Morgunblaðið - 10.01.1978, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1978
37
og alls staðar í þjóðfélagi okkar;
væri ekki hægt að verja nokkru
meiri fjárupphæð til slysavarna í
umferðinni en gert er nú?
Mörg verkefni eru brýn í um-
ferðarfræðslunni og sjálfsagt er
það ekki minnst brýnt að herja á
okkur sem fullorðin erum með
alls konar fræðslu og áróðri.
Börnin eru beztu vegfarendurnir
hef ég heyrt sagt. Af hverju
skyldi það vera? Er það ekki
vegna þess að hjá þeim er mikil
umferðarfræðsla og þau eru sam-
vizkusöm og fara eftir því, sem
þeim er kennt? Þau eru heldur
ekki ökumenn, sem geta f arið öðr-
um að voða með gáleysislegum
akstri. En það þarf að stórefla alla
umferðárfræðslu hjá fullofðnu
fólki og sjálfsagt má byrja strax
hjá þeim sem eru að læra; án efa
má vekja strax þar enn meiri
ábyrgðartilfinningu og benda á
hvað ungir ökumenn eru með I
höndunum þegar þeir setjast und-
ir stýri.
Það er ekki svo lítil ábyrgð að
mega aka bíl. Það þarf ekki langa
gáleysisstund til að illa geti farið.
Á augabragði getur verið komið
barn út á akbrautina, eða bíll
hefur skyndilega stöðvast fyrir
framan hinn unga ökumann.
Hvað gerist? Ég sá hann ekki,
verður svarið í lögregluskýrsl-
unni. Þannig er umferðin, allt
getur komið upp óvænt og því
þurfa ökumenn sífellt að vera við-
búnir hinu óvænta. Þá held ég
aðmegi taka fastari tökum á bless-
uðum gamlingjunum í umferð-
inni. Hversu oft hafið þið ekki séð
gamlan mann aka jafnvel á rangri
akrein á móti allri umferðinni,
eða silast i rólegheitum yfir
gatnamótin á rauðu Ijósi og við-
komandi heyrir kannski varla
þótt flautað sé á hann úr öllum
áttum. Allir stöðva og vorkenna
aumingja gamla manninum og
segja að svona gamalt fólk ætti nú
ekki að hafa bilpróf. En ekkert er
meira gert.
Ég fagna þeim umræðum, sem
orðið hafa á Alþingi um umferð-
armál og nú mun vera til meðferð-
ar eitthvert lagafrumvarp um
þessi mál. Mig minnir að eitthvað
komi ökukennslan til umfjöllunar
þar og er það sjálfsagt vel. Á
þessu nýbyrjaða ári þarf að vekja
og viðhalda umræðu um umferð-
armál og fylgja henni eftir með
aðgerðum, sem enginn lætur fara
fram hjá sér, aðgerðum undir
kjörorðum eins og til dæmis —
meiri fræðslu — færri slys eða
eitthvað í þessum dúr. Ég eftirlæt
umferðarráðamönnum að velta
málinu fyrir sér og vonandi er ég
ekki einn um þessa skoðun, að
umferðarfræðslu þurfi að stór-
auka meðal okkar fullorðinna.
Einn fullorðinn."
% Skipulagsleysi?
Símnotandi:
— Ég hef fylgst með frétt-
um af alvarlegu ástandi í síma-
málum þjóðarinnar sem að und-
anförnu hafa birzt í blöðum.
Skilst mér að t.d. sums staðar
sunnanlands sé mjög löng bið eft-
ir nýjum síma bæði í Reykjavik
og nágrenni og þeir, sem t.d.
hyggjast flytja í ný hverfi á
þessum stöðum geta ekki fengið
síma fyrr en seint og um siðir. Ef
þetta er allt saman rétt og satt má
það teljast allundarlegt svo ekki
sé meira sagt, að ekki skuli þess
gætt þegar ný hverfi eru skipu-
lögð, að gera ráð fyrir þvi að fólk-
ið sem þangað flyzt þurfi síma og
því þurfi að leggja leiðslur og
reisa simstöðvar og tilheyrandi.
Nú er ég ekki að sakast við eina
eða neina simamálastjóra eða um-
dæmisstjóra, en að þessu má vel
spyrja og um leið hver eigi að sjá
um að þetta sé í Iagi. Er það
hlutverk skipulagsyfirvalda, við-
komandi símayfirvalda eða ein-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á miklu alþjóðlegu kvenna-
skákmóti i Novosibirsk i Sovét-
ríkjunum i fyrra kom þessi staða
upp i skák þeirra Ljubörskuju
Sovétríkjunum, sem hafði hvitt
og átti leik, og Chonkich, Ung-
verjalandi:
24. Hxfti! Svartur gafst upp. Hann
er varnarlaus eftir 24 . .. gxf6, 25.
Dg7 — Hf8, 26. Bh6. Sovézka
skákkonan Kozlovskaja sigraði á
mótinu, hlaut 11 '/> vinning af 15
mögulegum.
hverra allt annarra? Mér hefur
oft fundizt að svona hlutir hafi
gerzt hjá okkur, t.d. að ýmsir hlut-
ir af þessum toga liggi á milli
hluta í skipulagningu alls konar.
Það eru svo margir aðilar, sem
hér koma við sögu, að erfitt er að
fylgjast með þvi að öllum þáttum
skipulagsins sé sinnt. Nú hlýtur
sfmi að teljast til nauðsynlegra
tækja og því má það heita undar-
legt að ekki skuli séð fyrir að
útvega hann í nýjum hvérfum. Að
vísu hefur það komið fram í frétt-
um líka að yfirvöld hafa skorið
niður það sem simayfirvöld hafa
viljað fá til framkvæmda svo
kannski á þetta sér eðlilegar skýr-
ingar, en hvaða réttlæti er í því að
skera niður þessar framkvæmdir
þannig að heilu hverfin verða
símalaus? Hér vantar sjáifsagt
meira samband milli f járveitinga-
valds og viðkomandi yfirvalda eða
eitthvað i þá átt. En ég endurtek,
þetta er ekki hugsað sem nein
árás, heldur vil ég aðeins minna á
þetta til að benda á að það hlýtur
að þurfa að samræma hina ýmsun
þætti skipulags í svona tilvikum.
HOGNI HREKKVISI
. . ©It78
? McNaogjbt 8 r»4.. Iac.
Vegna veðurofsans og ófærðar fellur kennsla niður
i barnaskólum bæjarins í dag!
DALE CARNEGIE
NÝ NÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST —
Námskeiðið mun hjálpa þér að:
Á" Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust.
Á' Tala af ÖRYGGI á fundum.
Á- Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu
og viðurkenningu.
Ár Starfa af meiri lifskrafti — heima og á
vinnustað.
■Á Halda áhyggjum í skefjum og draga úr
kvíða.
KYNNINGARFUNDUR
Verður 12. janúar — fimmtudagskvöld
kl. 8.30 að Síðumúla 35.
Innrítun og upplýsingar í síma
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
STÓRKOSTLEG ÚTSALA
Á HLJÓMPLÖTUM
OG KASSETTUM
Verð frá kr. 395 til kr. 2.295,-
AÐEINS í 3 DAGA
heimilistæki sf
Hafnarstræti 3 - 20455.