar í sama blaði um höggþungan afgreiðslumann, að umræddur atburður átti sér stað á bilastöð Steindórs. — N-írland Framhald af bls. 39 þeir nú hlotið stuðningsyfirlýs- ingu við pólitísk markmið sín. James Molyneaux, þingmaður sambandssinna i Westminster, kvað ógeðfelldasta hluta ræðu Lynch vera þá staðhæfingu að brezka ríkisstjórnin ætti ekki að gefa áframhaldandi tryggingu fyrir yfirráðum meirihluta mót- mælenda í N-lrlandi. Samkvæmt heimildum í London munu brezkir ráðherrar hafa brugðist kuldalega við ræðu Lynch, þótt ekki tækist að fá þá til að tjá sig um málið. Talið er að ræða Lynch hafi komið flatt upp á brezka ráðamenn og að þeir telji hana klaufalega tímasett innlegg í deiluna. Það kom einnig fram f ávarpi Lynch að hann hefði ekki trú á að að Bretar hefðu hug á að vera áfram flæktir við N-Irland eða að þeir hefðu bolmagn til að halda áfram að borga með N-Irum um 700 milljónir punda á ári. Að minnsta kosti 1,798 manns hafa látið lífið i Ulster síðan ófriður- inn gaus þar upp 1969 og jafn- virði milljóna punda hafa glatast af völdum elds og sprenginga. Þar er nú um milljón mótmælenda er vill halda brezkum þegnréttind- um sínum og um hálf milljón kaþólskra, er þráir að sameinast Irska lýðveldinu. Lýðveldisherinn kemst á snoðir um leyniskýrslur Um siðustu helgi mun nokkrum starfsmönnum brezku upplýs- ingaþjónustunnar hafa verið sagt upp störfum í Belfast, eftir að upp komst að Irski lýðveldisher- inn hefði komist i leynileg mál- gögn hennar. I vikulegu frétta- blaði sínu mun lýðveldisherinn hafa birt frásögn af því hvernig honum tókst að komast yfir leyni- skýrslur sem varða skipulag brezka hersins á nánast öllu N- trlandi, er þeir drápu Paul Harmen, liðþjáifa, í V-Belfast í síðasta mánuði. Var Harmen drepinn með þeim hætti að keyrt var á bifreið hans og hann síðan skotinn af flokki hermdarverka- manna áður en honum tókst að flýja eða kalla á hjálp í sendistöð sinni. Munu skjölin hafa fundizt i bifreiðinni. Víðtæk rannsókn mun vera hafin á því hvernig til bar að Harmen hafði svo hern- aðarlega mikilvæg skjöl í för með sér, en þetta er ekki í fyrsta skipti að lýðveldishernum tekst að ná til sín yfirgripsmiklum skýrslum og ráðagerðum brezka hersins. son með 503 atkvæði. Að sögn Kristins Björnssonar, formanns prófkjörsnefndar, greiddu 650 manns atkvæði, en við sfðustu bæjarstjórnarkosningar fékk listi framsóknarflokksins tæplega 770 atkvæði og tvo menn kjörna, þá Hilmar og Guðjón. Nfu fram- bjóðendur tóku þátt I prófkjör- inu. Að sögn Kristins fékk Hilmar 326 atkvæði í fyrsta sætið, 121 í annað, 55 í þriðja, 35 í fjórða og 19 í fimmta. Guðjón fékk 113 at- kvæði í fyrsta sæti, 248 í annað, 73 I þriðja, 47 í fjórða og 28 í fimmta. Sigurður hlaut 32 atkvæði i fyrsta sæti, 104 í annað, 211 í þriðja, 91 í fjórða og 65 í fimmta. Norrænu bókmennta- verðlaxmin ráðin á miðvikudag DOMNEFND sú sem ákveður bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs kemur saman til fund- ar í Kaupmannahöfn 11. janúar n.k. Að fundinum loknum verður tilkynnt hver hlýtur bókmennta- verðlaunin 1978, en þau nema nú 75 þúsund krónum dönskum eða um 2.7 milljónum fsl. króna. Verða þau afhent I Ósló 19. febrúar á þingi Norðurlandaráðs. Eftirtalin verk voru tilnefnd fyrir úthlutun bókmenntaverð- launanna að þessu sinni Danmörk: Elsa Gress: Sala- mander (skáldsaga 1977). Tage Skou-Hansen: Den hárde frugt (Skáldsaga 1977). Finnland: Ralf Nordgren: Det har aldreig hánt (skáldsaga 1976) . Pentti Saarikoski: Dans- golvet pá berget (ljóð 1977). lsland: Thor Vilhjálmsson: Mánasigð (skáldsaga 1976). Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk (sjálfsævisaga 1976). Noregur: Kjartan Flögstad: Dalen Portland (skáldsaga 1977). Stein Mehren: Det trettende stjernebilde (ljóðl977). Svíþjóð: Elsa Grave: Slutför- bannelser (ljóð 1977). Sara Lid- man: Din Tjánare hör (skáldsaga 1977) . 1 dómnefndinni af hálfu Is- lands eiga sæti þeir Njörður P. Njarðvík, lektor, formaður nefndarinnar, og Hjörtur Páls- son, dagskrárstjóri, en varamaður er Andrés Björnsson, útvarps- stjóri. Sex skip með loðnu SEX loðnuskip höfðu tilkynnt loðnunefnd um afla síðdegis f gær, samtals 2700 tonn. Eftir brælu um helgina náðu nokkur skip að kasta undir morgun í gær, en loðnumiðin eru nú um 100 sjómflur I norður frá Siglufirði. Gfsli Jóhannesson, skipstjóri á Jóni Finnssyni, sagði f samtali við Mbl. f gær, að þarna væri greini- lega mikil loðna á ferð. Skipin, sem tilkynn't höfðu um afla í gær, voru Gisli Arni 460 tonn, Gullberg 550 tonn, Jón Finnsson 380 tonn, Huginn 470 tonn, Grindvíkingur 350 tonn og Örn 530 tonn. — JR vann Framhald af bls. 19 um varð jafntefli hjá þeim Benedikt Pálssyni JFT og Bjarna Friðrikssyni Árm. I 95 kg. flokknum vann Gisli Þor- steinsson Árm. Sigurð Kr. Jóhannsson JFR með 3 stigum og I þyngsta flokknum vann Jónas Jónasson Árm. Hákon Halldórsson JFR með 5 stigum. Nokkur eftirvænting ríkti um úrslitin í viðureign þeirra Gisla og Sigurðar sem nú er byrjaður að keppa aftur eftir alllangt hlé. Gisli reyndist mun sterkari, og reyndar átti hann bestu frammistöðu einstaklinga í allri keppninni, vann allar sin- ar viðureignir. Sveit UMFK hlaut þriðja sæt- ið í keppninni eftir að hafa unnið B-sveitir Ármanns og JFR. Einstakar viðureignir sveita fóru sem hér segir (tæknistig í svigum): UMFK — Árm-B 7:0 (65:0) Árm-A — JFR-B 3:3 (30:18) JFR-A — Árm-B 7:0 (58:0) Árm-A — UMFK 3:1 (13:0) JFR-A — JFR-B 4:1 (26:10) JFR-B — Árm-B 5:2 (44:15) JFR-A — UMFK 5:0 (30:0) Árm.-A - - Árm-B 7:0 (63:0) UMFK — JFR-B 4:1 (32:5) JFR-A — Árm-A 3:3 (20:13) •» — Orn hættir Framhald af bls. 2 sókna á stórum sakamálum svc sem Guðmundar- og Geirfinns- málunum. örn staðfesti það í samtali við blaðið i gær, að hann hefði sagt upp störfum við Rannsóknarlög- regluna. Hann kvaðst fyrst hafa sagt upp haustið 1976 en fallizt á að hefja störf hjá hinni nýju Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hefði hann nú ákveðið að segja upp eftir rúmlega hálfs árs starf við hina nýju stofnun. — Kambódía Framhald af bls. 1 km frá Phnom Penh, sem mest af hrísgrjónabirgðum höfuðborgar- innar koma frá. Tassfréttastofan í Moskvu sendi í dag frá sér tilkynningu, þar sem staðhæfingum Kambódíumanna um að sovézkir ráðgjafar séu í liði Vietnama, er algerlega vísað á bug sem tilhæfulausum. Var til- kynningin gefin út sem hörð gagnrýni á ummæli Zbigniew Brzezinkis ráðgjafa Carters Bandaríkjaforseta, á þá leið að átökin væru í raun stríð Sovét- rikjanna og Kina. Sagði Tass að þessi ummæli sýndu að ákveðin öfl í Bandaríkjunum vildu áfram spilla fyrir samskiptum Sovétríkj- anna og Kína. Hafði Tass eftir sendiherra Vietnams í Paris, að Kinverjar veittu Kambódíumönn- um bæði hernaðarlegan og stjórn- málalegan stuðning. Pekingútvarpið skýrði í dag frá yfirlýsingum beggja deiluaðila án þess að fjalla nánar um þær. — Frakkland Framhald af bls. 1 Giscard d’Estaing Frakklands- forseta, þar sem framtíðar- stefnumái stjórnarinnar voru rædd. Eini stjórnmálaleiðtog- inn, sem enn hefur ekki flutt stefnuræðu sína, er Jacques Chirac leiðtogi gaullista, sem var rekinn úr embætti forsætis- ráðherra eftir deilur við forset- ann. Skoðanakannanir undanfarið hafa gefið til kynna að kommúnistar njóti - stuðning 21% kjósenda, en sólfalistar og róttæki vintriflokkurinn, sem var þriðji flokkurinn í vinstri- bandalaginu, u.