Morgunblaðið - 13.01.1978, Page 10

Morgunblaðið - 13.01.1978, Page 10
Grímudansleikur á þrettándanum í Eyjum: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Kolaofninn fékk 3. verðlaun, en 2. verðlaun komu í hlut Malta súkku- laSis. Klœddu sig í kókflösku, kolaofn og Morgunblaðið með meiru Það var margt um manninn og kétt á hjalla. Þessi klæddi sig í plastpoka af ýmsum gerðum. en áSur var þaS ekki óalgengt aS Eyjafólk byggi grímubúninga sína úr lyngi. Þeir voru ekki allir háir I loftinu sem stigu dansinn meS kurt og pí. AndamœSgur í essinu sínu og BakkabræSur í fjarska. Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson Ijósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum á grímudansleik unga fólksins á þrettándanum, en þá er mikið um að vera í Vest- mannaeyjum og jólin puðruð út með miklu trukki. Einn dagskrárliðurinn er grímu- dansleikurinn sem Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna, stendur fyrir. Er grímudansleikurinn mjög vinsæll meðal unga fólksins og talsverð tilþrif í búninga- gerð eins og sjá má á myndunum. Þótt yfir 40 þús. íslendingar kaupi MorgunblaSiS daglega eru þaS ugglaust ekki margir sem klæSa sig í þaS, en þessi ungi Eyjapeyi hefur séS þarna ágætis möguleika á aukinni nýtingu. Flestir áttu sina fulltrúa á grímudansleikn- um. Kaffipakkinn var orSinn leiSur á innihaldinu og fékk sér spur. Hitabrúsakallinn fékk aukaverSlaun fyrir gott gervi og góSan leik. Kókflaskan fékk I. verSlaun, en þama fær hún sér sopa af sjálfri sér. ÞaS var svei mér fjör. eins og sjá má.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.