Morgunblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.01.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1977 11 PíanótónMkar JÓNAS Ingimundarson píanó- leikari hélt um síðustu helgi tónleika og lék þrjár sónötur eftir Beethoven. Tónleikarnir hófust með Tunglskinssónöt- unni. Fyrsti kaflinn, sem gagn- stætt venju er ekki í sónötu- formi, var blessunarlega laus við alla tilfinningasemi, „sett- legur“ en þó látlaus í meðferð Jónasar. Annar kaflinn var ekki stimplaður þeirri ná- kvæmni I „fraseringu", sem hjá mörgum píanistum virðist vera það eina sem skiptir máli, ef til vill vegna þess hve lítið er hægt að gera úr öðrum tækniatriðum þessa kafla, heldur lögð áhersla á lagferlið, „sönglagið." Þriðji kaflinn var einum af órólegur en vel mótaður. Annað við- fangsefnið var Waldsteinsónat- an. Margt var vel gert í því verki en í heild var það órólegt og oft út úr jafnvægi. Það er ekki svo að Jónas kynni ekki verkið eða réði ekki við það tæknilega, heldur náði hann einfaldlega ekki „á þessari stundu“ að skila sínu. Of mikill hraði og óróleiki, sem rekja má til jafnvægisleys- is og of mikil notkun pedals voru einkennandi fyrir flutn- ing verksins. Siðasta verkið á efnisskránni var op. 111, síðasta píanósónata Beethovens. I þessu verki, eins og reyndar í öllum seinni sónöt- um sínum, er Beethoven ekki að fást við sónötuformið, held- ur að yrkja. Margir tónflytjend- ur komast ekki nær þessum verkum en að leika réttar nótur og hafa fáir píanóleikarar skil- að op. 111 svo að skipti máli. I fyrri kafla verksins var hraðinn allt of mikill, en I seinni kalfan- um náði Jónas sér á strik og gerði margt mjög vel. Þessir tónleikar eru um margt um- hugsunarverðir og ber að hafa það i huga, að efnisskráin er ekki neitt smásmiði og getur Jónas Ingimundarsson unað vel við sitt. Margt var mjög vel gert, en annað fór úr böndun- um. Að halda tónleika hér á Is- landi er í rauninni það sama og að leggja allt undir fyrir einn leik. Tónflytjandi fær aðeins eitt tækifæri. Aralöngum undirbúningi er fórnað fyrir eitt skipti, sem allt eins gæti misheppnast algjörlega og út- Tönllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON skýringar og umræður eftir á um það, hvað átti að vera, verða marklausar. Tónflytjandinn á sér enga afsökun, hann kallar þessi ósköp yfir sig, leggur heiður sinn að veði og niður- staðan er oftast miskunnarlaus, í besta falli vinsamleg. Það þarf áræði til að leggja sig I slíka hættu, enda kjósa margir að skýla sér með þögninni og bera fyrir sig vöndugheit og sjálfs- gagnrýni í stað þess að standa berskjaldaðir fyrir gagnrýni annarra. Margir eru þeir, samt sem áður, sem gera nokkrar til- raunir en gefast siðan upp. Þeir, sem sigra, eru oftast þeir Jónas Ingimundarson. sem láta ekki bugast, en vaxa við hver mistök, standa reikn- ingsskil gerða sinna og þora að lifa það, að „enginn verði óbar- inn biskup". Jónas Ingi- mundarsson er einn þessara bardagamanna, sem óragur hef- ur klifið þritugan hamarinn. Varðandi aðstöðu til hljóm- leikahalds i Félagsstofnun stúdenta ber að hafa það i huga, að hljóðfærið er vægast sagt slæmt og salurinn varla nothæfur til hljómleikahalds vegna of mikils bergmáls. Samt sem áður er ekki ástæða til að vanþakka framlag tónleika- nefndar Háskólans, heldur vona, að þessari starfsemi verði sköpuð betri aðstaða. Fyrir þá, sem halda því fram að áhuga- menn um klassiska tónlist séu fámennur hópur sérvitringa, má láta það fylgja, að á þessum tónleikum var „fullt hús“. Á tónleikum tveimur tímum fyrr, sama dag, var einnig fullt hús, lauslega áætlað um 1000 manns samanlagt er sóttu tón- leika þessa helgi. Jón Ásgeirsson. Ymsir fyrirlestrar og sýn- ingar í Norræna húsinu VMSIR fyrirlesarar verða gestir Norræna hússins á næstu mánuð- um og f frétt frá Norræna húsinu segir, að 19. jan. verði Ritva-Liisa Elomaa frá finnska utanrfkis- ráðuneytinu með erindi um Finn- land f dag, menningu, land og þjóð. Með erindinu verða sýndar litskuggamyndir. Sunnudaginn 22. jan. kemur sænski þjóðlaga- söngvarinn Martin Martinsson og syngur þjóðlög frá Bóhúsléni og segir frá. Þá verður sérstök dagskrá um Carl V. Linné, en hann lézt á árinu 1778 en hún er i umsjá Gunnars Brobergs, dósents, frá Uppsalaháskóla. Ræðir hann um Linné og sýnd verður einnig kvik- mynd um hann. I febrúar verður haldið uppá Runebergsdaginn með því að Rauno Velling bók- menntafræðingur heldur fyrir- lestur um finnskar nútímabók- menntir. 1 kjallara Norræna hússins er nú unnið að nokkrum lagfæring- um en 21. jan. verður opnuð þar sýning á vatnslitamyndum Karls Kvarans er standa á til 30. jan. Dagana 4.—13. febr. mun Gunnar Hjaltason sýna gull- og silfur- smíði og pastelmyndir og 18.—27. febr. verður sýning Veturliða Gunnarssonar á málverkum og pastelmyndum. Skemmtun fyr- ir aldraða í Háteigssókn HIN ARLEGA samkoma fyrir aldrað fólk i Háteigssókn verður haldin f Domus Medica við Egils- götu sunnudaginn 15. jan. 1978 og hefst hún kl. 3. e.h. og stendur til kl. 6. Kvenfélag Háteigssóknar hefur staðið fyrir skemmtunum fyrir aldrað fólk í söfnuðinum i all- mörg ár og hafa þær notið sivax- andi vinsælda. 1 ár hafa kven- félagskonurnar vandað mjög undirbúning eins og endra nær. Verður margt til skemmtunar og dægrastyttingar. Helztu dagskrár- atriði eru þessi: Hjörtur Pálsson, cand. mag., dagskrárstjóri út- varpsins, les upp. Rut Magnússon syngur einsöng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Þá mun Kirkjukór Háteigskirkju syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, sem einnig mun stjórna almennum söng. Að vanda verður svo boðið upp á kaffi og rikulegt meðlæti. Ég vil hvetja allt eldra fólk i sókninni til þess að koma og eiga þessa stund saman og njóta þess, sem fram verður borið. Kvenféiag Háteigssóknar tekur fagnandi á móti ykkur. Verið velkomin og Guði falin. Tómas Sveinsson l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.