þ.b. 30%. Marchais sagði í gær, að kommúnistar yrðu að stefna að 25% atkvæða, að öðrum kosti yrði að fresta umbótaáætlunum þeirra enn lengur. Stjórnmála; fréttaritarar segja að þótt kommúnistar neiti að mynda stjórn með sósíalistum sé ekki útilokað að Mitterand geti end- að 30 ára stjórnmálaferil sinn með því að verða forsætisráð- herra, þar sem ýmsar vanga- veltur hafi verið um að Giscard D’Estaing, sem sigraði Mitter- and naumlega í forsetakosning- unum 1974, hafi í hyggju að reyna að fá Mitterand til að mynda stjórn með miðflokkun- um og þannig láta rætast gaml-. an draum um að neyða gaullista og kommúnista í stjórnarand- stöðu. Barre forsætisráðherra sagði á fundi f París í kvöld, að efna- hagsáætlun stjórnar sinnar myndi kosta minna á 5 árum en það, sem vinstristjórnarand- staðan myndi eyða á 1 ári. Sagði Barre að ef stjórn sín hlyti áfram stuðnig kjósenda myndi hún áið 1980 hafa komið efna- hagsmálum Frakklands f svo sterkt horf eftir kreppu undan- farinna ára, að hægt yrði að hefjast handa um verulega þjóðfélagslegar umbætur án þess að stofna grundvelli efna- hagskerfisins í hættu. — Afhendir skuttogara Framhald af bls. 2 liði, þá má geta þess að efni, vél- ar, tæki og búnaður er fyrir 390 millj. króna, en vinnulaun fyrir um 220 millj. króna. Innlend verðmætasköpun er þó enn meiri en vinnulaun, og má jafnvel áætla hana um 300 millj. króna.” Heiðrún er búin fullkomnum tækjabúnaði. I skipinu eru íbúðir fyrir 16 menn í eins og tveggja manna klefum. Fiskilestir eru 340 rúmmetrar að stærð, báðar útbúnar fyrir kassa og uppstillingu fyrir loðnu. — Laun þing- manna hækka Framhald af bls. 2 nokkuð hærri laun eða 433,634 krónur, en hafði fyrir ári 250,896 krónur. Hækkun ráðherralaun- anna er 72,7%, en forsætisráð- herralaunanna 72,8%. Samtals hefur því ráðherra f íaun 721,570 krónur en forsætisráðherra 762,224 krónur. — Sadat Framhald af bls. 1 um. Khaled hefur ekki lýst opin- berlega stuðningi við Sadat, en gefið hann til kynna á ýmsan óbeinan hátt. Miðstjórn Herutlokks Begins, sem er stærsti flokkurinn í stjórn Likudsambandsins, samþykkti f gær eftir 7 klukkustunda storma- saman fund friðartillögur Begins um að Sinaisvæðinu verði skilað undir egypzk yfirráð og að Arabar á Vesturbakka Jórdanár fái sjálf- stjórn. 168 greiddu tillögunum at- kvæði en 15 voru á móti. Assad Sýrlandsforseti sagði í viðtali við bandariska vikuritið Newsweek, að friðarumleitanirn- ar í Miðausturlöndum nú væru hreinn leikaraskapur og að Sadat stefni leynt og ljóst að því að gera sérstakan friðarsamning við ísra- ela, sem myndi að engu virða Palestínuvandamálið. Sagði Assad að ljóst væri að frelsissam- tök Palestínumanna, PLO, yrðu að sameina Palestínumenn í endurnýjaðri baráttu fyrir sjálf- stæðu ríki. Lýsti Assad því yfir að samsæri Sadats gegn Aröbum yrði kollvarpað. Areiðanlegar heimildir f Damaskus hermdu í kvöld, að Sýrlendingar ættu siðar í þessum mánuði von á verulegu magni vopna frá Sovétríkjunum. Hér væri um að ræða orrustuþot- ur, skriðdreka og nýja gerð loft- varnareldflauga, sem væri endur- bætt gerð af Sa-6 flauginni. Flaugar þessar voru notaðar með góðum árangri gegn Israelum í októberstríðinu 1973. Sögðu heimildirnar að Sovétstjórnin hefði heimilað þessa vopnasölu eftir að Sadat forseti hóf friðarsamninga sína við ísraela. Hodding Carter, talsmaður bandarfska utanríkisráðuneytis- ins sagði í dag, að Bandaríkja- stjórn væri þess fullviss að ísrael- ar