Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 31

Morgunblaðið - 10.01.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978 31 ið 1910 fæddist þriója barn þeirra, Sigrún Aðalheiður en hún er gift Þórði Oddssyni lækni í Reykjavik. Árið 1913 var fengin hingað til lands járnbraut til hafnargerðar í Reykjavik. í frásögn Þorleifs Þor- leifssonar af þessu, segir m.a. „Hjá milljónafélaginu unnu þá m.a. tveir ungir menn, þeir Páll Ásmundsson og Öli Kærnested. Störfuðu báðir við vélar, Páll í þurrkhúsi þar á staðnum, en Óli á vélbáti. Kaup þeirra var rýrt, eins og þá var títt hjá flestum launþeg- um, eða 65 krónur á mánuði. Þeir félagar munu að líkindum hafa eygt tækifæri til frama i starfi og skárri launa“. Fór það svo, að þeir voru báðir ráðnir. Áttu þeir fyrst að starfa við eimreiðarnar sem kyndarar og aðstoðarmenn, en verða siðar fullgildir eimreiðar- stjórar. Tímakaupið var 40 aurar á klst. en almenn verkamanna- laun voru þá 30—35 aurar á klst. Við þessi framandi störf var afi svo i 3 ár. Árið 1913 flytjast þau til Reykjavíkur aftur, að Grettisgötu 61, og sama ár missa þau elsta son sinn, Gisla. Ári seinna 1914 fædd- ist svo 4 barn þeirra sonur, og var hann skírður Gísli Friðrik. Hann starfaði i fjölmörg ár hjá Jes Zim- sen í Hafnarstræti, en lést aðeins 42 ára gamall árið 1957. Eftirlif- andi kona hans, er Hildur Björns- dóttir Kærnested frá Ánanaust- um, en hún starfar í Útvegs- bankanum í Reykjavík. Árið 1916 fæðist svo 5. barn þeirra Gróu og Óla, Hermann Viggó, en hann dó barn að aldri árið 1922. Ari seinna missa þau enn einn son sinn Aðalstein, þá 15 ára gamlan. Á þessu sést, að líf þeirra hjóna hefur verið langt frá að vera eins og flestir kjósa, enda mun þessi tími hafa sett sin mörk á þau. Þau bjuggu víðsvegar i bænum og þess á milli úti i Viðey þar sem hann vann m.a. hjá Kárafélaginu, og svona sögulega séð, hefur orsakanna fyrir þessum tíðu bú- ferlaflutningum án efa verið að leita i þungbærri reynslu þeirra. Óli var góður verkmaður og hvers manns hugljúfi að mér er sagt. Hann starfaði m.a. í Völundi og við járnsmiðar, pipulagnir, vitaviðgerðir og vélgæslu, svo eitthvað sé nefnt. Síðustu æviár sín, vann hann í Stálsmiðjunni og lést árið 1944. Eftir það, fluttist Gróa norður á Þórshöfn á Langa- nesi til Sigrúnar dóttur sinnar og Þórðar læKnis. Þar bjuggu þau til ársins 1950, en þau fluttust að Kleppsjárnsreykjum í Borgarfirði og þar dó hún árið 1963. Þessara æviára ömmu minnar minnist ég nú i dag með þakklát- um huga, en spara lýsingarorðin í því sambandi, slíkt átti ekki við hana. Þó get ég ekki stillt mig um, aö hugsa til kyrrlátra kvölda I herbergi' hennar, þegar hún las upphátt fyrir okkur bræðurna eða sagði frá liðnum dögum, og gamla klukkan hennar sló, hátt og hvellt á heilu tímunum, veikt á þeim hálfu. Táknrænt fyrir lif hennar fyrr á árum, skin og skúr- ir. Ég vona að saga þessara mætu hjóna hafi með þessari grein minni náð því að geymast eitt- hvað lengur en ella hefði orðið, til þess var verkið unnið. Öli H. Þórðarson Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Opinn umræðufundur um æskulýðsmál kirkjunnar ÆSKULYÐSSTARF Þjóðkirkj- unnar efnir til umræðufundar um æskulýðsmál kirkjunnar dag- ana 23. og 24. janúar n.k. og verður hann opinn öllum, sem áhuga hafa. 1 frétt frá Æskulýðsstarfinu segir, að margþætt starf fari fram í söfnuðum íslenzku þjóðkirkj- unnar og hafi það fremur aukizt en hitt. Hafi barnastarf kirkjunn- Töluvert um byltur TÖLUVERT hefur borið á því að fólk hafi hlotið byltur í hálkunni, sem nú er á götum og gangstétt- um höfuðborgarinnar. Sveinn Magnússon læknir á slysadeild Borgarspitalans tjáði Mbl. í gær, að svo virtist þó sem aukning meiðsla af völdum hálk- unnar væri minni nú en oft áður. Algengast væri að fólk sneri sig illa en beinbrot af völdum hálk- unnar væru með færra móti. ar eflzt stórum á undanförnum árum, en unga fólkið á aldrinum 14—20 ára vanti. Sé þetta m.a. tilefni þess að boðað er til fyrr- greinds umræðufundar undir yfirskriftinni Söfnuðurinn og unga fólkið. Markmið fundarins er tviþætt, annars vegar að gera sér grein fyrir þvi hvernig ástand- ið er og hins vegar að komast að einhverjum niðurstöðum um hvað gera megi til að byggja upp árangursrikara starf meðal unga fólksins. Fundurinn fer fram í Bústaða- kirkju og hefst kl. 9 bæði kvöldin og stendur til kl. 23. Ekki verða flutt erindi i upphafi en stuttur inngangur og siðan unnið i hóp- um þar sem verða lagðir fram ýmsir þættir starfsins til umræðu. 1 frétt frá Æskulýðsstarfi þjóð- kirkjunnar segir að lokum að lærðir og leikir séu hvattir til þátttöku og hana megi tilkynna á skrifstofu Æskulýðsestarfsins, sem einnig veitir nánari upplýs- ingar. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað segið þér um, að kristinn maður eigi stefnumót við guðlevsingja? Það er undir kringumstæðum komið og hvað þér leggið í orðið „stefnumót“. Ef þér eigið við alvarlegt stefnumót, þar sem hjónaband er haft í huga, tekur kristni aðilinn á sig mikla áhættu, og miklir erfiðleik- ar bíða þeirra beggja. Hjóriaband er einhver æðsta reynsla mannlegs lífs. Ef hjón hafa algjörlega andstæð lifsviðhorf, er þess varla að vænta, að þau geti orðið hamingjusom. Þau yrðu bæði vansæl. Þetta er ástæðan til þess, að Biblían hefur varað okkur við því að gangast undir ósamkynja ok með vantrúuðum (2. Kor. 6,14). Biblían virðist kenna, að betra sé að vera ógiftur en giftast þeim, sem við áttum aldrei að giftast. Það er miklu betra að leggja þetta mikilvæga mál í hendur Guðs og bíða eftir „vali“ hans. ií ^ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32-glNNIG INNAKSTUR FRÁARMÚLA29

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.