og Egyptar gætu leyst ágrein- ing sinn um byggðarlög ísraela í Sinai og að Cyrus Vance utan- ríkisráðherra myndi aðstoða við það, er hann kemur til Jerúsalem í næstu viku til að sitja fund stjórnmálanefndar Bandaríkj- anna, Israels og Egyptalands. Vance hefur lýst byggðarlögun- um sem þrándi í götu friðar og er talið víst að hann muni hvetja Israela til að setja ekki ný á stofn, eins og óljósar. fregnir frá Tel- Aviv hermdu um helgina. — Portúgal Framhald af bls. 1 samkomulag væri f nánd. en þó væru tvö lykilmál óleyst; hvernig verkaskiptingin yrði innan stjórn- arinnar og sú áherzla sem sósíal- istar leggja á einhvers konar sam- starf við kommúnista. Talsmenn sósfalista hafa neitað stöðugum orðrómi um að Soares vildi gera stjórnarsamkomulag, þar sem kommúnistar yrðu fullvissaðir um að ekki yrði fallið frá þjóðnýt- ingaráformum né skert réttindi verkamanna. Cunhal, leiðtogi kommúnista, lét svo um mælt á fundi í Lissabon í gær, að hann hefði ekki trú á að „endursóluð” ríkisstjórn sósfalista með ihalds- mönnum eða jafnaðarmönnum myndi tryggja áfram það sem verkafólki hefði áunnizt í bylting- unni 1974. Soares mun gera Eanes grein fyrir viðræðunum á morgun. — Osamkomulag Framhald af bls. 39 landanna „á breiðum grundvelli” og Japanir stungu upp á því, að komið yrði á laggirnar efnahags- nefnd, landanna tveggja sem héldi reglulega fundi. Sovétstjórn samþykkti tillögur Japana í grófum dráttum, en samningurinn hefur ekki verið ræddur í smáatriðum. Sonoda kom til Sovétrikjanna á sunnudag og mun dvelja þar til miðvikudags, en þá heldur hann heimleiðis. Áður en viðræður ráð- herranna hófust lagði Sonoda blómsveig á gröf óþekkta her- mannsins, og í dag snæddi hann hádegisverð með Gromyko. — Indland Framhald af bls. 1 sönnunargögn gegn henni og rétt til að yfirheyra vitni, sem koma fyrir á undan henni. Nefnd þessi var skipuð I semtember sl. og hefur hún fengið til umfjöllunar margar kærur um meint brot á opinberum reglugerðum, meðan neyðarástandslögin f landinu voru I gildi frá júnf 1975 I 19 mánuði. Stjórn Gandhfs féll sem kunnugt er f kosningunum f marz sl. ’ Hugsanlegt er að störf nefndarinnar leiði til opinberrar ákæru á hendur frú Gandhf. Nokkrir fyrrverandi ráðherrar í stjórn hennar sögðu f gær að þeir myndu innan tíðar gera opin- ber ýmis brot á lögum, sem þeir segja að frú Gandhí hafi framið í stjórnartíð sinni. Segja ráð- herrarnir að þeir hafi ekki viljað gera þetta opinbert fyrr, þar sem þeir hafi ekki viljað klújfa Kongressflokkinn, en nú hafi Gandhí gert það sjálf með þvf að samþykkja að klofningsbrot úr flokknum kysi sig formann. -...... — Mótmælir leigu Framhald af bls. 5. f sumar- og haustveiðum minni en efni stóðu til. En nú var verksmiðjan í viðbragðsstöðu f fyrsta sinn og hóf bræðslu strax 2. janúar og hefur sfðan malað um 600 tonn sólarhring hvcrn. Ljóst er þvf að verkalýðshreyfingin verður að beita afli sfnu og kveða niður draug þann sem Norglobal er og allt of lengi hefur fengið að rfða hér húsum. — Fréttaritari. — Forræði rannsóknar Framhald af hls. 5. skýringum hjá bankanum fyrir þeim kæruatriðum, sem hann hef- ir borið fram. „Gögn“ þau, sem með tilgreindum hætti hefir verið rætt um, munu vera þau skjöl og þær greinargerðir, sem bankinn hefir þannig lagt fram kærunni til stuðnings. Forræði rannsóknar málsins er óskorað í höndum rannsóknarlögreglu ríkisins, og mun það sæta þeirri rannsókn, sem atvik þess á hverjum tíma gefa tilefni til. Fyrrgreindum ummælum er því vísað á bug sem röngum og villandi. Halivarður Einvarðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.